Tíminn - 05.10.1979, Side 8
8
Föstudagur 5. október 1979
"* ■ rz.'ææSS&tKStS
Norræn menningarvika i Norræna húsinu 6.-14. október 1979: Laugard. 6. okt. kl. 16.00 Opnun málverkasýningar: A sýningunni eru verk eftir danska listmálarann CARL-HENNING PEDERSEN. Laugard. 6. okt. kl. 20.30 BIRGITTE GRIMSTAD: Vísnakvöld (1. tónleikar) Sunnud. 7. okt. kl. 20.30 Tónleikar: JORMA HYNNINEN (bariton) og RALF GOTHÓNI (píanó). Verk eftir Vaughan Williams, Kilpinen, Sibelius og Hugo Wolf. Mánud. 8. okt. kl. 20.30 BIRGITTE GRIMSTAD: Visnakvöld (2. tónleikar). Þriðjud. 9. okt. kl. 20.30 Skáldiö P .C. JERSILD kynnir bækur sinar og les upp. Miövikud. 10. okt. kl. 20.30 Tónleikar: HALLDÓR HARALDSSON, pianóleikari, spilar verk eftir J. Speight, Þorkel Sigurbjörnsson, Vagn Holmboe og Ludw. v. Beethoven. Fimmtud. 11. okt. kl. 20.30 Tónleikar: ELSE PAASKE (alt), ERLAND HAGEGÁRD (tenór) og FRIEDRICH GURTLER (planó) flytja verk eftir Schu- mann (Liederkreis), B. Britten (Abraham and Isaac), Heise og Lange-Muller. Laugard. 13. okt. kl. 20.30 Tónleikar: ELSE PAASKE, ERLAND HAGEGARD, FRIEDRICH GURTLER flytja verk eftir Schumann (Frauenliebe und leben), Sibelius, Mahler og Purcell. Sunnud. 14. okt. kl. 20.30 Lokatónleikar: Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum (stj. Ragnar Björnsson), Kammersveit Reykjavlkur (stj. Páll P. Pampichler) og Hamrahllðarkórinn (stj. Þorgeröur Ingólfsdóttir) leika verk eftir JÓN NORDAL. I BÓKASAFNI OG ANDDYRI NORRÆNA HÚSSINS: BÓKASÝNING OG MYNDSKREYTINGAR við ritverk" H.C. Andersens eftir norræna listamenn (6.-31. okt.) Aðgöngumiðar seldir á skrifstofunni. Simi 17030.
NORRÆNA HÚSIÐ
Tannlæknatæki
Heilsugæsla Hafnarfjarðar óskar eftir til-
boðum i fullkomin tannlæknatæki, m.a.
stól og tilheyrandi af gerðinni KAVO
AUTOMAT 3000 SD Siemens röntgen tæki,
handverkfæri ýmiss konar o.fl.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Heilsu-
gæslu Hafnarfjarðar.
Styrktarsjóður
Isleifs Jakobssonar
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar-
menn til að fullnuma sig erlendis i iðn
sinni.
Umsóknir ber að leggja inn hjá Iðnaðar-
mannafélaginu i Reykjavik, Hallveigar-
stig 1, Reykjavik, fyrir 2. nóvember nk.
Sjóðstjórnin.
Afburðafögur bók um ísland
Almenna bókafélagið gefur út Islandsbók með
74 listrænum ljósmyndum John Chang McCurdy
Almenna bókafélagiö hefur
sent fra sér mikla bók um island
— 74 litmvndir á 84 bls. og texti á
50bls.
Myndirnar hefur tekið Kóreu-
maðurinn John Chang McCurdy,
formála fyrir bókinni ritar
Halldór Laxness og greinargerð
um landið og þjóðina ritar
Magnús Magnússon I Edinborg.
John Chang McCurdy er ungur
maður, lærður i listasögu og list-
fræði i háskólum i Bandarikjun-
um og Sviþjóð. Hann hefur
einbeitt sér mjög að gerö list-
rænna ljósmynda og er orðinn
vlðkunnurfyrirsinar sérstæðu og
fögru myndir. Hann starfar nú i
Bandarik junum eingöngu að gerð
slikra mynda.
McCurdy hreifst mjög af
Islandi við fyrstu sýn og einsetti
sér að lýsa þessu einkennilega
landi — að honum framandi — i
ljósmyndabók. Ferðaðist hann
siðan viösvegar um landið til ljós-
myndatöku — og er bókin
árangur af þeim ferðalögum.
Þessar ljósmyndir eru vissu-
lega frábrugðnar þvi sem við höf-
um áður séð i myndabókum um
Island, fyrirmyndirnar öðruvisi
valdarogséðar frá öörum sjónar-
hornum en við höfum átt að venj-
ast. Og þetta eru fjölbreytilegar
myndir, meirihlutinn af landslagi
og náttúrufyrirbrigðum, en svo
eru hér einnig margar myndir af
mannlifi og dýralifi — bóndi að
slá með orfi og ljá i grænni tún-
brekkunni, Ásmundi Sveinssyni
bandandi hendi við umheiminn,
kriu fljúgandi beint upp i loftið,
hesti snapandi eftir beit i rökkv-
aðri fjallaauöninni — svo aö eitt-
hvaö sé nefnt.
Formáli Halldórs Laxness
fjallar eingöngu um hina sér-
stæðu m y n d a ge r ð a r 1 i s t
McCurdys, en Magnús MagnUs-
son gerir i itarlegum inngangi
sinum grein fyrir jarðfræðilegri
sögu landsins og sambUð lands og
lifs þær 11 aldir sem menn hafa
átthér heima.
Titill bókarinnar er ICELAND.
HUn er alls 140 bls. að stærö i
stóru broti (26x26). Bókin er
prentuð af Arnoldo Mondadori i
Verona á ttaliu, en setningu
textans annaðist Prentsmiðjan
Oddi. Bókiner kominiflestar eða
allar bókaverslanir.
HIÐ NÝJA FRAKKLAND
John Ardagh: The new France.
A society in Transition
1945—1977
Penguin (Pelican) Books 1977.
3. útg. 733 bls.
Um aldir var Frakkland
forysturlki Evrópu og aörar
þjóöir kepptust við að likja eftir
Frökkum i flestum efnum.
Aföllin i styrjöldunum 1870—’71
og 1914—18 urðu Frökkum
dýrkeypt. Þeir fóru að dragast
aftur Ur á ýmsum sviðum, iðn-
byltingin, sem nágrannar
þeirra i Þýskalandi og á
Bretlandseyjum urðu að lúta á
19. öldinni, fór aö miklu leyti hjá
garði I Frakklandi, stjórnmála-
ástandið var ótryggt á fyrra
helmingi aldarinnar, efnahagur
landsins ótraustur og samstaða
þjóðarinnar vægast sagt litil. Sú
franska menning, sem rit-
höfundar og listamenn milli-
striðsáranna mæröu, var á
margan hátt menning hnign-
unarinnar þótt þess gætti
kannski ekki svo mjög á yfir-
boröinu. I slðari heimsstyrjöld-
inni urðu franskir að þola meiri
áföll og auðmýkingu en flestar
aðrar þjóðir, og kannski sýnir
þaö styrk franskrar menningar
betur en flest annað, aö Frakkar
stóðust raunina og komu sterk-
ari úr henni.
Frá striöslokum hafa oröið
miklar breytingar á flestum
sviðum I Frakklandi og margt
bendir til þess, aö hin gamla
menningarþjóð hafi nú loks
gengið I endurnýjun lifdaganna.
I bókinni um Frakkland hið nýja
fjallar John Ardagh um þessar
breytingar og lýsir áhrifum
þeirra á Fransmenn og franskt
þjóðlif.
Franskt efnahags-
undur
Fram undir 1950 var franskt
efnahagslif heldur bágborið.
Fyrirtækin voru flest lltil og
reksturinn þótti mörgum harla
gamaldags. Meirihluti fyrir-
tækja voru i f jölskyldueign og fá
ein voru samkeppnisfær á
alþjóðlegum mörkuöum. Einna
best stóðu þau fyrirtæki, sem
framleiddu viðurkenndar
franskar munaðarvörur, en þau
áttu gjarnan I haröri samkeppni
innbyrðis, sem dró úr mætti
þeirra.
En um og eftir 1950 hófst nýtt
skeiö i frönsku efnahagslifi og
eftir það er ekki út I hött að tala
um franskt efnahagsundur, þótt
Af
bókum
þróun mála hafi ef til vill ekki
orðið jafn stórbrotin sem
i Þýskalandi. A striðsárunum
höfðu ýmsir franskir efna-
hagssérfræðingar og stjórn-
málamenn rannsakaö
gaumgæfilega helstu veilur i
frönsku efnahagsllfi og undir
forystu Jean Monnet sömdu þeir
áætlun um endurreisn. Endur-
reisnaráætluninni, Le Plan, var
hrundið i framkvæmd um 1950
bar hún skjótlega mikinn
árangur. Aætlunin byggöist
öðru fremur á góðri og náinni
samvinnu allra aðila vinnu-
markaðarins, en rikið haföi eins
konar yfirumsjón með gangi
mála, beindi fjármagni til
ákveöinna atvinnu- og
framleiðslugreina, hvatti til
sameiningar fyrirtækja þar sem
það virtist hagkvæmt o .s.frv.
Bjartsýni og áhugi.
J. Ardagh telur litinn vafa
leika á þvi, að hinn mikli áhugi,
sem almenningur sýndi endur-
reisnaráætluninni þegar i
upphafi hafi átt mikinn þátt I
þeim góöa árangri, sem af henni
varð. A siðustu áratugum hefur
franskt efnahagsllf verið I nær
samfelldri sókn og miklar
breytingar hafa átt sér stað.
Tæknivæðing hefur stóraukist á
flestum sviðum, rekstur fyrir-
tækja hefur breyst mjög til
batnaðar og þau eru nú betur
samkeppnisfær á alþjóðlegum
mörkuðum.
Auðvitað eiga Frakkar við sin
vandamálað striða i efnahags-
málum, en viturleg stjórn hefur
orðiö til þess að þeim hefur tek-
ist að sigla framhjá mörgum
boðum, bæði i sambandi við
stofnun og aðild að Efnahags-
bandalaginu, sem og vegna
hækkandi orkuverös.
A alþjóðavettvangi hafa
Frakkar unnið ýmsa góða
samkeppnissigra, sem þeir eru
hreyknir af og má þar nefna
m.a. Caravelle þotuna, og
franska bila, sem sifellt hafa
unnið á.
Á tæknisviðinu hafa Frakkar
einnig náð mjög langt, og mun
smiði Concorde þotunnar likast
til bera þar hæst, en hvaö sem
um Concorde veröur sagt geta
fáir neitað þvl aö hún er tækni-
legt afrek.
A þessu breytingaskeiði hafa
nýir menn hafist til forystu i
frönsku þjóölifi, teknokratarnir
svonefndu, menn sem stjórna i
krafti tæknilegrar og verklegr-
ar þekkingar. Skýrasta dæmið
um þann hóp er einmitt
núverandi Frakklandsforseti.
Breytt viðhorf
I róti eftirstriðsáranna hefur
franskt mannlif tekið miklum
breytingum og telur höfundur
þessa rits tlestar þeirra hafa
oröið til góðs. Lifskjör Frakka
hafa stórbatnað og einnig
virðast viðhorf alls almennings
hafa færst mjög I frjálslynsis
átt. Stéttaskipting fer nú
dvinandi, minnihlutahópar
njóta meiri réttinda, þjóðar-
rembingur er á undahaldi og
sérstaklega mun tekið til þess,
hve stórlega staða kvenna hefur
batnað. Sem dæmi um hið
siöastnefnda getur höfundur
þess, að franskar konur geti nú
fengið keyptan i Frakklandi
flestan þann búnað, sem þurfi til
getnaðarvarna I stað þess að
smygla honum inn frá Bretlandi
eins og tiðkaðist allt fram um
1960.
Forysta Parisar
að hverfa
1 augum Utlendinga hefur
Paris löngum verið Frakkland,
og svo mun enn að nokkru leyti.
Um aldir haföi höfuðborgin á
Signubökkum afgerandi forystu
i flestum efnum og Parísarbúar
litu gjarnan á sjálfa sig sem
a.m.k. einum gæðaflokki ofar
öðrum landsmönnum. I þessum
efnum er aö verða mikil breyt-
ing. Landsbyggðin sækir
stöðugt fram og vegur ýmissa
heraðsborga fer vaxandi.
Grenoble er trúlega skýrasta
dæmið þar um. Og Paris er aö
breytast. Gömlum hverfum hef-
ur sem næst veriö rutt burtu og
ný reist I þeirra stað. Margir
sakna gömlu borgarinnar, en
flestir munu samdóma um að
hin nýja Paris sé lifvænlegri.
Hvers vegna?
Hér er ekki rúm til þess aö
rekja lengur efni þessarar
ágætu bókar en ég vil hvetja
alla þá, sem áhuga hafa á
Frakklandi og franskri menn-
ingu til þess að kynna sér efni
hennar.
Auk þess sem hér hefur veriö
drepiö á er skylt aö geta þess, að
höfundur fjallar ýtarlega um
listir, skólamál og aðra þætti
menningarinnar.
En hvers vegna hefur Frökk-
um tekist að reisa land sitt úr
öskustónni á sama tima og
nágrannar þeirra handan
Ermarsunds, Bretar, hafa átt
við slvaxandi erfiðleika að etja?
J. Ardagh, sem sjálfur er
Englendingur, telur að áfallinu,
sem Frakkar urðu fyrir i siðari
heimsstyrjöldinni sé kannski
fyrst og fremst að þakka. Eins
og Þjóðverjar urðu þeir að taka
sig á, endurskipuleggja alla
hluti og byggja aö nýju. Þetta
hafi þeim tekist á meðan Bretar
hafi sofið rólegir á gömlum
stórveldistraumum.
Jón Þ. Þór.