Tíminn - 09.10.1979, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. október 1979
223. tölublað— 63.árgangur
Eflum Tímann
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins:
Mjðg vafasamt að reka þjóð-
ina út í kosningabaráttu
AUir samningar lausir
Fjárlög óafgreidd
Kratar stofna til öngþveitis
HEI — „A rikisstjórnarfundum
siðustu vikurnar hefur verið
rætt ýtarlega um efnahagsmál-
in, m.a. ýmsar hugmyndir okk-
ar framsóknarmanna tfl aö ná
verðbólgunni niður. Þar hef ég
ekki orðið var við ágreining hjá
samstarfsflokkunum. Þetta
frumhlaup Alþýðuflokksins get-
ur þvi ekki byggst á ágreiningi
um efnahagsmálin, þar sem
samkomulag var alls ekki full-
reynt,” svaraöi Steingrimur
Hermannsson, spurður um
hvort samkomulag um efna-
hagsaðgerðir hafi verið von-
laust innan rikisstjórnarinnar.
Hins vegarsagði Steingrimur,
að með þessari uppgjöf hefðu
kratar komiði veg fyrir að unnt
yrði að reyna til hlitar hvort
samkomulag um raunhæfar að-
gerðir I veröbólgumálunum
hefði náðst i stjórninni,
1 fáum oröum sagði Stein-
grimur hugmyndir fram-
sóknarmanna vera, að setja það
markmið aö verbólgan fari
niður fyrir 30% að meöaltali á
næsta ári, sem þýddi að hán
kæmist niður i 23-24% I lok árs-
ins, ogsiðan yrði haldið áfram á
sömu braut árið 1981. Þetta yrði
gert með þvi að ákveða árs-
fjórðungslega iækkandi áfanga
verðhækkana og gengisbreyt-
inga, t.d. 9% 1. des. n.k., 8% 1.
marsog siðan lækkandi um 1%
á ársfjoröungi út árið. Agrein-
ingur virtist ekki hafa verið um
að vinna yrði að hjöðnun verð-
bólgunnar i áföngum.
Til aö tryggja þessa áfanga
sagði Steingrimur að rætt hefði
verið um hina svokölluöu
norsku-leið en hún gerir ráö
fyrir, að sett sé bremsa á alla
megináhrifaþætti verðbólgunn-
ar, þ.e. verðlag, gengissig og
launahækkanir. Hann sagðist
hafa gertsér vonir um, aö sam-
staða gæti náðst um þessa leið
eða útfærslu á henni.
Þar sem núverandi rfkis-
stjórn byggöi á samstöðu við
launþega hefði hann að sjálf-
sögðu gert ráð fyrir að leitað
yrði samkomulags við þá um
þessar leiðir. Hann hefði þegar
haft fundi með launþegahópum
og fundiö á þeim fundum vilja
til harðra aðgerða til að tryggja
að framanlýst markmið náist.
Steingrfmur sagðist persónu-
lega telja þingrof mjög ótfma-
bært nú og vægast sagt vafa-
samt að reka þjóðina nú út i
kosningabaráttu. Samningar
væru nú allir lausir og engin
fjárlög afgreidd svo þetta skap-
aði eiginiega eins mikið öng-
þveiti og hægt væri að stofna til.
Steingrimur Hermannsson
Framkvæmdastjórn og þingmenn Framsóknarflokksins:
Verður að bregðast hart við
Fra m kvæ m dast jór n og
þingmenn Framsóknarflokksins
komu saman til fundar I gær-
kvöldi til að ræða stjórnmálaviö-
horfín eftir samþykkt flokks-
stjórnar Aiþýðufiokksins um
stjórnarslit og nýjar kosningar.
A fundinum var einnig rætt um
efnahagsástandið og þær tillögur
um harðar aögeröir, sem ráð-
herrar Framsóknarf lokksins
hafa fyrir nokkru lagt fram i
rikisstjórninni. Fundarmenn
voru á einu máli um það að
stjórnarslit nú, kæmu I miðjum
kliðum umræðna um efnahagsað-
gerðir og að þingrof og kosningar
nú myndu valda aigeru stjórn-
leysi og öngþveiti I þjóðlifinu.
Voru fundarmenn sammála um
að Framsóknarflokkurinn veröur
að bregðast hart við hinni óvæntu
stöðu.
Fiokkurinn hefur boðað tii
þingflokksfundar kl. 16 ámorgun.
Magnús H. Magnússon ráðherra:
Veit ekki hvaða ávinningur
er að nýjum kosningum
HEI — „Ég taldi og tel að ekki
hafi veriö látið reyna óyggjandi á
það, að samkomulag næðist um
aðgerðirgegn verðbólgunni innan
stjórnarinnar” sagði Magniís H.
Magnússon, ráöherra i gær er
Timinn spurði hvort umræöur um
efnahagsmál innan rikisstjórnar-
innar hafiveriðkomnar áþab stig
að útséð væri um samkomulag.
— Nú hefur mér skilist að þið
Benedikt Gröndal — án þess að
segja það beint — telduð fyrst og
f remst ómögulegt að stjórna með
Alþýðubandala ginu?
— Það er aíveg rétt. Það reikn-
ar enginn með þvi að Alþýðu-
bandalagið sé tilbúið 1 að taka svo
ákveðið á málum og þarf aö gera.
Aftur á móti vildi ég láta reyna á
það, þannig að afstaða þeirra
stæði einhversstaðar svart á
hvitu.
— Af hverju létuð þiö ekki á
þetta reyna og sfðan Alþýöu-
bandalagið sprengja ef það vildi
ekki failast á raunhæfar aögerö-
ir?
— Þaö var einmitt það sem ég
vildi og taldi réttara, en þing-
flokkurinn var ekki sama sinnis.
— Nd er Alþýðuflokkurinn þó i
stjórn. Eftir hvaða leiðum
reiknar hann með að koma sinum
máium betur áfram að afstöðnum
nýjum kosningum?
— Þvi get ég ekki svaraö, þvi
ég hef spurt að þessu sjálfur og
ekki fengið nein viðhlítandi svör.
— Trúir þú þvf sjálfur?
— Nei ég hef ekki trú á þvi eins
og málin standa i dag.
— Fékkst þú ákúrur á flokks-
stjórnarfundinum fyrir að vera
einn á móti stjórnarslitum nú?
— Égstóð ekki einn þar. I ræðu
minni á fundinum tilkynnti ég aö
til þess að halda einingu 1 flokkn-
um og forðast sundrungu mundi
ég sitja hjá og lagði til að þeir
sem væru sama sinnis og ég
gerðuþað lika.
Flokksstj órnarfundur Alþýðuflokksins:
53 vilja stjórnarslit
2 á móti, 14 sátu hjá
Ekki ríkti algjör eindrægni
andans á flokksstjórnarfundi
Alþýðuflokksins i gærkvöldi.
Atkvæðagreiöslu um hvort flokk-
urinn ætti að draga sig út úr
stjórnarsamstarfinu fór þannig
að 53 greiddu stjórnarslitum
atkvæði, 14 sátu hjá og 2 voru á
móti. Miklar umræöur voru á
fundinum á undan atkvæöa-
greiöslunni og þar skoraði
Magnús H. Magniísson ráöherra
á menn að sitja hjá. Atkvæða-
greiðslan var leynileg.
Það að tæpur fjórðungur
fundarmanna sat hjá sýnir að all-
verulegur ágreiningur er meðal
Alþýðuflokksmanna um stjórnar-
slit. Verkalýösarmur flokksins er
á móti því aö sprengja stjórnina
og þeim glundroða sem þaö at-
hæfi kemur til með aö valda.
Sighvatur Björgvinsson:
Hefur verið áratugur
Alþýðubandalagsins
— hlýtur að vera langt þar til kjósendur
treysta þeim aftur
HEI — „Við samþykktum að
segja okkur úr þessari ríkisstjórn
og krefjast þingrofs og kosninga
þegar i staö” sagði Sighvatur
Björgvinsson eftir flokks-
stjórnarfund i gær.
— Hvert veröur framhaidið
nú?
— Það er Olafs Jóhannessonar
aðleika næstaleik.
— Er ekki ábyrgðarleysi að
ana f kosningar nú?
— Ég tel meira ábyrgöarleysi
að fresta þeim þar til samningar
veröa lausir, en að ljúka þeim
áöur en að þvi kemur. Þá viljum
viö einmitt að viö verði tekin
alvöru rikisstjórn.
— Nú segja skoðanakannanir
Framhald á bls 19
Leiksýningar eru aila jafna ekki á mánudagskvöldum. t gær var
brugðið út af venjunni, þvi þá efndi Aiþýðuflokkurinn til sýningar á
„Sprengjum stjórnina” i Iðnó við góða aðsókn flokksstjórnarmanna. 1
stjórnarmyndunartilraununum fyrir ári fóru flokksstjórnarfundir
fram i litlum sal uppi á lofti i Iðnó. Farsinn „Sprengjum stjórnina”
hlaut hinsvegar miklu meiri aðsókn þannig að fiytja varð fundargesti I
aðalsal.