Tíminn - 09.10.1979, Blaðsíða 6
6
mmm
Þriðjudagur 9. október 1979
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
^ 4000 á mánuði.________________Blaöaprent. ^
Vanhugsað og
óábyrgt
Það mun hafa komið landsmönnum flestum á
óvart, þótt ýmsu séu þeir orðnir vanir af Alþýðu-
flokknum i seinni tið, þegar ómar Ragnarsson
birtist óvænt á sjónvarpsskerminum siðastl. föstu-
dagskvöld og las þá tilkynningu, að þingflokkur
Alþýðuflokksins hefði á fundi sinum þá um daginn
samþykkt að leggja til við flokksstjórnina, að
flokkurinn hætti þátttöku i núverandi rikisstjórn.
Sennilega hefur ýmsum dottið i hug, að nú væri
gamanið hjá Ómari, sem er þjóðfrægur skemmti-
kraftur, farið að ganga of langt. En menn komust
hins vegar fljótt að þvi, að svo var ekki, þvi að rétt
á eftir birtist Benedikt Gröndal á skjánum og til-
kynnti að þetta væri ekkert spaug hjá Ómari,
heldur hefði hann skýrt rétt frá staðreyndum.
Skýring Benedikts Gröndal á þessari nýju tima-
setningu hjá Alþýðuflokknum var sú, að þingmenn
flokksins höfðu orðið þess varir á ferðalögum
sinum um landið að undanfömu, að rikisstjórnin
væri óvinsæl og menn krefðust aðgerða gegn verð-
bólgunni. Þessar móttökur hjá kjósendum, virðast
hafa skotið þingmönnum flokksins slikum skelk i
bringu, að ekki dygði annað en að flokkurinn færi
úr stjórninni og krefðist þingrofs og kosninga.
Þannig myndi flokkurinn helzt bjarga þvi, sem
eftir væri af fylgi hans.
Svo litið hefur þetta hins vegar verið hugsað, að
eftir að flokkurinn er farinn úr rikisstjórninni
hefur hann enga aðstöðu til að krefjast þess að
flokkarnir, sem eftir eru, rjúfi þingið. Eðlilegust
viðbrögð þeirra flokka, eru að sjálfsögðu þau, að
stjórnin segi af sér, þar sem hún hefur ekki lengur
þingmeirihluta, og að forseti hefji athugun i þvi,
hvort ekki sé hægt að mynda aðra stjórn, sem gæti
tekizt á við vandann. Slik athugun er nauðsynleg
áður en kemur til þingrofs og kosninga, sem gæti
haft hreinan glundroða i för með sér.
Það verður ekki annað sagt um þessi viðbrögð
þingflokks Alþýðuflokksins en að þau séu bæði
vanhugsuð og óábyrg. Ef flokkurinn hefði brugðizt
rétt við þeirri gagnrýni, sem þingmenn hans töldu
sig verða fyrir, áttu þeir að leggja fram tillögur
um raunhæfar aðgerðir i rikisstjórninni og láta
bresta á þeim. Þvi frekar áttu þeir að gera þetta,
þar sem málgögn þeirra hafa verið að skýra frá
þvi, að tillögur, sem Framsóknarflokkurinn hafði
borið fram, væru mjög i anda fyrri tillagna
Alþýðuflokksins. í stað þess að standa við hlið
Framsóknarflokksins og reyna að koma slikum
tillögum fram, hlaupast þeir á brott, þótt af þvi
gæti hlotizt alger glundroði næstu mánuðina, eins
og oftast fylgir þingrofi og kosningum.
Rétt er að geta þess, að einn af ráðherrum
flokksins, Magnús Magnússon, hafnaði þessum
vinnubrögðum og vildi þrautreyna hvort samstaða
fengist um raunhæfar aðgerðir, áður en lengra
væri haldið.
Þessi afstaða þingflokks Alþýðuflokksins er
bæði vanhugsuð og óábyrg, eins og áður segir.
Ástandið kann að visu að verða þannig, að
kosningar reynist óhjákvæmilegar, en áður en til
þess kemur verður vel að reyna, hvort ekki sé
hægt að tryggja starfhæfa stjóm a.m.k. þann
tima, sem liður þangað til nýtt þing kemur saman
annars gæti alger upplausn myndast á þeim tima.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Sögulegur atburður
við Panamaskurð
Carter fær meiri viðurkenningu siðar
Torrijos, hinn sterki maöur Panama. þútt hann
gegni ekki forsetastörfum
HINN 1. þ.m. geröist sögu-
legur atburöur, þegar rikis-
stjórn Panama tók viö yfirráö-
um á landsvæöinu meöfram
Panamaskuröinum, sem hefur
veriö undir bandariskum yfir-
ráöum í 76 ár. Þessi landspilda,
sem liggur meöfram Panama-
skuröinumog hefur gengiö und-
ir nafninu Panama-Canal Zone
(Panamaskuröarsvæöiö), er
um 50 milur á lengd og 10 milna
breitt og hafa allmargir Banda-
rikjamenn veriö búsettir þar
um lengra eöa skemmra skeiö,
en þeir hafa annazt ýmis störf i
sambandi viö skuröinn. Þeir
munu nú hverfa heim til Banda-
rikjanna, þvi aö Panamamenn
munu smásaman taka viö öllum
störfum viö skuröinn.
Skuröinn sjálfan og herstööv-
ar viö hann munu Bandarikin
ekki afhenda aö fullu og öllu
fyrr en i lok aldarinnar eöa 31.
desember 1999, en þangaö til
munu Panamamenn búa sig
undir aö taka viö öllum rekstri
þar. Sama gildir um herstöövar
viö skuröinn.
Þá hafa Bandarikin rétt til
þess aö gripa til hernaöarlegra
aögeröa viö skuröinn eftir 2000,
ef Panamastjórn leyfir erlend-
um her setu i landinu. Þettá
ákvæöi hefur sætt gagnrýni i
Panama, en ánþess heföi Cart-
er sennilega ekki tekizt aö fá
þingiö til aö samþykkja samn-
inginn um afhendingu skuröar-
ins.
ÞESSI samningur á vafali'tiö
eftir aö veröa Carter forseta til
mikils hróss, þótthingaö til hafi
hann fyrst og fremst oröiö tá aö
afla honum óvinsælda i Banda-
rikjunum.
Yfirráö Bandaríkjanna á
þeirri landspildu, sem þau af-
hentu um mánaöamótin rekja
sögu sina til aldamótanna. Þá
var Panama ekki til sem riki,
heldur var fylki i Kolombíu.
Stjórn Kolombiu var ófús til aö
veita Bandarlkjastjórn þau
leyfi, sem hún fór fram á.
Teddy Roosevelt, sem þá var
forseti, geröi sér þá litiö fyrir.
Hann studdi áhrifamenn I Pan-
amafylki til aö gera byltingu og
gera Panama aö sjálfstæöu riki,
sem nyti verndar Bandarikj-
anna. Eitt fyrsta verk hinnar
nýju rlkisstjórnar þar var aö
semja viö um þaö viö Bandarik-
in, aö þau fengu til eiliföar um-
ráöyfir þvi svæöi, sem þau hafa
nú afhent.
Lengi vel létu Panamabúar
sér þetta vel lika, en eftir siöari
heimsstyrjöldina tóku þær kröf-
ur aö aukast, aö Panama fengi
umráö yfir skuröinum.
Ariö 1964 kom til mikilla
óeiröa á skuröarsvæöinu og
féllu nokkrir Panamamenn i
þeim. Johnson forseti lofaöi þá
aö hefja viöræöur um nýjan
samning um skuröinn og svæöiö
meö fram honum. Litiö geröist
þó i þessum málum þangaö til
1968, en þá brauzt Omar Torri-
jos til valda I Panama. Hann
fylgdi kröfum Panamamanna
kappsamlega eftir og aflaöi sér
stuönings annarra rikja I iat-
nesku Ameriku.
Eftir aö Nixon varö forseti,
hélt hann samningum áfram, en
hvorki gekk né rak hjá honum
og Kissinger, þótt báöir viöur-
kenndu nauösyn þess aö koma
til móts viö óskir Panama-
manna.
Carter tók máliö svo upp af
fullri alvöru eftir aö hann varö
forseti og gekk miklu lengra til
móts viö sjónarmiö Panama-
manna en fyrirrennarar hans
höföu gert. Samningurinn sem
hann geröi viö Panamastjórn
um afhendingu skuröarins, hef-
ur þvl sætt mikilli gagnrýni i
Bandarikjunum og átt veruleg-
an þátt i óvinsældum forsetans.
Carter fékk meö naumindum
samninginn samþykktan i þing-
inu. Á seinustu stundu reyndi
fulltrúadeildin aö stööva sam-
þykki hans, en i nýrri atkvæöa-
greiöslu tókst aö fá hann sam-
þykktan meö 232 atkvæöum
gegn 188.
IPanama sætti samningurinn
llka talsveröri mótspyrnu, þvi
aö margir vildu fá skuröinn af-
hentan strax. Hann hlaut þó
verulegan meirihluta i þjóöar-
atkvæöagreiöslu, sem fór fram
um hann.
AFHENDING skuröarsvæöis-
ins fór fram viö hátiölega athöfn
1. þ.m. Mondale varafwseti
mætti þar af hálfu Bandarikja-
stjórnar. Auk hans og Rayo, for-
seta Panama, mætti þar einnig
Portillo, forseti Mexikó, sem
fulltrúi latneskra Amerikurikja.
Báöir lögöu þeir Mondale og
Royo áherzlu á aö æskilegra
væri aö leysa deilumál milli
rikja meö samningum en ofriki
eöa óeiröum og þótt ýmsir
gagnrýndu samninginn nú,
myndi þaö eiga eftir aö breyt-
ast. Portillo sagöi, aö meö
samningnum heföi veriö bætt úr
miklum órétti.
Þaöerekkitaliö,aö samning-
urinn muni hafa mikil áhrif á
sambúö Bandarikjanna og ann-
arra latneskra rikja, þvl aö þau
töldu hann sjálfsagöan, enda
studdu þau Panama eindregiö
viö samningageröina. Hins veg-
ar myndi sambúö þeirra og
Bandarikjanna hafa mjög
versnaö, ef samningurinn heföi
ekki veriö geröur, og felst
ávinningur Bandarikjanna i þvi.
1 Bandarikjunum minnir
samningurinn marga þá, sem
haldnir eru yfirdrottnunar-
draumum, óþægilega á þá staö-
reynd, aö Bandarikin eru ekki
lengur sllkt stórveldi meöal
Amerlkurikjanna og þau voru i
tiö Teddys Roosevelt. Þetta eiga
þessir mennerfittt meö aö sætta
sig viö. Þess vegna geldur Cart-
er forseti nú verks, sem hann á
slöar eftir aö fá aukna viöur-
kenningu fyrir. þ.þ.
Frá Panamaskuröinum