Tíminn - 09.12.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 9. desember 1979 ÍÉti Garbar Valdimarsson, skattrannsóknarstjóri og Páll Jensson forstöóumaöur Eeikni- Allir skemmtu sér konunglega. stofnunnr Háskólans f góöum félagsskap. Vivat academia... r Arshátið háskólakennara i C\(. IHX. VIt MA.MM V > \K Ertu að leita að góðri og ódýrri jólagjöf? „Stjörnusyrpu"-plata er svarið. Þú getur fengið „Stjörnusyrpu" plötu í næstu hljómplötuverslun eða í næsta vörumarkaði. „Stjörnusyrpu"-plata kostar aðeins 4.900 krónur. Þetta eru „Stjörnusyrpu"-Plötur. Halli.Laddi og Gísli Rúnar — Látum sem ekkert C. Þetta er fyrsta platan sem Halli og Laddi sungu inná og jafnframt sú langbesta. Þessi plata hef ur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Túlkun Halla, Ladda og Gisla á lögum eins og Guöfinna, Túri Klúri og Tygg- igg-úmmi, er engu lik. Þetta er plata sem allir geta skemmt sér við að hlusta á aftur og aft- ur. Jólastjörnur — Ýmsir. Jólastjörnur er mjög fjöl- breytt og hressileg plata með Rió tríói, Björgvin Halldórs- syni, Glámi og Skrámi, Halla og Ladda og Gunnari Þóröar syni. Jólastjörnur er plata sem kemur ungum sem öldnum í ekta jólaskap. Diddú og Egill — Þegar Mamma var ung. Diddú og Egill eru án efa meðal okkar albestu söngvara i dag. Á þessari plötu syngja þau 13 úrvals revíulög f rá gull- aldarárum revíanna, á ó- gleymanlegan hátt. Þeim til aðstoðar eru nokkrir af bestu hljóðfæraleikurum okkar, s.s. Árni Elfar, Grettir Björnsson, Guðmundur R. Einarsson og Sigurður Rúnar Jónsson o.fl. Emil i Kattholti — Ævintýri Emils. Prakkarann Emil i Kattholti þekkja islensk börn á öllum aldri. Ævintýrin hans fjögur sem eru á þessari plötu segja frá ráðsnilld og grallaragangi þessa glókolls sem allir krakk- ar vilja líkjast. Á plötunni eru bæði leikþaettir og sönglög sem börnin kunna að meta. Sigfús Halldórsson / Guðmundur Guðjónsson — Fagra veröld Lögin hans Fúsa Halldórs eru sígildar perlur islenskrar dægurlagasögu. Guðmundur Guðjónsson er sérfræðingur í Fúsa og það syngur enginn lögin hans betur. Fagra veröld er plata sem aldrei fellur úr gildi. Lög eins og Litla flugan, Við Vatnsmýrina, Skúraskin, Fagra veröld og reyndar öll hin lögin á plötunni, má engan vanta. „Stjörnusyrpu"-plata er góð, þjóðleg og ódýr jólagjöf, sem allir geta veitt sér og sínum. ilsinor Félag háskólakennara hélt sína árlegu árshátið um daginn I Lækjarhvammi Hótel Sögu. For- maður félagsins, Sigurður Stein- þórsson dvelur nú erlendis og var þvi fjarri góðu gamni. Veislu- stjóri var Guðlaugur Þorvalds- son, sáttasemjari rikisins enda var þaB allra manna mál aB sam- koman hefBifarið hiB besta fram. Rektor, GuBmundur Magnússon flutti ávarp en aBalræBumaBur kvöldsins var Jónas Eliasson prófessor. Þorkell Helgason stjórnaBi fjöldasöng af. mikilli kúnst, og óperusöngvaranrir GuBmundur og Magnús Jónssynir fluttu nokkrar perlur tónmennt- anna af enn meiri kúnst. Prófessor Sigurður Lindal I góð- um félagsskap konu sinnar Maríu Jóhannsdóttur gjaldkera Félags háskólakennara. (til vinstri) og Valdisar Arnadóttur konu rektors, (til hægri). Óperusöngvararnir Guðmundur og Magnús Jónssynir sungu við gifurlegan fögnuð gesta. Alan Boucher, prófessor flutti ljóð á samkomunni. Hér er hann með konu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.