Tíminn - 05.10.1979, Síða 15
Föstudagur 5. október 1979
IÞROTTIR
IWMIM
15
ANNAR „KANI” TIL KR-INGA
• Kom til landsins í morgun og mun leika með KR-
í Evrópukeppni bikarhafa
• Tekur hann sæti „spóans”
í KR-liðinu i vetur'
:7
i
í morgun kom til
landsins bandarískur
körfuknattleiksmaður,
sem mun leika með
KR-ingum i Evrópu-
keppni bikarhafa, en
sem kunnugt er dróst
KR gegn frönsku bikar-
meisturunum.
Ekki er vitað hvað
kappinn heitir, en Tim-
inn hefur það eftir mjög
áreiðanlegum heimild-
um, að sá sem kom i
morgun eigi að taka sæti
Websters, blökku-
mannsins stóra, sem
leikið hefur með KR það
sem af er Reykjavikur-
mótinu. KR-ingar hafa
ekki verið ánægðir með
hann, alla vega ekki það
sem af er.
„Það er rétt, að við er-
um allt annað en ánægð-
ir með frammistöðu
hans það sem af er mót-
inu”, sagði Kristinn
Stefánsson liðsstjóri
KR-liðsins i samtali við
Timann i gær.’” Við
bjuggumst við mun betri
ieikmanni”, sagði Krist-
inn.
,Eg hef ekki
náð mér full-
komlega á
strik í
fyrstu
leikj-
unum’
• segir Viggó
Sigurösson sem leikur handknattleik
með spænska liðinu Barcelona
Spánska meistarakeppnin i
handknattleik er nú hafin, en
einsog flestir eflaustvita leikur
Viggó Sigurösson — sem lék
áöur meö Vikingi — meö Barce-
lona.
„Þaö eru nú búnar tvær um-
feröir hér á Spáni og okkur hef-
ur gengið alveg bærilega. Viö
sigruðum Jean frá Malaga i
fyrsta leiknum meö 31 marki
gegn22, ogskoraöiégþrjú mörk
i þeim leik. Þvi næst lékum við
gegn Gramholles i Barcelona og
náöum einnig aö sigra þar meö
24 mörkum gegn 19. Viö erum
þvi efstir eftir tvær umferöir
meðfjögursig ásamt Calpisa og
spönsku meisturunum Atletico
Madrid”,sagði Viggó erTiminn
haföi samband við hann I gær-
kvöldi.
Viggó sagöist ekki vera full-
komlega ánægöur meö frammi-
stöðu sína þaö sem af væri.
Hann hefði ekki náð sér á strik i
leikjunum tveimur sem búnir
væru. Hann hefði skorað þrjú
mörkiþeim báöum ..Égvonast
til þess aö þetta fari aö koma
hjá mér, ég trúi ekki ööru. Viö
eigum aö leika gegn.Calpisa um
helgina og er þaö afar þýöingar-
mikill leikur fyrir okkur”, sagöi
Viggó Sigurösson. _SK
\
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Þaö er greinilegt, aö eitthvaö
mikiö er aö gerast hjá KR-ingum
i körfuboltanum um þessar
mundir.
Þessi Bandarikjamaður, sem
kom til landsins i morgun, mun
æfa meö liöinu næstu þrjár vikur,
eöa þar til aö Evrópukeppninni
kemur. Mun þaö hafa veriö
ákveöiö áöur en að Webster kom
til landsins, en sem kunnugt er
má hvert lið leika meö tvo er-
lenda leikmenn I keppninni.
Þaö hafa margir látiö I ljósi
óánægju sina með Webster og þá
ekki síst KR-ingar sjálfir. „Þaö
er ljóst, eftir aö hafa séö hann
leika fjóra leiki I Reykjavikur-
mótinu, aö hann er enginn
sóknarleikmaður en hins vegar
nokkuö góöur varnarleikmaöur.
Þá höfum viö veriö ánægöir meö
hann sem þjálfara,” sagöi Krist-
inn.
Hann vildi ekki kannast viö þaö
aö fara ætti aö senda Webster
heim, en Timinn telur sig hafa
mjög góðar heimildir fyrir þvi,
sem ekki er ástæöa til aö van-
treysta.
Sá leikmaöur sem kom I morg-
un er 198 cm á hæö, blökkumaöur
og er stórskytta i meira lagi.
Hann leikur sem kantmaöur. Er
hann talinn vera enn meiri skytta
en Danny Shous, sem leikur hér
mað Armanni og er þá mikiö
sagt. Þeir, þ.e. sá sem kom 1
morgun og Webster, munu leika
saman með KR i Evrópukeppn-
inni, en eftir þá keppni mun koma
i ljós hvort hann tekur sæti
Websters I KR-liðinu. —SK
Webster viröist vera eitthvaö utangátta á þessari mynd. Háværar
raddir eru uppi um aö Bandarikjamaöur sá er kom til iandsins í morg-
un muni taka sæti hans i KR-liöinu, eftir aö þeir félagar hafa lokiö
Evrópuleikjum KR sem veröa um mánaðamótin. Þá munu þeir leika
saman, en eftir þá leiki skýrast máiin, og annar hvor heldur áfram aö
leika meö Vesturbæjarliöinu. Timamynd Róbert.
Dómaraannáll
Segja má að knattspyrnuver-
tiöinni sé nú lokiö — hér heima að
minnsta kosti.
Yfirleitt aö lokinni knatt-
spyrnuvertíöinni er fjallaö um
leiki sumarsins, frammistööu
einstakra liða o.s.frv.
Hér er aftur á móti ætlunin aö
fjalla litillega um frammistööu
þeirra manna sem fyrir mestri
gagnrýni verða, nefnilega
dómaranna, sem dæmt hafa leiki
1. deildar i sumar.
Það veröur aö vityurkennast
strax i upphafi, að frammistaöa
þeirra var bæöi góö ogslæm, eins
og gengur og gerist. Þaö vill
nefnilega oft gleymast aö
dómararnir geta átt slæma leiki,
geta veriö illa fyrir kallaöir rétt
eins og leikmenn. En þvi verður
hins vegar ekki á móti mælt, aö
yfirleitt, og þegar á heildina er
litiö, hefur dómgæslan oft veriö
verri en einmitt i sumar.
Þrir ungir dómarar bættust i
sumar i hóp þeirra sem dæma i 1.
deild. Það voru þeir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, Ingi Jónsson og
Hjörvar Jensson. í stuttu máli
sagt stóöu þeir sig allir meö hinni
mestu prýöi. Hinir dómararnir —
og þá sér i lagi þeir sem eru tekn-
ir að eldast i „bransanum” —
urðu oft fyrir mikilli gagnrýni i
sumar. Þeir voru sagöir hafa
minni yfirferö en hinir, og sumir
hafi hreinlega dæmt heilu leikina
úr miðjuhring vallarins. Hvort
sem þetta er rétt eöa ekki veröur
ekki hjá þvi komist, að láta þá
skoðun i ljósi, að enn meiri endur-
nýjunar virðist þörf I dómara-
liöinu. Of thafa þær raddir heyrst,
að þeir sem fara meö stjórn þess-
ara mála beri of litið traust til
þeirra yngri. En frammistaöa
þeirra (Ýiggja sem áöur er getið
og hófu aö dæma i 1. deildinni i
sumar, sýnir svo ekki veröur um
villst aö ekki viröist vera nein
ástæða til aö örvænta I sambandi
viö yngingu dómarastéttarinnar.
Ekki var nú meiningin aö fara
aö ræöa um aldur dómaranna,
þaö er frammistaöan sem mestu
máli skiptir. Og óneitanlega var
hún betri en margir áttu von á.
Þaö er gleöiefni, ekki aöeins fyrir
keppendur og áhorfendur, heldur
og ekki sist fyrir dómarana
sjálfa. Vonandi veröa ekki lagðar
árar i bát i þessum málum,
heldur reynt aö stefna enn fram á
viö til þess að auka viröingu þess-
arar stéttar innan Iþróttarinnar,
sem hefur vægast sagt verið á
svolitið lágu plani hin siðustu ár.
—SK
Landsliðið valið gegn Póllandi
tsland mun leika siöasta leik
sinn I 4. riðli Evrópukeppni
landsliða gegn Póllandi I Kraká
I Póllandi miövikudaginn 10.
okt. n.k. Þettaer 113-landsleikur
Islands.
Liðiö mun halda utan sunnu-
daginn 7. okt. og koma heim aft-
ur fimmtudaginn 11. okt.
Eftirtaldir leikmenn mynda
16 manna hópinn (Landsleika-
fjöldi i sviga aftanvið):
Þorsteinn Bjarnason,
LaLouviere (5)
Ársæll Sveinsson,
ÍBV (0)
Arni Sveinsson,
1A
Asgeir Sigurvinsson,
Standard Liege
Atli Eövaldsson,
Valur
Dýri Guömundsson,
Vaiur
Jóhannes Eðvaldsson,
Celtic
Kari Þórðarson,
La Louviere
Marteinn Geirsson,
Fram
Ólafur Sigurvinsson
Searing
Pétur Pétursson,
Feyenoord
Sigurlás Þorleifsson,
(24) Vlkingur (2)
Teitur Þórðarson,
(24) öster (31)
örn óskarsson,
(16) IBV (7)
Trausti Haraldsson
(3) Fram (3)
Sigurður Halldórsson,
(31) tA (0)
(9) Eins og sést á þessari upp-
talningu er hér um aö ræöa hóp
(44) leikmanna meö mikla reynslu
aöbaki, auk nokkurra sem eiga
(30) landsleikjamet Matthiassar
Hallgrimssonar frá Akranesi
(8) sem er 45 leikir. Þá eru mögu-
leikar á þvi aö þeir Asgeir
Sigurvinsson og Arni Sveinsson
hljóti gullúr frá KSl, en þaö
hljóta þeir leikmenn sem leika
sinn 25 landsleik.
Ellert B. Schram formaöur
KSI veröur aöalfararstjóri i
þessariferö, enaukhans veröa I
feröinni þeir Helgi Danielsson
formaöur landsliösnefndar,
Bergþór Jónsson úr landsliðs-
nefnd og Jóhann ólafsson Ur
stjórnKSl, Youri Ilitchev lands-
liösþjálfariHalldór Matthíasson
sjúkraþjálfari og Kjartan
Trausti Sigurðsson fram-
kvæmdarstjóri KSI.