Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.10.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. október 1979 9 Jón Sigurðsson: Skólinn er ekki til að blekkja UM þessar mundir eru skólar landsins aö fullu teknir til starfa. Grunnskólarnir, eins og barna- og gagnfræöaskólarnir eru nii kallaöir, hófu störf sin fyrir mánuöi, en allnokkrir framhaldsskólar hefja ekki kennslu fyrr en I upphafi októ- bermánaöar, og á þaö ekki sist viö um skólana úti á landi. Meö þvl aö skólarnir hefja störf ár hvert veröur mikil breyting á atvinnulifi þjóöar- innar. Nemendur leita sér margir hverjir atvinnu yfir sumariö og ekki siöur mikill hluti kennaranna. Þaö má þvi geraráö fyrir þvi aö eftirspurn eftir atvinnu minnki talsvert um þessar mundir. Skólakerfiö tek- iö sem heild er stærsti vinnu- staöur þjóöarinnar, og þaö svo um munar. Of t er þvi haldiö fram aö nám sé „vinna”, en enda þótt nám geti veriö erfitt veröur þó aö teygja vinnuhugtakiö næsta langt ef nám á aö geta heitiö „vinna” fyrirvaralaust. Miklu fremur væri aö segja aö nám sé hluti uppeldis og undirbúnings undir vinnu. M.a. vegna þess hver munur er á þessum fyrir- bærum hefur þvi veriö trúaö hingaö til á þessu landi, aö i skólaleyfum væri þaö hverjum manni hollt aö fá einhverja „vinnu”, bæöi til tekjuöflunar en einnig til þess aö kynnast þjóölífinu og þeim aöstæöum og kjörum sem fólkiö býr viö. Þvi miöur viröist svo sem mjög hafi dregiö úr þessari vinnu námsfólks á siöari árum. Astæöur þeirrar þróunar eru vafalaust margar og flestar sjálfsagt óhjákvæmilegar.en þeim mun fremur veröa þá skólarnir aö leggja sitt af mörk- um til þessað skólafólk fáitæki- færi til þess að kynnast atvinnu- lifinu og kjörum fólksins. Og reyndar veröur þvi ekki neitaö, aö margir skólar hafa á siðari árum tekiö upp þá nýbreytni aö hafa sérstakar skoöunarferöir i atvinnufyrir tæki og kynningar- starfsemi um atvinnuvegina. Festa og framvinda 1 skólastarfinu þarf margs aö gæta. Skólinn þarf i senn aö mótast af festu, og vera þó i stööugri framvindu. Lengi vel og fram á siöasta áratug má segja aö festan hafi veriö alls ráöandi. Um alllangt skeiö ríkti stöönun i skólamálum, og var þaö ekki fyrr enfyrir u.þ.b. ára- tug aö einhver hreyfing fór að komast á þessi mál. En reyndar veröur þaö vist aö segjast, að siöan hafa alls kyns tilraunir og nýjungar sett mark sitt á skól- ana, fremur en stöðug fram- vinda. Og jafnill sem Ihalds- semin og stöönunin getur orðiö i þessum málum, getur hömlu- laus nýjungagirni og tilrauna- starfsemi oröiö. Nú, þegar liö- inm er áratugur siöan stíflan brast, hlýtur aö vera kominn timi til aö li'ta um öxl og meta þaö sem gert hefur veriö, en móta siöan heildstæöa stefnu til frambúöar. Þaö sem keppa veröur aö er festa i framvindunni, jöfnu báöu stööugleiki og þróun, — ekki annaö hvort heldur hvort tveggja i senn. þess Þaö er slöur en svo aö meö þessum oröum sé verið aö gera litiö úr þeirri viöleitni sem vlöa sér staöi, aö gefa hverjum skóla sina sjálfstæöu mynd, finna þaö sem best hentar á hverjum staö og fyrir hvern nemendahóp. Ekkert er sjálfsagöara en aö tveir skólar á sama námsstigi séu hvor meö sinu móti. Slikt eykur fjölbreytnina, og ef um er aö ræöa eitthvert valfrelsi, eða a.m.k. möguleika til aö velja og -hafna I skynsamlegu hófi, þá á skólakerfið einmitt með þeim hættiaöverabetur til þess fallið að koma öllum til nokkurs þroska, þvl aö þarfir, hæfileikar og skaplyndi nemenda er auð- vitaö svo margbreytilegt sem þeir eru margir. „Gamalt” próf og „nýtt” Eitt af þvi sem gerbreytst hefur i skólakerfinu á liðnum áratug er staöa stúdentsprófs- ins. Fyrir liöugum áratug haföi stúdentspróf I sjálfu sér li'tiö gildi, en var fyrst og fremst metið sem inngöngupróf i há- skóla og við þaö miöaö aö I þvi fælist nægileg undirstaöa til þess aö komast inn i háskóla hvar I landi sem var. Þetta hefur nú gerbreytst, og er engin ástæöa i s jálfu sér til þess aö s já eftir „gamla” prófinu og stöðu þess. Hins vegar er ekki þar meö sagt, aö tekist hafi aö marka hinu „nýja” stúdentsprófi þá stööu eða þaö innihald sem nauösynlegt er til þess aö það standist sem lokaáfangi skóla- göngunnar. Aö sama skapi er á- stæöa til aö ætla aö skólarnir á háskólastigi hafi ekki enn brugðist viö þeirri staöreynd aö stúdentsprófinu fylgir ekki lengur sjálfkrafa innganga og tryggöur árangur i háskóla- námi. Meðan þetta ósamræmi hefur ekki verið jafnaö stöndum viö frammi fyrir þeim möguleika aö i skólakerfinu sé e.t.v. veriö aö draga einhverja nemendur og foreldra þeirra á asnaeyrun- um, vekja órökstuddar vonir og jafnvel metnaö sem vonbrigöin ein fylgja siöan. — Og ekkert skólíúierfi getur leyft sér slíkt ó- samræmi. Astæða er til aö ætla aö eitt- hvaö svipaö mætti segja um skilin milli grunnskólans og framhaldsnámsins. Reyndar er framhaldsskólastigiö enn á svo viökvæmu mótunarskeiöi I lög- gjöf og starfsháttum öllum aö hæpiö er aö fara um þaö mörg- um oröum. En ef þaö er ámælis- vert aö gera ekki fulla grein fyrir stööu og innihaldi stúd- entsprófsins I skólakerfi nútim- ans, þá er þaö ekki siður stór- lega óeölilegt, aö árangur á lokaprófi grunnskóla gefi ekki einhverja rökstudda vísbend- ingu um þaö hvers nemandinn má vænta þegar lengra er kom- iö. Margir háskólamenn eru þeirrar skoöunar, aö um of hafi verið slakað á kröfum I fram- haldsskólunum, og þvi séu nem- endur ekki undir þaö búnir aö takast háskólanám á heröar. Svo sem kunnugt er, eru okkur settar skoröur i háskólakröfun- um, sem felast I þvl aö viö verö- um aö fullnægja þvi sem al- mennt er taliö sæmandi I ná- grannalöndunum ef viö ætlum ekki aö heltast úr lestinni i fræö- um og visindum. Þessari mótbáru háskóla- manna má svara á þá lund, aö framhaldsskólanum sé nú oröiö, og þá er átt viö þá skóla sem hingaö til hafa leitt til háskóla- inngöngu nemanda, ætlaö vlð- tækara hlutverk. Og ef þetta veröur niöurstaöan er eölilegt aö skólarnir á háskólastigi fari að gera sfnar sérkröfur um lág- marks árangur i einstökum námsgreinum, um sérstök inn- tökupróf eöa forspjallsnám- skeiö. „Niður” eða ,jupp” á skilunum En ööru máli hlýtur aö gegna um skilin miili grunnskólans og framhaldsskólanna. Mönnum getur vaxiö i augum aö fara aö lengja námstimann viö upphaf háskólastigs vegna misræmis milli framhaldsskóla og há- skóla, og þaö veröur metiö sem röksemd fyrir auknum kröfum á framhaldsskólastiginu, en allir munu á einu máli um þaö aö nemandinn hljóti viö loka- áfanga grunnskólans aö geta gengiö viöstöulaust inn á þá námsbraut á framhaldsskóla- stigi sem hann hefur kosiö sér miöaö viö öll venjuleg og skyn- samleg skilyröi. Nú þegar eru fýrir þvl mörg dæmi aö þetta hefur ekki gengib sem skyldi, og margir kennarar á framhaldsskólastigi halda þvi fram, aö nemendur komi alls ekki nægilega vel undir búnir út úr grunnskólunum. Sé þettarétt veröur aö bregöast viö þvi, — annaö hvort með þvi aö færa framhaldsskólann „niöur aö” stigi grunnskólans, meö tilheyr- andi afleiöingum fyrir inngöngu áháskólastig eöa fyrir almenna verk- og starfskunnáttu viö lok framhaldsskólans — eöa meö hinu aðfæra grunnskólann „upp aö” stigi framhaldsskólans. Allt annaö verður aö teljast jafngilda þvi aö nemandinn sé blekktur á viökvæmasta aldri, hann og fjölskylda hans dregin áfram á asnaeyrunum til þess eins aö láta höggið riöa fyrir- varalaust þegar nemandinn er i þann mund aö takast á viö ný verkefni, e.t.v. einmitt þau verkefni sem hann fýsir aö fá aö takast á viö og hefur ekki séö neina fyrirstöðu við því aö hann geti fengiö löngun sinni og á- huga útrás. Samræming grunnskóla og framhaldsskóla aö þessu leyti er þeim mun brýnni sem öllum mun koma saman um þaö aö framvinda þjóöfélagsins bein- linis byggist á þvi að sem allra flestir hljóti sem allra mesta þjálfun, æfingu og menntun hver á sinu sviöi. Þaö gildir ekki lengur aö menn fái þá skóla- göngu sem þeir geta einvörö- ungu, heldur er nú talaö um þaö að allir veröi aö taka þeirri skólagöngu sem þeir frekast þola! Og á þessu tvennu er reginmunur. Framvindan á aö vera ein- kenni skólastarfsins — rétt eins og þjóöfélagsins sjálfs. En fest- an verbur aö vera annað skaut skólastarfsins — ekki siöur en þjóöfélagsins, aö sama skapi. Og þessi skil hinna mismunandi skólastiga, sem hér hefur veriö drepiö á, veröa aö lúta þeim markmiöum sem skólakerfinu eru sett. Þaö er ástæöa til aö ætla aö þetta hafi enn ekki tekist sem skyldi, og úr þvl veröur aö bæta. menn og málefni JS Gerist áskrifendur að Tímanum Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn Heimilisf. Sími Ef skilin milli skólastiganna eru ekki I samræmi viö markmiö starfsins er hætta á þvi aö veriö sé aö draga nemendur og foreldra þeirra á asnaeyrunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.