Tíminn - 30.09.1979, Síða 8

Tíminn - 30.09.1979, Síða 8
8 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 200i.00. Askriftargjald kr. ^ 4000 á mánuði.___________________Blaðaprent. ^ Forsetakosningar og forsetavald Nokkrar umræður hafa orðið um forsetakosning- amar, sem eiga að fara fram á næsta ári. Ástæðan er m.a. sú, að Kristján Eldjárn forseti hefur enn ekki gefið til kynna, hvort hann ætli að gefa kost á sér til framboðs eða ekki. Þá virðist það orðið ljóst, hver sem niðurstaða hans verður, að kosningar munu fara fram, þar sem Albert Guðmundsson hefur skýrt f jölmiðlum frá þvi, að hann muni gefa kost á sér. Meðal almennings er farið að nefna ýmsa menn sem vænlegforsetaefni, ef Kristján Eldjárn dregur sig i hlé. Oft heyrast nefnd nöfn Ólafs Jóhannesson- ar, Gylfa Þ. Gislasonar, Guðlaugs Þorvaldssonar, Ármanns Snævarr, Hans Andersens og ýmissa fleiri, þótt þessir menn hafi ekki gefið neitt tilefni til þess annað en það, að þeir hafa af viðkomandi til- lögumönnum þótt vænleg forsetaefni. Liklegt er, að þetta spjall haldi áfram og aukist meðan ekki er vitað um afstöðu Kristjáns Eldjárns, en flestir munu telja hann öruggan um endurkjör, ef hann gefur kost á sér. 1 sambandi við þessar umræður um forsetakosn- ingar og forsetaefni, er ekki úr vegi að minna á, að meðal þeirra verkefna, sem fjallað verður um i sambandi við endurskoðun stjómarskrárinnar, er valdsvið forsetans. Eins og stjómarskráin er orðuð nú, getur forsetinn tekið sér verulegt vald undir ýmsum kringumstæðum, en sú hefð er komin á, að hann beiti þvi ekki. Ráðrikur maður i forsetastóli gæti átt erfitt með að fylgja hefðinni. Þess vegna þarf valdsvið forsetans að vera nánar skilgreint i stjórnarskránni. Það má segja, að mikilvægasta vald forsetans, eins og hefðinni nú er háttað, sé að vinna að stjórn- armyndun, ef ekki er fyrir hendi öruggur þing- meirihluti. Forseti getur undir þessum kringum- stæðum haft veruleg völd. Dæmi em fyrir þvi, að hann hafi skipað utanþingsstjórn, ef þingflokkunum tekst ekki stjórnarmyndun (Sveinn Björnsson 1942). Hann getur lika haft áhrif á myndun minnihluta- stjórna. Vafalitið voru það ráð Asgeirs Ásgeirsson- ar, að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn 1959. Þær hugmyndir hafa oft átt nokkurt fylgi, að for- setaverði veitt vald i stjómarskránni til að mynda utanþingsstjórn ef stjórnarmyndun dregst úr hófi hjáþingflokkunum. M.a. hafa verið gerðar ályktan- ir um þetta á flokksþingum Framsóknarflokksins. Tilgangurinn með sliku ákvæði væri að veita þing- flokkunum aðhald og hindra langa setu stjómar, sem búin er að biðjast lausnar. Hér á landi hefurþað verið rikjandi stefna, að for- setinn væri þjóðhöfðingi i stil við hina arfbornu þjóðhöfðingja á Norðurlöndum. Það norræna rikið, sem siðast hefur sett sér stjórnarskrá, sniður vald- svið þjóðhöfðingjans mjög þröngan stakk. T.d. hefur hann ekki lengur afskipti af stjórnarmyndun- um, heldur er það verkefni i höndum forseta þings- ins. 1 rikjum, sem nýlega hafa sett sér stjórnarskrá og forsetier kjörinn af þjóðinni, hefur þróunin verið i öfuga átt. Þar hefur valdsvið forsetans verið auk- ið, t.d. i Frakklandi og Portúgal. Þá em uppi hugmyndir um, að fela forseta alveg framkvæmdavaldið og skilja þannig milli þess og löggjafarvaldsins, likt og i Bandarikjunum. Hingað til hafa þessar hugmyndir ekki haft verulegt fylgi hér á landi. En vert er að athuga þetta allt vel við endurskoð- un st jórnarskrárinnar. Þ .Þ. liililiítí Erlent yfirlit Marcos getur hlotið örlög íranskeisara Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur HINN 21. þessa mánaðar voru sjö ár liðin siöan Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, lét herlög taka gildi vegna þess, aö hann taldi stjórnmálaástand svo ótryggt viða á eyjunum, sem rikiö nær til, en þær eru um þrjú þúsund talsins. Marcos lýsti jafnframt yfir þvi,að von hans væri sú, að her- lögin þyrftu ekki að gilda, nema um skamma stund. Þau hafa hins vegar verið I gildi óslitiö siðan. Hafi þau verið nauðsyn- leg að dómi Marcos fyrir sjö ár- um vegna óvissu og uppreisnar- hættu, eru þau það miklu frem- ur nú, þvi að óvinsældir stjórnar hans hafa aukizt meö ári hverju. Óvinsældir stjórnarinnar má nokkuð ráða af þvi, að nýlega hafa helztu kirkjuleiötogar landsins birt yfirlýsingu, þar sem þeir krefjast þess, að her- lögin verði ekki látin gilda leng- ur, heldur verði komið á fullri lýðræöisstjórn I landinu. Kirkjuleiðtogarnir telja, að ella vofi yfir upplausn og byltingar- ástand geti skapazt I landinu. Þaö geti leitt til þess, að lýöræði verði endanlega úr sögu á Filippseyjum. ÞAÐ ERU fleiri en kaþólsku biskuparnir, sem óttast ástandið á eyjunum. Bandarisk- ir fjölmiölar, m.a. Time, hafa skýrt frá þvi aö njósnaþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafi orðið þungar áhyggjur af þvi og hafi skýrt Carter og ráðherrum hans frá þvi. Að dómi CIA hafa kjör al- mennings fariö versnandi og andúð gegn stjórninni farið vax- andi af þeim ástæðum. Jafn- framt hafi margvlsleg spilling aukizt i skjóli herlaganna siðan þau tóku gildi. Astandið á Filippseyjum sé oröið á ýmsan hátt sambærilegt við ástandið i Iran fyrir réttu ári. Ótti CIA er ekki eingöngu bundinn við það aö fylgi kommúnista sé að aukast. CIA er talin óttast það öllu meira, aö borgaralegir andstæðingar Marcos, sem liklegir séu til aö ná völdum, þegar hann fellur Ferdinand Marcos frá, færist ört til vinstri, sökum ástandsins, og muni hverfa að hlutleysisstefnu og róttækum stjórnaraðgerðum, ef þeir hreppi völdin. M.a. geti það leitt af slikri byltingu að Bandarikin missi herstöðvar þær, sem þau hafa nú á Filippseyjum. Valdastaða Bandarikjanna i þessum hluta heims, eftir að þeir hröktust frá Vietnam bygg- ist öðru fremur á þessum bæki- stöðvum. Það yrði þeim óbætanlegt áfall að missa þær. Bandarlkjamenn hafa hér treyst álika mikið á samvinnu við Filippseyjar og þeir treystu á samvinnu við íran I þeim hluta heims. Það er tillaga CIA að sögn að Bandarikin beiti áhrifum sinum < til að fá Marcos til að aflétta herlögunum semi fyrst og efna til frjálsra kosninga. Enn geti Imelda Marcos ver ið' mögulegt að bjarga aö stöðu bandarikjanna á þann hátt, Síðar geti reynzt of seint. MARCOS var fyrst kosinn for- seti Filippseyja 1965. Tals- verðar vonir voru bundnar viö stjórn hans, enda fór hann að ýmsu leyti ekki illa af stað. Hann sætti þó vaxandi mót- spyrnu þegar leið á kjörtlmabil- ið. Hann var endurkjörinn 1969, en úrslitin þá hafa verið mjög véfengd af andstæðingum hans. Alls konar svindl og ólögum hafi verið beitt til að tryggja honum sigurinn. Stjórn hans sætti af þessum ástæðum og fleiri sivax- andi mótspyrnu. Marcos taldi sig þvi tilneyddan að láta herlög ganga I gildi I september 1972 og hafa þau gilt siðan. Marcos hefur á þessum tima beitt hreinni harðstjórn til að halda sér i sessi. Efnahagsástandið i landinu hefur mjög versnað á þessum tima og er stjórninni aö sjálf- sögðu kennt um. Það er þó ekki að öllu leyti rétt, þvi að við- skiptakjör I heiminum hafa verið Filippseyjum þung i skauti á þessum tlma, m.a. vegna óhagstæðs sykurverðs en sykurframleiðslan er ein mikil- vægasta atvinnugrein Filipps- eyinga. Óhagstæö viðskiptakjör nægja þó hvergi nærri til aö réttlæta versnandi lifskjör. Marcos hefur ekki náð tökum á stjórn efnahagsmálanna og stjórn hans virðist hafa slappazt mjög á þvl sviði siöustu árin. Ýmsir samstarfsmenn hans virðast hafa fengið óeðlileg völd og þó einkum kona hans, Imelda, sem hann hefur gert að rikisstjóra I Manila, höfuðborg- inni og nágrenni hennar. Hún hefur þótt bæði óhagsýn og eyöslusöm og sætir þvi vaxandi gagnrýni. Fullyrt er að mikil spilling hafi orðið til i skjóli þeirra hjóna, þvi að vildarvinir þeirra maki krókinn rikulega. Sá orörómur hefur ekki styrkt stöðu Marcos, að hann ætli brátt að draga sig i hlé og afhenda Imeldu völdin. Alit almennings virðist það, að þá væri farið úr öskunni i eldinn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.