Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.01.1980, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. janúar 1980 21. tölublaö — 64. árgangur íslendingaþættir fylgja blaöinu i dag Síöumýla 15 Pósthólf 370 ¦ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldslmar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson: „Nánast ósvífni" Framsóknarmenn reiðubúnir að vinna að meirihlutastjórn L „Þessar nýju tillögur Aiþýöu- flokksins urou mér mikio unilr- unarefni", sagði Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, i viðtali við blaðið i gær um „umræðugrund- völl" þann, sem Benedikt Grön- dal lagði fram i stjórnarmynd- unarviðræðunum. „Og ég verð að taka undir það sem fjölmargir fbkksmenn i Framsóknarflokknum hafa sagt, að þessar tillögur eru nán- ast ós vifni eins og málin standa og eftir það sem á undan er gengið", sagði Steingrimur. „Við framsóknarmenn gát- um ekkd annað en hafnað þess- um tillögum sem umræðu- grundvelli", sagöi hann. „Fyrri tillögur Alþýðuflokksins, frá þvi i desember, voru f rauninni málefnalega mjög náiægt okkar hugmyndum, og aðilar f forystu Alþýðuflokksins höfðu fullviss- aðokkur um að þeirhefðu góðan og mikinn vilja til þess að ganga ul samkomulags. Hið sama skildist okkur á fyrsta f undinum sem haldinn var undir forystu Benedikts Gröndal, áður en hann lagði þessar nýju tillögur fram. 1 þessum tillögum Alþýðu- flokksins er gengið svo langt i ýmsum málaflokkum, t.d. land- bUnaðarmálunum, að það væri ekki tilneinsaö lcggja fram ein- stakar breytingartillögur. Sjálf- ur grundvöllurinn yrði að ger- breytast ef von ætti að vera um samkomulagþarsem við ættum hlut að máli." Blaðið spurði Steingrím hvers nú væri að vænta i stjórnar- Steingrímur Hermannsson. myndunarviðræðunum. Hann sagði: , ,Viö höfum hingað til lagt alla áherslu á myndun vinstristjórn- ar, og við höfum gert allt sem unnt hefur verið til þess að koma henni á fót. Við viljum hins vegar að sjálf- sögðu ekki berja höfðinu við steininn, ellir að Alþýðubanda- lagið lokaði fyrst fyrir þennan möguleika og Alþýðuflokkurinn sfðan. Við framsóknarmenn gerum okkur það ljóst", sagði Stein- grímur, ,,að ábyrgð fylgir kosningasigri okkar, og við ætl- um ekki að vikjast undan henni. Við erum reiðubúnir til þess að vinna að öðru samkomulagi um meirihlutastjórn, ef þess er þá ko stur. Við erum tilbiinir með tillögur sem fylgja i grundvallaratrið- um kjarnanum i okkar upphaf- legu tillögum, en taka mikið tíl- lit tíl þess sem fram hefur kom- ið frá öðrum flokkum I viðræö- unum." SkUar Benedikt Gröndal umboðinu í dag? Ræður Lúðvík einn afstöðu Alþýðubanda- lagsins? HEI— Sannarlega blæs ekki byr- lega um stjórnarmyndunartil- raunir Benedikts Gröndal. Er hann boðaði fulltrúa Alþýðu- bandalagsins á sinn fund, sagði hann Lúðvik einn hafa komið og hafnað viðræðugrundvellinum án þess að hafa einu sinni fyrir þvi að lesa tillögurnar. Það hefði komiö greinilega í ljós hjá LUðvik að Alþýðubandalagið væri ekki tilbtiið til að taka þátt i fjögurra flokka stjórn. Benedikt færði þá i tal möguleika á myndun Nýsköp- unarstjórnar, en sagði Lúðvik hafa hafnað þeim moguleika á stundinni og hvorki þurft til þess umhugsunartima né samráð við samflokksmenn sina. TUlkaði Benedikt þetta sem að Alþýðu- bandalagið hefði á vissan hátt dregið sig Ut Ur islenskri pólitik nú i miðri stjdrnarkreppunni. Eftir að fara yfir viðræðu- grundvöll Benedikts á löngum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar komst Fram- sóknarflokkurinn að þeirri niður- stöðu að hann gæti ekki tekið þátt i stjórnarmyndunarviðræðum á þeim grundvelli. En samt tjáði Framsóknarflokkurinn sig reiðu- bUinn tíl að leggja fram endur- skoðaðar tillögur um málefna- grundvöll. Benedikt sagbist að sjálfsögöu ekki biða ef tir heildartillögum frá öðrum flokki. þegar honum hefði verið falin stjórnarmyndun. Þá væri eölilegra að hann skilaði umboði sinu og aðrir tækju við. Aðspurður sagði hann enga von um viðreisnarstjórn, þar sem fyr- ir henni væri ekki þingmeiri- hluti. Hann ætlaði þó fyrir kur- teisissakir að bíöa eftír svari Sjálfstæðisflokksins, eftír þing- flokksfund i gær. Þingflokkur Al- þýðuflokksins mun siöan halda þingflokksfund fyrirhádegi i dag og eftir þann fund sagði Benedikt það Hggja ljóst fyrir hvaö gera bæri. Hann bjóst við að ganga á fund forseta siðdegis I dag og skýra honum þá frá gangi mála. Sennilega þýöir það að Benedikt muni skila sinu umboði i dag og þá er enn einu sinni komið að for- setanum að ákveða næsta skref. I ljósi þess að framsóknarmenn segja þennan nýja grundvöll Benedikts miklu fjarlægari þeirra sjónarmiðum 'þeirra en hina ómenguðu stefnu Alþýðu- flokksins og að Alþýðubandalagiö hefur greinilega ekki hrifist af honum heldur, var Benedikt spurður hvaða flokk kratar hefðu ætlað aö nálgast með tillögum sinum á þessum grundvelli. Við þvi fengust engin svör sem henda mátti reiður á. Þingflokkur og framkvæmdastjórn: Framsóknar- menn eru reiðubúnir Hinar nýju tillögur Alþýðuflokksins óhæfar Siðastliðinn fimmtudag var haldinn sameiginlegur f undur i þingflokki og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins. Fundurinn hófst kl. 16, en fundarhlé var gefið kl. 18 vegna þingfunda. Aftur hófst fundur- inn kl. 9 um kvöldið og stóð fram um miðnætti. A fundinum var rætt um „umræðugrundvöll" þann I stjðrnarmyndunarviðræðunum sem Benedikt Gröndal hafði lagt fram af hálfu Alþýðuflokks- ins fyrr um daginn, og einnig var rætt almennt um stöðuna i stjórnmálunum og þær horfur sem upp eru komnar i viðræðum flokkanna um stjórnarmyndun. Við lok fundarins bar formað- ur flokksins, Steingrimur Her- mannsson, fram eftirgreinda tillögu til ályktunar og var hUn samþykkt samhljdða með öllum atkvæðum. „Sameiginlegur fundur þingflokks og ¦ framkvæmdastjórnar F ra msóknarf lokksins ályktar að tillögur þær, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fram, geti ekki orðið grundvöllur að myndun rikis- stjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Hins vegar er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að leggja fram endurskoðaðar tillögur um málefna- samning fyrir meiri- hlutastjórn". FRI — Fokkerar þeir er Finnair fær frá Kdreu lentu á Reykjavlkurflugvelli f gærkvöldi. Þeir lögðu upp frá Seoul þann 12. jan. s.l. og höfðu þvl verið tæplega tvær vikur á leiðinni. Arni Sigurðsson flugmaður sagði aðþótt ferðin hefði verið löngþá hefðiallt gengið meðágœtum Ihenni. Flugvelunum tveim verður breytt hérlendis áður en Finnair fær þær. Vélarnar er Flugleiðlr fær koma hingað sennilega þann 8. feb„ n.k. Land og synir t gærkvöldi var frumsýnd kvikmyndin „Land og synir" eftir Indriða G. Þorsteinsson i Austurbæjarbiói. A opnunni I dag ræðir blaðamaður okk- ar við Jón Þórisson leik- myndateiknara. Mvndiii er af einum leikaranna, hund- inum Týra, sem kemur viö sögu I viðtalinu við Jón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.