Tíminn - 07.10.1979, Page 8

Tíminn - 07.10.1979, Page 8
8 Sunnudagur 7. október 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Franikvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. '4000 á mánuöi. Blaöaprent. J Erlent yfirlit Deilur í Verkamanna- flokknum veikja hann Tony Benn styrkir stöðu sina Orkusparnaður eykur umferðarmenníngu í þessum mánuði verður viða um lönd haldið uppi áróðri fyrir orkusparnaði. Islenzka orkusparnaðar- nefndin hefur ákveðið að beita sér fyrir slikum áróðri, sem fyrst og fremst verði byggður á traust- um upplýsingum um, hvernig hægt sé að koma á slikum sparnaði á auðveldan hátt. 1 mörgum tilfell- um myndi slikur sparnaður ekki aðeins spara út- gjöld, heldur verða til mikils menningarauka. Það er álit nefndarinnar, að eitt brýnasta verk- efni á sviði orkusparnaðar, séu auknar almennings- samgöngur. Hún leggur þvi til, að rikið felli niður aðflutningsgjöld af nýjum strætisvögnum og efni til þeirra. Þá telur hún nauðsynlegt, að fundnar verði leiðir til að leysa úr þeim vandikvæðum, sem verða á mestu álagstimunum kvölds og morgna.Þetta mál telur hún að megi leysa með aukinni samvinnu við eigendur langferðabila og leigubila. Nefndin færir rök að þvi, að fari sérhver bileig- andi á Reykjavikursvæðinu einu sinni i viku til og frá vinnu með strætisvagni eða i bil með nágranna eða vinnufélaga, yrði þjóðhagslegur sparnaður um 1 milljarður króna á ári. Að tilhlutan nefndarinnar hefur verið myndaður samstarfshópur um orkusparnað, hvað bila varðar, og eiga fulltrúa i henni oliufélögin, Umferðarráð, SVR, Bilgreinasambandið og FÍB. Þessir aðilar ásamt nefndinni beita sér fyrir þeirri upplýsinga- starfsemi, sem fyrirhuguð er i mánuðinum. Varð- andi akstur er m.a. bent á: Að ójafn ökuhraði, ótimabærar inngjafir, spyrnur og ofsi i akstri geti aukið benzinnotkun um 15-20%. Illa stillt vél og óreglulegt viðhald 2-20% Aukning á hraða úr 70 km i 90 km 20-25%. Hraður akstur i lágum gir 20-40%. Sé miðað við, að sérhver bileigandi minnki benzinnotkun um 10%, myndu heildarútgjöld til benzinkaupa lækka um 4 milljarða kr. á ári. Vakin er athygli á þvi, að stuttar ferðir með bil séu sérlega dýrar, auk þess sem hollt sé að ganga stundum og kosti litið meira en skóslit. MARGT bendir til, aö miklar deilur séu framundan i brezka Verkamannaflokknum aö loknu flokksþingi hans, sem hófst f Brighton á mánudaginn var. Deilur milli vinstri arms flokks- ins annars vegar og miöju- manna og hægri arms flokksins hins vegar risu þar hátt og minntu talsvert á deilur þeirra Gaitskells og Bevans á sinum tíma, en þær stóöu flokknum fyrir þrifum um talsvert skeiö. Nú geta þessar deilur haft enn alvarlegri afleiöingar, þvi aö vinstri sinnar báru öllu hærri hlut að þessu sinni, öfugt viö þaö sem áöur var. Þaðsetti vitanlega sinn svip á þingiö, aö flokkurinn beið ósigur i þingkosningunum siöastl. vor og varö aö láta stjórnartaum- ana af hendi. Hvor deiluaðilinn um sig kenndi hinum um hvernig hefði fariö. Af hálfu miðjumanna og hægri sinna varþvi haldiö fram, að verkfallsóeirðirnar á siöast- liðnum vetri hefðu átt megin- þátt i óförum flokksins i kosn- ingunum. Þetta var m.a. stutt með tilvitnunum i skoðana- kannanir og fleira. Vinstri sinnar héldu þvi hins vegar fram, að verkfallsóeirð- irnar heföu verið afleiðing af þvi, að rikisstjórn Callaghans hefði sett markið alltof lágt, þegar hún vildi ekki leyfa meira en 5% kauphækkanir á timabil- inu ágúst 1978-júli 1979. Þaö heföi verið útilokaö fyrir mörg verkalýössambönd að fallast á þetta og verkalýöshreyfingin sem heild heföi lýst sig andviga þessu. Stjórnin heföi samt setið við sinn keip. Þaö heföi leitt til verkfallsöldu, sem hún réði ekki viö. Af hálfu verkalýðshreyfingar- innar, sem á meirihluta fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins, var tekiö undir þessa gagnrýni og átti þaö sinn þátt i aö veikja aöstööu miöjumanna og hægri sinna. AÐUR en þingiö hófst haföi vinstri armurinn, undir forustu Anthonys Wedgwood Benn (Tony Benn), sett sér þaö sem takmark aö knýja fram þrjár breytingar á starfsháttum flokksins. Þessar breytingar voru: Tony Benn 1 fyrsta lagi yrðu þingmenn flokksins aö afla sér stuönings flokksfélaga i viökomandi kjör- dæmi áöur en ákveöiö væri, að þeir yröu i framboöi að nýju. 1 flestum tilfellum hingað tií hafa þeir ekki þurft þess. Vinstri menn telja sig hafa mikil itök i flokksfélögunum og gæti slik breyting hjálpaö þeim til aö koma i veg fyrir framboö hægri- sinnaöra þingmanna. 1 ööru lagi yröi formaöur flokksins, sem jafnframt er for- sætisráöherraefni hans, kjörinn af flokksfélögunum og verka- lýössamtökunum, en ekki af þingflokknum eins og nú er. t þriöja lagi yröi kosninga- stefnuskrá flokksins samin og sa?nþykkt af flokksþingi eöa flokksstjórn i staö þess, aö for- maöur flokksins ræöur mestu um hana núog getur fellt niður þau atriöi, sem hann er ekki samþykkur. ÞAÐ féll i hlut Callaghans, for- manns flokksins og fyrrverandi forsætisráöherra, að beita sér gegn þessum tillögum vinstri armsins. Það kom i ljós, að Callaghan naut nú ekki sama fylgis og áður. Atkvæðagreiöslur um þessar þrjárbreytingarfóruþannig, að samþykkt var, að flokksfélögin réöu mestu um val frambjóð- enda og kosningastefnuskráin yröi sett af flokksþingi og flokksstjórn. Hins vegar var fellt að breyta kjörinu á for- manni flokksins og verður hann þvi valinn af þingflokknum á- fram. Óvist er þó, að sú skipan haldist til lengdar. þvi að af hálfu vinstri manna verður haldið áfram baráttunni fyrir þvi að breyta þessu. Jafnhliða þessu vorusvo gerðar margar róttækar ályktanir, m.a. um stóraukna þjóðnýtingu, ef flokkurinn kæmist til valda. Þingið hefur þvi tvimælalaust styrkt mjög stöðu vinstri arms- ins innan flokksins og jafnvel i raun gert Benn að aðalleiðtoga hans i augum almennings. Af hálfu íhaldsflokksins, sem ræður yfir mestum blaðakosti landsins, verður Benn nú vafa- | laust auglýstur sem ráðamesti maður flokksins og reynt að gera hann að grýlu vegna hinna róttæku skoðana hans. Fyrir Callaghan er niðurstað- an á flokksþinginu tvimælalaust persónulegur ósigur. Þótt hann sé ákveðinn i þvi að berjast á- fram fyrir sjónarmiðum sinum innan flokksins, mun þetta vafalitiö verða til þess, aö hann dregur sig i hlé fyrr en ella og teflir fram yngra manni i þeirri von, að hann geti tryggt honum forustuna i næstu kosningum, sem sennilega verða ekki fyrr en 1984. Þá veröur Callaghan kominn yfir sjötugt og mun þykja oröinn of gamall til for- ustu. Sitthvaö bendir til, að þessar deilur innan Verkamanna- flokksins geti oröiö vatn á myllu rikisstjórnar Thatchers. Þær geta einnig orðið til aö auka fylgi Frjálslynda flokksins. Þ.Þ. Þá er hvatt til aukinnar samnýtingar á einkabil- um og bent á, að menn, sem búa i Reykjavik, en vinna i Keflavik, hafi um árabil haft með sér sam- vinnu af þessu tagi. Það mun nokkurn veginn sameiginlegt öllum þessum ábendinum, að þær stuðla ekki aðeins að orkusparnaði, sem er bæði nauðsynlegur viðkom- andi einstaklingum og þjóðinni i heild, heldur myndu þær einnig stuðla að stóraukinni umferðar- menningu. Akstur ökutækja yrði allur menningar- legri og öryggi i umferðinni myndi aukast. Þá myndi draga úr þeim umhverfisskemmdum, sem fylgja mikilli og hraðri umferð benzin- og oliutækja. Hér gæti þvi margt áunnizt i senn. Margir kvarta nú undan háu verðlagi á benzini og oliu, en litlar horfur eru á, að þessar vörur lækki, heldur má miklu fremur búast við hinu gagnstæða. Enn sést það þó ekki á umferðinni, að mönnum þyki þetta verðlag hátt. Þetta á vonandi eftir að breyt- ast, þegar þjóðin lærir að semja sig að hófsamari og menningarlegri umferðarvenjum. Þ.Þ. Tony Benn (t.v.) hlýöur á Callaghan á flokksþinginu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.