Tíminn - 09.10.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. október 1979
3
Wimtm
Alþýðuflokkunnn
— vill skila þingsætunum aftur til íhaldsins
í öngþveiti
Alger skelfing hefur
gripið um sig i þing-
mannaliði Alþýðuflokks-
ins eftir að þing-
mennirnir hittu
kjósendur sína úti í kjör-
dæmunum nú í sumar.
Fólkið spurði um efndir
hinna glæstu kosningalof-
orða flokksins frá |jví í
fyrra/ og þingmennirnir
stöðu á gati.
Forystulið flokksins hefur séð
að kjósendurnir fjarlægjast i
hrönnum og hlaupa til fylgis við
Sjálfstæðisflokkinn einna helst.
Niðurstaða mikilla umræðna i
Alþýðuflokknum á siðustu
vikum varð sú að þessi flótti
yrði ekki stöðvaður. Það væri
þvi um að gera að fá kosningar
sem fyrst, — áður en allur skar-
inn væri horfinn úr augsýn
flokksins.
Þessi skelfing er skýringin á
þvi tiltæki þingflokks Alþýðu-
flokksins að æskia bess að
stjórnin fari frá völdum áður
en fulireynt er hvort samstaða
getur náðst i stjórnarliðinu um
efnahagsaðgerðir. Þetta er
skýringin á þvi að þingflokkur
Alþýðuflokksins vill þingrof
áður en Alþingi er komið saman
til funda. Og þessi skelfing er
einnig skýringin á þvi að
Alþýðuflokkurinn vill kosningar
nú, vitandi að þær fela það eitt i
sér að kratarnir verða að skila
ihaldinu nokkrum þingsætum
sem þeir tóku í fyrra á fölskum
forsendum.
Ýmsir forystumenn Alþýðu-
flokksins hafa látið hafa það
eftir sér i f jölmiðlum nú i sumar
að góðar horfur væru á sam-
komulagi innan rikisstjórnar-
innar um þær tillögur um efna-
hagsaðgerðir sem framsóknar-
menn hafa lagt fram i stjórn-
inni. Nú hlaupa kratarnir hins
vegar upp og vilja firra sig allri
ábyrgð á raunhæfum aðgerðum.
Eðlilega spyr almenningur
Taugahernað-
ur Alþýðu-
bandalagsins
ber árangur
hvað þessu irafári geti valdið.
Svarið er það að Alþýðu-
bandalagið hefur spilað á
taugakerfi kratanna nú á undan
förnum mánuðum. Með and-
stöðu sinni gegn öllum hug-
myndum um raunhæfar
aðgerðir hafa alþýðubanda-
lagsmenn leynt og ljóst verið að
reyna á þolrifin i krötunum.
Samþykkt þingflokks Alþýðu-
flokksins sýnir að kommunum
tókst það sem þeir ætluðu sér:
að æra glóruna með öllu úr
þingliði Alþýðuflokksins og láta
kratana hlaupa á sig i viðurvist
alþjóðar.
Útslagið gerði að alþýðu-
flokksmennirnir fréttu að
Alþýðubandalagið ætlaði að
sprengja stjórnina nú um næstu
helgi á fjárlögunum. Þegar
kratar fréttu þetta var eins og
þeir misstu gersamlega tökin á
sjálfum sér. Jafnvel formaður
flokksins, Benedikt Gröndal,
missti stiórn á sér og lagði fram
tillögu sem Gunnlaugur
Stefánsson hafði lagt fram
nokkrum vikum fyrr, um að
slita stjórnarsamstarfinu. t
upphafi hafði Benedikt verið á
móti tillögunni, en við tiðindin
af einkafundum alþýðubanda-
lagsmanna heima hjá Lúðvík
Jósepssyni sneri hann skyndi-
lega við blaðinu i von þess að
þannig tækist honum að halda
áfram forystunni i flokknum.
Þetta tiltæki Alþýðuflokksins
kemur mönnum að sjálfsögðu
ekki á óvart. Allt siðastliðið ár
hafa menn búist við hverju sem
er úr þessari átt. Þetta hefur
Alþýðubandalagið einnig vitað,
og i samræmi við þá vitneskju
hafa alþýðubandalagsmenn nú
á siðustu mánuðum haldið uppi
stöðugu taugastriði gegn
Alþýðuflokknum.
Þvi er ekki að leyna að þessir
atburðir leiða huga margra að
kosningunum sem fram fóru i
fyrra.
Hvar eru nú stóru orðin um
„samningana i gildi” sem báðir
þessir flokkar höfðu svo hátt
um? Hvar eru öll stóru orðin um
„báknið” og „spillinguna” sem
þessir flokkar sögðust munu
breyta og bæta?
Og hvar er nú öll hin nafn-
togaða samstaða þessara flokka
sem lýsti sér best i þvi að þeir
Guðmundur J. Guðmundsson og
Karl Steinar Guðnason átu
saman pylsu i miðborg Reykja-
vikur og komust að samkomu-
lagi um að það yrði að mynda
vinstri stjórn til þess að leysa
málin?
Og það má svo sem halda
áfram að spyrja:
— Hver eru þau mál sem
Alþýðufiokkurinn ber nú fyrir
sig þegar hann vill rjúfa
stjórnarsamstarfið áður en
niðurstaða er fengin I rikis-
stjórninni um efnahagsmáiin?
— Hvaða þingmál valda þessari
nýju samykkt Alþýðuflokksins
nú þegar Alþingi er ekki einu
sinni komið saman til fundar? —
Vilja kratar kosningar nú til
þess eins að afhenda Sjálf-
stæðisflokknum nokkur þing-
sæti.
Eða er hér aðeins tauga-
veiklun og úthaldsleysi um að
kenna? Alþýðuflokkurinn hefur
allt siöast liðið ár hegðað sér á
Alþingi eins og þar væri um að
ræöa málfundafélag i gagn-
fræðaskóla. Er flokkurinn nú
loksins sjálfur sprunginn á eigin
uppþotum?
Það er hins vegar i fullu sam-
ræmi við framferði alþýðu-
flokksmanna að afleiðingar
samþykktar þeirra verða full-
komið stjórnleysi og öngþveiti i
þjóðmálunum allt það sem eftir
lifir þessa árs og fram eftir þvi
næsta.
Timinn hefur lengi haldið þvi
fram að hinir nýju menn
Alþýðuflokksins séu öngþveitis-
menn. — Er hægt að hugsa sér
betri staðfestingu þeirrar
skoðunar en samþykkt þing-
flokks kratanna um stjórnarslit
og þingrof nú?
Sri Lanka slysið:
Fundur íslenskra
og bandariskra
rannsóknarmanna
5. nóvember
GP — „Rannsóknin er má segja
enn á frumstigi en maöurinn
hefur verið úrskuröaður í 30 daga
gæsluvarðhald og gert að sæta
geðrannsókn á þeim tíma”, sagöi
Arnar Guðmundsson deildar-
stjóri I RLR i samtali við Timann
i gær, en á föstudagskvöldið var
þritugur maður Urskurðaður i
gæsluvarðhald vegna gruns um
að hann hafi um nokkurt skeið átt
ólöglegkynmök viö tólfára dóttur
sina.
Arnar gat þess að hér væri um
mjög alvarlegt brot aö ræöa ef
grunurinn reyndist á rökum
reistur. Sagöi Arnar að rann-
sóknin beindist fyrst og fremst að
þvi aö komast að þvi hvort svo sé,
og reynist svo, hversu lengi
athæfið hafi viðgengist.
máliö i samvinnu við NTSB
(National Transportation Safety
Board) i Bandarikjunum, en einn
færasti sérfræðingur vestra i
rannsókn flugslysa, Douglas
Dreyfus, ætlað að vera til
aðstoöar. Þegar DC-10 þotan
fórst við Chicago, festist Dreyfus
hins vegar við rannsókn þess
máls og dróst þvi að Bandarikja-
mennirnir gætu veitt þessa
aðstoð. Sem fyrr segir munu þeir
þó verða reiðubúnir til aðstoöar i
byrjun nóvember.
Auk NTSB mun FAA (Federal
Aviation Administration) þ.e.
flugmáiastjórn Bandartkjanna og
Douglas verksmiöjurnar vera
Islendingunum til ráðuneytis við
samningu álitsgerðarinnar.
GP — Nú standa yfir miklar byggingarframkvæmdir hjá K.A. á Selfossi á lóð kaupfélagsins fyrir neðan
Austurveginn gengt gamla kaupfélagshúsinu. Fyrirhugað er að I fyllingu tfmans muni rlsa þarna nýtt
verslunarhús, enda hefur gamla verslunarhúsið fyrir löngu sprengt af sér öll bönd að þvi er Oddur
Sigurbergsson kaupfélagsstjóri sagði I samtali viðblaðið. (Timamynd: Róbert)
Þrltugur maður I gæsluvarðhald
AM — Þann 5. nóvember nk.
munu menn frá Loftferðaeftirliti
tslands hitta að máli þá banda-
riska aöila, sem tóku þátt f rann-
sókn á flugslysinu við Katuna
Yake flugvöll við Colombo á Sri
Lanka hinn 15. nóvember 1978.
Verður þá undirbúin samning
álitsgerðar vegna slyssins, sam-
kvæmt þvi sem Skúli Jón
Siguröarson, deildarstjóri hjá
Loftferðaeftirlitinu, sagði okkur i
gær.
1 sumar sendu Sri Lanka menn
frá sér skýrslu um slysið, sem
þótt hefur mjög vilhöll, en í niður-
stöðum hennar er hvergi minnst á
ágalla búnaðar á flugvellinum.
1 ráði var aö Loftferðaeftirlit
semdi sérstaka álitsgerð um
Orðsending til hringnótabáta
250 lestir eða
26,5 milljóna aflaverðmæti
Sjávarútvegsráðuneytiö vill
koma eftirfarandi orðsendineu
til þeirra, sem sildveiðar stunda
i hringnót, til nánari skýringar:
Akvæði leyfisbréfa um leyfi-
legan hámarksafla skýrist
þannig, að hætta ber veiðum
annað hvort, er afli nemur 250
lestum án tillits til aflaverð-
mætis eða þegar aflaverömætið
nemur 26,5 milljónum króna,
miðað við ákvöröun Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins, um
sildarverð timabilið 1. okt. - 31.
desember 1979. 1 siðarnefnda
tilvikinu skal afli þó aldrei vera
meiri en 300 lestir.
Grunaður um kynmök við
12 ára dóttur sina