Tíminn - 08.02.1980, Qupperneq 2
!!1<
2
Föstudagur 8. febrúar 1980.
Tengíliður
milli áíengis-
sjúklinga og
aðstandenda
— ný staða við lög*
regluembættið sem
gefur góða raun
FRI— Undanfarna mánuBi hef-
ur Guöfinnur Sigurösson unniö
hjá lögregluembættinu i Reykja-
vik sem nokkurs konar tengiliður
milli áfengissjúklinga og aö-
standenda þeirra i þeim málum
sem lögreglan hefur þurft að hafa
afskipti af. Starfiö var fyrst hugs-
að i tilraunaskyni i fjóra mánuði
en um áramótin var ákveðið að
framlengja starfstima Guðfinns
um óákveöinn tima.
— Ég tel aö þetta hafi gefið
góða raun, sagði Bjarki Eliasson
yfirlögregluþjónn i samtali við
Timann. Guðfinnur hefur unnið
sem tengiliður i sambandi við það
sem unnið hefur verið á vegum
embættisins, það er ráðastafanir
á hæli og s júkrahús auk aðstoðar
við fjölskyldur i þeirra vanda-
málum.
— Það má segja að komin sé
full reynsla á þetta og það er
þægilegra að hafa mann i þessu,
maður var á hlaupum i svona
málum áður og haföi ekki nógu
góðan tima til að sinna þeim. Það
er ekki bdið aö ákveða framhald-
ið á þessu sviði en við höfum full-
an hug á að þessu starfi Guðfinns
veröi haldið áfram.
— Við höfum ávallt haft gott
samstarf við alla þá aðila sem
tengjast þessum málum, lækna,
áfengisvarnasamtök og félags-
málastofnanir en þetta starf
verður ekki unnið nema með góðu
samstarfi okkar við þessa aðila.
Við teljum, sagði Bjarki, að þetta
hafi sannað gildi sitt i gegnum ár-
in og við vonum að svo eigi eftir
að vera áfram.
Gengið fró ljósunum i Listaskálanum fyrir opnunina. Innfeiida myndin: Hannibal Valdimarsson form. stjórnar Listasafnsins, Þorsteinn
Jónsson forstöðumaður safnsins og Árni Guðjónsson form. stjórnar Listaskálans.
Tfmamynd G.E.
Listasafn alþýöu
í eigin húsnæði
FRI — 1 gær var opnaður Lista-
skáli alþýðu að Grensásvegi 16 en
að byggingu hans hafa staðið
rúmlega fjörutiu félög. Listaskáli
alþýöu hf. var stofnað 16 des. 1976
af 25 verkalýðsfélögum, ASÍ og
Listasafni alþýðu. Skálinn er ekki
opinn almenningi fyrst um sinn
þarsem eftirá að ganga frá ýmsu
i kringum hann en opnunin var á
dagskrá i gær þar sem þá átti
Ragnar Jónsson forstjóri 76 ára
afmæli en hann gaf 120 listaverk
1961 sem stofn i alþýðulistasafn.
Hlutafé var upphaflega kr. 40
milljónir, sem var kaupverð fok-
heldrar hæðarinnar að Grensás-
vegi 16 (um 370 ferm.), en það
verður aukið á næstunni. Veru-
legar lánafyrirgreiðslur hefur
safnið fengið fyrir tilstuðlan
Seðlabanka Islands og hjá Al-
þýðubankanum. Nýting salarins
verður fyrst og fremst fyrir
Listasafn alþýðu, en auk þess er
gert ráð fyrir að aðrar listgreinar
fái þar inni. Einnig er gert ráð
brátt
fyrir, að verkalýðshreyfingin geti
haldið fundi sina og ráðstefnur i
þessu húsnasði sem og haft þar
aðrafræðslu- og menningarstarf-
semi.
Sýningar munu hefjast i Lista-
skálanum eins fljótt og ástæður
leyfa og mun fyrsta sýningin
verða á verkum Gisla Jónssonar
alþýðulistmálara en i Listaskál-
anum er hægt að sýna allt að 120
verk i einu.
Auk þess er i framtiðinni fyrir-
hugað að koma á fót kaffiteriu i
Listaskálanum.
Kirkjuskipið I byggingu. Smiöinni hefur miðað verulega hægar en á-
formað var vegna skiptingar safnaðarins.
AM — „Þaö varö okkur mikið á-
fall þegar stór hluti Langholts-
prestakalls var tekinn i Assókn,
og þvi má segja aö kirkjan sé of
stór fyrir þennan söfnuð sem
eftir er” sagöi Vilhjálmur
Bjarnason, formaður
byggingarnefndar Langholts-
kirkju, þegar við spuröum hann
hvernig kirkjubyggingunni mið-
aöi.
Vilhjálmur sagði aö þegar
ráðist var i bygginguna hefði
verið gert ráð fyrir 10 þúsund
manna söfnuði og tveimur prest-
um, en nú telur söfnuöurinn að-
eins um 5000 manns og gjaldend-
ur rúmlega 3000 og prestur að-
eins einn. Þegar þessi skerðing
á sókninni átti sér stað heföi
einnig fjöldi mætra velunnara
kirkjunnar færst úr sókninni.
Miklum hluta kirkjunnar er ó-
lokiö, en verið er að byggja þak
kirkjuskipsins, sem byggt er I
einingum. Þegar þakinu er lokið,
sagði Vilhjálmur að óformað
væri aö hægja á framkvæmdum,
til þess að létta á skuldum og
Landssamtökin LIF OG LAND
halda LISTAÞING að Kjarvals-
stööum helgina 16.-17. febrúar
nk. Verður blandað saman
annars vegar stuttum erindum
(10 minútur) um helstu greinar
þungum vaxtabyrðum sem þeim
fylgja. Safnaöarheimilið, sem
löngu er lokið, er notað til guðs-
þjónustuhalds og mun verða svo
þar til sjálf kirkjan er fullbúin.
lista frá ýmsum sjónarhornum
og hins vegar skemmtiatriöum
ýmissa kunnra listamanna.
Allir sem áhuga hafa á listum
þar á meðal listafólk, stjórn-
málamenn og kennarar eru
Eins og kunnugt er hefur sr.
Arelius Nielsson nú látiö af
starfi sóknarprests og er sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson
þar þjónandi prestur nú.
hvattir til þess aö koma og taka
þátt i störfum þingsins og njóta
skemmtilegrar helgar i hópi
margra fremstu listamanna
landsins.
Fjölmargir innlendir lista-
menn munu skemmta á þinginu
þar á meðal Manuela Wiesler og
Helga Ingólfsdóttir, Þursaflokk-
urinn, Nýlistamenn, leikararnir
Þórunn Sigurðardóttir ogArnar
Jónsson.
Guðmundur G. Hagalfn.
Guömundur 6.
Hagalin
heimsækir BSRB
JH — Guðmundur G. Hagalin rit-
höfundur verður gestur opin-
berra starfsmanna að Grettis-
götu 89 á þriðjudagskvöldið, á-
samt leikurunum Sigriði Hagalin
og Baldvini Halldórssyni á bók-
menntakynningu, sem hefst
klukkan hálf-niu.
Þar segir Baldvinfrá kynnum
sinum af skáldinu, Sigriður les
sögu föður sins, Móðir barn-
anna, og Guðmundur spjallar um
rithöfundarstörf sin og svarar
fyrirspurnum.
Þessi bókmenntakynning er
liður i starfi fræðslunefndar
BSRB. Halldór Laxness hefur
áður komið i slika heimsókn, og
gert er ráð fyrir, aö fleiri komi
síðar.
Þess er vænzt, að félagar i
BSRB fjölmenni og bent skal á,
að þeim er heimilt að taka með
sér gesti.
Loðna tíl
frystingar á
83 kr. kg.
A fundi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins i gær varð
samkomulag um eftirfarandi
lágmarksverð á loðnu á vetrar-
loðnuvertið 1980:
Fersk loðna til frystingar,
hvertkg. kr. 83.00
Fersk loðna til beitu og fryst-
ingar sem beita og fersk loöna til
skepnufóðurs,hvert kg. kr. 35.00
Afhendingaskilmálar eru ó-
breyttir.
Akureyri:
Fótbrotinn
eftir
umferðarslys
FRI — Um hádegisbilið i gær
varð umferðarslys á Hamars-
braut á móts við Asveg. Fullorð-
inn maður varð þar fyrir bil og
mun hann vera fótbrotinn en að
öðru leyti er liðan hans góð.
Hált var á þeim stað er slysið
var.
Endurskimtnerki
á allarbíHuirðw
Listaþing