Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. október 1979 13 Bankar og sparisjóöir hafa nýlega auglýst nýjan opn- unartima, eru nú opnir frá kl. 9-16 en aðeins einu sinni i viku milli kl. 17-19. Þessi sparnaður bankanna er mjög bagalegur fyrir almenning sem þarf gjarnan að fá fri i vinnutiman- um til þess að sinna almenn- um bankaviðskiptum sinum. Einnig má á það minna, að stöðugt færist I vöxt aö fólk fái laun sin greddd 1 ávisunum, sem oftast verður að leysa út i viökomandi banka. Vegna þessa ástands hafa skapast vandræöi og almenn óánægja viðskiptamanna bankanna. Sú spurning hlýtur þvi að vakna hvort bankarnir séu fyrir fólkið eða fólkið fyrir bankana. Þetta gerist einmitt á sama tima sem kröfur eru uppi um að verslanir auki þjónustu sina við neytendur. Hagræðingu innan bank- anna verður að leysa á ein- hvern annan hátt en á kostnaö viðskiptamanna. Stjórn N.S. skorar þvi eindregið á for- ráðamenn banka og spari- sjóða að auka þjónustu við viðskiptavini sina i stað þess að draga úr henni. F.h. stjórnar N.S. Reynir Armannsson. Vetrarstarf Starfsmannafélagsins Sóknar er nú hafið. Liður i undirbún- ingi þess var m.a. geröar voru ýmsar breytingar og endurbætur ,á félagsheimili Sóknar aö Freyjugötu 27, Reyltjavik. Það hefur veriö málað, ljós hafa verið lagfærð og aukin og loks er búið að kaupa hljóðfæri i félagsheim- ilið. Ákveðið hefur verið að hafa „Opið hús” tvisvar i mánuði i vetur, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Næsta opna hús verður 18. október nk. Hefur verið leitað til starfsfólks Landakots- spitala um efni það kvöld, auk þess sem ætlunin er að bjóða hafnarverkamönnum að koma og heimsækja Sóknarfólk og njóta kvöldsins með þvi. Seint I þessum mánuði hefst valgreinanámskeiö fyrir Sóknarfólk, I samvinnu Sókn- ar og Námsflokka Reykjavik- ur. Mikil aðsókn er nú þegar að þessu námskeiði og væntir félagið framhalds á sliku námskeiðahaldi eftir áramót. Er almenn ánægja innan félagsins með samskiptin við Námsflokka Reykjavikur. — Slik valgreinanámskeið eru einnig þegar hafin I Hafnar- firði, á vegum Verkakvenna- félagsins Framtiðarinnar, fyrir þá félagsmenn sem vinna eftir Sóknartaxta, en samvinna milli Sóknar og Framtiðarinnar hefur ávallt verið með miklum ágætum. Flóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra verður hald- inn i' húsi félagsins að Skelja- nesi 6,1 Skerjafiröi dagana 13. og 14. okt. næstkomandi. A BOÐSTÓLUM VERÐUR: Nýr og notaður fatnaður, ódýr not- uð húsgögn, búsáhöld, mat- varaog fl. og fl. og fl. Strætis- vagn no. 5ekur að húsinu. Op- iöbáðadagafrá kl. 2-6.Nefnd- in. NU stendur yfir I Sfúdenta- kjallaranum sýning á verkum Margrétar Jónsdóttur, Stein- gríms Eyfjörð Kristmunds- sonar, Friöriks Þórs Friöriks- sonar og Bjarna Þórarinsson- ar. Sýningin var upphaflega sett upp i St. Petri galleriinu I Lundi I Sviþjóð sl. vetur á veg- um Galleri Suðurgötu 7. Funda- og menningarmála- nefnd Stúdentaráðs. Vinsamlega athugið að heimilisfang okkar breyttist frá 1. september 1979 og er: Orkustofnun Grensásvegi 9 108 REYKJAVÍK Simi: 83600 SIMNEFNI: Orkustofnun Bókasafn Kópavogs, Félags- heimilinu, Fannborg 2, s: 41577, opiö alla virka daga kl. 14-21, laugardaga (okt.-april) kl. 14-17. Sunnudagskvöldið 14. október leikur 9 manna hljómsveit frumsamiö efni I Stúdenta- kjallaranum. Hana skipa Þor- geir Rúnar Kjartansson (tenor saxófón), Ásdis Valdi- marsdóttir (vióla), Hjalti Gislason (sopransaxófón, kornet), Völundur Óskarsson (al tsaxófónn), Eirikur Baldursson (selló), Bergþóra Jónsdóttir (fiðla), Steingrim- ur Eyfjörð Guömundsson (kontrabassi) Björn Karlsson (ásláttur) og Jóhanna V. Þór- hallsdóttir (flauta, rödd, tré- spil). Funda- og menningar- málanefnd Stúdentaráðs. Fundir Frá Snæfellingafélaginu: Aöalfundur félags Snæfellinga og Hnappdæla I Reykjavik verður haldinn fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 20,30 i Domus Medica. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar. Stjórnin. Kvenfélag óháða safnaðar- ins: Kirkjudagur safnaöarins verður n.k. sunnudag 14. okt. og hefst með messu kl. 2. Félagskonur eru góöfúslega beðnar aö koma kökum laugardag kl. 1-4 og sunnudag 10-12 i Kirkjubæ. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaöra: Fundur veröur haldinn fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 20:30 að Háaleitisbraut 13. Ostaréttir verða bornir fram. Orlofskonur Kópavogi sem voru á Laugarvatni dagana 9 til 15. júli 1979 hittumst fimmtudaginn 11. október kl. 8.30 aö Hamraborg 1. 3 hæð. Hafiö myndirnar meö. Orlofe- nefnd. Frá Atthagafélagi Stranda- manna: Strandamenn i Reykjavik og nágrenni munið spilakvöldið i Domus Medica laugardaginn 13. þ.m. kl. 20.30. Komiö stundvislega. Stjórn og skemmtinefnd. Sýningar BsL FRI - Listmunahúsið stendur fyrir sýningu verka eftir nlu listamenn frá Færeyjum og íslandi, nú i október og nóv- ember. Ber sýningin heitiö ,,í hjartans einlægni” og á henni verða sýnd verk eftir Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar), Sölva Helgason, Diðrik i Kárastovu á Skarvanesi, tsleif Konráðsson, Frimod Joensen, Blómey Stefánsdóttur, óskar Magnússon og Ólöfu Grimeu Þorláksdóttur. Sum verkanna eru til sölu og verða veittar upplýsingar um verð þeirra i Listmunahúsinu. Nk. laugardag hefst sýning á graflkverkum eftir danska listamanninn Neils Reumert I Galleri Suöurgata 7. Reumert, sem nú er fimmtugur, stund- aöi nám I Listaakademiunni I Feneyjum og Kaupmannahöfn og hann er nú meðlimur I hópnum „Violet sol” sem sýn- ir árlega i maimánuði I DEN FRIE i Kaupmannahöfn. Reumert hefur haldið fjölda sýninga i Danmörku og mynd- ir eftir hann eru I eigu danská rikisins og danskra bæjarfé- laga. Ferðalög (Jtivistarferðir Föstud. 12/10 kl. 20 LandmannalaugarJökulgil, gist i húsi. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Farseölar á skrifst. Útívistar Lækjarg. 6a, simi 14606. Ctivist Laugardagur 13. október, kl. 08.00. Þórsmörk. Gist i upphituðu húsi. Farnar gönguferðir um Mörkina. Nánari upplýsingar og farmiöasala á skrifstof- unni. Ferðafélag Islands. GP — Eftir 31. október mega ökumenn bila með vanstillt ökuljós eiga von á föstum tökum lögreglunnar og I fram- haldi af þvi kærum. Þetta segir i frétt frá Umferöarráði þar sem þess er og getiö að fyrr árum hefði mátt rekja orsök margra umferðarslysa til ranglega stilltra ökuljósa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.