Tíminn - 23.01.1980, Page 6

Tíminn - 23.01.1980, Page 6
6 Miövikudagur 23. janúar 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. Lokleysur Þvi miður varð ekki árangur af þeirri lotu vinstri- viðræðna sem Svavar Gestsson sleit i gær. Þessari lotu lauk vegna þess að Alþýðubandalagið tók ekki i mál að fallast á raunhæfar breytingar á tillögum sinum, en allir sáu að þær gátu hreinlega ekki stað- ist. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar, eftir könnun á þessum tillögum, var i samræmi við það álit sem fulltrúar Framsóknarflokksins höfðu látið i ljós i viðræðunum. í niðurstöðum stofnunarinnar segir um tillögurnar og afleiðingar þeirra: ,,Hins vegar hlýtur að fylgja þeim alvarlegur halli á rikissjóði og misvægi á lánamarkaði, sem kæmi fram i viðskiptahalla og/eða verðhækkunum síðar”. Þessi orð mega heita kurteisleg áminning um bullandi halla á ríkissjóði, slagsiðu i lánamáium og sparifjárflótta, viðskiptahalla og vaxandi skulda- söfnun og loks holskeflu óðaverðbólgunnar að ári liðnu. Hver hefði fallist á annað eins? Þvi miður virðist afstaða Alþýðubandalagsins bera þvi vitni að fyrir flokknum hafi ekki vakað að mynda starfhæfa rikisstjórn, heldur hafi við- ræðurnar verið leikur i áróðursskák á hendur um- bótaöflunum i landinu. Undir lokin, siðustu dagana, urðu menn að visu varir við vilja til sam- komulags, en það kom þó fyrir ekki. Hér skulu örfá dæmi nefnd um lokleysur Alþýðu- bandalagsins: 1. Gert er ráð fyrir allt að 10% framleiðniaukningu þegar á þessu ári. Kunnáttumenn telja að hún geti i mesta lagi orðið 2—3% og kosti mikið fé. 2. Gert er ráð fyrir allt að 10% niðurfærslu verðs i verslun og þjónustugreinum. Kunnáttumenn telja að hér sé um að ræða rothögg á dreifbýlis- verslunina, og ókleift að fylgja þessu eftir i þétt- býli. 3. Gert er ráð fyrir 5% vaxtalækkun strax. Talið er að þetta myndi leiða til sparifjárflótta, enda yrðu bankarnir jafnvel að losa um bundnar innstæður almennings sem lagt hefur inn á öðrum forsend- um. 4. Miðað er við óskertar visitölubætur á öll laun upp úr. Þetta væri skref aftur á bak frá efnahagslög- um vinstristjórnarinnar,vekti ofþenslu og myndi stuðla að auknu launamisrétti. 5. Gert er ráð fyrir auknum niðurgreiðslum og nýj- um félagsmálapakka án þess að fyrir liggi örugg tekjuöflun á móti. Afleiðingin yrði bullandi halli á rikissjóði og vaxandi skuldasöfnun. 6. Loks er nýr veltuskattur lagður til án tillits til afkomu fyrirtækjanna, nýr stóreigna- og hátekjuskattur verði tekinn upp, ráðist verði i aukna útgáfu rikisskuldabréfa og frestað að greiða skuldir rikissjóðs. Um hinn fjárhagslega grundvöll tillagna Alþýðu- bandalagsins segir svo i niðurstöðum Þjóðhags- stofnunar: „Beinar tillögurum fjáröflun ná aðeins hluta ráð- gerðra útgjalda”. Allir þeir sem fylgst hafa með stefnuyfirlýsingum Framsóknarmanna sjá að samstarf á grundvelli þessara tillagna gat ekki komið til greina. Til þess að greiða fyrir myndun vinstristjórnar lögðu fulltrúar Framsóknarflokksins þess vegna megin- áhersluna á að fá fram nauðsynlegar breytingar á tillögunum. Grundvöllur stjórnarsamstarfs gátu þær með engu móti orðið án verulegra lagfæringa. JS Erlent yfirlit Hvernig reyna Rússar að réttlæta innrásina? Svar rússneska biaðamannsins Alexanders Lavrentjev Hér hafa veriö birtar nokkr- ar greinar eftir bandariska fréttaskýrendur, þar sem þeir hafa lýst viöhorfi sinu til atburöanna I Afghanistan og Iran. Rétt þykir einnig, aö birta grein eftir rússneskan blaöamann, þar sem túlkaö- ar eru þær röksemdir og af- sakanir, sem stjórnendur Sovétrikjanna færa fram fyrir hernaöarlhlutun þeirra I Afghanistan. Greinarhöf- undurinn, Alexander Lavrentjev, er I hópi þekkt- ari rússneskra blaöamanna, sem skrifa um alþjóöamál og er honum oft teflt fram, þeg- ar um meiri háttar atburöi er aö ræöa. EFTIR aö hafa lesið svör Leon- id Brésnjef viö spurningum fréttamanns Pravda mun sér- hver óvilhallur fréttaskýrandi komast aö eftirfarandi niður- stöðu: Hávaðinn vegna atburð- anna i Afghanistan byggist greinilega á langsóttum og haldlitlum „röksemdum” og þjónar ákveðnum tilgangi, sem á ekkert skylt við umhyggju fyrir friði og mannúð. Sovézkt herlið var sent inn i land grannrikisins að beiðni leiðtoga þess. Þessi beiðni var meira að segja fyrst borin fram af Noor Mohammad Taraki, fyrsta forseta hins lýðræðislega Afghanistanlýðveldis, þegar eftir aprilbyltinguna, er gagn- byltingarhópar höfðu safnazt saman á pakistönsku landi og tóku að halda uppi áreitni gegn stjórn alþýðunnar að undirlagi stjórnvalda i Peking og Washington. Það er ekki auðveld ákvörðun fyrir Sovétrikin að senda herlið til Afghanistan, sagði Leonid Brésnjef, og stjórnvöld i Moskvu stigu þetta skref i fullu samræmi við anda sovézk-afgh- anska samningsins um vináttu, góöa sambúð og samvinnu og þá fyrst er heimsvaldasinnar og fylgifiskar þeirra höfðu hafið ó- yfirlýst strið gegn afghönsku byltingunni og það stríð var orð- in veruleg ógnun við hið vin- samlega grannriki. Það sem hér er átt við er hin umfangsmikla þjálfun gagn- byltingarhersveita, en alls hafa 25.000 stuðningsmenn léns- skipulagsinsl Afghanistan veriö hervæddir. Bæði sjálfboðaliðar og flóttamenn, sem smalað er saman i ,,skæruliða”-búðir, eru látnir gangast undirherþjálfun i 30 búðum, sem dreifðar eru um grannrikið Pakistan. Leiðbein- endur eru útsendarar CIA og bandariskir, kinverskir, egypzkir og pakistanskir ráð- gjafar. Hér er einnig átt við vaxandi straum bandariskra vopna til vopnabúra uppreisnarmanna og Pakistanhers. AKVÖRÐUNIN um sendingu ■ Brésnjef. sovézks herliðs til Afghanistan var tekin eftir uggvekjandi að- gerðir maóista. Pekingstjórnin sendi 10.000 manna herlið eftir Karakorumveginum i átt til Afghanistan og hóf opinberlega að hóta hugsanlegri hernaðar- ihlutun i málefni landsins. Þetta kom m.a. fram i viðræðum kin- verska ambassadorsins I Mexikó við blaðamenn þar i landi. Uggurinn um örlög hins sjálf- stæða Afghanistan jókst vegna aukinnar herferðar bandariskra „hauka”, sem kröfðust banda- riskra vopnasendinga til handa Kina og Pakistan. Akvörðun Bandarikjastjórnar um hernað- araðstoð við Pakistan var orðin staðreynd. A þennan hátt eru Bandarikjamenn að byggja upp nýtizku vopnabúr ilandinu, sem notað er til árásaraðgerða gegn Afghanistan. Pekingstjórnin lætur sér ekki heldur úr greip- um ganga tækifæriö til þess að tryggja sér stuðning Bandarikj- anna við útþensluáform sin á hendur nágrönnum sinum. Bandarikin og Kina hafa lagt grundvöll að stórfelldri sam- vinnu á sviði hermála, eins og varnarmálaráðherra Banda- rikjanna, Brown, miklaðist af eftir heimsókn sina til Peking. Leonid Brésnjef minnti á, að þeir, sem i' dag reyna að leika hlutverk eftirlitsmanna með al- þjóðlegu siðgæöi, eru hinir sömu ogháðu hið óyfirlýsta „sauruga strið” gegn Vietnam og lyftu ekki svo mikið sem einum fingri, er kinverskt árásarlið gerði innrás i þetta sama land, Vietnam. Það eru Bandarikin, sem halda herstöð á Kúbu gegn vilja kúbönsku þjóðarinnar og rikisstjórnarinnar. Það er Cart- er-stjórnin, sem iðkar vopna- skak, hótar hafnbanni og beitir byltingarstjórnina i íran hern- aðarlegum þrýstingi meðþvi að senda flotadeild búna kjarna- vopnum, þar á meðal veruleg- um hluta bandariska flugvéla- móðurskipaflotans, upp að ströndum trans. SAMTIMIS geta ráðandi öfl i Bandarikjunum ekki sætt sig við eyðileggingu útþensluá- forma sinna i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, i sunnan- verðri Afrlku, i Inddkina og einnig i Evrópu. Ef til vill er það vangeta Sam frænda, sem á ný reynir að axla „byrði alheims- leiðtoga”, sem hefur rekið stjórnvöld i Washington til þess að gera herferðina gegn Afghanistan svo úr hófi öfga- fulla. Ef ekki væri Afghanistan, myndu viss öfl i Bandaríkjunum og Nató áreiðanlega finna aðra , ástæðu til þess að spilla ástand- inu i heiminum, sagði Leonid Brésnjef i viðtalinu við frétta- mann Pravda. Vissulegahöfum við séð dæmi um þetta oftar en einu sinni áð- ur, einkanlega á timum kalda striðsins, sem hófst snemma á sjötta áratugnum. Bandarfski hershöfðinginn van Fleet sagði þá, að Kóreustriðið væri bless- un. Hann áleit, að ef það hefði ekki blossað upp þar, hefði það orðið einhvers staðar annars staðar I heiminum. Þá var kommúnistagrýlan notuð til þess að magna striðsæðið, til þess aö hræða löndin, sem höfðu varpað af sér nýlenduokinu, með þar af leiöandi „skorti á styrkleika”, i þviskyni að draga þau inn i hernaðar- og stjórn- málabandalög eins og Seato og Cento. Stjórnvöld i Washington fylgja gamaltroðinni slóð og vonast til þess að geta hindrað alþjóðlega viðleitni til þess að draga úr stríðshættu, efla frið og hægja á vigbúnaðarkapp- hlaupinu með þvi að auka spennuna út af Afghanistan, íran og ástandinu i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sú aðferð að beita útþenslu- stefnu og kalda striðs tungutaki eruekki nothæf i dag, hvorki við lönd hins sósialiska samfélags né þróunarlöndin. Þær hættulegu, einhliða að- gerðir i alþjóðamálum, sem stjórnvöld i Washington og skammvinnir fylgihnettir þeirrafráPekinghafa gripið til, eru dæmdar til að mistakast. Og þaö sem meira er, þær munu, eins og Leonid Brésnjef varaði við I viðtalinu, „hitta fyrir upp- hafsmenn sina, likt og boome- rang, ef ekki i dag, þá á morg- un”. ÞýttAPN U8ITE0 STATES 1 Mynd þessa birti Christian Science Monitor I tilefni af þvl, að Rússar beittu neitunarvaldi I öryggis- ráðinu gegn tillögu um, að þeir kölluðu heim her sinn frá Afghanistan. A myndinni sjást Oleg Troyanovsky, fulltrúi Rússa, og Donald McHenry, fulltrúi Bandarlkjanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.