Tíminn - 12.10.1979, Qupperneq 6
6
Föstudagur 12. október 1979
r
Wmmrn
Útgtfandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuiltrúi:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
4000 á mánuöi. Blaöaprent.
Endemi
J
Þingsályktunartillaga Sjálfstæðisflokksins um
þingrof og nýjar kosningar er algert einsdæmi i
þingræðislöndum. Þegar þing er rofið og gengið til
kosninga áður en kjörtimabili lýkur, er ráð fyrir þvi
gert, að um sé að ræða deilur um eitthvert frum-
varp, einhverja stefnu sem rikisstjórn vill leita um-
sagnar fólksins um eða endurnýja umboð sitt til
framkvæmda með sérstökum kosningum um málið.
Pessi þingsályktunartillaga Sjálfstæðisflokksins
er á allt aðra lund. Hún er i rauninni traustsyfirlýs-
ing til forsætisráðherra Ólafs Jóhannessonar og til-
mæli um það að hann fari að ganga erinda Sjálf-
stæðisflokksins og beygi sig undir öngþveiti Alþýðu-
flokksins. Þeir menn sem að tillögunni standa
þekkja greinilega litið til aðstæðna viða um landið,
þar sem alltaf er hætt við að veður geti mjög tor-
veldað allar samgöngur i jólamánuðinum, og má
vera að með fram hafi menn það i huga að hindra
þetta fólk i þvi að neyta lýðræðislegs réttar sins.
I öðru lagi felur þingsályktunartillagan það i sér,
að ekkert verði aðhafst i efnahagsmálunum á næstu
mánuðum. I rikisstjórninni hafði á undan förnum
vikum verið rætt um harðar og einarðar efnahags-
aðgerðir. Alþýðuflokkurinn fór á taugum og rauk
upp áður en niðurstaða yrði fengin, og nú hlaupa
sjálfstæðismenn undir baggann með þeim krötum
með kröfu sinni um stjórnleysi fram yfir áramót.
Og þetta er gert undir þvi yfirskyni að bæta verði
stjórn landsins. Um hvað eru þessir blessaðir menn
að tala? — Þeir gefa þvi ekki gaum að i ágúst sl.
hafði verðbólgan minnkað i landinu um tæp 10% á
tólf mánuðum frá siðasta heilu starfsári rikisstjórn-
ar Geirs Hallgrimssonar. Og er þvi ljóst að það sem
fyrst og fremst vakir fyrir þeim er að hér verði allt
á tjá og tundri — i von um að slikt geti fært þeim
fylgisaukningu.
Um fram allt er það þó einkenni þingsályktunar-
tillögu sjálfstæðismanna að hún felur það i sér, að
Alþingi óski þess að verða leyst frá skyldum sinum i
miðjum kliðum. Með samþykkt tillögunnar er ekki
verið að visa mikilvægu máli tii dóms þjóðarinnar,
heldur er Alþingi að hlaupast undan skyldum sin-
um. Sjálfstæðismenn gera tillögu um það með
stuðningi Alþýðuflokksins að Alþingi fái fri, þjóð-
inni sé kastað út i stjórnleysi, hjöðnun verðbólgunn-
ar verði snúið i bál og brand og jólafastan lögð undir
pólitiskar stórdeilur.
Slikt mætti með góðum vilja rökstyðja ef engin
stjórn sæti að völdum og forseti lýðveldisins hefði
komist að raun um það með viðræðum við stjórn-
málaflokkana að þess væri enginn kostur að mynda
meirihlutastjórn.
En þetta liggur hreint ekki fyrir nú. Þetta hefur
alls ekki verið reynt til þrautar, og reyndar bendir
allt til þess að nú sé kominn nýr meirihluti til skjal-
anna á þingi.
Ihald og kratar hafa meirihluta á Alþingi. Þeir
munu neyta þess valds sins i kosningum forseta á
Alþingi. Þeir munu neyta þess valds sins þegar
ákveðið verður að taka tillögu sjálfstæðismanna til
umræðu og afgreiðslu á þinginu. Það er fyrir hendi
hægrisinnaður þingmeirihluti ihalds og krata á Al-
þingi, og það er skylda þessa meirihluta að stjórna,
— rétt eins og fyrri meirihluti „sigurflokkanna”
undir forystu framsóknarmanna hefur stjórnað
landinu og náð verðbólgunni niður um 10% á fyrsta
starfsári sínix.
Nú stendur það alveg upp á þá sjálfstæðismenn
og Alþýðuflokkinn að svara þeirri spurningu: Hvers
vegna kosningar á jólaföstunni nú fyrst þið hafið
þegar meirihluta á Alþingi?
Hvað veldur að þessi meirihluti ykkar er ekki
starfhæfur? — Fróðlegt væri að fá svör við þeirri
spurningu.
Erlent yfirlit
Spár skoðanakarniana
reyndust Ohira illa
Kommúnistaflokkurinn varð sigurvegarinn
FLEST þykir benda til þess,
að Urslit þingkosninganna I Jap-
an um helgina, leiöi til stjórnar-
skipta. Frjálslyndi flokkurinn
náöi ekki þvi takmarki, sem
Ohira forsætisráöherra haföi
sett honum, aö ná hreinum
meirihluta. Þvert á móti tapaöi
hann einu þingsæti, þótt hann
yki nokkuö atkvæöamagn sitt.
Þetta er taliö þaö mikiö áfall
fyrir Ohira, aö liklegt þykir aö
hann veröi aö biöjast lausnar,
enda hafa keppinautar hans i
Frjálslynda flokknum þegar
krafizt þess.
Ohira sigraöi i formannskjöri
i flokknum, sem fór fram á siö-
astl. ári. Hann varö hlutskarp-
ari en Fukuda, sem þá var for-
stæisráöherra, en hann keppti
einnig um formannssætiö.
Fukuda baöst þá lausnar sem
forsætisráöherra og Ohira tók
viö stjórnarforustunni.
Skoöanakannanir hafa bent til
þess aö undanförnu, aö Fr jáls-
lyndi flokkurinn væri aö auka
fylgi sitt og freistaöi þaö Ohira
til aö rjúfa þingiö og efna til
kosninga ári áöur en kjörtfma-
bilinu lauk. Takmark hans var
aö flokkurinn fengi a.m.k. 270
þingsæti, enda bentu spár skoö-
anakannana til þess aö þaö ætti
aöreynast auövelt. 1 kosningun-
um 1976 missti flokkurinn
meirihluta sinn og fékk ekki
nema 249 þingsæti af 511 alls.
Þetta varö til þess, aö þáver-
andi forsætisráöherra, Miki,
varöaö segja af sér og Fukuda
tók viö stjórnartaumunum. Sfö-
an 1976 hefur flokkurinn stuözt
viö óháöa þingmenn og ýmsa
minni flokka á vixl.
ÓHIRA hugöist ekki aöeins
styrkja stööu sina á þingi meö
þvi aö ná hreinum meirihluta
þar, heldur einnig stööu sina
innan flokksins. í raun er
Frjálslyndi flokkurinn frekar
bandalag en flokkur. Flokkur-
inn skiptist i fimm klikur, sem
oft hafa veriö nokkurn veginn
jafnstórar oghafa verzlaö á vi'xl
um stjórnarforustuna.
Of tast hefur sú klikan, sem er
undir forustu Tanaka, fyrrum
forsætisráöherra, ráöiö úrslit-
um i flokknum. Þaö var hún,
sem réöi þvl, aö Ohira sigraöi
Fukuda á siöastl. ári. Tanaka
varö aö láta af fosætisráöherra-
embættinu, þegar sá grunur féll
á, aö hann heföi fengiö tvær
milljónir dollara i mútur frá
Lockheed-fyrirtækinu fyrir aö
kaupaaf þvi flugvélar. Þaö var
Miki, sem tók viö forsætisráö-
herraembættinu af Tanaka.
Tanaka hefur nú veriö ákæröur
fyrir aö hafa þegiö umræddar
mútur. Hann var i framboði nú
og náöi örugglegu kjöri.
Orslit kosninganna nú uröu
annars þau, aö Frjálslyndi
flokkurinn tapaöi einu sæti eöa
fékk 248 i staö 249. Auk þess
munu um 10 óháöir þingmenn
styöja stjórn hans eins og áöur
og hefúr hann veikan meirihluta
á þingi með stuöningi þeirra.
Fyrir Ohira er þaö nokkur sára-
bót., aö flokkurinn fékk nú um
44% af greiddum atkvæöum i
stað 41% i kosningunum 1976.
Eigi aö siöur telja andstæöingar
Ohira þetta ósigur fyrir Ðokk-
inn, miöað viö þær vonir, sem
Ohira hafði gert sér. Ohira hafi
vegna oftrúar á skoðanakann-
anir rofiö þingiö aö óþörfu og
fyrir þaö veröi hann aö gjalda
meö þvl aö segja af sér. Þaö er
einkum Miki, sem hefur for-
ustuna i þessari aöför aö Ohira,
en fleiri klikuforingjar i flokkn-
um hafa tekiö undir kröfur
hans.
Taliö er, aö þaö hafi spillt
fyrir Ohira, aö hann haföi boöaö
aö taka upp viröisaukaskatt aö
vestrænni fyrirmynd, en siðar
féll hann þó frá þvi. Eigi aö siö-
ur hafi þetta vakiö ótta viö
skattahækkun.
ÞAÐ hafði ýtt undir Ohira aö
efna til kosninganna, aö aöal-
keppinautur Frjálslynda ftokks-
ins, Sósialistaflokkurinn, var
talinn standa illa aö vigi. Þetta
reyndist lika rétt. Flokkurinn
tapaði 16 þingsætum, fékk 107 i
staö 123 áöur.
Sigurvegarinn i kosningunum
varö Kommúnistaflokkurinn,
sem fékk nú 39 þingmenn kjörna
i staö 19 I kosningunum 1976.
Flokkurinn tvöfaldaöi þannig
þingsætatölu sina og náöi þvi
takmarki, að vera þriöji stærsti
flokkur Japans. Sigur ftokksins
er m.a. þakkaöur þvi, að hann
hafi haft beztu áróðursvélina.
Mesta hjálparhella hans mun þó
þáö, aö lifskjör eru léleg I Ja-
pan. Ýmsir fréttaskýrendur,
sem þekkja til I Japan, spá
kommúnistum vaxandi fylgis.
Kosningaþátttaka var mun
lakari en oft áöur eöa um innan
viö 70%. Aöeins 23 konur voru I
framboöi og náöu 11 þeirra
kjöri.
Þ.Þ.
Ohira hugsar ráö sitt eftir kosningarnar