Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 6
Laugardagur 26. janúar 1980 Erlent yfirlit Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slftu inúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495 Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr 4.500 á manuoi. Blaöaprent Reynum tíl þrautar Þegar Benedikt Gröndal, formanni Alþýðu- flokksins, var falið að gera tilraun til stjórnar- myndunar kváðust forystumenn Alþýðuflokksins mundu leggja fram „málamiðlunartillögur" og nýjan ,,samkomulagsgrundvöll" i þvi skyni að greiða sem best fyrir þvi að meirihlutastjórn yrði mynduð sem allra fyrst. Þessum ummælum Alþýðuflokksmanna var að vonum vel tekið i öðrum flokkum, enda orðið mjög brýnt að stjórnarkreppunni ljúki hið fyrsta. Eina undantekningin var Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, sem hljóp i baklás áður en hann hafði kynnt málið fyrir flokksmönnum sinum. Með þeirri framkomu itrekaði Lúðvik þá afstóðu Alþýðubandalagsins að taka ekki þátt i neinni rikis- stjórn yfirleitt og koma sér undan allri ábyrgð. Um leið jók Lúðvik mjög á þann innbyrðis ágrein- ing sem rikjandi er innan Alþýðubandalagsins, og er nú svo komið að sjá má eldglæringarnar til- sýndar af átökunum þar. Það er óhætt að segja að mönnum hafi orðið bilt við þegar þeir kynntu sér innihald þeirra svokölluðu „málamiðlunartillagna" sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fram. Efni þeirra er ómengaðUr og „itrasti kratismi" eins og haft hefur verið eftir ein- um af leiðtogum Alþýðuflokksins. I raun og veru er það ekkert nema ósvifni þegar Alþýðuflokksmenn halda þvi fram að i þessum til- lögum sé reynt að stuðla að samkomulagi og mála- miðlun. Þetta sést best ef hinar nýju og harðsoðnu tillögur Alþýðuflokksins eru bornar saman við þær tillögur sem þeir lögðu fram i fyrri viðræðum um myndun vinstristjórnar undir forystu Steingrims Hermannssonar. Hinn 19. desember sl. lógðu full- trúar Alþýðuflokksins fram „úrdrátt úr tillögum Alþýðuflokksins", og það er mikið pólitiskt djúp staðfest milli þeirra hugmynda og hinna sem lagðar voru fram i liðinni viku. Það er og verður hreinasta ráðgáta hversu ill sinnaskipti hafa átt sér stað i forystuliði Alþýðu- flokksins frá því i desember. Halda menn t.d að Alþýðuflokkurinn stefni að samstarfi við Framsóknarflokkinn þegar hann gerir tillögu um að leggja Byggðasjóð niður? í hvaða skyni leggur Alþýðuflokkurinn þá tillögu fyrir Framsóknarflokkinn að samvinnufélög fram- leiðanda i landinu verði svo gott sem bönnuð með þvi að settar verði reglur „þannig að eðlileg skil verði sett milli hagsmuna bænda og vinnslustöðva", eins og það er orðað, vitandi að bændur eiga og reka vinnslustöðvarnar? Og halda einhverjir Alþýðuflokksmenn i raun og veru að öfgar þeirra i landbúnaðarmálum almennt séu „umræðugrundvöllur" um samstarf við Fram- sóknarflokkinn? í tillögum sinum hafa Framsóknarmenn lagt á það sérstaka áherslu að haft verði samráð við laun- þegasamtökin um mótun kjaramálastefnu. Nú leggur Alþýðuflokkurinn til að gengið verði hiklaust til verulegrar skerðingar á visitölubótum. Til hvers er slik tillaga lögð fram? Það var einsýnt að Framsóknarflokkurinn hlyti að hafna hinu nýja plaggi Alþýðuflokksins, enda bersýnilega að þvi stefnt. En með þvi eru Fram- sóknarmenn ekki að skella hurðum, heldur vilja þeir reyna það til þrautar hvort ekki er unnt að koma vitinu fyrir Alþýðuflokkinn og Alþýðubanda- lagið. JS Ástæða til að ef a dómgreind Carters Álit James Reston, fréttaskýranda New York Times i meöfylgjandi grein eftir James Reston, sem nýlega birtist I New York Times, dregur hann I efa, að refsiaö- geröir gegn íran komi ao gagni og styost m.a. vio álit Waidheims aöalritara Sam- einuðu þjóöanna. Reston ef- ast einnig um ýmsar aorar fyrirætlanir Carters, þótt þær a.fli honum vinsælda heima fyrir. Eins og er, er svo aö sjá sem bandamenn okkar styöji að- geröir Carters gegn Sovétrlkj- unum og Iran, en vio ættum ekki aðláta blekkjast. Það, sem þeir segja opinberlega, og það, sem þeir segja I kunningjahópi, er alls ekki það sama. Vissulega eru þeir æfir yfir töku bandarlsku gislanna i Teheran og vopnaðri innrás Rússa I Afghanistan. Þess vegna taka þeir undir gagnað- geröir Carters gegn Rússum og stjórnarvöldum I Teheran til skamms tlma, en þegar lengra er litið, draga þeir mjög i efa, al ályktanir Carters hafi veriC réttar. Sennilega væri rangt að gefa i skyn, að allir meiri háttar bandamenn okkar séu sammála um þetta, en a.m.k. sumir þeirra láta 1 það skina, að stefna stjórnarinnar I Washington gegn Iran sé orðin úrelt. Þeir halda þvi fram, aö ef til vill sé ekki aðalógnunin gegn Banda- rikjunum og hinum frjálsa heimi fólgin I valdi ayatollans eða byltingarráðsins i Iran til aö halda glslunum, heldur sú hætta, aö allt stjórnarfar I land- inu hrynji i rúst i þeirri ringul- reið, sem I kjölfarið mun fylgja, og þar með veitist Rússum tæki- færi til að ná yfirráðum I land- inu, en þeir eru nú á landamær- um Afghanistans og Austur- írans og norðurlandamærum Sovétrikjahna og Irans. Afstaða Waldheims Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Kurt Waldheim er ný- kominn frá Teheran. Siöan hefur hann verið að reyna að sannfæra Carter um það, að kröfur um refsiaögerðir gegn ayatollanum muni ekki verða til þess að frelsa gislana. Þær muni heldur verða til þess að æsa upp herskáa múhaméðstrú- armenn, kljufa tran i veikbyggt sambandariki, þar serh hver höndin verður upp á móti ann- arri.og þar með veröi Iran auð- veld bráö RUssa. Það er augljóst, að Carter er ekki á sama máli. Hans hugsun snýst fyrst og fremst um þaö vandamál, hvernig frelsa megi gislana sem fyrst, og hvaöa af- leiðingar það hafi fyrir hann. sjálfan i stjórnmálaheiminum, hvort honum tekst þaö eöa ekki. A meðan hann heldur þessu skammtimasjónarmiði til streitu, hafa vinsældir hans heima fyrir stóraukist sam- kvæmt skoðanakönnunum, á sama tima og bandamenn okkar hafa óskað honum góðs gengis I þessari baráttu, en velta fyrir sér hvort hann hafi valið rétt sjónarmið. Innrás Rússa I Afghanistan gefur lika tilefni til að velta vöngum yfir dómgreind hans, og i sambandi við hana, er jafn- vel alvarlegri ágreiningur milli ráðamanna I Washington og bandamanna, þó að hljóðlega fari. Carter-stjórnin, sem haföi trúað öllu fögru um stuðning Moskvu við slökunarstefnuna siöastliöin 3 ar, er nu reiðubúin Waldheim er ekki sammála Carter um aögerðir gegn tran. að triia öllu þvl versta. Carter hefur túlkað innrás Rússa I Afghanistan sem meiri háttar árásarherferð, sem stefnir að þvi aö ná yfirráðum yfir oliu- lindum og siglingaleiðum Miö- austurlanda. Og þar meö sé hún möguleg ógnun viö oliustreymi til iðnvædda heimsins og þess vegna alvarlegasta kreppan I hcimspólitíkinni siðan i siðari heimsstyrjöldinni. Bandamenn okkar geta ekki afneitaö þessari skoðun, en þeir hafa ekki raunverulega trú á henni. Þeir hafa alltaf gengið út frá þvi sem visu, að Moskva gæti lagt Afghanistan undir sig, hvenær sem er — i rauninni urðu þeir undrandi á þvl, að Rússar skyldu þurfa að senda 80.000 manna her til Kabúl til að sýna fram 'á þetta. Bandamenn okkar taka það ekki sem sjálfsagðan hlut, að aðgerö Rússa hafi eingöngu verið til aö verja sin eigin landamæri, heldur óttist þeir, aö ringulreið i nafni múhameðs- trúar eigi eftir aö breiðast út til Afghanistan. Þeir hafi þvi á- kveðið, að ekki einungis vildu þeir koma í veg fyrir það, heldur lika koma sér upp að- stöðu á landamærum Afghanist- ans og trans til að geta gripið fljótlega I taumana, ef stjórn- leysi virtist vera að komast á. Það er engin leið að færa sönnur á eða afsanna, hvað vakir fyrir Rússum. Carter ætl- ar þeim allt hiö versta og póli- tisk atburðarás styður þessa skoðun hans. En bandamenn okkar i Sameinuðu þjóðunum, og jafnvel Waldheim aðalritari, hallast aö þvl, að ekki sé rétt að draga þá ályktun, að þeir séu til ills eins vlsir I sambandi viö at- burðina I tran og Afghanistan. Waldheim leggur til, að við sýnum þolinmæði, og lítum ekki á tran og Afghanistan sem hættuleg og stefnúmarkandi vandamál i heimsmálunum. Þá kunni svo að fara, að ráðamenn I Teheran gefi loks gislunum frelsi og geri sér grein fyrir hættunni á meiri háttar átökum milli stjórnarvalda i Washing- ton og Moskvu i Miöausturlönd- um. Waldheim minnist þess, þeg- ar Rússar geröu innrás I Tékkó- slóvakiu. Þá var mikill ótti á Vesturlöndum um, að Rauði herinn kynni að halda áfram ferð sinni yfir Austurriki, sem er hlutlaust, eöa yfir Ungverja- land inn I Júgóslaviu til aö ná yfirráðum yfir höfnum og fá þar með aðgang að innhöfum og Miðjarðarhafinu sjálfu. Striðshætta Á þeim tima var Waldheim utanrikisráðherra Austurrikis. Hann hélt þvi fram, að Rússar myndu ekki hætta á heimsstyrj- öld þá meö þvi að halda yfir Júgóslavlu til hafs. A sama hátt heldur hann þvi fram nú, að það sé rangt að trúa, að leiðtogarnir i Moskvu hafi hrundið af stað meiri háttar árásarherferð til að ná yfirráðum I Iran og ryðja sér braut yfir Afghanistan og íran til oliusvæðanna og sigl- ingaleiðanna i Persaflóa. Næstum þvl allt, sem Carter hefur aðhafst siðan atburðarás- 'in i tran og Afghanistan hófst, hefur orðiö honum til fram- dráttar i bandariskum stjórn- málum. En sú pólitlk, sem gefur stundarávinning, er ekki endi- lega sú sama og best reynist, þegar til lengdar lætur. Carter getur fariö fram á aö- geröir gegn tran, en Japanir vilja ekki taka þátt i þeim. Cart- er fer fram á kornsölubann, en Argentlna vill ekki vera með I leiknum. Hvaö varðar útflutn- ingsbann a nýtiskutæknivæð- ingu, styðja aðrar þjóöir sjónar- mið hans, en afneita aðferðum hans. Enginn ætti að láta blekkjast af tlmabundnum stuöningsyfir- lýsingum viö refsiaðgeröir gegn trönum og Rússum frá banda- mönnum okkar. Þær verða kannski til að styrkja Carter I prófkjörum þeim til forseta- framboðs, sem eru aö hefjast, en þegar til kastanna kemur, er augljóst mál, að bandamenn okkar munu fyrst og fremst hafa eigin efnahagslega hags- muni I huga, jafnvel þó að það hafi I för með sér aö leiða hjá sér áskoranir Carters um siö- ferðilegar refsingar fyrir póli- tiskan ójöfnuð I Teheran og Kabúl. Þýtt. K.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.