Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. október 1979 9 Er „blaðran” úrelt?: Nýjar aðferðir ingu alkóhóls í — kostnaður vegna blóðprufutöku nú orðinn 10,8 milljónir Mælir af þeirri gerö, sem lögregl- an fékk til tilrauna i notkun. FRI — Lögreglan hefur nú um alllangt skeið not- að svokallaðar blöðrur (Alkotest) til þess að mæia alkóhólmagn i blóði ökumanna, eins og alkunnugt er. En sá ljóð- ur er á þessum blöðrum, að ekki er hægt að sjá á þeim hvort ökumenn eru undir eða yfir mörkum þeim (0,62 o/oo) sem lögleg eru og þvi þarf oft að taka blóðprufur af ökumönnum að óþörfu. Hins vegar eru til mælar (Alko- meter) sem sýna strax hvort öku- maður er yfir eða undir mörkun- um og ef þeir væru notaðir þá mætti lækka töluvert þann kostn- að, sem fylgir þessum þætti lög- reglustarfsins, þar sem blóðpruf- ur yrðu ónauðsynlegar i þeim til- fellum þar sem alkóhólmagn i blóði ökumanna væri undir mörk- unum. Annar kostur sem fylgir þessum mælum, er að þeir eru töluvert hagkvæmari heldur en blöðrurnar, og hefur það mikið að segja þar sem um 900 blóöprufur hafa verið teknar af ökumönnum það sem af er þessu ári og kostn- aður við hverja blóðprufu er á bil- inu 12-14 þús. kr., en sumir læknar taka allt að 30 þús. kr. fyrir hverja blóðprufu. Góð reynsla af mælunum „Það er farið að nota svona mæla á Norðurlöndunum og þetta þykir mjög trygg mæling”, sagði Hjalti Zopóniasson deildarstjóri i dómsmálaráðuneytinu i samtali við Timann. „Það hafa verið gerðar það miklar rannsóknir á þessum mælum, að menn hafa sannfærstum aðmælinginer rétt. Mælarnir eru þannig útbúnir, að menn blása i rör á mælinum en siðan sýnir kvarði hve mikið magn af alkóhóli er i blóðinu. Það hafa verið gerðar miklar læknis- rannsóknir og samanburðarrann- sóknir, t.d. hefur verið gerð svona könnun á Karolinska Institutet i Sviþjóð og þeir lögðu blessun sina yfir tækið. Ráðuneytið hefur ekki uppi neinar áætlanir um að taka þetta Geir er yngstur þeirra þriggja og tekur hér við Tóms raðar kexinu i kassa. bökuðum kökum af færibandinu. Eins og við sögðum frá nú i vikunni, hafa nokkrir vietnömsku flóttamannanna þegar hafið kynni af isiensku atvinnulifi og þar á meðal vinna nú þrir karlmannanna I kexverksmiðjunni Holtakex, hjá Innflutningsdeild SÍS. Við spurðum Hjalta Páls- son, framkvæmdastjóra innflutningsdeildarinnar, um nýja starfsfólkið og bar hann mikið lof á iðni þeirra og verklagni. Hjalti kvaðst vona að þeim iikað einnig vei vinnan hjá Holtakexi, en þvi miður væri erfitt um það að segja, þar sem aðeins einn getur gert sig að litlu leyti skiljanlegan á ensku. Gunnar tfnir gailaðar deigkökur úr. Hjálmar endurkjörinn Hjáimar R. Bárðarson siglinga- rikja alþjóðasamþykktar um hófst i Lundúnum 22. þ.m. máiastjóri var einróma endur- varnir gegn mengun sjávar Kosningin gildir I eitt ár, en þetta kjörinn formaöur fundar aðildar- (Lundúnasamþykktar), sem er Ifjórða skiptið sem Hjálmar er kjörinn formaður. við mæl- það sem al er árinu tæki i notkun, en lögreglan hefur aftur á móti fengiö eitt slikt til til- rauna og gafst sú tilraun vel, þó að kuldi virðist hafa einhver áhrif á það. En nú er fallinn dómur I hæstarétti, þar sem kona var sýknuð vegna galla i blóðprufu- mælingu og það vekur náttúrlega upp þá spurningu hvort ekki ætti að fara að breyta til i þessum efn- um”, sagði Hjalti, „og að lögregl- an taki upp aðrar aðferöir til þess að mæla ölvun ökumanna”. Hagkvæmara Samkvæmt lauslegri könnun, sem Hjalti gerði á mismun kostn- aðar milli Alkótest og Alómeter, kom i ljós að Alkómeter er rúml. 100% hagkvæmari og var þá ekki miöað við hvað sparaðist með þvi að blóðprufur minnkuöu. Dæmið litur þannig út: Alkótest: ca. 4000 stk. á ári ca. 1450 kr. = 5,6 millj. kr. Alkómeter: 7 stk. ca. 100 þús kr. 2000 þús. munnstk. m/tilh. 400 þús. kr. ,,spray”-tæki 7 stk. Ca. 100 þús. = 2,7 millj. kr: Fyrrv. forsætisráðherra Breta James Cailaghan reynir tæki i verk- smiðjum þeim er framleiða Alkomæla (Lion Laborátries). Fylkingin býð- urfram HEI — t frétt frá Fylkingunni segir að hún muni bjóða fram I komandi þingkosningum, enda sé nauðsyn byltingasinnaðs fram- boðs meira nú en oft'áður. Fylkingin telur sig standa pólitiskt sterkt að vigi núna. Hún bendir m.a. á feikilegan undan- slátt Alþýðubandalagsins i her- stöðvamálinu, samvinnu þess við VSI og bráðabirgðalögin gegn farmannaverkfallinu. Þetta telur hún sýna að Alþýðubandalagiö sé að verða „kratiskara en páfinn”. Fylkingin bendir jafnframt á, að engar likur séu á þvi að hún nái stefnumálumsinum fram með borgaralegum þingræðisleiðum. Atkvæði á Fylkinguna þýði ekki einn þingflokkinn enn. Atkvæði á Fylkinguna sé hins vegar krafa um róttæka pólitiska verkalýös- hreyfingu, en jafnframt van- traustsyfirlýsing á Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkinn og forystu verkalýðshreyfingarinnar. 1 kosningastefnuskránni segir Fylkingin áherslupunktana vera þessa helsta: Eflingu sjálf- stæðrar verkalýðshreyfingar. Enga samfylkingu hennar með borgaraflokknunum. Fyrir áætlanagerð og verkalýöseftirliti. Þjóðaratkvæöi um herinn. Fjórir efstu menn á lista Fylkingarinnar eru Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðingur, Asgeir Danielsson, kennari, Guðmundur Hallvarðs- son, bygg. verkam. og Birna Þórðardóttir. Tíu ára afmæl- isfundur FEF FI — Aðalfundur Felags ein- stæðra foreldra — afmælisfundur i tilefni tiu ára starfs FEF verð- ur i Átthagasal Hótel Sögu mánu- daginn 29. okt. nk. kl. 21. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaöur FEF, flytur skýrslu fráfarandi stjórn- ar, lagðir verða fram fjölritaðir, endurskoðaöir reikningar félags- ins og kjörin verður ný stjórn. Að svo búnu verður slegið i grin og aðaifundargestum boðið að kaupa happdrættismiða með veglegum og menningariegum vinningum, dregið verður á staðnum. Ómar Ragnarsson mun birtast upp úr kl. tiu og hafa uppi gaman- mál. Kaffi og hnallþórur verða seldar gestum á vægu verði. I frétt frá FEF eru félagar, gamlir sem nýir, hvattir til þess að mæta og sýna þar með FEF hug sinn. Fundarstjóri verður Stefán Arna- son kennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.