Tíminn - 03.10.1979, Qupperneq 6
6
Miövikudagur 3. október 1979
r
Útgefandi Framsóknarflokkurin'n.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
8G3G0. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjald kr.
4000 á mánuöi. Blaöaprent.
Nennir fólk ekki
Erlent yfirlit
Frjálslynda flokknum
spáð vaxandi gengi
Hann getur orðið sigursæll í aukakosningum
að sinna
lýðræðinu?
Þessari spurningu er varpað fram á athyglis-
verðan hátt á forsiðu Félagstiðinda, sem gefið er
út af Starfsmannafélagi rikisstofnana.
í greininni, sem fylgir á eftir þessari fyrirsögn,
er hreyft svo athyglisverðu máli, að rétt þykir að
birta hana hér i heilu lagi. Hún hljóðar á þessa
leið:
,,Oft er á það minnzt i gagnrýnistón, að almennir
félagsmenn i launþegahreyfingunni fái litlu að
ráða um gang mála. Á ýmsum er einna helzt að
skilja, að örfáir menn hafi dregið til sin allt vald i
félögunum og hleypi almennum félagsmönnum
þar hvergi að.
Yfirleitt á þessi gagnrýni ekki við rök að styðj-
ast. Innan Starfsmannafélags rikisstofnana er
mikil áherzla lögð á sem virkasta aðild sem flestra
að allri ákvarðanatöku. Félagið hefur um 200
manna trúnaðarráð, sem tekur allar veigamestu
ákvarðanir i málefnum félagsins, og efnt hefur
verið til félagsfunda til að fjalla t.d. um samninga-
málin.
Félagsmenn geta þvi ekki kvartað undan þvi, að
þeir geti ekki haft áhrif, ef þeir vilja. Lýðræðis-
skipulag félagsins tryggir einmitt, að hver og einn
einasti félagsmaður getur látið sina rödd heyrast.
En hvernig nota menn þennan rétt?
1 samræmi við ályktun aðalfundar félagsins i
vor var i sumar haldinn almennur félagsfundur til
að ræða um kjaramálin, þar á meðal um kröfugerð
vegna nýrra kjarasamninga. Þessi félagsfundur
var auglýstur rækilega bæði i dagblöðunum og
rikisútvarpinu.
Þátttaka i þessum fundi var þvi miður ekki i
samræmi við það, sem vænta mátti vegna mikil-
vægis umræðuefnisins. I félagi, sem telur hátt i
fjögur þúsund félagsmenn, mættu aðeins 18 á
fundinn—og það voru allt gamla „setuliðið” — fé-
lagsmenn, sem alltaf mæta á fundi og aldrei hafa
talið eftir sér sporin fyrir félagið eða félaga sina.
Það má segja, að lýðræðið sé litils virði, ef þeir,
sem eiga að gera það að virkum veruleika, nenna
ekki að sinna þvi.
Lýðræðið verður aldrei, virkt, hvorki i stéttarfé-
lögum né i öðrum samtökum, nema félagsmenn-
irnir geri það virkt. En þá verða þeir lika að nenna
að sinna lýðræðinu og mæta á fundum til að ræða
um, og ákveða, þá stefnu, sem alltaf hlýtur að ráða
miklu um lifsafkomu allra félagsmanna”.
Hér lýkur grein Félagstiðinda. Það, sem hér
segir um áhugaleysi félagsmanna i Starfsmanna-
félagi rikisstofnana, gildir ekki siður um félags-
menn i fjölmörgum öðrum samtökum.
Þessi mikla deyfð félagsmanna almennt leiðir til
þess, að stöðugt sækir i þá átt, að völdin færast i
hendur fárra manna og festast þar til lengri tima.
Þótt oft geti verið um hæfa forustumenn að ræða,
er þetta ekki að siður óæskilegt.
Það er ekki nóg að vilja búa við lýðræði. Það
verður ekki virkt, eins og Félagstiðindi segja,
nema menn nenni að sinna þvi. Sú spurning hlýtur
þvi að vakna, hvort ekki verði að finna einhverjar
leiðir, sem knýja menn til virkrar þátttöku i þvi
félagslega starfi, sem lýðræðið útheimtir, ef það á
að n jóta sin til f ulls. Þ.Þ.
BREZKU stjórnmálaflokkarnir
halda ársþing sin venjulega
seint I seDtember eöa i byrjun
október. Aö þessu sinni varö
Frjálslyndi flokkurinn fyrstur
til aö halda þing sitt. Hann hélt
þaö i siöustu viku.
Þing Verkamannaflokksins
hófst I gær og er búizt viö veru-
legum tiöindum þaöan, en fyrir-
sjáanlegt er, aö þar veröa mikil
átök, þvi aö vinstri armurinn
mun gera tilraun til aö ná for-
ustunni i flokknum.
Þing Ihaldsflokksins hefst svo
9. október. Þar mun Margaret
Thatcher vafalaust veröa mikiö
hyllt og einkum þó, ef henni
tekst fyrir þann tima aö ná sam-
komulagi i Ródesiudeilunni.
Kappsamlega er nú stefnt aö
þvi.
Þessi ársþing brezku stjórn-
málaflokkanna þykja yfirleitt
talsveröir atburöir og er fylgzt
allvel meö þeim i fjölmiölum.
Þannig er sjónvarpaö beint frá
þingunum og almenningi veitt
tækifæri til aö fylgjast meö
störfum flokkanna og stefnu-
mótun hjá þeim.
Þótt Frjálslyndi flokkurinn sé
langminnstur flokkanna, þegar
miöaö er viö þingmannatölu, er
þingum hans yfirleitt veitt engu
minni athygli en þingum hinna
flokkanna. Astæöan er m.a. sú,
aö hann veröur oft fyrstur til aö
taka upp mál, sem hinir flokk-
arnir reyna slöar aö tileinka
sér, þegar búiö er aö vinna þeim
fylgi. Þannig hefur Frjálslyndi
flokkurinn oft haft mikil áhrif á
stjórnmálaþróunina i Bretlandi
eftir siöari heimsstyrjöldina,
þótt vald hans sé nú ekki slikt og
á fyrstu áratugum aldarinnar.
AÐ ÞESSU sinni beindist enn
meiri athygli aö þingi Frjáls-
lynda flokksins en oft áöur. Sitt-
hvaö þykir nú benda til þess, aö
flokkurinn geti eflzt á næstu ár-
um eöa á meöan Ihaldsflokkur-
inn fer meö völd. M.a. bendir
reynslan til þess, aö Frjálslyndi
flokkurinn sé sigursæll i auka-
kosningum, þegar íhaldsflokk-
urinn ræöur rikjum. Óánægöir
kjósendur thaldsflokksins kjósa
hann frekar en Verkamanna-
flokkinn til aö sýna andúö á
stjórnarstefnunni, þótt þeir
hverfi svo aftur til fööurhús-
anna i aöalkosningum.
Þannig telur hiö nýja brezka
vikurit Now!, sem ætlaö er aö
keppa viö Time og Newsweek,
aö þaö sé ekki ósennileg tilgáta,
aö Frjálslyndi flokkurinn vinni
Thorpe mætti ekki
David Steel.
þeirra kæmu þá ekki aö fullu
gagni.
ÞAÐ MA vafalaust ekki slzt
þakka það hinum nýja foringja
flokksins, David Steel, aö flokk-
urinn slapp eins vel frá kosning-
unum i vor og raun bar vitni.
Það kom lika glöggt i ljós á
flokksþinginu, aö Steel á trausti
og vinsældum aö fagna hjá
flokkssystkinum sinum.
I lokaræðu sinni á þinginu
lýsti Steel þá þvi m.a., aö
Frjálslynda flokknum bæri aö
fylkja um sig þvi fólki, sem
Verkamannaflokkurinn heföi
raunverulega snúiö baki viö,
eins og atvinnuleysingjum og
ööru efnalitlu fólki, og eins
þeim, sem af vantrú á sósial-
ismann heföu hrakizt til liðs viö
thaldsflokkinn. A sama hátt ætti
Frjálslyndi flokkurinn aö geta
náö til hins stóra hóps frjáls-
lynds fólks, sem væri andstæöur
hinni róttæku hægri stefnu sem
íhaldsflokkurinn fylgdi nú. 1
raun réttri væri hér um aö ræða
meirihluta kjósenda, sem enn
væri ósamstæður, en ætti þaö
sameiginlegt aö vera aö leita aö
einhverju nýju til aö bæta um-
hverfi sitt og menningarskil-
yrði. Þetta fólk skipar sér ekki
undir merki ákveöinnar stéttar
eöa ákveöinnar kreddukenning-
ar, en byggir lifsviöhorf sitt
m.a. á fornum dyggöum eins og
frelsi og bræöralagi. Þaö væri
sögulegt hlutverk Frjálslynda
flokksins að hafa forustu um aö
fylkja þessu fólki til baráttu
undir merkjum nýrra lifsviö-
horfa, sem sum ættu sér gamlar
rætur.
Steel deildi hart á kosninga-
fyrirkomulagiö, en af þvi leiddi
m.a., að flokkur, sem væri I
miklum minnihluta meöal kjós-
enda, færi nú einn meö völd.
Þaö vakti nokkra athygli utan
þingsins, aö þaö felldi niöur úr
stefnuyfirlýsingunni, sem for-
ustumenn flokksins lögöu fyrir
þingiö, ákvæöi um, aö lifskjörin
yrðu ekki bætt án aukins hag-
vaxtar. I staöinn var samþykkt
aö tillögu æskulýössamtaka
flokksins, aö aukinn hagvöxtur,
eins og hann væri yfirleitt skil-
greindur, væri hvorki æskilegur
né náanlegur meö góöu móti.
Þ.Þ.
fimm til sex þingsæti af ihalds-
flokknum á kjörtimabilinu I
aukakosningum. Hann hefði þá
16-17 þingmenn i lok kjörtima-
bilsins i staö 11 nú.
Frjáslyndi flokkurinn slapp
öllu betur frá þingkosningunum
i vor en margir fylgismenn hans
óttuðust. Málaferlin gegn
Thorpe, fyrrverandi foringja
hans, þóttu likleg til aö veikja
flokkinn. Verkfallsóeiröirnar
höföu oröiö mikið vatn á myllu
Ihaldsflokksins. Svo fór lika, aö
Frjálslyndi flokkurinn missti 3
þingsæti af 14, og hann fékk ekki
nema 14% af atkvæöamagninu i
staö 18% i haustkosningunum
1974. Þegar allt kom til alls,
þóttu þetta þó ekki óviöunandi
úrslit, þar sem kosningafyrir-
komulagið er eins óhagstætt og
verða má.
Þaö var lika flokknum tals-
verö raunabót, að skoöanakönn-
un, sem fór fram á 75 kjörstöö-
um i kosningunum i vor, leiddi i
ljós, aö 50% þeirra, sem búnir
voru aö kjósa, höföu um skeiö
hugleitt aö kjósa Frjálslynda
flokkinn meöan á kosningabar-
áttunni stóö, en horfiö var frá
þvi, m.a. vegna þess, aö atkvæöi
á flokksþinginu.