Tíminn - 09.12.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1979, Blaðsíða 4
í spegli tímans „Snobaöu mig”, sag&i Glenda Jackson við Har- old. Hann mótmælti og sagðist hafa aövaraO hana, aö ef til vill yxi háriö ekki aftur, en þaö fór allt vel. Glenda fórnaöi hárinu þegar hún lék Elizabeth I Bretadrottningu. „Greiddi ég þér lokka Einn frægasti hársnyrtisérfræ&ingur og „stll-hönnuöur” i tískuheiminum heitir Harold Leighton, breskrar ættar, fæddur i London — og hann veit allt um hár, segir hann, — nema hvernig hann á aö fara að þvi að láta hár vaxa aftur á sinu eigin höföi! Hann hefur þeytst um heiminn aö greiöa fyrirsætum og stórstjörnum, m.a. segir hann frá þvi I blaðaviðtali, að einu sinni hafi hann verið á ferð á Islandi, ásamt tveimur sýningarstúlkum, ljósmyndara og blaðafulltrúa frá tiskufyrirtæki, og þeir hafi átt að taka útimyndir af fyrirsætum hans, en þær áætlanir stóðust ekki af ýmsum or- sökum, einkum hamlaði veður útimyndatöku. Siðan lenti þessi hópur tiskufólks I þvi að tefja sjálfan Karl Bretaprins I Islandsferð hans, þvi að hann ætlaði til Bretlands með sömu flugvél og Harold Leighton og fylgdar- liðið. Ekki fer sögum af þvi að prinsinn hafi verið nokkuð órólegur yfir töf- inni, en Leighton og hans fólk fór til Skotlands og tók útimyndirnar við Loch Lomond. Þessi seinkun á flugvellinum á Islandi sagði Harold Leigh- ton að hefði orðið vegna þess að allur farangur ferðafólksins kom ekki á flugvöllinn fyrr en um leið og fólkið sjálft, og þá áttu öryggisverðir eftir aö leita og skoða bæði fatatöskur þeirra og þó einkum myndavélar og önnur apparöt, til þess aö ganga úr skugga um að þar væri allt I lagi. Ekki mátti flana að neinu, þar sem sjálf hátignin, Karl prins, var á ferð. Harold segir, aö sumar stúlkur verði svo opinskáar þegar verið sé að eiga við hár þeirra, að þær segi sér öll möguleg leyndarmál, en auðvitað segi ég engum frá þeim, sagði snillingurinn brosandi. Harold Leighton að leggja siö- ustu hönd á fallega uppgreiöslu á söngkonunni Minerva Daly, en hárgreiöslan á Rachel Welch er algjör andstaöa viö hinn sett- lega stiluppgreiöslunnar, þvl aö Rachel vill láta háriö vera mjög frjálslegt, og satt best aö segja er hún úfnari og tætings- legri þegar hún fer af hár- greiöslustofunni en þegar hún kemur, segir meistarinn, en hvaö um þaö — hún er ánægö! Þegar Roman Polanski leikstjóri giftist Sharon Tate (en hún varö siöar eitt af fórnariömbunum I hinum hryllilegu „Manson- mor&um” i HoIIywood) skreytti Harold Leighton hár brúöarinn- ar meö blómum, en á þessari mynd er hann aö grei&a Sharon „skartgripagrei&siu”. Hann sagöist hafa oröiö þarna hálffeim- inn, þvl a& leikkonan var mjög fáklædd. Klæ&naöur hennar átti að vera litiö annaö en skartgripir. Sunnudagur 9. desember 1979 bridge I spili dagsins sýndu bæði sókn og vörn góða takta. Norður. SD1042 H74 TKD105 LA32 Vestur. Austur. S 53 SK9 HK82 H ÁD1093 T932 TA864 LKD876 L 105 Suður. S AG876 HG65 TG7 LG94 Vestur. Noröur. Austur. Suöur. 1 hjarta pass 2hjörtu pass pass 2spaöar pass pass 3 hjörtu pass pass 3spaðar allirpass. Vestur kom út með lltið hjarta, sem austur tók á drottningu. Til að varðveita samganginn milli varnarhandanna, geymdi austur hjartað en skipti I þess stað I laufatiu. Suður lét gosann og vestur drottningu og suður sýndi góöa spila- mennsku, þegarhann gaf slaginn. Nú var vestur I vandræðum. Ef hann spilaði spaðaeða tlglitil baka, hefði suður nægan tima til að frla tigulslag I blindum, til að henda laufinu heima. Ef hann spilaöi hjarta, kæmist hann ekki inn seinna til að taka laufslaginn. Laufakóngurinn myndi litið þýða, þvl suður getur þá einfaldlega tekið trompin. Og þá var aðeins ein leiö eftir, sem vestur fór, þegar hann spilaði litlu laufi. Og hún dugöi. Ef suður hleypir laufinu, kemst hann ekki inni borð til að taka trompin og ef hann stingur upp ás I borði, verður hann að gefa laufslag. Og um leið er hann einn niður. skák M. Keller ái mfSstmtwí'' %%mA m..MOEIuk_ vm Broudehoux. Hér er það hvltur sem á leik og gerir út um skákina I fjórum leikjum. Rd6! RxRd6 Hh8skák! KxHh8 Dh5skák Kg8 g6 Gefið Svartur er óverjandi mát I næsta leik. krossgáta 3175. Lárétt 1) Eyja. 6) Litu. 8) Hlemmur. 10) Svik. 12) Burt. 13) Leit. 14) Fæðu. 16) Tók. 17) Kveði viö. 19) Drang. Lóörétt 2) Dall. 3) Viöurnefni. 4) Kona. 5) Manns. 7) Jökull. 9) Ýta fram. 11) Kona. 15) Verkfæri. 16) Öþrif. 18) Jarm. Ráöning á gátu No. 3174. Lárétt 1) Japan. 6) Lán. 8) Ösa. 10) Ans. 12) Sá. 13) An. 14) 111. 16) Æla. 17) Eti. 19) Stund. Lóörétt 2) Ala. 3) Pá. 4) Ana. 5) Rósin. 7) Asnar. 9) Sál. 11) Nál. 15) Let. 16) Æin. 18) TU. t.v.'ik". SS. með morgunkaffinu — Ég er stundum aö velta þvi fyrir inér, hvers vegna í ósköpunum ma&ur var að ræna þeim.. — Hann er likur þér til munnsins — Það er ekki viniö....heldur reikningurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.