Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. janúar 1980
5
MW
Flugmenn risavéla í stríði
við flugfélög
Airbus A310. Þessum vélum, sem nú eru i smlðum, hyggjast kaup-
endur hjá stórum féiögum láta fljúga með aðeins tveim flugmönn-
AM — Þann ll.desember sl. var
haldinn i Frankfurt i V-Þýska-
landi fundur fulltrúa flug-
manna, sem Europilot, samtök
evrópskra flugmanna, gekkst
fyrir, vegna áætlana flugfélaga
um að fljúga stórum vélum með
aðeins tveim flugmönnum i stað
þriggja. Þetta hefur mælst illa
fyrir meðal flugmanna af álags-
og öryggisástæöum og hafa þeir
þvi hafnað þessufyrirkomulagi.
Leggja þeir áherslu á að þriöji
maður sem er f lugvélstjóri eða
flugmaður hafi áfram sams
konar aðstöðu og venja hefur
verið. Tveggja manna fyrir-
komulagið sem nefnt er FFCC
(Forward Facing Crew Cock-
pit) hefur einnig verið fært út á
þann veg, að koma þriðja manni
fyrir aftan við flugmennina við
aðstæður sem eru ófullkomnari
en áður hefur gerst og neita
flugmenn einnig þeirri mála-
miðlun.
Þeir Björn Guðmundsson,
fyrrum formaður FIA og
Ámundi H. Ólafsson, fyrrum
stjórnarmaður i FIA söttu þenn-
an fund ásamt tveimur fulltrú-
um flugvirkja. Sögðu þeir
okkur, að fundinn heföu sótt
5-600 menn frá f jölda landa og til
dæmis komu fulltrúar frá
Frakklandi og Hollandi i hóp
með farþegavélum til fundar-
ins, sem þeir tóku á leigu.
Fundurinn hófst kl. 13.30 og
stóð til kl. 18 og var fulltrúum
fjölmiðla sérstaklega boðið, þar
sem hér er um stórmál að ræöa
sem snertir smiði nýrra far-
þegavéla, einkum A310 og Boe-
ing 757 og 767. Framleiðendur
eru reiðubúnir að smiða vélarn-
ar á hvorn veg sem flugfélögin
kjósa, en forstjórar sumra flug-
félagannasýnastráðnirí að láta
sig ekki og fækka i áhöfninni.
SAS mun þó hafa þrjá. Getur
þetta mál orðið á döfinni lengi
þann áratug sem nú fer í hönd.
Þótt fundinn sæktu einkum
evrópskir flugmenn kom á hann
varaforseti félags bandariskra
flugmanna, John LeRoy, sem
var fulltrúi 33000 flugmanna og
lýsti yfir stuðningi manna þar
vestra, en bandarisk flugfélög
hafa ákveðið að hafa þrjá um
borð.
Stjórnir flugmannafélaga hjá
stórum félögum, eins og KLM,
Lufthansa, Air France, Sabena
o.fl hafa tilkynnt félögum sfn-
um, að þeir muni ekki fljúga
vélum sem verða smiðaöar með
þessu fyrirkomulagi.
Framtið islenskra flugmála
er i nokkurri óvissu um þessar
mundir og ekki aö vita hve hröð
þróun i notkun stærstu véla
verður hérlendis, en fslenskir
flugmenn munu fylgjast náið
meö framvindunni.
Þetta hús eru tæpir 126 fermetrar að flatarmáli með bílskúr á hluta
neðri hæðar.
Húseiningar
kynna byggingar
sínar
JH — Fyrirtækið Húseiningar á
Siglufirði hefur sent blaðinu rit
meðfjölda teikninga af ýmsum
gerðum húsa,sem smiðaðar eru
i verksmiðju þess og siðan reist
viðs vegar um landið á fáum
dögum.
Verksmiðja Húseininga á
þegar allmörg ár að baki, og
smiðar auk einbýlishúsa sum-
arbústaði, heilsugæslustöðvar,
barnaheimili, dagheimili, bú-
staði, sem ætlaðir eru öldruðu
fólki og fleira.
Greiðsluskilmálar eru að
jafnaði þeir,að helmingur verðs
greiðist fyrir afhendingu eining-
anna, sem i húsin fara, en hinn
seinni innan eins árs.
Flatarmál einbýlishúsa i
sýnisbók fyrirtækisins eru frá
105 fermetrum upp f 171, og sum
tveggja hæða.
Aðf lutningsgj öld
hækkuðu um 77
milljónir króna
við rannsókn tollgæslunnar á
röngum skýrslum
Árið 1979 lagði tollgæslan hald á
ólöglegan innflutning til landsins
(Keflavikurflugvöllur er ekki
meðtalinn i þessu yfirliti), sem
hér segir: 1.228 flöskur af áfengi
(2.318 árið 1978), 38.800 vindlinga
(262.230árið 1978), 12.475 flöskur/
dósir af áfengum bjór (12.505 árið
1978), 500 gr. af hassi (706 gr. árið
1978)og 1.256kg.af hráukjötmeti
(1.961 kg. árið 1978). Tollgæslan
lagði einnig hald á ýmsan annan
varning, sem fluttur var ólöglega
til landsins svo sem litsjónvarps-
tæki, heimilistæki, hljómflutn-
ingstæki, talstöðvar, bildekk o.fl.
Á árinu 1979 leiddi rannsókn
tollgæslunnar á röngum aöflutn-
ingsskjölum innflytjenda til
hækkunar aðflutningsgjalda um
kr. 77.682.836 (kr. 64.450.274 árið
1978), þar af voru kr. 73.076.617
(223 mál) vegna rangar tollflokk-
unar, kr. 1.078.600 (4 mál) vegna
meira vörumagns í sendingu en
tilgreint var i aðflutningsskjölum
eða vegna vöntunar vörureikn-
ings, kr. 934.429 (1 mál) vegna
rangs E.B.E. skirteinis, kr.
innflytjenda
1.627.917 (4 mál) vegna rangra
upplýsinga i sambandi viö bú-
slóðainnflutning og kr. 836.594 (1
mál) vegna rangra upplýsinga
um eðlisverð. 1 19 málum af áður-
greindum 223 málum vegna
rangrar tollftokkunar var inn-
flytjanda gert aö greiða 10% af
endanlegum aðflutningsgjöldum í
viöurlög skv. 20. gr. tollskrárlaga
og nam sú innheimta á árinu kr.
1.697.010. Þessum viðurlögum er
beitt ef röng tollflokkun innflytj-
anda er ekki talin afsakanleg en
þó ekki, ef hún er talin saknæm,
þá fær málið sakadómsmeöferð.
Tollgæslan sektaði og gerði
upptækan ólöglegan innflutning i
151 máli á árinu 1979 (210 á árinu
1978) og nam sektarfjárhæð sam-
tals kr. 5.618.500 (kr. 4.184.500 á
árinu 1978). Tollgæslan hefur ein-
ungis heimild til þess að beita
sektum og upptöku eignar i minni
háttar málum. Stærri málum
veröur þviekki lokiö hjá tollgæsl-
unni og eru þau mál send öörum
yfirvöldum til meðferðar. Upp-
tækar vörur voru á árinu 1979
seldar fyrir kr. 3.560.555,-.
SÍS og KRON sækja um lóðir undir starfsemi sína:
, ,Ánægður og stoltur
ef tekst að leysa
vanda þeirra”
— sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar
Kás — „Það er eins og Birgir Is-
leifur Gunnarsson skilji ekki að
SIS og KRON voru höfð i lóða-
svelti itið fyrrverandi meirihluta
i borgarstjórn. En ég get sagt
honum, að við sem sitjum við
stjórnvölinn nú, verðum bæði á-
nægð og stolt ef okkur tekst að
leysa úr vanda þessara fyrir-
tækja”, sagði Sigurjón Pétursson,
forseti borgarstjórnar, á siðasta
fundi borgarstjórnar, eftir að
Birgir hafði verið að hnýta i um-
sóknir frá SIS og KRON um lóðir
undir starfsemi sina.
Sambandið hefur sótt um lóð i
nágrenni Holtagaröa, húsnæðis
Innflutningsdeildar, við Elliða-
vog, undir átta hæða skrifstofu-
húsnæði fyrir höfuðstöðvar fyrir-
tækisins, en þær eru nú dreifðar
um nokkra staði i höfuðborginni.
KRON og Byggingavöruversl-
un Sambandsins hafa sóttum lóð-
ir undir stórmarkað og bygginga-
vöruversluni austur Borgarmýri.
NORRÆNA HÚSIÐ
Starf forstjóra Norræna hússins
i Reykjavík
Hér með er auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Nor-
ræna hússins i Reykjavík, og verður staðan veitt frá 1. febrú-
ar 1981 til fjögurra ára.
Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstöðu daglegri starf-
semi Norræna hússins, en hlutverk þess er að stuðla að
menningartengslum milli íslands og annarra Norðurlanda
með þvi að efla og glæða áhuga íslendinga á norrænum mál-
efnum og einnig að beina islenskum menningarstraumum til
norrænu bræðraþjóðanna.
Rikisstarfsmenn eiga rétt á alltað fjögurra ára leyfi frá störf-
um til að taka að sér stöður við norrænar stofnanir og geta
talið sér starfstimann til jafns við starf unnið i heimalandinu.
Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara samkomulagi.
Fritt húsnæði.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guðlaugur Þorvaldsson,
Skaftahlið 20, s. 15983 og Erik Sönderholm, Norræna húsinu s.
17030.
Umsóknir, stilaðar til stjórnar Norræna hússins, sendist:
Nordiska ministerrádet, Kultursekretariatet, Snaregade 10,
1205 Köpenhavn K. Skulu þær hafa borist eigi siðar en 22.
febr. 1980.
Norræna húsið er ein meðal 40 samnorrænna fastastofnana
og framkvæmda, sem fé er veitt til á hinni sameiginlegu nor-
rænu menningarfjárhagsáætlun. Ráðherranefnd Norður-
landa, þar sem menningar- og menntamálaráðherrar eiga
sæti, fer með æðsta ákvörðunarvald i hinni norrænu sam-
vinnu um menningarmál. Framkvæmdir annast menningar-
málaskrifstofa ráðherranefndarinnar i Kaupmannahöfn.
NORRÆNA
HÚSIÐ