Tíminn - 05.10.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. október 1979 9 Aöalviðburðurinn á október- dagskrá Norræna hússins verð- ur Norræn Menningarvika, frá laugardeginum 6. október til sunnudags 14. október. Vikan hefst með opnun málverkasýn- ingar laugardaginn 6. október, en þá sýnir hinn kunni danski málari Carl-Henning Pedersen verk sin I sýningarsölum húss- ins. Hann var einn þeirra lista- manna, sem stofnuðu COBRA hópknn 1948, en I honum var meðal annarra tsleneingurinn Svavar Guðnason. A sýningunni verða 40 olíumálverk, vatnslita- myndir og steinprent, auk 12 bronsskúlptúrmy nda. í anddyri hússins verður sett upp sýning á myndskreytingum við verk H.C. Andersen. Að kvöldi opnunardags vik- unnar kl. 20.30 mun Birgitte Grimstad skemmta áheyrend- um með vfsnasöng sinum og Norræna húsið býður til vandaðrar dagskrár listviðburða Norræna menningarvikan 6.-14. október kemur hún fram að nýju mánu- daginn þann 8. okt. á sama tima. Hún hefur áðúr heimsótt Norræna húsið og er dóttir hins þekkta danska söngvara Axel Schiötz. Sunnudaginn 7. október verð- ur Finnlandskvöld og kemur þar fram finnski barytonsöngv- arinn Jorma Hynninen og pianóleikarinn Ralf Gothoni. Þriðjudaginn 9. okt. mun sænski rithöfundurinn P.C. Jersind lesa úr nokkrum verka sínna og miðvikudaginn hinn 10. leikur Halldór Haraldsson á pianó pianósvitu eftir Vagn Holmboe, verk eftir islensk tón- skáld og verk eftir Beethoven. Fimmtudaginn hinn 11. októ- ber kl. 20.30 syngja Else Paaske (alt) og Erland Hagegard, (tenór) einsöngva og tvisöngva við undirleik Friedrich Gurtler. Laugardaginn 13. október munu þau syngja að nýju og þá flytja aðra dagskrá. Sunnudaginn 14. október lýkur þessari menningarviku með tónleikum, sem eingöngu verða helgaðir verkum Jóns Nordal. SCANDINAVIA’S DISTINGUISHEO BALLAD-SINGER Tvítugir gamlingjar Gamlir Fóstbræður halda 20 ára afmæli félagsins hátiðlegt með hófi i Fóstbræðra- húsinu n.k. föstudag. Þetta er félagsskapur þeirra, sem áður hafa sungið i Karlakórnum Fóstbræðrum. Reglulegar æfingar og fundir hafa verið haldnir i félaginu frá upphafi. Formabur Gamalla Fóstbræðra er Valdimar Hannesson, en söng- stjóri Jón Þórarinsson. Umsvifamikil útgáfustarfsemi Iðunnar í ár Ljóð eftir Þórarinn Eld járn og Stefán Hörð Meðal nýrra bóka Iðunnar fyrir þessi jól má nefna nýjar skáldsögur eftir þá Thor Vil- hjálmsson, Egil Egilsson og Gunnar Gunnarsson. Ekki hefur enn fengist staðfest hvað saga Thors mun heita, en SVEINDÓMUR er nafnið á sögu Egils og GATAN LEYST, heitir bók Gunnars. HVUNNDAGS- HETJAN heitir ný skáldsaga eftir Auði Harals og ERINDI heitir ný Ijóðabók Þórarins Eld- járn. Stefán Hörður Grimsson gefur út Ijóðabók, sem ber það einfalda nafn LJÓÐ og enn er væntanleg ljóðabókin KVÆÐA- FYLGSN eftir Hannes Péturs- son. Mánasilfur nefnist úrval is- lenskra endurminninga, sem Gils Guðmundsson hefur tekið saman og Saga frá Skagfirðing- umlV. bindi er á leiðinni. Líka Ilf.nefnist úrval blaðagrein eftir Ólaf Jónsson. Meðal þýddra bóka má nefna Kastaniugöngin.eftir Deu Trier Mörk og Uppgjör eftir Bente Claude. Afhjúpun, nefnist saga eftir Susanne Isacs og eftir Adam Holl kemur út sagan Njósnari I Berlín.Þá er að nefna Krystalshellirinn eftir Mary Stewart og öldur eftir Phyllis Whitney. Hammond Innes gleymist ekki i ár og eftir hann kemur út sagan Filaspor og enn er að nefna Arás I dögun eftir Brian Callyson. Alister McLean á á markaðinum i ár með bæk- urnar ,,Ég sprengi kl. 10” og Kapteinn Cook. Þá mun Iðunn gefa út endurminningar Marga- rete Trudau. Enn skal getið útgáfu á nýju leikriti eftir Guðrúnu Helga- dóttur og bókarinnar Agnarögn, eftir Pál H. Jónsson. Þá verður Dóra Ragnheiður Jónsdóttir endurútgefin. Er þá getið margra en ekki allra útgáfubóka Iðunnar i ár og látum við um sinn ógetið nokk- urra unglinga- og barnabóka. berklavamadagurinn, sunnudag 7 oktsóber Merkja- og blaðasala til ágóða fyrir starf sem styður sjúka til sjálfs- bjargar, starfsemina að Reykjalundi og Múlalundi. Sölubörn óskast kl. 10 árdegis, sunnudag. Góð sölulaun. Foreldrar - hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Vinningur er litsjónvarpstæki. Merkin kosta 300 kr. og blaðið Reykjalundur 700 kr. Afgreiðslustaðir í Reykjavík og nágrenni: S. í. B. S., Suðurgötu 10, s. 22150 Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Hrísateigur43, sími 32777 Vogaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiðagerðisskóli Skriðustekkur 11, sími 74384 Árbæjarskóli Feliaskóli Hólabrekkuskóli - ölduselsskóli Kópavogur: Kársnesskóli Kópavogsskóli Digranesskóli Garðabær: Flataskóli Hafnarfjörður: Lækjarkinn 14 Rey kjavfku rvegu r 34 Þúfubarð 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.