Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. október 1979 3 / Ymsum borgar- fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins þungt í skapi:- Þykir Birgir launa illa of- eldið HEI — En magnast persönu- striöiö innan Sjálfstæöis- flokksins. Sifeit kemur betur og betur I ijós. aö Geir Hallgrimsson ætiar ekki aö unna sér nokkurrar hvildar fyrr en honum hefur tekist aö losa sig viö úr þingflokknum, höfuðandstæöing sinn um fjölda ára, Gunnar Thorodd- sen. Tæpast getur þaö veriö skoðanaágreiningur þeirra, sem fer svo mjög fyrir brjóstiö á Geir. Liggur þvi beinast við aö spyrja hvort ástæðan sé minnimáttarkend Geirs — dulin eða meðvitið — vegna þess að flestir telja vitsmuna- lega yfirburöir Gunnars, ljósa. Nýjasti leikur Geirs i þessari refskák, er aö pota nd Birgi Isleifi fram í prófkjör Sjálfstæðisflokksins, I þeim tilgangi einum, aðfreista þess að honum takist aö fella Gunnar ilr öruggu þingsæti. Heyrst hefur frá fjölda sjálf- stæðismanna, sem starfa aö borgarmálum, að með þessu þyki þeim Birgir lsleifur illa launa þeim ofeldiö. Raunar staöfestir Birgir þetta sjálfur i viðtali við Moggann s.l. þriðjudag. Þar segir hann, aö margir hafi spurt sig hvort framboð hans i prófkjörinu þýöi að hann hyggist hætta þátttöku i borgarmálum. Birgir er hins- vegar slikur vikingur, að hann telur þaö litínn hlut að sinna bæöi borg og riki, þar sem þingmennskan sé hvort eö er ekki fullt starf. Sem kunnugt er fékk Timinn þaö staöfest af Albert Guðmundssyni, að borgar- flokkur Sjálfstæöisflokksins hafi eftir siðustu kosningar gengist inná að greiða tiund af launum sinum, fyrir störf aö borgarmálum, i flokkssjóö. Samkvæmt heimildum frá mörgum sjálfstæðismönnum, sem þeir þó treysta sér ekki til aö staðfesta opinberlega vegna hugsaniegra óþæginda, gengur þessi greiösla beint f gegn um flokkssjóðinn, til þess að halda Birgi Isleifi uppi á borgarstjóralaunum, meðan Framhald á bls 19 „Fyrsti Hall- grimsdagurinn á sunnudag A sunnudaginn kemur veröur Hallgrimsdagur I kirkjum lands- ins og veröur minnst ártiöar Hallgrims Péturssonar viö guösþjónustur dagsins. Kirkjuþing 1978 samþykkti ályktun að tillögu séra Péturs Sigurgeirssonar vigslubiskups þess efnis, aö Hallgríms yrði árlega minnst með guösþjónustu ádánardegi hans 27. október, eöa sem næstþeim degi. Hefur biskup þvi óskað eftir þvi við söfnuði bjóðkirkjunnar, aö siðasti sunnu- dagur i október ár hvert verði Hallgrímsdagur. Margt verður til hátiðabrigða I kirkjum landsinsá Hallgrimsdegi ekki sist i kirkjum sem bera nafn skáldsins. Hallgrimssöfnuður i Reykjavik efnir til Hallgrims- messu á dánardegi Hallgrims á laugardag 27. okt. kl. 2. Hefur þaðverið árviss atburöur frá þvl 1941 er söfnuðurinn var stofnaöur. Er þaö hátlðamessa sömu gerðar og tiðkaöist á dögum séra Hallgrims. Biskupinn, dr. Sigur- björn Einarsson prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir aftari' og kantatan, Friður sé með þér, eftir Bach verður flutt af Sigrúnu Gestsdóttur og Halldóri Vilhelmssyni söngvurum og hljóöfæraleikurunum Manuela Wiesler, Helgu Ingólfsdóttur og Lovisu Fjeldsted. Borgarstjórinn, Egill Skúli Ingibergsson, flytur ávarp i messulok og boöið verður i kirkjukaffi. I Hallgrimskirkju I Saurbæ á Hvalfjaröarstönd veröur hátlða- messa, einnig i þvi formi sem Hallgrimur mun hafa sungið Skáldiö og kirkja hans I Reykjavfk. sjálfur á þeim staö, en hann sat i Saurbæ. Aö þessu sinni eru það gestir frá Selfossi sem annast guðsþjónustuna. Séra Sigurður Pálsson vigslubiskup predikar,. kirkjukór Selfoss og Glúmur Gylfason leiða söng og séra Sig- urður Sigurðarson þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Jóni E. Einarssyni. Hátíðamessan i Saurbæ er kl. 2 á sunnudag. Hafísrannsóknir efldar FRI — „Það er ætlun okkar, fyrst og fremst, að halda áfram því starfi, sem hér hefur verið unnið á Hafísdeild Veðurstof- unnar", sagði dr. Þór Jakobsson í samtali við Tímann, en nýlega voru haf ísrannsóknir efldar við Veðurstof una. ,,Við munum einbeita okkur að gagnasöfnun svo og úrvinnslu ritsins „Hafls við strendur Islands”, en Eiríkur Sigurðsson hefur haft veg og vanda að þeirri útgáfu. ,,En svo er ætlunin að reyna að spá fyrir um isrekið fram i timann og munum viö i þvi sam- bandi notast viö alfræöileg reikni- likön, en þau hafa verið notuð nokkuð t.d. i Kanada þar sem reynt er að spá fyrir um rekið næstu daga eftir að haflsinn er kominn. Það er — viö reynum að svara spurningunni, Hvert á Isinn eftir aö stefna, nokkra daga fram I tlmann? Þaö má telja aö þetta sé rannsóknarsvið, sem ekki hefur veriö fengist mikið við hér- lendis hingað til. + „Samvinna mun verða höfð að meira eða minna leyti við er- lendar stofnanir, sem vinna aö hafismálum”, sagöi Þór,,, og má i þvi sambandi nefna, að I mal á næsta ári verður hér fundur norrænna hafísfræöinga og þar verður fjallaö um almenn mál er varða hafis svo og gagnasöfnun og samstarfs á þessu sviði. En auk þess veröur rætt um þetta sviö, reiknilikön eða Is- módel”. Ég vil taka þaö fram að þetta er enn aðeins rannsóknarsvið, en gefur góðar vonir um skammtlmaspár. Aö því er varöar spár til langs tima þá eru málin enn óljósari, þvi þá verður aö taka til athugunar vlxiláhrif úthafa og andrúmslofts, jafnvel á öllu norðurhveli jaröar”, sagöi Þór „en hafisdeildin mun að sjálfsögðu færa sér i nyt áratuga reynslu og athuganir annarra sérfræðinga hérlendis, I störfum sinum”. Hluti hafisbreiðunnar sem lá undan Norðurlandi snemma I vor. Tima mynd Róbert. Nýmæli á starfsemi Stj.félagsins: Morgunfundir um starfsemi fjöl- miðla og JSS — Vetrarstarf Stjórnunar- félags islands er nú nýhafið með reglubundnum námskeiðum um stjórnun og rekstur fyrirtækja. Er i vetur boðið upp á rúmlega 30 tegundir námskeiða, og er á þeim fjallað um hina ýmsu þætti sem lúta að stjórnun og rekstri fyrirtækja. Þá eru nokkrar nýjungar á döfinni I starfsemi félagsins og eru þær helstar, að efnt verður til morgunfunda, þar sem tekið veröur til umræöu efnið „Sam- skipti fjölmiöla, fyrirtækja og stofnana”. Veröa fundirnir haldnir kl. 8-10 árdegis i fyrir- lestarsal félagsins og veröur hinn fyrsti 29. okt. n.k. Efnið stofnana sem þar veröur rætt er „Abyrgð og skyldur fjölmiöla gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gestir fundarins veröa Arni Bergmann ritstjóri Þjóöviljans og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunbiaðsins. A næsta fundi félagsins, sem haldinn verður 31. okt. verður tekiö til um- fjöllunarefnið „Siöferði, völd og áhrif fjölmiðla”. A þann fund munu mæta Jón Sigurösson rit- stjóri Tímans og Höröur Einarsson ritstjóri Vísis. Morgunfundirnir eru ætlaðir framkvæmdarstjórum, for- stöðumönnum, blaðafulltrúum og öðrum málsvörum fyrir- tækja og stofnana. Ahyggjur Þjóðviljans Þjóðviijinn hefur bersýnilega nokkrar áh.vggjur af þvi, að Ólafur Jóhannesson hefur léð máls á því, aö verða l framboði fyrir Framsóknarflokkinn i Reykjavik. 1 staö þess að segja þetta opinskátt, þykist hann hafa áhyggjur af framboði Ólafs vegna Framsóknarflokksins. Ólafur muni nú skyggja á Stein- grim Hermannsson. Timinn vill strax létta þessum áhyggjum af Þjóðviljanum, þvi aö nógar munu áhyggjur hans samt. Það hefur áður gerzt, að fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins hafi átt sæti á þingi eftir aö hann lét af flokksfor- mennskunni. Hermann Jónas- son átti sæti á þingi eftir aö Eysteinn Jónsson varð for- maður flokksins. Eysteinn Jónsson átti sæti á þingi eftir að Ólafur Jóhannesson tók við for- mennskunni. Þetta gafst vet þá og mun einnig gera það nú. Steingrimur Hermannsson hefur á þeim stutta tima. sem hann er búinn að vera formaður flokksins, unnið sér álit sem óumdeildur leiðtogi flokksins. Enginn maður mun fúsari til að styðja hann i þvi vandasama starfi en ólafur Jóhannesson. Þjóðviljinn getur þvi veriö áhyggjulaus vegna imvndaðs ágreinings eöa samkeppni milli þeirra. Hir.s vegar getur Timinn ekki létt þeim áhyggjum af Þjóö- viljanum, að Steingrimur Hermannsson nýtur vaxandi trausts sem flokksforingi og aö Ólafur Jóhannesson er sterkasti frambjóðandinn, sem Fram- sóknarflokkurinn gat fengið i Revkjavik. Þetta verður Þjóö- viljinn aö sætta sig viö og revna að taka þvi karlmannlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.