Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 26. október 1979 Wmmm Ný skáldsaga Grétar Birgis: Skellur á skell ofan. Orn og örlygur 1979. 150 bls. Þeir eru óneitanlega býsna margir skellirnir, sem sögu- hetja þessararbókar, Emil, fær áður en yfir lýkur. Hann er rétt liólega fimmtugur Reykviking- ur i góöum efnum og veit ekki betur en hann eigi gott heimili og góðakonu. Skyndilega er öllu sundrað og lif hans viröist sem rjUkandi níst. Konan, Ella, hef- ur haldið framhjá honum árum saman, jafnvel alla þéirra hjú- skapartið og nú, um fimmtugt, missir hún alla stjórn á sér. Skemmtanalifið nær öllum tök- um á henni, hUn yfirgefur mann sinn og börn, leggst Ut ef svo m á að orði kveða. í fyrstu telur hún sig hafa öðlast frelsi, hún hefur greinilega undirtökin. Emil vill allt gera til þess að halda i hana, endurreisa hjónabandið og halda heimilinu saman. Hún notar hvert tækifæri til þess að kvelja hann og niöurlægja og þegar verst gegnir er hann ekki fjarri þvi að fyrirfara sér. En smám saman sigur á ógæfu- hluðina fyrir Ellu. Hún hálf- truflast, lendir á Kleppi um stund, og smám saman missir hún aðdráttarafl sitt i skemmt- analifinu. Emil nær sér uppúr eymdinni og vonleysinu og i bókarlok virðist lifið blasa við honum á ný. Ádeilusaga? I blaðaviðtali fyrir skömmu sagði höfundur bókarinnar, að hún væri hugsuð sem ádeila. Adeila á kerfiö, hvernig þaö brygðist við hjónaskilnuðum, hvernig sá væri rakkaður niður, sem eftir sæti. Ég vil alls ekki neita þvi, að þetta geti hafa ver- ið ætlun höfundarer hann samdi bóksina, en ádeilan getur engan veginn talist skörp. A einum staö (bls. 97) segir: „Þjóðfélag- ið, kerfið, býður upp á þetta. Það er verið með áróður um forna undirokun kvenna sem ekki er til f dag, þær eiga að brjótast undan okinu sem ekki er til, áróður um frelsi kvenna, jafnrétti kynja, fóstureyðingar, getnaðarvarnir, pillur og lykkj- ur. Þjóðin er að deyja Ut i áróðri, það er veriö með áróður um aöstoö við einstæðarmæður, fjárhagsstuðning frá Félags- málastofnun, áróðurfyrir öllum andskotanum til að gera giftar konur aö örgustu mellum. Þaö Af bókum vantar áróður fyrir helgi heim- ilis og hjónabands, sem er vist orðið svo gamaldags. Þaö er eins og allir eigi að halda fram hjá öllum, það er mergurinn málsins. ” Þetta er eini staöurinn I bók- inni, þar sem ég fæ séð að ádeil- an geti talist skörp og hnitmið- uð. Annars staðar hverfur hún og missir þvi að miklu leyti marks. Hitt er svo aftur annaö mál, að það var vissulega þörf á riti, þar sem reynt væri að and- æfa þeim áróðri, sem um er fjallað I tilvitnuninni, sem áður var tekin upp. Þessi bók nær þvi markmiði ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Persónusköpun og frásagnarmáti. Höfuðpersónur bókar Grétars Birgis eru þau hjónin Emil og Ella. Sagan fjallar um deilur þeirra og sálarstrið og aðrar persónur eru i hreinum auka- hlutverkum, þótt þær komi sumar allnokkuð við sögu. Og hlutverk þeirraeruskýr. Ella er sökudólgurinn, hún hleypur frá eiginmanni og börnum, leggst i skemmtanir og kynsvall á með- an vesalings Emil situr heima og reynir að bjarga þvi sem bjargað verður. Þegar hann loksins reynirað rífa sig upp og leita eftir öðrum konum gerist það á yfirmáta siðsamiegan hátt, reyndar mesta furða hvað hann komst. En á Ella sér virkilega engar málsbætur? Það gerir söguper- sónuna óneitanlega býsna tor- tryggilega að láta hana skeiða á braut að tilefnislausu aö þvi er best verður séð. Það er nú frek- ar fátitt, eða hvað, að konur hlaupi svona á brott bara af þvi þær komast á breytingaaldur- inn. Sagan heföi tvimælalaust fengið á sig meiri veruleikablæ hefði höfundur reynt að skýra afstöðu konunnar með einhverj- um rökum. Besti kostur þessarar bókar ersá, hve liðlega húnerskrifuð. Frásögnin er hröð og hnitmiðuö og málfar höfundar gott, án þess þó aö það ri'si nokkru sinni svo að lesandinn hrifist af. Niðurstaðan er sú, að bókin missi að mestu marks sem ádeilusaga, en hún verður að teljast mjög frambærileg I hópi af þr ey ing arb ókm ennta. Jdn Þ. Þór. Ný skútuöld í uppsiglingu? Nýlega skýrðum við frá þvi hér I blaöinu, að byrjað væri að „forskalla” gamlar skútur með járnneti og svonefndu ferro- sementi, sem er járnblönduð steinsteypa, og við nánari skoðun á þessu efni, hefur margt komið i ljós. Ferro- sement er eitthver ódýrasta efni sem unnt er að fá fyrir skipa- smiöi, en þrátt fyrir það, viröist trefjaplastið hafa orðiö ofaná i bili að minnsta kosti i keppninni viö stáliö. Þó efnið sé ódýrt, eru ýmsir tæknilegir örðuleikar við að steypa skip rétt, og margar skipastarfstöövar hafa reynt þetta, en hefur skort reynslu og fagþekkingu. Skip hafa tafist i smiðum og stöövarnar hafa gefist upp á að steypa. Það hafa einkum verið skemmtibátar eða skemmti- skip, sem byggð hafa veriö úr ferro-sementi til þessa, en ekki t.d. fiskiskip. Færeyskur skipstjóri lætur smiða seglskip til fiskveiða Ný skútuöld í Færeyjum? Nokkrar stöðvar hafa þó varið miklum tlma og fyrirhöfn i að fullkomna aðferðir við ferro- sementskip, og nú hefur bresk skipasmiðastöð, sem smiðar ferro-sementskip — og hefur gert i rúmlega áratug — gert al- varlega tilraun til þess aö komast inn i fiskiskipamark- aöinn með steinsmiðuö skip. Býður breska fyrirtækiö þrjár gerðir fiskibáta af minni gerðinni, eða I stæröunum frá 34-44 fet. Fyrirtækið hefur þegar selt einn slikan bát til fiski- manna I Kent, og núna er þar i smiðum 44 feta skip fyrir út- geröarmenn i Færeyjum. „Venjulegur” togbátur úr ferro-sementi, — en breskt fyrirtæki býð ur þessi skip nú á mjög hagkvæmu veröi. SÉRSTAKLEGA FRAMLEITT SPYRNU- EFNI Tll VIÐGERÐA OG ENDUR- BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA. SPARIÐ FÉ Lælckið viðhaldskostnað. Notið öruggar gæðavörur. Sfmi 91-19460 MJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Slmi: 11125 kunwnlLi fo(\irblom/iii: kifWii'i Jmr FOÐUR fóörió se?n bœndur treysta Kúafóður — Sauðfjárfóður Hænsnafóður — Ungafóður Svinafóður — Hestafóður Fóðursalt MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164, REYKJAVÍK SfMI 11125 Það er misskilningur að segiskútur séu einhver sérlega hægfara skip. Þau geta náð býsna góðum skriöi. Hér er mynd af einu undir seglum i ijúfum byr.en skipið heitir SHAMROCK og var byggt um aldamótin, eða árið 1900. Sérfræðingar hafa bent á, að aöstaöa til þess að gera út seglskip á vorum dögum sé alit önnur en hún var. Ný efni, ný gerviefni, séu nú notuð i segl, efni sem eru léttari, sterkari og á allan hátt meðfæri- legri en hin fornu, börkuðu segl skútualdarinnar. Allskonar nýjungar hafa einnig komið fram við að hagræða segl- um, ný möstur, sjálfstýringar og ótalmargt annað, sem ekki veröur upp talið hér. Skútuöldin nýja kann þvi að vera i nánd. Það er reyndar færeyskur skipstjóri, sem keypt hefur þetta skip, og þaö vakti athygli okkar aö skipið heldur innan skamms til Færeyja og fer und- ir seglum. Er færeyski skip- stjórinn nú, ásamt stöðinni, að leggja siðustu hönd á búnað skipsins. Færeyska skipiö er einfalt og traust að allri gerð. Það er búið til linu- og handfæraveiða, og þótt gert sé ráð fyrir að fram- drif skipsins verði segl, þá er það einnig búið lltilli hjálparvél — BMC dlsilvél. Er þetta eitt fyrsta dæmið um að seglin eru aftur aö hefja inn- reið sina i fiskveiðar Færeyja, en færeyska skútuöldin stóð nokkrulengur en sú islenska, og þvi er enn til i Færeyjum dýrmæt þekking á notkun segla við fiskveiðar. Ollan er dýr og vera kann að seglin komi aftur á himshöfin vegna þess arna. Hitt steinsteypta fiskiskipið, sem getiðvar um hér að framan, er á hinn bóginn venjulegur togbátur (sjá mynd). Steinöld/skútuöld? Það má með nokkrum rétti halda þvl fram, aö steinnökkvi Færeyingsins, eða ferro-met skipið hans, sé i senn af turhvarf til skútualdar og steinaldar. Kostnaöur viö ferro-sement skip er lægri en viö smiöi úr öðru efni (efnið sjálft). 40 feta fiskiskip með dlselvél kostar ekki nema 40.000 sterlingspund svo dæmi sé nefnd, og um þil- skip aö ræöa. Svartolíutrú Islendinga hefur til þessa yfirskyggt allar aðrar aðferðir til orkusparnaöar i fiskveiðum, en hætt er við aö lit- ill stofnkostnaöur og segla- búnaður geti lika komist inn i reikningshald sérfræðinga okk- ar, og að ódýrasti fiskurinn komi i framtiöinni ekki frá skut- togurum, heldur af linuveiður- um og færaskipum, sem ganga fyrir seglum og nota hjálpar- vélar þegar byr vantar. Maöur hefur heyrt hrikalegar sögur af útkomu togara, sem veiða ódýrar fisktegundir, t.d. karfa, og þá er sagt aö allt að 60% aflans fari til þess að greiða oliuna eða geti gert það, og aö mokafli einn geti nú gert togaraútgerðina hagkvæma, miðað við óbreytt oliuverö. Þaö er þvl ástæða fyrir yfir- völd að hyggja betur að leiðum fyrir framtiðar skipastól inn- lendrar útgerðar. JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.