Tíminn - 27.01.1980, Síða 4

Tíminn - 27.01.1980, Síða 4
4 Sunnudagur 27. janúar 1980 Edward Fox lék Edward VIII Breski leikarinn Edward Fox, sem við sáum sem Edward VIII i Edward og frú Simpson-sjón- varpsþáttunum, sést hér vera að auglýsa uppáhaldsraksáp- unasina og auövitaö tilheyrandi rakspira. Um Edward Fox hafa gagnrýnendur sagt, að hann væri hinn dæmigerði breski herramaður, og eiginlega væri helst ekki hægt að hugsa sér hann i öðruvisi hlutverkum. Hann leikur nú i leikriti eftir T.S. Eliot ,,The Family Reun- ion” i Vaudeville Theatre i Lon- don. Hvort hann er þar einhver lord fylgdi ekki fréttinni, en það er þó liklegast. — Jú,ég er áhugasamur fyrir þvi að halda mér sem best, sagði Edward, er hann var spurður að þvi hvernig hann færi að halda sér alltaf jafn- grönnum. — Leyndarmálið er aðeins það, að ég reyni að borða litið, en hollan mat það sem það er, og hafa mikla hreyfingu. T.d. hleyp égá hverjum morgni og geri æfingar. Þaö mátti reyndar sjá leikni hans, þegar hann lék nýlega i leikriti Dav- ids Hare, „Knuckle” með Kate Nelligan, en þá stóð hann á höndum á sviðinu og gerði ýms- ar kúnstir. Aöstoöarfólkið við sviðsetninguna var á hverju kvöldi dauðhrættum að nú mis- tækist honum eitthvað, en það var eins og æfður fimleikamað- ur væri að sýna. tsambandi við myndatökuna af þessum herra-snyrtivörum, sem Edward er að auglýsa, þá sagði hann að sér þættí hann ekki vera klæddur fyrr en hann hefði borið á sig góðan rakspira eftir raksturinn, — og það má ekki vera neitt sull, nei Elite raksápa og rakspritt skal það vera. Elite er merkið sem hann auglýsir og fyrirtækið heitir Floris, og halda sumir að hann eigi eitthvað i þvi sjálfur. ,Samkvæmisstríð í París Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin i samkvæmislifinu i stór- borginni viö Signu. Þar metast gestgjafar um að hafa sem fin- astar veislur, og auðvitaö er mikið atriði að fá frægt fólk i boð til sin. Ekkja Sukarnos, fyrrv. forseta i Indónesiu, er mjög áberandi persóna þar i borg. Hún var eitt sinn feguröardrottning og þykir enn mjög fögur, og ljósmyndar- ar eru sifellt á eftir henni hvar sem hún fer, og allt virðist vera fréttaefni, sem hún tekur sér fyrir hendur. Þar af leiðir auð- vitað að hún eignast öfundar- menn (konur), sem vilja gera henni grikk. Húnátti héráður góða vinkonu, Régine, sem stjórnar finum næturklúbb i Parfs, en þegar slettist upp á vinskapinn hjá þeim glæsi- kvendunum, þá för svo aö Régine hefur bannað Ratna Dewi Sukarno aðgang að nætur- klúbbi sínum. Frú Sukarno hef- ur núfarið fram á 10.000 franka skaðabætur vegna þessa. Ratna Dewi var spurö að þvi i blaðaviðtali, hver væri ástæöan fyrir þessi banni, og hvort nokk- ur fótur væri fyrir þvi, að hún' hefði heimtað prósentur af Régine fyrir það að koma meö gesti með sér i næturklúbbinn hennar vegna þess, aö þaö hefðu verið góðir viöskiptavinir, sem eyddu stórfé á staðnum. — Einig hefur næturklúbbseigand- inn látið að þvi liggja, að Ratna Dewi væri skæð meö að brjóta fin glös, af ásettu ráði, bara svona að gamni sinu. — Þetta er allt saman slúður og rógur, sagði frúin þá. — Régine er bara súr og leið, þvi aðhúnfékknefnilega ekki nokk- urn „almennilegan” gest á grimuballið, sem hún hélt, en það var nefnilega af þvi að ég hafði ,,parti” sama kvöldið og „allir” voru hjá mér! Blaðamaður spurði hvort ekki væri óskaplega dýrt að taka þátt i þessu samkvæmislifi, eða öllu heldur „samkvæmisstriði”, og hvort frúin hefði mikil peninga- ráð. — Ég erföi ,,smá”-upphæð eftir manninn minn sáluga, sagði Ratna Dewi með bliðu brosi. Svo er ég ráðunautur jap- ansks tiskuhúss, sem borgar vel, nú og ég hef góö sambönd við mikilsmetna áhrifamenn viöa um heim. Aðaláhugamál mitt er að hugsa um uppeldi dóttur minnar, sem er 12 ára, ogsvo hef égmiklaráhyggjur af þeim breytingum, sem eru að gerast i löndum múhameðstrú- armanna, þvi ég er þeirrar trú- ar og ég hef tvisvar fariö i pDa- grimsferðir til Mekka, sagði frúin að lokum. Þaö er þvi greinilegt aö hún hefur áhyggj- ur af ýmsu öðru en „sam- kvæmisstriðinu”, þótt þaö sé mest áberandi. í spegli tímans bridge „Tra la la la la, ævintýri enn gerast”, söng vinsæl hljómsveit hér fyrr á árum. NS, i spili dagsins, gátu tekið hressilega undir þetta, eftir að spilinu var lokiö, en það kom fyrir i einum leik i Reykjavikur- mótinu. Norður. S. D1053 H. DG75 T. 4 Vestur. L. AG84 Austur. S. G862 S. 4 H. 843 Suður. H. K10962 T. G97 S. AK97 ■n. D1062 L. 762 H. A T. AK853 L. KD9 L. 1053 Suður. Noröur. 2grönd 31auf (sp. um (22-23 hp. Jöfn skipting!) fjórliti) 3 spaðar 4 lauf 4 tiglar 4 grönd 5 lauf 5 tiglar 5 hjörtu 6 spaöar 7 spaðar pass. Opnun suðurs var ekki eftir neinni metsölubók en lokasamningurinn var þrátt fyrir það ekki svo slæmur. Vestur spilaöi út hjartaáttu.hæsta spil frá hundum og þá fann suður bestu vörn i spilinu. Hann stakk upp drottningu i blindum. Þar sem austur var merktur með kónginn eftir útspiliö, var öllu nær að trompsvina hjartanu, seinna I spilinu. En austur, sem datt auðvitað ekki i hug að suður gæti átt ásinn blankan , stakk upp kóngnum. Suður tók á ásinn og ás og kóng I spaða. Slðan svinaði hann spaðatiu, trompaði hjarta heima og tók þrisvar lauf og endaði I borði. Þegar vestur gat ekki trompaö það, átti suður afganginn. Viö hitt borðið spilaði suður lika 7 spaða, en tapaði þeim, þegar hann, efti’r laufúíspil, ákvað að trompa tvo tigla i borði. skák Á skákmóti sem haldið var i Sviþjóð áriö 1973 kom þessi staða upp i skák milli Reivants og Lindbergs og þaö er hvitur sem leikur og vinnur á snotran hátt. Lindberg Reivant. Bg7skák! KxBg7 Hxf7skák! Kh8 Hxh7skák! KxHh7 Hf7skák Kh6 Dh3 Kg5 g3! ! Gefiö. krossgata 3210. Krossgáta Lárétt 1) Bjarg.-6) Eyöi.- 7) Læröi.- 9) Hugsvöl- un.- 11) Eins.- 12) 999.- 13) Sár,- 15) Þjálfa,- 16) Spé.- 18) Spiritismi.- Lóðrétt 1) Þekkta,- 2) Stafur.-3) Nes.-4) Gangur,- 5) Stofnun.- 8) Elska.- 10) Bein,- 14) Þrir eins.- 15) Sturlaö.- 17) Forfeðra.- Ráðning á gátu No. 3209 Lárétt 1) England,- 6) Ráp.- 7) Frá,- 9) Ala,- 11) Tó.- 12) An,- 13) 111.- 15) MIG.- 16) Oma.- 18) Glannar,- Lóðrétt 1) Elftíng,- 2) Grá,- 3) Lá,- 4) Apa,- 5) Drangur,- 8) Ról.- 10) Lái.- 14) Lóa.- 15) Man.- 17) MN.- með morgunkaffinu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.