Tíminn - 30.09.1979, Síða 11

Tíminn - 30.09.1979, Síða 11
Sunnudagur 30. september 1979 i 11 mikib um einkalif hvor annarr- ar, en ég sá ýmislegt og gat svo i eyöurnar. Þar sem Marilyn átti hvorki eiginmann né börn (Arthur Miller sást varla) snerist allt llf hennar kringum hana sjálfa. Hún lagði mikið upp úr þvi að eiga falleg föt, og fallegir kvöldkjólar voru henni nauðsyn. Aftur á móti fór hún aldrei sjálf I búðir, fékí allt sent heim, þar sem hún gat mátað i róog næði. Ég ráölagði henni án þess að geta nokkurn tima sann- fært hana um að allt sem hún keypti var allt of þröngt. 1 bað- skápnum geymdi hún bunkana af uþpáhaldsilmvatni sinu, Chanel 5, og öðru, sem var dýr- ara — Joy. En hún notaði ilm- vötnin sáralitiö. — Arthur Mill- er hafði sérbaðherbergi I hinum enda Ibúðarinnar. Eins og dagur og nótt Eitt sinn er ég hélt að hún hefði gengið frá, kom ég inn I baðherbergiö henni að óvörum og sá hana þá i ótrúlegri stell- ingu yfir klósettinu. Sat hún á þvl með lappirnar upp I loft og tvo tannbursta I hendinni, sem hún notaöi til þess aö lita lifhár- in. Marilyn krossbrá og við roðnuðum báðar. Slöan rak hún upp skellihlátur. „Þér þekkið þá leyndarmál mitt núna. Ég lýsi á mér háriö. Ég er I raun dökk- hærö”. Þetta var mér mikið áfall, þvi að ég hafði alltaf haldiö að Marilyn væri ljós- hærð. ,,Ég gat ekki haft þennan skugga innan undir hvitu buxunum minum og' hvitu kjólunum. Það heföi verið Ijótt”. Þegar Marilyn fór til læknis eða I Actors Studio, hirti hún llt- ið um útlit sitt. En þegar um áríðandi stefnumót var að ræða eða frumsýningar kvikmynda, varannaö uppi á teningnum. Þá var ekkert nógu gott. Og þegar Marilyn hafði lokið við að búa sig upp á, kom I ljós hin ógleymanlega, hin sanna og mikla Marilyn Monroe. Við þau tækifæri virtust þau Miller lltið eiga sameiginlegt. Hún geislaði eins og dagurinn, hann var aftur á móti nóttin uppmáluö I smókingnum sinum. A þessum stundum hrifust þau hvort af öðru og komu fram sem stór- kostlegt par. Þvi miður fór Marilyn sjaldan út. Hún átti fáa vini og I frlstundunum át hún. Arthur borðaði yfirleitt einn i skrifstofu sinni eða I dagstof- unni, Marilyn I rúminu( óg át- lagið! Ég varð að skipta á rúm- inu eftir hverja máltlð. Þegar Marilyn hafði á klæðum varð ég að skipta enn oftar, þvi að þá sem fyrr neitaði hún algerlega aö bera nokkra spjör. Dag einn, þegar ég var að taka til, rakst ég á mynd af nokkuö fallegri konu og aöra af Abraham Lincoln. „Hver er þetta?” „Mamma min”, sagði hún glaðlega. „Hún er á geð- veikrahæli i Kalifornlu. Og þetta er pabbi minn, hann Abra- ham Lincoln”. Allt I einu brast rödd hennar. „Ég veit ekki, hver faöir minn er, þannig aö ég hlýt að geta valið þann, sem mér list best á”. Og nú var hún farin að hágráta. — Þennan sama morgun skipaði hún mér allt I einu að stlfa blússukrag- ana á öllum blússum sínum llkt og tlðkaðist við karlmanns- skyrtur. Ég var marga tlma aö þessu og þegar ég kom til baka með allt ilmandi strokið og stlfað byrjaöi Marilyn að máta. Hún tók hverja blússuna upp á fætur annarri, og henti jafnóðum I gólfiö. „Farið fjand- ans til. Þetta er ekki nógu vel gert. Ég vil að mér sé hlýtt. Það er ég sem borga”. Hún tætir ut- an af sér siöustu blússuna, rifur kragann og kastar svo öllum bunkanum framan I mig. Nú var komið að mér að gráta og ég hljóp fram ákveöin I að koma aldrei aftur. Marilyn kom á hæla mér. „Lena, ég grátbiö yður. Yfirgefið mig ekki. Segiö mér að fara til fjandans ef yður langar til”. Hún kastaði sér I fang mér og ég róaði hana niöur eins og óþægt barn. Hvernig gat ég reiöst Marilyn? Upp frá þessu urðum við miklar vinkon- ur og bar aldrei skugga þar á. Hún varð hluti af fjölskyldu minni. Það voru ekki aðeins blússur, sem Marilyn lét fjúka. Stundum kom ég að henni, þar sem hún hafði hent kvikmynda- handritum I loft upp, reið yfir þvi, hvað hún ætti erfitt með að læra rullurnar. Þá gat ekkert huggað hana nema kampavin. Oft varð ég að dvelja hjá henni fram yfir miðnætti, svo mikill einstæðingur var hún. „Allt er þetta jafn ógeös- legt" „Söngkona, leikkona, vændis- kona... hver er munurinn?” sló Marilyn einhvern tlma fram á trúnaðarstundu. „Allt er þetta jafnógeðslegt. Ef ég aðeins hefði átt föður til þess að segja mér það. Ég átti ekki einu sinni móöur”. Táraflóð I koddana. „Ég var gefin frá móður minni sem barn og eignaöist aldrei fjölskyldu. Þeir, sem önnuöust um mig, gáfu mér aldrei neina ástúð, nema einn „pabbinn”, sem nauðgaði mér. Ég varð ólétt og eignaöist dreng. Ég var skelfingu lostin allan tlmann þvl aö ég vissi ekki, hvaö yrði um okkur, þar sem ég var enn ung- lingur og á annarra framfæri. Og hryllingurinn gerðist. Barnið var tekiö frá mér og ég veit ekk- ert, hvað um hann varð”. Hún gripur svefntöflur á nátt- boröinu, rennir þeim niður með kampavini og sofnar eftir aö hafa grátið sáran. Þetta kvöld lágu marglitar pappírsþurrkur á við og dreif um allt herbergið. Næsta dag hélt hún áfram að tala i trúnaði, og nú um það hvernig hún komst I kvik- myndirnar. Það var tilviljunar- kennt eins og allt annað, og má segja að ævintýrið hafi byrjað á börunum á litilli eyju við Los Angeles. Þá var hún gift kona en hafði ekki nóg fyrir stafni og leiddist inn á barina. Ekki til þess að selja sig i upphafi, heldur til þess aö vera innan um fólk. Einnig var henni orðiö ljóst, hvílíka hrifningu hún vakti hvarvetna meöal karlpenings- ins. „Ég elskaði vin og þeyttist milli bara. Einn þessara bara vakti athygli mlna. Hann var fullur af karlmönnum og kon- um, sem komu ein, en fóru pör- uö út eftir nokkra drykki”. Karlmenn höfðu reynt við hana þarna, en hún hafði alltaf neitað vegna manns sins. En einum tókst að plata hana með sér. Hann sagöist vinna fyrir kvik- myndastúdió og þóttist vilja skoða hana betur fyrir 15 doll- ara. Marilyn sá ekki 1 gegnum þetta og fór með honum. „Ég treysti þessum manni, og vissi ekkert hvaö hann vildi. Hann bað mig aö fara úr, og ég hugsaöi með mér, að ég gæti svo sem gert það fyrir fimmtán dollara. Sýndi ég mig ekki svo til bera á baðströndinni fyrir ekki neitt? En mér brá ekki lltið þegar hann fór aö klæða sig úr og útskýrði fyrir mér áfram- haldið. Fyrst hikaði ég, en svo hugsaði ég mig betur um. Jim var maöurinn minn og ég svaf hjá honum án þess að fá nokkuö út úr þvi. Hvers vegna ekki aö leyfa þessum þaö sama? Eftir þetta fór ég að fara út meö mörgum mönnum. Allir sögðu það sama og mér varð ljóst, hvílikt vald ég hafði á mönnum, sem mér var skit- sama um. Myndir af mér birtust i fjölmörgum timaritum I gegn- um ljósmyndara sem ég hafði verið með, og þannig komst Twentieth Century Fox á sporið”. Marilyn talaði þannig látlaust timunum saman um sjálfa sig allt þar til hún fannst dáin. „Mér finnst mér vera of- aukið”, hafði hún alltaf sagt. FI þýddi Hi iRnvama íhí Husqvarna VOLVO,.. . . eldhussms GUNNAR ASGEIRSSON H.F. SÍMI 35200 NÝR ÖVENJULEGUR LITUR FRÁ HUSQVARNA Eins og aðrar þekktar vörur, sem miklar kröfur eru gerðar til, er HUSQVARNA eldavélin framleidd til að þjóna þér og f jölskyldu þinni I mörg ár. Þegar slikur „heimilisvinur” er valinn þarf að hafa margt I huga. Svo sem útlit, f jölbreytt Utaval, lit- inn rekstrarkostnað, örugga þjón- ustu o.fl. Hvaö útlit snertir þá falla HUSQVARNA eldavélarnar vel að hvaða eldhúsi sem er. Hvort sem um er að ræða nýtisku eldhús eða eldhús eldri gerðar. Litaval er óvenju fjölbreytt. Hægt er að velja um a.m.k. fjóra liti. Sparneytni HUSQVARNA eldavél- anna er ótviræð. Að henni stuðlar m.a. eftirfarandi: Ofnar vel einangraöir. — Tvöfalt gler I ofnhurðum. Hröð upphitun. — Sérstök hitaele- ment og plötur. Meö vélunum er hægt aö fá þrenns- konar „st jórnborð” strax eða siöar. Stjórnborðinu fylgir leiðarvisir á islensku. Af hverju óvenjulegur? Vegna þess að hann fellur ótrúlega vel inn i allar gerðir af innréttingum Með þessari auglýsingu vildum viö vekja athygli yðar á HUSQVARNA eldavélum og HUSQVARN A vörum vfirleitt. —Við gætum lika sent yður verð- og myndalista, en sjón er sögu rikari. — Tækin getið þér séð i verzlun okkar að Suðurlandsbraut 16, Rvik., Akurvík h.f., Akureyri og hjá umboðsmönnum viða um land. Viðgerðir eru framkvæmdar á eig- in verkstæði af sérhæfðum fag- monnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.