Tíminn - 07.10.1979, Síða 11
Sunnudagur 7. október 1979
11
Knack — æðið
Það þarf víst engum blöðum um það að f letta, að
sú hljómsveit sem hvað mest hefur komið á óvart í
sumar—er bandaríska rokkhljómsveitin The Knack.
Hljómsveit þessi var alls óþekkt fyrir nokkrum mán-
uðum síðan, en eftir útkomu plötunnar The Knack i
júnf mánuði síðast liðnum, hefur dæmið snúist við og
í dag er The Knack ein þekktasta hljómsveit verald-
ar.
Stóri vinningurinn
Hljómsveitin The Knack var
stofnuó i mái i fyrra af þeim
Doug Fieger (gitar og söngur),
Berton Averre (gitar), Bruce
Gary (trommur)og Prescott Nil-
es (bassi) og fyrst i staö starfaöi
hún aöeins I nágrenni Holly-
wood. Meölimir The Knack
þóttu snemma taka bresku Bitl-
ana sér til fyrirmyndar og e.t.v.
er hljóöfæraskipanin gleggsta
dæmiö um þaö. The Knack
klæddust einnig allir svipuöum
fatnaöi, eins konar einkennis-
búningi, ekki ósvipuöum þeim
sem Bitlarnir notuöu á sokka-
bandsárum sinum og þvi fékk
orörómurinn um þaö aö The
Knack tækju Bitlana sér til
fyrirmyndar, byr undir báöa
vængi.
Fyrsta stór tækifæri The
Knack kom I nóvember I fyrra
er Bruce Springsteen tók sig til
og „jammaöi’ eina kvöldstund
meö hljómsveitinni i
Troubador-klúbbnum i Holly-
wood, en i þeim klúbbi hafa
margar af þekktustu hljóm-
sveitum heimsins komiö fram,
og m.a. ekki ófrægari hljóm-
sveitir en Hinn Islenski Þursa-
flokkur. Eftir þetta „jamm” lét
eigandi klúbbsins þau fleygu orö
falla: aö engum heföi tekist'aö
skapa aöra eins stemmningu i
klúbbnum, sföan Elton John
geröi innrásina i Bandarikin ár-
iö 1970. — Þetta uröu fleyg orö
og hróður The Knack jókst til
muna.
Mike Chapman
I febrúarmánuöi siöastliönum
haföi hróöur The Knack borist
viða og skribentar poppblaösins
Rolling Stone tóku þaö djúpt i
árinni aö þeir kölluðu The
Knack athyglisveröustu rokk-
hljómsveit Los Angeles.
Skömmu siöar buöu forráöa-
menn Capitol hljómplötuútgáf-
unnar The Knack samning, en i
honum fólst m.a„ aö hljóm-
sveitin mátti ráða þvi hvern hún
fengi til þess aö taka upp
væntanlega hljómplötu, en
ákvæöi sem þessi eru mjög
sjaldgæf, þegar nýjar og
óþekktar hljómsveitir eiga I
hlut. The Knack létu ekki segja
sér tvisvar hvaö þeir ættu aö
gera, og tóku þvi þessu kosta-
boöi Capitol opnum örmum.
Sem upptökustjóri varö fyrir
valinu, Mike Chapman, sem
m.a. hefur stjórnað upptökum á
plötum Smokey, Racey, Nick
Gilder, Suzi Quatro, Exile og
Blondie og I mars s.l. voru
Chapman og The Knack komnir
i stúdióið og þá fyrst voru hend-
ur virkilega látnar standa fram
úr ermum.
Ekki leikur nokkur vafi á þvi
aö meö þvi aö velja Chapman,
þá gerðu The Knack hárrétt og
þetta samstarf hefur fært þeim
og Capitol, milljónir á milljónir
ofan.
Vasapeningar og
stjörnufræði
Platan „Get the Knack” var
hljóörituö á aöeins 11 dögum og
samkvæmt upplýsingum Mike
Chapman var kostnaöurinn viö
gerö hennar hlætilega lágur,
eöa aöeins 18 þúsund dollarar,
sem er ekki mikiö, ef tekiö er
tillit til þess aö meöal kostnaöur
viö plötugerö I Bandarikjunum
er nú talinn vera um 100 þúsund
dollarar. Þá er þaö einnig
sprenghlægilegt, aö á sama
tima og The Knack taka þessa
plötu upp fyrir „vasapeninga”
þá sátu hljómsveitir eins og
Fleetwood Mac og Eagles i
stúdióum, en taliö er kostnaöur-
inn viö plötur þeirra fari ekki
undir hálfri milljón bandarlkja-
dala, og er þá miðaö viö hvora
um sig. Sjálfur segist Chapman
ekki efast um aö þessar plötur
veröi góöar, en hann varar al-
varlega viö þvi aö hljómsveitir
sem þessar hleypi upp úr öllu
valdi veröi á stúdiótimum,
kostnaöi viö hljómplötugerö og
þ.a.l. hljómplötuveröi til neyt-
enda, og ef þessi þróun veröi
ekki stöövuö, þá veröi kostnaö-
urinn oröinn stjarnfræöilega
hár innan fárra ára. Kenning
Chapmans er einfaldlega sú, aö
ef lögin séu til þegar I stúdióiö
sé komiö, þá sé engin ástæöa til
þess aö slóra þar. Ef upptöku-
stjórar kunni sitt fag og hljóm-
sveitin viti hvaö hún vilji þá
komi afgangurinn af sjálfu sér.
Þetta sé aöeins spurning um
verkstjórn og vilja til þess að
takast á viö viöfangsefniö
hverju sinni. Þess má geta hér,
aö Mike Chapman er þekktur
fyrir ákveöin vinnubrögö og
sem dæmi um þau má nefna, aö
eftir aö hann haföi lokiö verk-
efni sinu meö The Knack, þá
stjórnaöi hann upptökum á nýj-
ustu plötu Suzi Quatro fyrir RSÖ
Records og kostnaöurinn viö þá
plötu varö aöeins 12 þúsund
dollarar.
Metsöluplata
En hvaö fengu svo The Knack,
Mike Chapman og Capitol fyrir
þessa 18 þúsund dollara? Svariö
viö þeirri spurningu er einfalt,
þvi aö þeir fengu eftirfarandi :
Plötu sem seldist i hálfri millj.
eintaka fyrstu 13 dagana, sem
jafngildir gullsölu og fimm vik-
um siöar haföi platan selst i
milljón eintökum. Fyrir þann
árangur fékk platan platinium
viöurkenningu RIAA, sem eru
samtök hljómplötuframleiö-
enda i Bandarikjunum, en
skömmu eftir aö þetta átli sér
staö var viðmiðunin hækkuö upp
1 2 milljón eintök. „Get the
Knack” seldist sem sagt i
milljón eintökum á 7 vikum,
sem er næst mesta sala, sem
nokkur Capitol plata hefur náö
fyrr og siöar. Aöeins The Blues
Brothers hafa gert betur, meö
plötunni „Briefcase full of
blues”. Lagiö „My Sharona” af
plötunni hefur undanfarnar vik-
ur og mánuöi trónað á topnnum
á bandariska vinsældalistanum
og er þetta I fyrsta skipti i rúm
þrjú ár sem Capitol á bæöi sölu-
hæstu plötuna I Bandarikjunum
og söluhæsta lagiö, en þaö haföi
ekki gerst siöan Wings gáfu út
plötuna „Wings at the speed of
Sound” og lagiö „Silly love
songs” komst á toppinn.
Þetta er I stuttu máli þaö sem
þessir aöilar fengu fyrir snúö
sinn, en þaö sem mestu varöar
er þaö , aö meö þessu var fengiö
fordæmi fyrir þvi aö þaö þarf
ekki aö eyöa offjár til þess aö
gera vinsæla plötu
—ESE