Tíminn - 27.01.1980, Síða 9
Sunnudagur 27. janúar 1980
9
Þórarinn Þórarinsson:
STJÖRNARKREPPAN
Stjórnarkreppan
og kjaramálin
Senn veröa liðnir tveir
mánuðir siían kosningar til Al-
þingis fóru fram. Þó bólar ekki
enn á nýrri rikisstjórn. Margir
eru orönir vonlitlir um, að Al-
þingi takist að mynda rikis-
stjórn. Það virðist ekki heldur
sjáanlegt, að það gerist i náinni
framtið.
Samt er enn of snemmt að af-
skrifa þá von, að þetta takist.
Dæmi erutil um lengri stjórnar-
kreppur en þá, sem nú stendur
yfir.
Frá sjónarmiði þeirra, sem
voru andvigir skammdegis-
kosningunum, þarf þetta raunar
ekki aö koma á óvart. Sambúð
flokkanna var erfið fyrir
kosningarnar. Augljóst var, að
hún myndi ekki batna við
kosningabaráttuna. Þeir spá-
dómar hafa ekki reynzt Ut i blá-
inn, að löng stjórnarkreppa
myndi fylgja i kjölfar kosninga-
baráttunnar.
Til viðbótar þvi aukna ósam-
komulagi flokkánna, sem
kosningabaráttan hefur haft i
för með sér, kemur svo magnaö
ósamkomulag um væntanlega
kjarasamninga, ekki aðeins
milli samtaka vinnuveitenda og
launþega, heldur innan. sam-
taka launþega sjálfra. Slik
sundrung hefur aldrei verið eins
mögnuð og nú. Hún auðveldar
það vissulega ekki að unnt sé að
taka efnahagsmálin eins föstum
tökum og þörf er á.
Vandi stjórnmálamannanna
er enn meiri nú en áður vegna
þess, að allir kjarasamningar
eru úr gildi og ósamkomulagið
óvenjulega mikið varðandi gerð
nýrra samninga.
Meðan ekki er betur séð fyrir
endann á þvi, hvernig stétta-
samtökunum tekst að leysa
þennan hnút eða hvort þeim
tekst það, er ákaflega erfitt
fyrir stjórnmálamennina að
fást við efnahagsmálin, svo að
ekki sé meira sagt.
Tilraun til að höggva á þenn-
an hnút með löggjöf, er vonlaus
á þessu stigi. Það hefur reynsl-
an margoft sýnt. Rikisstjórn og
Alþingi geta þá fyrst skorizt i
leikinn, þegar fullreynt er, að
stéttasamtökin geta ekki leyst
hnútinn, jafnvel þótt aðstoð
rikisvaldsins komi til. Það getur
tekið sinn tima að úr þessu fáist
skorið. Meðan er vart hægt að
búast við meiriháttar efnahags-
aðgerðum. Eðlilega hefur þetta
ástand mikil áhrif á stjórnar-
kreppuna og tefur lausn hennar.
Tilraun Steingrims
Hermannssonar
Þóttþær tilraunir sem þegar
hafa verið gerðar til myndunar
meirihlutastjórnar, hafi ekki
borið árangur, verður þvi ekki
neitað að þær hafa skýrt málin.
A þann hátt kunna þær að hafa
greitt fyrir þvi að framhaldið
reynist auðveldára.
Steingrimur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins
fékk fyrstur umboð til að reyna
að mynda meirihlutastjórn. í
samræmi við úrslit kosninganna
og sigur Framsóknarflokksins i
þeim, reyndi hann að endur-
reisa vinstri stjórnina. Hann
lagði fram tillögur um ákveðna
lausn efnahagsmálanna. Jafn-
framtóskaði hann eftir tillögum
frá hinum ftakkunum, sem rætt
var við. Bæði Alþýðuflokkurinn
og Alþýðubandalagið færðust
undan þvi lengi vel að leggja
fram ákveðnar tillögur.
Að lokum lagði Alþýðu-
flokkurinn þófram tillögur, sem
voru athyglisverðar á ýmsan
hátt og ekki ólikar tillögum
Framsóknarflokksins. Alþýðu-
bandalagið lagði hins vegar
engar tillögur fram, en hafnaði
tillögum Framsóknarftokksins
og Alþýðuflokksins. Stjórnar-
myndunartilraun Steingrims
Hermannssonar strandaði á
þessari afstöðu Alþýðubanda-
lagsins.
Tilraun Geirs Hall-
grimssonar
Næst fól forseti íslands Geir
Hallgrimssyni að gera tilraun
til myndunar meirihlutastjórn-
ar. Sú tilraun fór fram með tals-
vert sérstæðum hætti.
Þótt Geir Hallgrimsson ynni
skyldu hljóta hnossið. Þeir
fengu hvorum sig fimm atkvæð:
I þingflokki Alþýðubandalags-
ins. Sagt er að ölafur Ragnar
Grimsson hafi setið hjá i von
um, að eftir bræðrabyltu
Svavars og Ragnars myndi
briðii maður verða fyrir valinu.
Alþýðubandalagið hafði gert
sér ljóst, þegar hér var komið
að þvi væri óhjákvæmilegt að
leggja fram einhverjar tillögur.
Svavar Gestsson hóf starf sitt
meðþvi að leggja þessar tillög-
ur fyrir Framsóknarftokkinn og
Alþýðuflokkinn, en likt og Stein-
grimur Hermannsson stefndi
hann að þvi að endurlifga
vinstri stjórnina. Framsóknar-
flokkurinn lagöi áherzlu á, að
þessar tillögur yrðu vandlega
vegnar og metnar m.a. með að-
stoð Þjóðhagsstofnunar.
magnaðar getsakir, þar sem
hver þessara flokka kennir hin-
um um. Þeir, sem kynna sér
málavexti niður i kjölinn, munu
komast að raun um, að tilraunir
þessar stritoduðu á andstöðu
innan beggja A-flokkanna.
Um afstöðu Alþýðuflokksins
er það að segja, að hann dróst
nauðugur inn I vinstri stjórnina
sumarið 1978, en hugur hans
hafði staðið til þess aö endur-
vekja samstjórn Sjálfstæöis-
flokksins, Alþýðubandalagsins
og Alþýðuftokksins frá árunum
1944-46. Þegar hann rauf vinstri
stjórnina á siðastliðnu hausti,
höfðu foringjar hans allt aðrar
ráöagerðir I huga en að endur-
reisa vinstri stjórnina, en
kosningaúrslitin komu I veg
fyrir þær. Meöal óbreyttra
fylgismanna hanser þó aö finna
að þessum málum i röskar tvær
vikur, hófst hann aldrei handa
um stjórnarmyndun. Hann
kallaði þessa starfshætti sina
undirbúningsviðræður að
stjórnarmy nduna rviðræðum.
Hann afsalaði sér umboðinu til
forsetans aftur án þess að hafa
gertnokkra formlega tilraun til
stjórnarmyndunar.
Annað var sögulegt við þetta
vinnulag Geirs Hallgrimssonar.
Hann lagði engar tillögur fram
um efnahagsmálin frá sjálfum
sér eða Sjálfstæðisflókknum.
Hins vegar lét hann reikna út
tvær hugmyndir, sem voru
kenndar við Mr. X. Það upplýst-
ist jafnframt að þær höfðu mætt
mikilli mótspyrnu i þingflokki
Sjálfstæðisflokksins. Aðrir
flokkar höfnuðu þeim eindregið.
Athuganir þær, sem Geir
Hailgrimsson gerði, munu i
fyrsta lagi hafa beinzt að þvi,
hvort Sjálfstæðisflokkurinn og
Alþýðubandalagið gætu myndað
stjórn saman, án eða með þátt-
töku annarra flokka, og i öðru
lagi hvort jarðvegur væri fyrir
þjóðstjórn. Báðar voru þessar
athuganir svo lauslegar, að á
þessustigi er ekki hægt að full-
yrða að þessir möguleikar séu
ekki enn fyrir hendi.
Tilraun Svavars Gests-
sonar
Þegar athugunum Geirs Hall-
grimssonar lauk, fól forseti ís-
lands Svavari Gestssyni um-
boðið til myndunar meirihluta-
stjórnar eftir að varpaö hafði
verið um það hlutkesti, hvort
hann eða Ragnar Arnalds
Niðurstaöan varð sú, að þótt
sitthvað væri nýtilegt i þessum
tillögum, væru mörg atriði
þeirra svo óraunhæf, aö ekki
væri hægt að byggja á þeim,
nema að takmörkuðu leyti. Að
fengnum þessum svörum, hætti
Svavar viðræðum, þar sem
hann taldi að ekki væri grund-
völlur fyrir vinstri stjórn að
sinni.
Óvilji A-flokkanna
Eftir tilraunir þeirra Stein-
gríms Hermannssonar og
Svavars Gestssonar virðist litil
von til þess, að hægt verði að
endurreisa vinstri stjórn að
sinni, þóttsá möguleiki geti ver-
ið fyrir hendi siðar meir.
Ef að vanda lætur, munu i
framhaldi af þessu hefjast
mikinn stuðning við vinstri
stjórn.
Alþýðubandalagið er marg-
klofið i afstöðu sinni. Sumir for-
ustumenn flokksins vilja vinstri
stjórn, sumir vilja samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn og enn aðrir
vilja standa utan við. Afstaða
flokksins er um þessar mundir
enn örðugri en ella sökum þess,
að ósamið er um kjara-
samninga og kosningar fram-
undan til Alþýðusambands-
þings. Þrautalending flokksins
verður sennilega súað halda sér
utan stjórnar.
Sögulegar sættir
Eins og áður segir, hefur sitt-
hvað gerzt I þessum viðræðum,
sem hefur skýrt málin og getur
miklu skipt siðar meir. Mikil-
vægast verður að teljast þaö, að
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðubandalagiö hafa mjög
nálgast hvort annaö og mögu-
leikar vaxið fyrir hugsanlegt
samstarf þeirra siðar meir.
Þetta hófst með þvi, að
Morgunblaðið tók forustu i þvi
að boða svokallaðar sögulegar
sættir, þ.e. samvinnu Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðu-
bandalagsins. Helztu stjórn-
málaritstjórar þess, Styrmir
Gunnarsson og Björn Bjarna-
son, skrifuðu itarlegar greinar
um þetta efni, einkum sá fyrr-
nefndi.
Þetta mál bar svo á góma á
fundi þingflokks Sjálfstæðis-
ftokksins 27. desember siðast-
liðinn, þar sem rætt var um,
hvortGeirHallgrimsson ætti að
taka að sér stjórnarmyndun.
Samkvæmt frásögn Mbl. daginn
eftir, vildi aðeins litill minni-
hluti útiloka samstarf við Al-
þýðubandalagið. Mbl. bætti þvi
viðaö „meirihlutifundarmanna
mun hafa þótt litið til sam-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks koma!”
Enginn þeirra forustumanna
Alþýðubandalagsins, sem hafa
verið inntir eftir þvi I fjölmiðl-
um, hafa viljað útiloka samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn, þótt
þeir hafi tekið þvi fálega að
sinni. Aður hafa þeir svarað
þessu á annan veg.
Það getur þvi orðið skemmra
til þess, en ýmsir kunna að álita
nú aö svokallaðar sögulegar
sættir verði veruleiki og að
italskir kommúnistar geti sagt
kristilegum demókrötum að
fara i slóð skoðanabræðra sinna
á Islandi.
Mikilvæg spurning
Þegar þetta er ritað fer Bene-
dikt Gröndal með umboðið frá
forseta Islands til að mynda
meirihlutastjóm. Sennilega at-
hugar hann aðra möguleika en
áður hafa verið reyndir.
í lengstu lög verður að vænta
þess, að Alþingi reynist fært um
að fúllnægja þeirri skyldu sinni
að mynda meirihlutastjórn. En
mistakist þvi, verður forseti Is-
lands að gripa til sinna ráða.
Þess verður að vænta aö áður
en langur timi liður, renni
kosningahitinn svo af mönnum,
að þeir hugleiði spurninguna
sem Steingrimur Hermannsson
varpaði fram á sjónvarpsfundi
flokksforing janna fyrir
kosningarnar: Ætla Islendingar
að búa sem ein þjóö i landinu
eða ætla þeir að skiptast i illviga
flokka eftir stéttum og lands-
hlutum?
Islendingar verða ekki lang-
h'fir i landinu sem frjáls þjóö,
nema þeir finni til þess á ör-
lagatimum, að þeir þurfa aö
vera samhent þjóð. Slikir ti'mar
eru einmitt nú.
Þ.Þ.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
->á
Ég undirritaður vil styrkja Timann með
þvi að greiða í aukaáskrift
[~j heila [J hálfa á UlánuðÍ
Nafn______________________________________
Heimilisf.
.Sími.