Tíminn - 22.02.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 22.02.1980, Qupperneq 6
6 Föstudagur 22. febrúar 1980 ' A 1 ii Útgefandi Framsóknarflökkurinn. * Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuil- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald krJ 4.500 á mánuöi. V Blaöaprent.^/ Erlent yfirlit Verður Afganistan hlutlaust ríki? Þetta gengnr ekki Þjóðlegt sjálfstæði og þjóðleg reisn verða ekki metin til fjár. Það skiptir litlu hvort þjóðin býr við góð efnaleg kjör eða slæm i þvi efni. Sambandið milli efnahags og andlegrar og menningarlegrar reisnar og sjálfstæðis er flóknara en svo að þar fylgi hvað öðru fyrirvaralaust. Hitt er ljóst að aðstæður okkar eru með þeim hætti að óhjákvæmilega hlýtur veruleg ábyrgð að hvila á rikisvaldinu um frumkvæði i menningar- málum og fyrirgreiðslu við þá sem vinna að menntum, listum og visindastarfsemi. Það er meðal hlutverka islenska rikisvaldsins að stuðla að sjálfstæðri og þjóðlegri menningu. íslenska rikisvaldið getur ekki með neinu móti verið „hlut- laust” i þvi efni m.a. af þeirri ástæðu að þetta riki var stofnað sem sjálfstætt lýðveldi i þvi skyni að framfylgja og vaka yfir þjóðemislegum og menn- ingarlegum markmiðum. Með þessun orðum er alls ekki verið að gera þvi skóna að rikisvaldið eigi að taka sér forræði yfir menningarlegri starfsemi i landinu, hvað þá að það eigi að segja fyrir um listsköpun eða rann- sóknir. Það hefur verið meginviðhorf stjórnmála- manna að rikið eigi að styðja menningarstarfsem- ina en ekki stjórna henni, og þetta viðhorf er rétt- mætt. Það er á hinn bóginn augljóst að rikisvaldið vikur sér alveg undan skyldum sinum meðan það viðgengst að menningarstarfsemi s.s. safnamál, málefni islenskra lista og visindastarfsemi hlýtur ekki meira en 1% — einn einasta hundraðshluta — rikisútgjaldanna, eins og gera má ráð fyrir að verði á þessu ári samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1980. Hér er ekki aðeins um það að ræða, sem allir munu i reynd sammála um, að rikisvaldinu beri að greiða fyrir andlegri starfsemi i landinu. Hér er hreint og beint um það að ræða að þjóðin ávaxti það pund sem hún hefur tekið að erfðum. Hér er um það að ræða að Island sé sjálfstæð miðstöð andlegrar starfsemi, lista, visinda og menningar, en ekki verstöð ein sem lifir i andlegu tilliti á snöpum og snikjum og hefur alla sina upphefð að utan. Visindastarfsemin er undirstaða þess að lifskjör batni og atvinnulifið dafni. Safnastarfsemin er forsenda þess að þjóðin geti þekkt sjálfa sig af sögu sinni og arfi. Listsköpunin er sjálf kvika þjóð- emisins, hvorki meira né minna en sá spegill sem sýnir þjóðina sjálfri sér, sjálf ávöxtun þess arfs og þiess þjóðareðlis — ef svo mætti kalla - sem heitir islenskt. Og miðlun allra ávaxta menningarstarf- seminnar til almennings er skilyrði þess að hér verði áfram um að ræða þjóðlega heild semnær til Jandsins barna yfirleitt, en ekki tvistring og sundmng sem islenska þjóðin hefur engin efni á, hvað svo sem um aðrar þjóðir kynni að verða sagt að þvi leyti. Það em sjálfsagt margar ástæður til þess að framlög til menningarmála hafa staðnað á svo hraksrnánarlegu stigi i fjárlögum sem raun ber vitni. Og þess verður ekki krafist að umbætur fáist á svipstundu, a.m.k. meðan verið er að ná tökum á efnahags- og rikisfjármálum þjóðarinnar. En hið fyrsta tækifæri verður að nýta til þess að margfalda framlögin til sjálfstæðrar þjóðlegrar menningarstarfsemi á íslandi. Þetta er ekki pen- ingamál og kemur lifskjörum litið við. Þetta er þjóðemismál. Staða þess yrði svipuð og Austurríkis og Finnlands A FUNDI, sem utanrlkisráö- herrar rlkjanna I Efnahags- bandalagi Evrópu héldu I Rómaborg siöastl. þriöjudag, var lýst stuöningi viö þá hug- mynd Carringtons lávaröar, utanrikisráöherra Bretlands, aö komiö yröi á alþjóölegu sam- komulagi, sem tryggöi hlutleysi Afganistans, en jafnhliöa þvi og þaö hafi veriö gert, kveöji Sovétrikin her sinn þaöan. Carrington lávaröur sagöi eftir fundinn, aö hann byggöi þessa hugmynd sína aö vissu leyti á samningnum um Austur- rlki, sem geröur var 1955. 1 lok siöari heimsstyrjaldar- innar var Austurriki skipt I her- námssvæöi milli Sovétríkjanna, Bandarikjanna, Bretlands og Frakklands. Ariö 1955 náöist samkomulag um, aö þessi fjögur rlki kölluöu heri sina heim og Austurríki fengi fullt sjálfstæöi sem hlutlaust riki. Austurrlki hefur siöan fylgt hlutleysisstefnu á þann hátt, aö þaö hefur hvorki hlotiö gagnrýni i austri eöa vestri. I samræmi viö þaö er Austurriki oröiö miö- stöö margra alþjóölegra stofn- ana og leiötogar stórveldanna hafa átt auöveldara meö aö hitt- ast þar en I flestum öörum lönd- um. Má I þvi sambandi minna á, aö þeir Brésnjef og Carter hitt- ust þar á siöastl. sumri. LEIÐTOGAR Sovétríkjanna hafa frá upphafi innrásarinnar I Afganistan lýst yfir þvi, aö þeir ætluöu aö kveöja her sinn strax heim, þegar því ætlunarhlut- verki hans væri ldciö aö tryggja friö i landinu. Slöar hafa þeir lýst yfir þvi, aö þeir myndu kveöja her sinn heim, ef Banda- rlkin, Klna, Pakistan og Iran lýstu þvl, aö þau myndu ekki veita uppreisnaröflum þar liö. Sovétrlkin geta þannig sam- kvæmt fyrri yfirlýsingum kvatt her sinn heim gegn vissum skil- yröum, og þá fyrst og fremst þeim, sem eru nefnd hér á undan. Indira Gandhi hefur lagt til, aö Afganistanmáliö veröi leyst á þeim grundvelli, aö öll riki lofi aö hætta þar hvers konar hernaöarlegum afskiptum. Rússar kalli her sinn heim, en Bandarlkin og Klna og önnur riki hætti aö styöja uppreisnar- menn þar. Sovétrlkin hafa rök- stutt ihlutun sina I Afganistan meö þvi, aö önnur rlki styöji uppreisnaröfl þar og reyni þannig aö kollvarpa stjórn landsins. Þegar allt þaö, sem er greint hér aö framan, er haft I huga, viröist verulegur grundvöllur Carrington lávaröur fyrir lausn Afganistan-málsins á þann hátt, aö framandi riki hætti þar hernaöarlegum af- skiptum I einu eöa ööru formi. Hins vegar er rétt aö gera ráö fyrir þvl, aö þaö geti tekiö sinn tlma aö koma á alþjóölegu samkomulagi um þetta efni og aö þar geti strandaö á fleirum en Rússum. Rússar hafa sýnt þaö I sam- skiptum slnum viö Austurrlki og Finnland, aö þeir geta vel sætt sig viö aö eiga hlutlaus rlki fyrir nábúa, ef þeir treysta þeim til aö fylgja fram hlutleysisstefn- unni. Hvers vegna ætti ekki hiö sama aö geta gilt um Afgan- istan? Ef til viU þætti Rússum eöli- legra I skiptum sinum viö Afganistan aö hafa frekar sam- búö þeirra viö Finnland til fyrir- myndar en sambúöina viö Austurrlki. „ Austurriki haföi þá serstööu, aö þar höföu fjögur rlki her- stöövar og voru eölilegir samn- ingsaöilar. Rússar einir höföu hins vegar herstöö I Finnlandi og niöurlagning hennar geröist meö samningum milU Finna og Rússa einna. 1 lok heimsstyrjaldarinnar sömdu Rússar um þaö viö Finna, aö þeir heföu herstöö á Porkkala, sem er skammt frá Helsinki. Sföan samdist um, aö þeir legöu hana niöur og flyttu allan rússneskan her frá Finn- landi. Eftir slöari heimsstyrjöldina hafa Rússar kallaö her sinn heim frá þremur nágrannarikj- um, þar sem þeir höföu haldiö uppi hernámi um skeiö, eöa frá Austurrlki, Finnlandi og íran, Sovétrlkin og Bandarikin her- námu Iran sameiginlega á heimsstyr jaldarárunum .Rússar hernámu noröurhlutann, en Bandarikin suöurhlutann. ÞAÐ yröi mikill ávinningur fyrirslökunarstefnuna, ef sam- komulag næöist um hlutleysi Afganistan og allri erlendri hernaöarihlutun yröi hætt þar. Þetta eitt nægir þó tæpast til þess aö friövænlegt veröi á þessum slóöum. Þaö yröi ekki siöur mikilvægt spor til trygg- ingar friönum á þessum slóöum, ef samkomulag næöist um friö- lýsingu Indlandshafs, sem m.a. fælist I þvi, aö framandi rlki mættu ekki hafa neinar her- stöövar viö þaö. Friöargæzlan I þessum heimshluta þarf aö vera I höndum rlkjanna, sem byggja hann, án Ihlutunar Bandarlkj- anna, Sovétrlkjanna, Kina og annarra framandi rlkja. Þessi rlki myndu þá mynda eins konar varnarbelti milli risa- veldanna og draga þannig úr hugsanlegum árekstrum þeirra. Menn óttast nú mjög sllka árekstra á þessum slóöum og ekki aö ástæöulausu. En mögu- leikarnir til aö tryggja þar friö eru einnig miklir, ef menn bera gæfu til aö notfæra sér þá. Þ.Þ. JS Getur hlutleysisstefna Kekkonens visaö veginn?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.