Tíminn - 12.01.1980, Qupperneq 4

Tíminn - 12.01.1980, Qupperneq 4
4 Laugardagurinn 12. janúar 1980 Neitaði kvikmyndatilboði af því að hún vildi ekki leika hlutverk gleðikonu Kerry Harper er aðeins 20 ára, en henni hafa boðist mörg tækifæri til frægðar og frama. Hún er svo falleg, að oft segir fólk, sem ekkert þekkir hana, við hana: — Þú ættir að vera kvikmyndaleikkona eða ljósmyndafyrirsæta, með þetta andlit... En það er nokkuð seint verið á ferðinni með þessar uppástungur, þvi að hún hefur verið fyrirsæta hjá frægum tiskublöðum, eins og t.d. Vogue, en s.l. haust kom út Vogue-blað með 10 heilsiðuauglýsingum með myndum af henni. Keppst er um að fá hana til þess að sitja fyrir og laun hennar s.l. ár voru um 80.000 dollarar, svo að stúlkan er ekki alveg á nástrái. Hún sagðist ekki kunna að fara með svona mikla peninga og það varð úr að stofnað var hlutafélag um hana, Harper Productions, Inc. Victor Skrebneski frægur ljósmyndari i Bandarikjunum, hefur aðalega myndað hana, og segir hann að hún sé feimin og hlédræg og hún sé sérlega falleg og góð fyrirsæta. Kerry Harper er frá Fort Wayne i Indiana. Frægðarferill hennar byrjaði með þvi að hún vann i ljósmyndakeppni um fall- egar stúlkur og verðlaunin voru ferð til Chicago. Þar komst hún i samband við Playboy Models inc. (deild úr „stórveldi” Hefners) og svo fór frægðarskriðan af stað. Henni var boðið stórfé fyrir að leika i kvikmynd, en hún hafnaði þvi, þvi að henni likaði ekki hlutverkið, en hún átti aö leika gleðikonu. Sagðist hún ekki búast við geta leikið slikt hlutverk sannfærandi. Kerry er dóttur kennara i Fort Wayne og trúlofuð ungum fasteignasala þar i borg, Jay Malchi, og var ætlunin hjá þeim að gifta sig fyrir siðustu jól, svo ef ekkert hefur komið i veginn, þá heitir hún núna Kerry Malchi. í spegli tímans Barn borið til sklrnar Fillinn Jumbo gekk hægt og virðulega með yngsta meðlim i sirkus-f jölskyldunni til kirkju, þvi að nú átti að skira barnið. Þetta gerðist geröist i Bergen i Noregi, en þar var á ferð sirkus-fólk, sem hefur átt þennan fil i mörg ár. Það hefur verið venja hjá fjöl- skyldunni, að fillinn — sem er afar geðgóður og rólegur — hefur verið látinn kynnast börnunum um leið og þau fæð- ast og hann leikur við þau og fer mjög mjúklega með litlu börnin. Þessi kirkjuganga i Bergen vakti mikla athygli og var um leið auglýsing fyrir fjölleikahúsið. Litla daman i skirnarkjólnum tók þessu öllu rólega og virtist bara kunna þvi vel að vera borin til kirkju af Jombo, — en svo er pabbi hennar til taks við hliðina á þeim. 'iWá 3197. Lárétt 1) Rakkann. 6) Mál. 7) Sverta. 9) Mann. 11) Nafar. 12) Eins. 13) Fugl. 15) Æða. 16) Tré. 18) Tónverk. Lóörétt 1) Kaupstaður. 2) Gagn. 3) Titill. 4) Fag. 5) Fossar. 8) Strák. 10) Skeifing. 14) Heysáta. 15) Herma. 17) Stafrófsröð. Ráðning á gátu No. 3196 Lárétt 1) Indland. 6) Óin. 7) Net. 9) Sjö. 11) Af. 12) Óf. 13) Nag. 15) Aru. 16) Óms. 18) Möndull. Lóörétt 1) Innanum. 2) Dót. 3) LI. 4) Ans. 5) Djöfull. 8) Efa. 10) Jór. 14) Gón. 15) Asu. 17) MD. ■ * : með morgunkaffinu — Þú getur látið afskrá bilinn. bridge Norður, i spili dagsins, var ekki enn orðinn þjálfaður i þeirri list að leggja nið- ur góðan blind, þegar félagi segir á eigin spýtur. En honum var þó ekki alls varnað, þvi eitt spilið reyndist vel nothæft. Noröur S. 9 H. 73 T. 10876432 L.D94 Vestur S. A107 H. 10852 T. A5 L.KG83 Austur S. 83 H.964 T. KDG L. A10762 Vestur 1 lauf dobl Suður S. KDG6543 H. AKDG T. 9 I. 5 Norður Austur Suður pass 31auf 4spaðar pass pass pass Vestur spilaði út tigulás og þegar austur setti kónginn, hélt vestur á- fram með tigul, sem suður trompaði. Til að spilið ætti einhverja mögu leika, varð trompið að liggja 3-2, en þó sú raunin væri á, var margt að varast. Ef suður spilaði nú spaða, gæti vestur drepið á ásinn, spilað austri inná lauf og þegar austur spilar tigli verður spaðatia vesturs slagur. Suður þurfti þvi að komast inni borðið, áður en trompinu var spilað og spila tiglinum sjálfur og henda laufi heima. Eðlilegasta leiðin til þess virtist vera sú, að taka tvisvar hjarta og trompa þriðja hjartað. En þar var sá Þrándur i Götu, að ef vestur ætti þrjú hjörtu, gæti austur einfaldlega spilað hjartanu, þegar hann væri inná tigul. Eins gæti vestur, ef austur ætti 3 hjörtu, tromp- að tigulslaginn og gefið austri siöan hjartastungu. Til að spilið stæði varð skiptingin að vera eins og sést hér að ofan og suður tók þvi þrisvar hjarta og tromp- aði fjórða hjartað. Austur átti ekki yfír spaðaniunni, svo suður gat spilað tigli og hent laufi heima. Nú gat austur ekki spil- að neimi, sem var hættulegt suðri og hann gat brotiö út spaðaásinn i rólegheitum. skák Tveir „áhugasérfræðingar” sátu að tafli og þessi staða kom upp. Svartur á leik og vinnur. N.N. DxRg2 Gefið. Hvitur verður fljótlega mát. Bg3skák!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.