Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 11. október 1979 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúia 15 sfmi 86500. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjald kr. 4000 á mánuöi. Blaðaprent. Erlent yfirlit Ræða Brésnjefs hefur vaMð raiklar umræður Bókun Steingríms Hermannssonar Það er ljóst af bókun Steingrims Hermanns- sonar, formanns Framsóknarflokksins, á rikis- stjórnarfundi i fyrradag, að Framsóknarflokkur- inn hefur verið búinn að leggja fram til umræðu i rikisstjórninni heilsteyptar efnahagstillögur áður en Alþýðuflokkurinn tók þá ákvörðun að rjúfa stjórnarsamstarfið. Samkvæmt bókun Steingrims Hermannssonar er það meginstefna þessara tillagna, að verðbólg- an verði ekki meiri en 30% á ársgrundvelli á árinu 1980 og 18% á árinu 1981. Til að tryggja þetta verði ákveðnar i samráði við launþega, bændur og vinnuveitendur eftirfarandi ráðstafanir: Leitað verði eftir samkomulagi við launþega um, að launahækkanir 1. desember n.k. verði ekki yfir 9% gegn umbótum, sem meta má til kjara- bóta. Hefur verið bent á húsnæðismálalöggjöfina, lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn og hækkun fjöl- skyldubóta á lægstu laun. Lögfestar verði leyfilegar hámarkshækknair á verði vöru og þjónustu, sem fari stigminnkandi ársfjórðungslega þannig að verðhækkanir verði innan 30% árið 1980 og 18% 1981. Gengissig verði ekki leyft meira en svo árs- fjórðungslega, að verðhækkanir verði innan um- ræddra marka. Leitað verði samkomulags við launþega um engar grunnkaupshækkanir á árinu 1980 og, ef nauðsynlegt reynist, að lögbinda hámark árs- fjórðungslegra verðbóta á laun i samfæmi við þær verðhækkanir, sem mestar verða leyfðar, m.a. til þess að koma i veg fyrir að einstakir launahópar brjótist út úr þeim ramma, sem settur er. Leitast verði við, að halda þeim kaupmætti, sem nú er orðinn og auka hann, þegar liður á umrætt verðhjöðnunartimabil. í þvi sambandi verði þó tekið fullt tillit til viðskiptakjara þannig að versn- andi viðskiptakjör leiði ekki til launahækkana, en batnandi geti hins vegar gert það. Skattheimta samkv. fjárlögum verði ekki yfir 29% af vergri þjóðarframleiðslu. Útgjöld fjárlaga verði nokkuð minni, þannig að staðið verði við fyrri áform um greiðslu skuldar við Seðlabanka íslands. Gætt verði mikils aðhalds i rikisfjármál- um, fjárfestingarmálum og penirigamálum. Fjárfestingarlánsfjáráætlun miðist við fjárfest- ingu, sem verði um 25% af áætluðum þjóðartekj- um. Rikisstjórnin leiti eftir samkomulagi við sveitarfélögin um samsvarandi aðhald i fjárfest- ingu og rekstri. Verðbótaþætti vaxta verði ekki breytt 1. des. n.k., en hann siðan lækkaður i samræmi við þá hjöðnun verðbólgu, sem ákveðin er. Bönkum verði óheimilt að auka útlán um meira en 30% 1980 og 18% 1981. Settar verði reglur, sem takmarki mjög afborgunarkjör i viðskiptum. 1 bókun Steingrims Hermannssonar kemur fram—að hann taldi verulegar horfur á þvi, að samkomulag gæti náðst i meginatriðum um framangreinda stefnu. Það er einstætt ábyrgðar- leysi, að Alþýðuflokkurinn skyldi hlaupast undan merkjum, undir þeim kringumstæðum og efna i staðinn til upplausnar og stjórnleysis næstu mán- uði, eins og oftast vill fylgja þingrofi og kosning- um. Þ.Þ. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli RÆÐA, sem Leonid Brésnjef, leiötogi Sovétrikj- anna hélt I Austur-Berlin i til- efni af 30 ára afmæli Austur- Þýzkalands, hefur vakið sér- staka athygli af tveimur ástæö- um. önnur ástæöan er sú, að i fyrri hluta ræöu sinnar varaöi hann Nató-rikin, einkum Vest- ur-Þýzkaland, mjög viö þeim fyrirætlunum aö koma upp nýj- um eldflaugum i Vestur- Evrópu, þvi að Rússar myndu gripa til gagnráöstafana. Hin ástæöan var sú, aö hann boöaöi fyrirætlun Rússa um aö draga úr herafla sinum i Miö-Evrópu. Þar sem liklegt er, aö þessa ræöu Brésnjefs eigi oft eftir aö bera á góma, þykir rétt aö rekja hér meginefni hennar sam- kvæmt útdrætti frá APN. EFTIR aö Brésnjef haföi far- iö lofsoröum um Austur-Þýzka- land og samvinnu þess og Sovét- rikjanna, vék hann aö öryggis- málum Evrópu og komst þá svo aö oröi, ,,að hinar hættulegu áætlanir um aö staösetja nýjar tegundir bandariskra eldflauga i löndum Vestur-Evrópu valda okkur áhyggjum” þvi aö „þessar fyrirætlanir myndu raska verulega hernaöarhlut- föllum i álfunni.” 1 þvi tilfelli gætu sósialisku rikin ekki setið aögeröalaus hjá þessum hern- aðartilraunum Nato. Brésnjef greip siöan til sterk- ari viövarana og segir svo i út- drætti APN: „Leonid Brésnjéf benti á hvi- lika hættu þessar áætlanir fælu i sér fyrir Þýzka sambandslýö- veldiö (Vestur-Þýzkaland), og einnig fyrir Bandarikin. Þeir sem móta stjórnmálastefnu Þýzka sambandslýöveldisins, sagöi hann, „veröa aö gera upp viö sig hvort er betra fyrir FRG: Aö hjálp til að efla friöinn I Evrópu og stuöla aö friösam- legriog gagnkvæmt ábatasamri sambúö rfkja i álfunni i anda gagnkvæms trausts, eöa leggja skerf sinn til aö auka deilur og gera allt ástand i Evrópu ótryggara og óstööugra, og raunar i heiminum öllum, meö þvi aö settar veröi upp i Vestur- Evrópu bandariskar eld- flaugnastöðvar, þar sem vopn- unum er beint gegn Sovétrikj- unum og bandalagsrikjum þeirra. Þaö er þvl augljóst mál, aö ef Þýzka sambandslýöveldið velur slöari kostinn, þá mun aö- staöa þess versna verulega. Þaö er auövelt aö gera sér i hugar- lund hverjar afleiöingar þaö heföi fyrir FRG, ef eigendur þessara vopna færu allt I einu aö nota þau i alvöru. „Framan- greiht á auövitaö einnig viö um önrpr NATO-riki i Evrópu, sem yröu svo „heppin” aö fá banda- Brésnjef aö flytja ræöuna I Berlin. riskar meöaldrægar eldflaugar staösettar innan landamæra sinna,” sagöi Leonid Brésnjef. „Sem yfirmaður varnaipála i SSSR vil ég gefa eftirfárandi yfirlýsingu: Meöaldrægum eld- flaugum i Evrópuhluta Sovét- rikjanna hefur ekki veriö fjölg- aö um eina einustu eldflaug undanfarin tiu ár. Þvert á móti, meöaldrægum eldflaugum og kjarnaoddum þeirra hefur fækkaö nokkuö undanfariö. Sama er aö segja um meöal- drægar kjarnasprengjur. Og Sovétrikin geyma slik vopn alls ekki nálæet landamærum annarra rikja. 1 fjöldamörg ár höfum viö heldur ekki fjölgað i herjum okkar i Mið-Evrópu.” „Viö erum reiöubúnir til að fækka meöaldrægum eldflaug- um og öörum kjarnavopnum, sem staösett eru I vesturhluta Sovétrikjanna frá þvi sem nú er, en auðvitað aö þvi tilskildu aö ekki veröi bætt viö slikum vopn- um i löndum Vestur-Evrópu”, sagöi Leonid Brésnjef enn frem- ur. „Til þess aö taka af öll tvi- mæli um að viö óskum einlæg- lega eftir fækkum herja I Evrópu og slökunar þar, og sækjumst ekki eftir hernaöar- yfirburöum, viljum viö hverfa frá oröum til athafna I þeim málum. Viö höfum þvi ákveöiö meö samkomulagi viö stjórn- völd Þýzka alþýöulýðveldisins og aö undangengnum sam- komulagsviöræöum viö önnur riki Varsjárbandalagsins, aö fækka einhliöa I sovézkum herj- um i Miö-Evrópu. Viö munum fækka um 20.000 hermenn og þúsund skriðdreka og visst magn annarra tegunda vopna veröa einnig fjarlægð frá Þýzka alþýöulýöveldinu á næstu 12 mánuöum,” sagöi sovézki leiö- toginn.” ÞA VÉK Brésnjef aö þvi, að Sovétrikin væru reiöubúin til að takmarka landheræfingar og tilkynna herflutninga, ef um fjölmennari lið en 20.000 manns væri að ræða. Sama gilti um flugheræfingar og flotaæfingar nálægt landamærum eöa land- helgi annarra rikja. Þá hvatti Brésnjef til þess aö efnt væri til Evrópuráöstefnu á pólitiskum grundvelli til aö ræöa um leiöir til hernaöarlegr- ar slökunar i Evrópu. Hann taldi þaö mjög brýnt verkefni aö undirbúa slíka ráöstefnu. Loks vék Brésnjef aö Salt-3, en svo eru nefndar fyrirhugaöar viöræöur um samdrátt kjarn- orkuvopna i Evrópu, en gert er ráö fyrir, aö þær hefjist strax eftir að Salt-2 samningurinn hefur veriö samþykktur. Mikill áhugi er i Vestur-Evrópu fyrir Salt-3. Viöbrögöin hjá forustumönn- um Nató og helztu Natorikjanna við ræðu Brésnjefs hafa yfirleitt veriö jákvæö, en þó meö fyrir- vörum. Þvi er fagnaö, aö Rússar skuli draga úr herafla slnum i Mið-Evrópu, en skoöa þurfi betur hversu mikilvægt þaö skref sé. Hins vegar er ekki fallizt á þá kröfu hans, að hætt veröi viö fyrirætlanir um staö- setningu nýrra eldflauga i Vest- ur-Evrópu, þvi aö Sovétrikin hafi nú algera yfirburöi á þvi sviöi, öfugt viö þaö, sem Brésnjef heldur fram. Þrjú stærstu Natóríkin i Vestur- Evrópu hafa þegar lýst yfir þvi, að ekki veröi horfiö frá þessum fyrirætlunum aö óbreyttum aö- stæöum. Aöur en til sliks kæmi, yröi aö sjálfsögöu aö fá fulla tryggingu fyrir, hvaö Rússar leggöu niöur af meöalldrægum eidflaugum i Austur-Evrópu. Þeir fréttaskýrendur, sem eru andstæöastir Sovétrikjunum, halda þvi fram, aö ræöa Brésnjefs hafi fyrst og fremst veriö áróöursbragö af hálfu Rússa, en fleiri telja, aö hún gefi tilefni til aukinna viöræðna um þessi mál milli rikja Evrópu. Aö þvi leyti sé hún spor i'rétta átt. Helmut Schmidt fékk viövörun frá Brésnjef.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.