Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 11. nóvember 1979 19 Tveir siddhi-ibkendur i lyftingarástandi. Myndirnar eru úr riti frá Mharishi háskólanum Geir Viðar Vilhjálmsson: Innhverf íhugun og Siddhi-þjálfun Má sigra þyngdaraflið? GV — Er i raun hægt aö yfir- vinna þyngdarafliö meö and- legri orku og þjálfun i ihugun? Þettaerspurning sem vafalaust vaknar i hugum margra lesenda þegar meöfylgjandi myndir eru skoöaöar. Myndirnar eru teknar úr riti frá evrópudeiid Maharishi rannsóknarháskól- ans sem dreift var á blaöa- mannafundi tslenska ihugunar- félagsins i fyrri viku. Sú þjálfun sem þessir tveir upphöfnu fökendur ihugunar stunda, Siddhi þjálfun, er svo kölluð eftir sanskritarhugtakinu „siddhi”, sem þýöir yfir- náttúrulegir hæfileikar. For- svarsfólk íslenska ihugunar- félagsins sagöi á fundinum aö þaö stundaöi þessa sérstöku þjálfun sjálft og kváöust þau öll i einhverjum mæli hafa oröiö vör viö verulega léttingu likamans og sum kváöust alveg Elke Jennerich Reynir Santuar hafa lyfst frá gólfi i ihugunar- ástandi. Siddhi þjálfunin gefur þeim sem stundaö hafa inn- hverfa ihugun kost á framhalds- námi, þar sem áherslan er á þaö aö virkja hiö skapandi afl mannsandans. ,,AÖ yfirvinna þyngdarafliö er ekkert mark- miö i sjálfu sér, heldur er hér um aö ræöa aukaverkun vegna þeirrar andlegu og likamlegu orku sem þjálfunin leysti úr læöingi”, sögöu talsmenn ihugunarfélagsins á fundinum. Einnig kom fram aö mikil gleöi og orkutilfinning fylgir lyftingarreynslunni og aö viö- komandi finnur sig orkumeiri eftir þjálfunina, sem iökuö er i fimm minútur tvisvar á dag. Söguleg fordæmi Sagnir af lyftingu lfkamans (levitation) eru kunnar frá mörgum timabilum og þjóölöndum. 1 sögum af kristn- um dýrölingum er slikar frá- sagnir aö finna og öllum kunn ætti aö vera frásögn Nýjatesta- mentsins af göngu Krists á vatni. I Tibet var jógaþjálfun I lyftingu likamans stunduö frá fornu fari og var m .a. notaö þaö þjálfunarfyrirkomulag, aö viö- komandi sat i einangrun i byrgi opnu aö ofan. Komiö var meö mat og drykk aö byrginu og ætlast til þessaö þjálfuninni lyki meö þvi aö iökandi flygi uppúr byrginu meö krosslagöa fætur og sannaöi þannig yfirráö sin yfir þyngdaraflinu. Þessi þjálf- un er i Tibet sögö hafa haft hag- nýtt gildi, þvi þeir sem kunnu tök á þessari tækni voru notaöir sem sendiboöartil þess aökoma boöum hratt milli landshluta. Gengu þessir sendiboöar aö sögn hvildarlaust svo dögum skipti, fóru mjög hratt yfir og þurftu hvorki á llkamlegri nær- inguaöhalda néhelduraöhorfa niöur fyrir fætursér, vegna þess orkumikla léttleikaástands sem þeir voru i. Sagnir af flugferöum eru einnig kunnar af sviöi vestrænn- ar miölastarfsemi. Til dæmis bera vitni aö hinn þekkti enski miöill Hume hafi eitt sinn svifiö út um einn glugga herbergis, þar sem hann var i miöils- ástandi og siöan inn um hinn gluggann. Svipaöar sögur gengu af Indriöa miöli, sem var þekkt- asti miöill á Islandi a fyrri hluta þessarar aldar. Segja sögur aö komiö hafi fyrir aö halda hafi þurft af afli i fætur miöilsins, svo hann skaöaöi sig ekki meö þviaö slengjastupp I lofteöa ut- an i veggi. Vísindamenn ósam- máia Visindamenn hafa löngum veriö ósammála um þaö hvort sllkar lyftingar séu raunveruleg efnisfyrirbrigöi eöa byggi á skynvillum einum. Tilraunir Margháttuö rafeindatækni er notuð til mæiinga á áhrifum i- hugunar á lfkamann. Meöal þes sem mælt er má nefna heila- linurit, öndunartlöni, blóöþrýst- ing og rafmagnsmótstöðu húö- ar. hafa verið gerðar, sem benda eindregið til þess aö hugurinn geti haft bein og milliliðalaus áhrif á fa st efni og margir muna eflaust eftir þvi þegar banda- riskur huglæknir beygöi teskeiö • meö þvi einu, aö þvi er virtist, aö núa hana meö fingrum ann- arar handar, en þetta geröist fyrir um þaö bil tveimur árum á blaöamannafundi aö Hótel Loft- leiöum með teskeiö sem einn blaöamanna haföi sjálfur valiö á kaffiteriu hótelsins. Til eru þeir bæöi i_hópi vis- indamanna og annarra, sem telja aö allt slikt hljóti aö byggj- ast á blekkingum eöa skynviil- um, en þeim viröist fara fjölg- andi sem telja aö möguleikinn á slikum yfirráöum andans yfir efninu sé fyrir hendi og aö fyrir- brigöi sem þessi séu verö vis- indalegrar rannsóknar. Mælingar á léttingu eöa lyftingu likamans I tengslum viö ihugunaræfingar eftir áöur- nefnduSiddhi-kerfi ættu aö vera tiltölulega auöveldar. Koma þyrfti fyrir skynjara frá raf- eindavog milli ihugandans og undirlags þess sem viökomandi situr á og skrá á linurit eöa meö teljara. Rafn Valgarösson hjá Islenska ihugunarfélaginu sagöi aö einhverjar slíkar mælingar heföu veriö geröar, en hann vissi ekki til þess aö þær heföu veriö birtar. Innhverf ihugun og heilbrigði A vegum íslenska ihugunar- félagsins hefur i nær fimm ár verið boöiö upp á námskeiö i innhverfri Ihugun en Ihugunar- tækni þessari er ætlaö aö „leyfa athyglinni aö leita til fingeröari og máttugri sviöa hugans”, eins og segir I fréttatilkynningu félagsins. Margháttaöar rann- sóknir á áhrifum innhverfrar Ihugunar á likama og sálarlif hafa á undanförnum árum leitt i ljós aötækni þessi getur hamlaö gegn streitu, minnkaö neyslu vimugjafa og lyfja, komiö aö notum viö endurhæfingu af- brotamanna, aukiö starfs- ánægjuog árangur i námi. Yfir eitt hundraö vestur-þýskir læknar sendu i fyrrasumar heil- brigöisráðherra slnum ákorun um aö taka upp innhverfa ihug- un viö heilsugæslu og heilbrigö- isþjónustu þar i landi og 36 danskir læknar fylgdu I kjölfar- iö meö sambærilega áskorun til heilbrigöisyfirvalda I Dan- mörku. Um 40QO stöövar viöa um heim stunda kennsiu i inn- hverfri Ihugun og á Islandi einu hafa um 1700 mapns fengiö þjálfun i tækninni. Kerfi þetta varö þekkt fyrir um þaö bil 12 árum er Bitlarnir voru um tima undir handleiöslu Maharishi Mahesh Yogi, stjórn- anda hreyfingarinnar. Þjálfun- in tekur um 20 minútur á dag og byggir á gamalli indverskri jógatækni, svokölluöu mantra- jóga, þar sem sama oröiö eöa orðin eru endurtekin i sifellu i huganum. A þennan hátt má kyrra hugannog komast I dýpra sálarástand, sem hefur siöan meö reglubundinni þjálfun góö áhrif á likama og sál. Miklar rannsóknir 1 þvi flóöi hugleiöslu og þjálfunaraöferöa af andlegum toga, sem skolliö hefur yfir Vesturlönd á undan förnum 10-15 árum hefur innhverf ihug- un þá sérstööu aö bæöi hefur aö- feröin náö hlutfallslega mikilli útbreiöslu vegna þess hversu auölærö tæknin er og eins hafa visindamenn, margir hverjir sjálfir iökendur tækninnar, rannsakaö áhrif aðferöarinnar i fjölmörgum tilraunum. Einkum hefur mikiö boriö á athugunum á áhrifum ihugunar á starfsemi heilans og meö mælingum á heilabylgjum iökenda hefur I mörgum rannsóknum komiö fram skýr merki um aukna samræmingu I starfsemi heil- ans. Svipaöar niöurstööur hafa einnig komiö i ljós i rannsókn- um á öörum ihugunar- eöa hug- leiösluaöferöum og einnig hafa tilraunir meö slökunarþjálfun og þjálfun i stjórn sjálfvirka taugakerfisinssýntfram á sam- bærileg áhrif og innhverf ihugun hefur á lfkama og sálarlif. Þess- ar rannsóknir benda eindregiö til þess aö vald einstaklingsins yfir likams- og sálarástandi sinusémunmeira en taliöhefur veriö til skamms tima og eiga þessar niöurstööur vafalaust eftir aö hafa mikil áhrif á lif fólks á vesturlöndum er fram liba stundir. Sturla Sighvatsson Rafn Valgarðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.