Tíminn - 03.10.1979, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 3. október 1979
VERÐ OG
GÆÐI
VIÐ ALLRA
HÆFI
SHC 5130
SAMBYGGT
MEÐ HATÖLURUM
30 WÖTT
Sértiiboð
vegna hagstæðra
innkaupa kr.
258.220.-
Greiðslukjör
? 29800
Skiphoiti 19
Verkakvennafélagið
Framsókn
Félagsfundur verður i Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu fimmtudaginn 4. október kl.
21
Fundarefni
1. Kosning fulltrúa á 9. þing Verkamanna-
sambands íslands.
2. Jóhannes Siggeirsson, starfsmaður ASI
ræðir kjaramálin.
Félagskonur mæti stundvislega, sýni
skirteini við innganginn.
Stjórnin.
Samband
eggjaframleiðenda
heldur aðalfund I Domus Medica, Egilsgötu
3, laugardaginn 6. okt. kl. 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir eggjaframleiðendur velkomnir.
Stjórnin.
Slökkviliðsmenn
7. þing Landssambands
slökkviliðsmanna verður
haldið i FESTI, Grindavik,
dagana 6. og 7. október.
Stjórnin.
Verkafólk vantar
til hreinsunarstarfa við nýbyggingar
verkamannabústaða i Breiðholti.
Hádegismaturá staðnum.
Upplýsingar i vinnuskálum við Suðurhóla
— Austurberg.
Stjórn verkamannabústaða.
Söguslóðir:
Afmælisrit Ölafs
f j ölbreytt að efni
Sögufélag hefur gefið út ritið
Söguslóðir, afmælisrit i tilefni
sjötugsafmælis Ólafs Hanssonar
prófessors, sem var hinn 18 sept-
ember s.l. Ritið er gefið Ut að til-
hlutan Sagnf ræöistofnunar
Háskóla Islands, Sagnfræðinga-
Viku-
her-
ferð
gegn
vímu-
efnum
KEJ— Fjölmargir aðilar hafa
nii tekið sig samanum að fara
vikuherferð gegn vfmuefnum
og skora á alla landsmenn að
neyta hvorki áfengis né ann-
arra vimuefna vikuna 21. til 27
október og nota timann þeim
mun betur til að hugleiða
skaðsemi neyslunnar.
Herferö þessi er farin i til-
efni barnaárs S.Þ. og
frumkvæði hefur haft stjórn
Unglingareglu IOGT, en allur
undirbUningur hefur verið
unninn af fulltrúum sam-
starfsaðilja sameiginlega.
Markmiðiðer aö vekja athygli
á þeim vandamálum sem
fylgja notkun vimuefna og
þeim áhrifum sem vfmuefna-
notkun foreldra hefur á börn.
Hyggjast aöstandendur her-
feröarinnar láta mikið fyrir
sér fara I fjölmiðlum
umrædda viku, leita samvinnu
viöskóla, halda fundi vlða um
land, m.a. i Háskólabió auk
þess sem veggspjöldum og
smáritum veröur dreift.
Samstarfsaðilar munu
leggja fram fé til aö standa
straum af kostnaöi við
herferðina, en einnig hefur
verið leitað til rfkis og stærri
sveitarfélaga með ósk um
stuöning. Kópavogur og
Vestmannaeyjar hafa þegar
brugðist viö meö ríflegum
fjárframlögum.
félagsins og Sögusjóðs Mennta-
skólans i Reykjavik. í ritnefnd,
sem annaöist útgáfuna voru þeir
Bergsteinn Jónsson, Einar Lax-
ness og Heimir Þorleifsson.
Söguslóðir er 451 bls. að stærð
og er aðalefni þess ritgerðir eftir
25 höfunda, vini og samstarfs-
menn Ólafs Hanssonar, sem rita
um hin ýmsu áhugasviö hans.
Enn fremur er i ritinu grein um
ólaf eftir Bergstein Jónsson,
heillaóskalisti (tabula gratula-
toria) með yfir eitt þúsund nöfn-
um, og skrá yfir ritverk Ólafs
eftir Inga Sigurðsson. Ritinufylg-
ir mynd af olíumálverki örlygs
Sigurðssonar listmálara af Ólafi,
máluö á þessu ári og er gjöf
stúdenta frá 1954 til Mennta-
skólans i Reykjavik.
Höfundar ritgerða i Sögu-
slóðum og heiti þeirra er eftir-
farandi:
Arnór Hannibalsson: Ættland og
þjóðerni.
Baldur Ingólfsson: Þýzkukennsla
i Reykjavíkurskóla.
Bergsteinn Jónsson: Leiðir skilj-
ast með Gránufélagi og forystu-
mönnum Þingeyinga 1878.
Bessi Jóhannsdóttir: Sameining
Evrópu — Efnahagsbandalag
Evrópu.
Björn Teitsson: Um fátækramál
á 18. öld.
Björn Þorsteinsson: Hirökvæöi
Islenskt frá 17. öld.
Egill J. Stardal: „Ein saga er
geymd”.
Einar Laxness: F jörbrot lýðræöis
— Svipmyndir frá endalokum
Weimarlýöveldis.
Guðný Jónasdóttir: Skjaldar-
merkiíslands.
Guörún ólafsdóttir: Um sel og
selstöður í Grindavlkurhreppi.
Gunnar Karlsson: Krafan um
hlutleysi i sagnfræði.
Gyífi Þ. Gíslason: John Stuart
Mill og frjálshyggjan.
Haraldur Jóhannsson: lhuganir
Forn-Grikkja um efnahagsmál.
Heimir Þorleifsson: Skáldskapur
á skólahátíðum 19. aldar.
Helgi Þorláksson: Stórbændur
gegn goðum — Hugleiðingar um
goðavald, konungsvald og sjálf-
ræðishug bænda um miðbik 13.
aldar.
Jón Guönason: Alþingiskosning-
ar I Isafjarðarsýslu 1900.
Jón Þ. Þór: Hvað er samtima-
saga?
Jónas Gislason: Um sira Jón
Einarsson, prest i Odda.
Lýður Björnsson: Dalir i kistu-
handraða. „ , ,, .,
Framhald á bls. 15
Litli leikklúbburinn á ísafirði:
Með Fjalla-Eyvind
til Seltjarnarness
Litli leikklúbburinn á tsafirði
hefur sýnt Fjalla-Eyvind eftir Jd-
hann Sigurjónsson i Félagsheim-
ilinu I Hnifsdal, við fádæma góðar
undirtektir áhorfenda. Sýningin
hefur hlotið mikið lof gagnrýn-
enda og ekki hvaðsfst leikstjórinn
Jón Júlfusson.
Leikmyndin er eftir Birgi
Engilberts og Kristinn Damels-
son annaöist lýsingu.
Nú ætla félagar L.L. að leggja
land undir fót og sýna f Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi föstu-
daginn 5. október og laugardag-
inn 6. okt. kl. 20.30.
Samkeppni um gerö leikfanga:
Stríðsleikföng
eiga ekki erindi
Húsmæðrasamband Norður-
landa efnir til samkeppni um
gerð góðra leikfanga, sem börn
una sér lengi við, hafa uppeldis-
legt gildi og hvetja ekki til of-
beldis og striðsleikja.
Leikföngin skalmiða við börn
á aldrinum 3—12 ára. Þau skulu
vera ódýr I fjöldaframleiðslu,
en að öðru leyti er efnisval og
dtfærsla óbundin.
Menningarsjóöur Noröur-
landa hefur veitt styrk til sam-
keppninnar og veröa veitt tvenn
verölaun:
1. verðlaun 400.000 isl. kr.
2. verölaun 200.000 isl. kr.
Sýnishorn og vinnuteikningar
skulu berast Kvenfélaga-
sambandi Islands, Hallveigar-
stöðum, Pósthólf 133, Reykja-
vik, fyrir 31. janúar 1980. Tillög-
urnar skulu vera greinilega
merktar dulnefni og nafn
höfundar og heimilisfang skal
fylgja i lokuöu umslagi, merkt
sama dulnefni.
Fimm manna dómnefnd,
skipuð uppeldisfræöingum,
kennurum og fulltrúum félaga i
Húsmæðrasambandi Norður-
landa, mun f jalla um tillögurn-
ar I april 1980. Aður en
dómnefndin lýkur störfum, en i
henni er einn fulltrúi frá hverju
Norðurlandarikjanna, mun hún
ráðfærasig viö hópbarna.