Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. október 1979 Að rækta frelsið Pólitísk skilgreining íhaldið dýrkar óstjórnarfrelsi sem auðhringar breyta í lýða-helsi. Kommar til skaða skipuleggja þá skipan, sem eyðir dáðum seggja. En Framsókn ræktar frelsi og dyggðir, svo farsæld ríki um allar byggðir. Kristján Friðriksson: Mér datt i hug aö það væri ekki úr vegi að láta þetta visu- korn flakka núna, m.a. i tilefni af þvi óskapa magni af prentuðu máli, sem sjálfstæðismenn láta frá sér fara um þessar mundir og birta undir kjörorði sinu: Endurreisn i anda frjáishyggju Ég fæ ekki betur séð en að þar séu þeir góðu menn ,,að ganga aftur á bak”. Þeir virðast mér vera aö ganga aftur á bak til hugmyndafræði þeirrar, sem margir kenna við enska hugsuð- inn David Ricardo (dáinn 1823), þó þeir hafi nú ný nöfn á taktein- um. Mig hefur langað mikið til að taka þátt i þessari umræðu sjálfstæðismanna, þvi margt vel samið hefur komið fram i þessari umræðu þeirra (dr. Ólafur Björnsson, Hannes H. Gissurarson o.fl.). En mér hefyr ekki unnist timi til þessarar þátttöku (aðallega vegna annrfkis við endurskipu- lagningu fyrirtækis mins). En ég hef hug á að leggja hér orð i belg, þó siöar verði. Yröi þar þá i rauninni um að ræða eins kon- ar viðbót við bók mina Farsæld- arrikið, sem kom út 1974, þar sem leitast er viö aö gera grein fyrir hugmyndafræöi þeirri er ég tel að framsóknarstefnan og stefna ýmissa miðflokka bygg- ist á. En stefnumál miðflokka eiga nú viða vaxandi fylgi aö fagna i þróuðum þjóðfélögum. Ræktun til handa hinum mörgu — en ekki fáum útvöld- um, eins og reyndin vill verða þar sem óafmörkuð frjáls- hyggja er látin ráða ferðinni, er kjarnaatriði I þeim mun, sem er.á ihaldsstefnu (sjálfstæðis- stefnu) annars vegar og frelsis- ræktunarstefnu þeirri sem ég tel vera hina réttu framsóknar- stefnu. En sú stefna er einnig fullkomin andstæða þess rikis- kapitalisma, sem kommúnism- ar aðhyllast. Þetta er svona örlitil athuga- semd til bráðabirgða til að minna á, aö það eru ekki aðeins ihald og kommar sem eiga sér hugmyndafræöilegan grund- völl. Kristján Friðriksson. Tiðni Salmonella sýkinga hef- ur aukist mjög 'á Vesturlöndum á undanförnum árum. Fram aö þessu hafa sýkingar veriö til- tölulegafáarhérálandi en afog til hafa þó verið greind tilfelii. Salmonella sýklar berast i fólk nánast eingöngu með menguðum ma^t eða drykk. Heilbrigðir hraustir einstakl- ingar þurfa mikið smitmagn til að veikjast en lasburða ein- staklingar, ungbörn og gamal- menni geta veikst af tiltölulega fáum sýklum. Sjúkdómsein- kenni eru mjög mismunandi frá einum sjúklingi til annars, allt frá engum einkennum upp I lifs- hættulega blóðsýkingu. Allflest- ir fá þó væg einkenni frá meltingarfærum. Ekki liggja fyrir ákveönar tölur um fjölda sýkinga hér á landi, enda er vitað að aðeins litill hluti sýkinganna greinist. Inn á sjúkrahús hér i Reykjavlk hafa undanfarin ár lagst 5-15 sjúklingar árlega, og eru það allt sjúklingar með umtalsverð einkenni og sumir mikið veikir. Viröist sem fjöldi þessa tilfella fari hægt vaxandi. Oftast hefur veriö unnt að sýna fram á smit erlendis frá hjá þessum sjúklingum, annaö Salmonella sýkingar hvort vegna ferðalaga eða neyslu á innfluttum mat. Svo er þó ekki alltaf og viröist það fara vaxandi, aö ekki sé hægt að skýra sýkingu á þennan hátt. Kemur það vel heim við þá staðreynd, aö Salmonella mengun fer vaxandi I umhverfi hérlendis, s.s. i mávum, mús- um, skolpleiðslum og sorphaug- um. Við megum þvi búast við aukinni hættu á smitun fólks i framtiðinni. Heilbrigðisyfirvöld telja brýna nauðsyn á að stór- auka eftirlit og taka upp áþekk- ar aðferöir þeim sem beitt er I nágrannalöndum. Þar eð Salmonella sýking hef- ur fundist i kjúkiingabúi hér- lendis er nú verið að fram- kvæma umfangsmikla könnun á sýklamengun I fleiri slikum bú- um hér. Enn hefur aðeins fund- ist sýklamengun i einu búi, en grunur leikur á að svosé einnig I öðru búi. Alls eru um 30 bú I at- hugun. Samkvæmt óskum heil- brigðisyfirvalda er einnig verið að frapikvæma eftirtaldar að- gerðir: 1) Færa aðferðir við fram- leiðslu áfuglakjöti f likt horf og gerist með nágrannaþjóð- um okkar. 2) Stórbæta alla hreinlætisaö- stöðu við meðferð vörunnar. 3) Koma á reglubundnu eftirliti meö seldri vöru. 4) Merkja allar vörur vandlega og gæta þess að neytendur fái itarleg fyrirmæli um hvernig matbúa beri vöruna. 5) Fylgjast betur með innlendu og erlendu fóðri i landinu. 6) Bæta meindýravarnir við framleiðslustaði. ,Ólafur Olafsson, landlæknir 7) Heilbrigöisyfirvöld vinna nú að gerð upplýsingabæklings um meðferð matvæla þar sem höfuðáhersla verður lögð á að: 1) Þess sé gætt að einungis frystar vörur séu seldar. 2) Varan sé rækilega þýdd eða 6-10 klukkustundum fyrir matreiðslu. 3) Innyflunum sé fleygt. 4) Varan sé rækilega steikt eða soðin fyrir neyslu. Rétt er að benda neytendum á, að hráar kjötvörur geta borið með sér sýkla sem valdiö geta niðurgangsveiki svo sem: Salmonella, Klasasóklar. Coli-gerla. Réttar aöferöir við matreiöslu á kjötvörum ættu að vera trygg- ing gegn sýkingarhættu af þeirra völdum. Óhætt er að fullyrða að Sal- monella sýkingar eru heil- brigðisvandamál hérlendis, sem fer liklega i vöxt. Má leiöa að þvi góð rök, að rannsóknir á útbreiðslu og smitleiðum Salmonellasýkla séu nú meðal forgangsverkefna i islenskum heilbrigðismálum. Forsenda þess, að svo megi vera, er veru- leg aukning fjárveitinga til framangreindra aðgerða og eftirlits á þessu sviði. Landlæknir. Gerti samráði viö: Heilbrigðiseftirlit Rikisins, Matvælarannsóknir Rlkisins og sérfræöingana: SiguröB. Þor- steinsson lækni Guöna Alfreösso,. dósent og Grim S. V aldimarsson efna- fræðing Pál A. Pálssonyfirdýralækni Vika gegn vímugjöfum Sr. Árelius Nielsson: Böm á valdi Bakkusar Ein helsta orsök ógæfu og af- brota á vegi uppeldis og i hópi æskunnar er áfengisneysla upp- alenda, ef húngengur úrskeiðis, sem þvi miður er of viöa. Böl áfengisneyslu og vímu- gjafa, en þar er vindrykkjan verst og algengust, eykst ár frá ári, svo að segja um öll Vestur- lönd. Og þar er Island meðal hinna fremstu i neyslu brenni- vins og annarra sterkustu drykkja. Er nú svo komið aö jafnvel 10-12 ára börn eru orðin með i drykkjunni og kvenfólk fariö aö nálgast karlmenn á þessari hættuleið. En áfengisneysla kvenna þótti fágæt fjarstæða og algjört hneyksli fyrir nokkrum áratug- um. Nú er slik drykkja ein hin mesta hætta á vegi mæðra og þess hlutverks, sem æðst er og helgast, uppeldisins. ,,An er ills gengis, nema að heiman hafi,” er speki, sem er og veröur ætið i fullu gildi. Með áfengisdrykkju á heimil- um má segja að hættunni sé boðiö heim og helgustu vé lífsins opnuö fyrir óvinum allrar gæfu. Væri þar gerð rannsókn og ekkert undan dregið, mundi koma iljós aðniuaf hverjum tíu hjónaskilnuðum eiga áfengi að helstu orsök.Og h'jónaskilnaður er venjulega upphaf að allri helztu óhamingju barna á ótelj- andi vegu. Þar meö talið allur aödragandi og afleiðingar efna- lega, tilfinningalega og félags- lega. A heimili þar sem annaö eða bæði foreldra „drekka” mikiö, eru börnin yfirleitt fórnarlömb hins aumasta I mannlegu eðli, eða geta ósjálfrátt orðið það óöar en varir. Heimilið er þá i raun ekki til, heldur heggur sá er hlifa skyldi og eyöimörk þar sem æðsta paradis barnsins ætti að vera. Hirðuleysi, ónot, óregla, nöld- ur, rifrildi, áflog og skammir hrekja börnin bókstaflega út á gaddinn. Þau verða aö sjá um sig sjálf löngu áður en þeim hefur veist til þess þroski og kraftar. Þau læra þvi oft i ótta og sjálfsvörn að blekkja, ljúga, svikja og rupla, iifa I samfelldum ótta, ó- ró og umkomuleysi, sem óöar en varir leiöir til andúðar, beiskju, vantrausts og haturs til alls og allra. Sem sagt ef pabbi og mamma bregöast, hvaö skal þá meö aðra yfirleitt, hugsa þau. Þau eru lika oft likt og bitbein og skotspónn skólafélaga og kunningja, litin hornauga af flestum, verða að hlusta á ögr- anir og slúður, striðni og kesknishróp einmitt um það, sem þeim er sárast, helgast og sviður mest. . Áöur en varir eru þau oft komin i andstöðu við umhverfi sitt og samfélag,ogbiða þess oft aldrei bætur. Skemmdarverk, árásir og allskonar prakkara- strik, verða oft einsog ósjálfráð útrás og tjáning þeirra gegn öllu á „hallærisplani,” heimilisleys- is og hefndar. Og þetta er jafnvel íremur h já gáfuöum og þróttmiklum börn- um, en þeim, sem eru minni að gerð og fela sig þvi fyrir fjöldanum. Allt verkar nei- kvætt. Þeim lærist að lita á allt og alla i varnarstöðu og með heíndarhug. Vonleysi og andúð valda þvi, að þeim finnst alls staðar óvinir á ferö. Oft verður afleiöingin annaö hvort uppgjöf og aumingja- skapur eða hatur, sem leiöir til uppreisnar, lævisi, ofbeldis og misþyrminga áður en af veit, Börn á heimilum foreldra, sem virðist ekkert heilagt, brjóta jafnvel dýrmætustu hluti I sinni eigin eigu og þyrma hvorki sjálfum sér né börnum sinum út af tilbúnum sökum i ofeaköstum áfengisneyslunnar, kenna börnum sinum ósjálfrátt að óvirða og sviviröa allt. Heima er hægt aö hefna sln á húsgögnum og borðbúnaði, og i skólanum á stólum, borðum og bekkjum, bókum og félögum, I strætisvagni og viðavangi,á sæt- um og salernum, simaklefum oe almenningsskýrslum, gróðri og dýrum. Jarðvegur og grund- völlur lifsins er horfinn þeim, sem eiga sér ekkert heilagt, allt er sem á sandi byggt. Seinna,ogótrúlegasnemma á æviferli jafnvel bestu barna aö gáfum og atgjörvi, gengur þetta nær ósjálfráða æöi yfir fólk og félaga, einkum þá, sem eru minni máttar eða þá, ef eitthvað yröi á þvi að græða. Þessi vesalings ógæfubörn skapa sér skripamyndir af ást- úö og ást, og geta áður en varir sem fullorðnar manneskjur, með auknum likamsþroska, framiðhin grimmilegustu ódæði jafnvel á saklausu fólki og sin- um eigin vinum, sinum nán- ustu. Sem betur fer verða ekki öll börn ofdrykkjufólks slikra ör- iaga fórnarlömb. En drykkjan og afleiðingar hennar bjóöa slikri hættu heim, bera óhrein spor inrn á heimiliö, sem oft er erfitt að þrifa. Sum börn eru svo vel gerö, eða njóta slikra áhrifa annars staðar frá, að mótlætið og átök- in geta mótað þau til hinna mestu mannkosta, ekki sist ef þau skynja á réttan hátt vin og tóbak og vimugjafa yfirleitt, sem verstu óvini pabba og mömmu, sjálfrasinog allra um leið. Manneðlið er svo margþætt og sitt hæflr hverjum. Sumar mæö- * 1 2 3 ur og konur og sum börn á ó - regluheimilum eru jafnvel ó gleymanlegustu englar mann- lifeins i þolinmæði og fórnarlund og siðar I baráttu gegn valdi Bakkusar. Þess veit ég mörg dæmi. En hitt er því miður miklu algengara. Hættan er stöðugt fyrir höndum um opna ógæfuleiö. Þessvegna er barnið og ungmennið á ofdrykkjuheim- ili og á vegum virkra alkohol- ista umkomulausasta vera I heimi okkar, hér á Islandi að minnsta kosti. Auk alls annars á þeirri ó- gæfubraut hefur eitrið og á- fengistöfrarnir fangað þaö I net sin, áður en þroski og mann- dómur bar það á brautir gæf- unnar, þær brautir sem mann- dómur og þroski áttu að gera bjartar og beinar. Beriö þvi aldrei óhrein spor á- fengistiskunnar inn fyrir dyrnar á helgidómi heimilisins. Engiri heit yrðu helgari og til meiri heilla á barnaárinu en yfirskriftin: „Burt með Bakkus af heimil- inu.” Reykjavik 21. okt. 1979. Arelius Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.