Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.11.1979, Blaðsíða 21
21 fÍHSÍIHl „Reykvíkingar eru hræddir við al- gjöra uppstokkun ” segir Páli Sigurðsson ráðuneytisstjóri i heilbrigðisráðuneytinu, en Reykvikingar standa nú á þeim timamótum, að þeir þurfa að fara að velja og hafna. Ástæðan: Það á að fara að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna með tilliti til nýrra laga. Frumheilsugæslan i Reykjavík kom nokkuötil umræöu ísíðasta sunnudagsblaöi Tímans í viðtali viö Leif Dungal lækni. Kom fram í máli Leifs, aö uppbygging frum- heilsugæslukerfis í Reykjavík heföi gengið illa og bæjar- vaktin sem slík væri úrelt og fólki erfið. Taldi Leifur brýnt, —og sagöistþá tala fyrirmunn margra lækna, að ekki mætti hjá líða aöendurverkja traust manna á frum- heilsugæslukerfinu, m.a. meö því aö veita aukna og samfellda þjónustu á heilsugæslustöövum. Undanskiliö í máli Lefis var þaö, að á þann hátt einan yröi dregið úr sérfræðingayfirbyggingunni, en nú tröllríður þaö sjúkrasamlagskerfinu, hve mikið er leitaö til sérfræð- ing að nauðsynjalausu. Var þaöálit Leifs m.a., aö mæðraskoöun og ungbarna- eftirlit ættu heima inni á heilsugæslustöðvum. • Páll Sigurftsson ráftuneytisstjóri: „Telaöhin almenna læknaþjónusta veröi ekki skipulögö fyrr en heilsugæslustöövar veröa komnar i gagn- iö”. Timamynd: GE. 1 framhaldi af þessu leituöum viö til Páls Sigurössonar ráöu- neytisstjóra I heilbrigöisráöu- neytinu, en álit hans er, aö eina leiöin til þess aö koma á fót heilsugæslustöövum i Reykjavik sé aö byggja þær upp, án þess aö heilsuverndarkerfiö raskist. Tel- ur hann þaö enda vilja alls þorra almennings. „Hafa tvennt að velja” „Reykvikingar hafa um tvennt aö velja, sagöi Páll. „Annars vegar aö efla þaö kerfi, sem kom- iö var á laggirnar, löngu áöur en lög um heilbrigöisþjónustu tóku gildi (1. jan. 1974) og felur í sér auöveldan aögang aö sérfræöing- um, uppbyggingu bráörar slysa- þjónustu á Borgarspitalanum og bæjarvaktina, eöa aö taka upp alveg nýtt kerfi eins og lög um heilbrigöisþjónustu bjóöa upp á. t þeim lögum er gert ráö fyrir margþættri þjónustu heilsu- gæslustööva úti í hverfunum. Ég tel, aö þaö sé talsvert deilt um þaö enn i Reykjavik, hvort fyrirkomulagiö eigi aö veröa ofan á, enda kostnaöurinn viö bæöi þjónustukerfin mjög likur. En ef litiö er á forgangsverkefni borgarstjórnar, kemur vilji Reykvikinga ótvirætt i ljós. Þeir vilja láta heilsugæslustöövar sitja á hakanum meöan önnur þjón- usta hefur forgang svo sem slysa- deild Borgarspitalans og B-álma Borgarspitalans, sem vista á aldraöa sjúka. Heilsugæslustööin I Breiöholti er þriöja i röö for- gangsverkefna. Akureyri og Reykjavik fylgjast aö aö þessu leyti, aö I þeim sveitarfélögum er ekki sami áhugi og hjá öörum sveitarfélögum aö færa alla heil- brigöisstarfsemi ásamt almennri læknaþjónustu undir einn hatt. Akureyringar hafa gefiö Fjórö- ungssjúkrahúsinu forgang meö viöbyggingu, en heilsugæslustöö- in er látin biöa. Aörir staöir, þar sem verið er að byggja viö sjúkrahús svo sem Neskaups- staöur og Isafjöröur hafa lagt megináherslu á heilsugæslustöð. Enda lita sveitarfélögin yfirleitt svo á, aö þau fái ekki starfsfólk, fyrr en þau hafa skapað heildar- aöstööu. „Fólk er orðið sérfræðing sérfræðiþjónustunni vant” Þú heldur þvi fast fram, aö Reykvikingar séu á móti sam- felldri heilsugæslu. En hver eru rökin? Já, ég held, aö meginþorri ibúa Reykjavikur sé sæmilega ánægö- ur meö kerfiö eins og þaö er. A- kveönir þættir i heilsugæslunni hafa veriö leystir mjög vel og fólk veit, hverju það sleppir en ekki hvaö þaö hreppir meö breyttu fyrirkomulagi. Heimilislækna- kerfiö hefur t.d. boöiö upp á góöan aögang aö sérfræöiþjónustu og i Reykjavik er fólk oröiö vant aö geta leitaö til sérfræöinga. Ef heilsugæslustöövar tækju alfariö yfir, er ekki vist, aö aögangur aö sérfræöingum yröi eins greiöur. Þarna gætir ákveöinnar ihalds- semi. Einnig er fólk hrætt viö aö missa sinn lækni, sem þaö hefur tengst gegnum árin, ef algjör uppstokkun tæki viö i heimilis- læknakerfinu og hverfalæknar á heilsugæslustöövum kæmu alfar- iö til. Nú vill svo til, aö fólk sem nýtur heilsugæslustööva svosem I Arbæ og i Breiöholti er alsælt meö þá þjónustu. Er jafnvel komin upp sú staöa, aö Reykvikingum finnst þeim mismunaö hvaö snertir al- menna læknaþjónustu. 6 — 7 þús- und manns i Reykjavik hafa eng- an heimilislækni. Hvaö vilt þú segja um þetta atriöi? Þaö er rétt, aö þaö hefur ekki tekist aö skipuleggja hina al- mennu læknisþjónustu og ég tel, aö hún veröi ekki skipulögö, fyrr en heilsugæslustöövar veröi komnar i gagniö. Ég er búinn aö tala um heilsugæslustöövar allt siöan áriö 1960, en undirtektirnar hafa ekki verið meiri en svo. Meirihlutanum finnst kerfiö nefnilega harla gott eins og ég sagöi hér áöan. En ég vil taka fram, aö þessi mál eru alls ekki afgreidd af hálfu borgarinnar og alls ekki btíiö aö ákveöa, hver framvindan veröur. Nokkur hreyfing komst á þessi mál alveg nýlega. En þá komu hingað i heilbrigðisráöuneytið, formaöur heilbrigöismálaráös borgarinar og borgarlæknir, og fóru fram á það, aö sett yröi á laggirnar nefnd, sem tæki þessi skipulagsmál til sérstakrar athugunar. Frá minu sjónarmiði séö munu þeir, sem fara með málefni borgarinnar byggja á þeim grunni, sem geröur hefur veriö meö heilsuverndarstarfinu og slysaþjónustunni. En ég á ekki von á þvi, aö byrjaö veröi aö brjóta niður þá, starfsemi, sem fyrir hendi er i trausti þess aö hægt sé aö byggja upp aöra betri. „Bæjarvaktin hefur sínar björtu hliðar” Bæjarvaktin hefur fengiö á sig gagnrýni fyrir samhengisleysi i þjónustunni. Hvaö finnst þér um þessa þjónustu sem slika? Vatklæknakerfiö er gott aö þvi leyti, aö fólk er visst á þvi aö geta fengiö lækni heim, — sem er meira en hægt er aö segja um borgir almennt i heiminum Ég held, aö hvergi I Bandarlkjunum sé þessi þjónusta fyrir hendi og ekki viöa á Bretlandi eöa á Noröurlöndunum, þar sem fólk veröur yfirleitt aö leita á göngu- deildir spitalanna, jafnvel þótt þaö sé bráðveikt. Nú má búast viö, aö vaktlæknir, sem ekkert þekkir til sjúklinga sinna notfæri sér oftar en þörf kreföi spitalainnlagnir. Er þaö ekki dýrt spaug? Sú staöreynd, hve auövelt er fyrir heimilislækni og vaktlækni aö leggja fólk inn á spitala, hefur I för meö sér, aö þjónustan getur oröiö dýrari. En hún er ekki lak- ari fyrir bragöiö. Ef viö litum á tölur i þessu sambandi þá er helmingur af öllum innlögnum á Borgarspitalann bráöatilfelli og bráöasjúklingar á Landspitalan- um eru 35 — 40% Læknir sem þekkti sjúklinga, notfæröi sér sjálfsagt ekki spltalainnlagnir i öllum þessum tilfellum, en vaktlæknar notfæra sérekkioftþennanrétt.ef litiö er á meöaltal. Þaö hefur komiö I ljós, aö vaktlæknir leggur inn á spítala aöeins 10% af þeim, sem hann vitjar. — Ég vil taka fram, aö sömu vandamál kæmu upp hjá læknum á heilsugæslusgöövum. Viö gætum tekiö dæmi um 6 lækna, sem bæru sameiginlega á- byrgö á 9 — 12 þúsund manns. Þeir myndu ekki þekkja alla sjúklinga sina persónulega. „Læknar láta ekki að stjórn frekar en aðrir” En svo aö viö vikjum nú aö sið- ustu aö miklu stærra vandamáli i heilbrigðiskerfi landsins, sem eru læknamál i dreifbýli. Er alveg úr vegi aö skylda iækna til þess aö taka aö sér störf úti I dreifbýli? 1 tiö fyrrverandi heilbrigöis- málaráöherra var lögum um skyldutlma læknakandidata breytt úr þremur i sex mánuöi. Þessi breyting olli mikilli mót- stööu meöal kanditdata og kom I ljós, aö enn erfiðara var aö manna einmenningshéruöin en áöur. Þaö viröist ekki frekar vera hægt aö stjórna læknum en öörum i þessu þjóöfélagi. Og ég hef ekki trú á aö læknavandamál I dreif- býli veröi leyst meö þvingunaraö- geröum. Þá yröu ýmsar aörar stéttir aö sæta sömu reglum. Eigendur F ord bifreiða Við bendum á eftirfarandi atriði sem vert er að íhuga fyrir veturinn: Mótorstillingar með fullkomnustu mælitækjum og þjálfuðum starfskröftum. Hjólastillingar og hjólajafnvægi, ný og fullkomin tæki. (Til ath. þegar skipt er yfir á vetrarhjólbarða.) Rafmagnsviðgerðir: Mæling á rafkerfi og viðgerð á rafölum, ræsum, o.fl. Hemlastillingar, hemlaviðgerðir. ■jaji jjjj'j.i Ford eigendum er bent á að panta tíma fyrir reglulegar 5 og 10 þús. km. skoðanir, samkvæmt leiðbeiningum í eftirlitsbókum sem fylgja öllum Fordbílum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.