Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. oktéber 1979 M'Ulíl! 19 Jakob Magrnisson i hópi Þursa, sem trúlega verða að teljast til ungra og hæfileikarikra tónlistarmanna. Timamynd Tryggvi. „Innrás víkinganna er hafin” — segir Jakob Magnússon í viðtali við bandaríska blaðið Cash Box i einu nýjasta tölublaði hins þekkta bandariska tonlistarblaðs Cash Box, dagsettu 8. september er stutt viðtal við Jakob Magnús- son. I viðtalinu, sem er eins konar kynning á Jakobi og hljómsveit hans, segir Jakob að hann hafi kynnst jazztónlist fyrir hreina til- viljun. Það hafði veriö á tónlistar- hátiö f Svíþjóð árið 1976 (en þar kom Jakob fram á hátið, sem haldin var í tengslun við Anti Eurovision keppnina, ásamt Gunnari Þórðarsyni, Halldóri Pálssyni, Pálma Gunnarssyni o.fl. — innskot Tímans) en þar hafði verið ætlast til að hann léki af fingrum fram ólikt þyngri tón- list en hann var vanur. Jakobsegir ennfremur að hann telji að jazzinn sé eitt af því sem geri Bandarikin heillandi i hans augum og að hans dómi sé jazzinn hugmyndarikari og stór- fenglegri en nokkur önnur tón- listarstefna. Siðan er farið nokkrum orðum um feril Jakobs frá þvi hannkom fram á hátiðinni iSviþjóð og „Special Traetment” plötu Jakobs er hrósað upp i hástert. Segja Cash Box-menn að erfitt sé að imynda sér, að sá sem gerði útsetningarnar og samdi tón- listina á plötunni, sé aðeöins rúm- lega tvitugur aö aldri, en það sé staðreynd engu að siðu. Sjálfur segir Jakob að hann hafi byggt „Special Treatment” upp á frekar einfaldan hátt, en hann stefniað þvii'framtlöinni að bæta viðfleiriog jafnframtsjaldgæfari hljóðfærum. Um framtiöina segir Jakob, að hann hafi hug á að semja tónlist fyrir kvikmyndir og stjórna upptökum á plötum annara listamanna, en fyrst og fremst hugsi hann um að koma einhverjum af hinum hæfileika- riku vinum sinum frá íslandi á framfæri i Bandarikjunum. Innrás vikinganna i Bandarikin sé rétt að byrja, segir Jakob og hlær. Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Timamynd Tryggvi. Mezzoforte með hljómleika í V.Í. kynna væntanlega hljómplötu Næst komandi þriöju- dag mun hljómsveitin Mezzoforte/ kynna væntanlega hljómplötu sína í salarkynnum Verzlunarskóla islands og hefst kynningin klukk- an 20.30. Að kynningunni standa Listafélag Verslunar- skóla íslands og Tón- listardeild Menntaskól- ans í Reykjavík og er þarna því um áhugavert samstarf að ræða. Verð aðgöngumiða er aðeins 1000 krónur og má segja að það gerist vart lægra. Hljómsveitin Mezzo- forte skipa þeir Friðrik Karlsson, gítar, Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Gunnlaugur Briem, trommur, Jóhann Ás- mundsson bassi og Stefán Stefánson, lúðraþeytir, en allir þessir menn eru jafnframt meðlimir í hijómsveitinni Ljósin í bænum. Hjarirnar eru eins litlar og mögulegt er, þess vegna getur frystikistan staðið nær veggnum. Einnig er hægt að lyfta hjörunum upp— auð- veldara að opna og loka kistunni. Þunnir veggir. Með þessu móti eykst geymslu- rýmið i frystikistunni. Electrolux heimilistæki fást á þessum útsölustöðum: Akranes: Þórður Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfirðinga Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, tsafjörður: Straumur hf„ Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauðárkrókur: Hegri sf„ Siglufjörður: Gestur Fanndal, Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf. Akureyri: K.E.A., Húsavik: Grimur & Arni, Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga, Egilsstaðir: KH.B. Seyöisfjöröur: Stálbúöin, Eskifjöröur: Pöntunarf. Eskfirðinga, Neskaupsstaður: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friðriksson, Vestmannaeyjar: Kjarni sf„ Keflavik: Stapafell hf„ Vðrumarkaðurinn hf Ármúla 1A. Sími 86117. Körfur sem auövelda meöhöndlun matarins. Gerð TC 800 225 Itr. 85 x 62 x 79.5 Gerð TC 1150 325 Itr. 85x62x 105.0 Gerð TC 1500 425 Itr. 85 x 62 x 132.5 Gerð TC 195 510 Itr. 85 x 62 x 160.0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.