Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 12
9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið háskólar
Við Listaháskóla íslands er
unnið að uppbyggingu á
nýju námi og list- og menn-
ingarrannsóknum. Fyrirhug-
að er að bjóða upp á meist-
aranám á næstu árum fyrir
listamenn og fræðimenn í
myndlist, hönnun/arkitektúr,
tónlist og leiklist og er þá
margt óupptalið.
„Þegar hafa skref verið tekin í
átt að þessum breytingum,“ segir
Anna Kristín Ólafsdóttir, for-
stöðumaður háskólaskrifstofu
Listaháskóla Íslands. „Við ætlum
að lengja diplómanám í nútíma-
dansi, sem við byrjuðum með
fyrir tveimur árum í samstarfi
við Íslenska dansflokkinn, úr
einu ári upp í þrjú ár. Þetta verð-
ur í fyrsta sinn sem listdans er
kenndur til fullrar háskólagráðu
hérlendis, sem er mjög mikilvægt
fyrir danslistina á Íslandi. Gagn-
stætt þeim sem hyggja á fram-
haldsnám í klassískum dansi,
munu nemar í nútímadansi eiga
kost á að sækja framhaldsmennt-
unina hérlendis.“
Anna Kristín bendir á að tón-
smíðabrautinni hafi enn fremur
verið breytt á undanförnum árum
og fleiri námsleiðir í boði en áður.
„Búið er að fjölga greinum innan
deildarinnar. Nú er hægt að velja
um almennar tónsmíðar, nýmiðla,
kvikmynda- eða sviðstónlist og
upptökustjórn. Breytingin hefur
vakið mikla ánægju, sem sést á
því að sífellt fleiri sækja um í tón-
smíðar.“
Þá mun Listaháskólinn bjóða
áfram upp á fræði og framkvæmd
innan leiklistardeildar, sem farið
var að kenna fyrir tveimur árum
að sögn Önnu Kristínar. „Þetta
er þriggja ára nám til BA-gráðu,
blanda af fræðilegu og hagnýtu
námi, ætlað öllum sem koma ná-
lægt leiklist svo sem leikstjór-
um, -skáldum og dramatúrgum
nema leikurum. Námið er hugsað
sem undirbúningur fyrir meist-
aranám í einhverju af þessum
fögum. Brautirnar eru því orðn-
ar þrjár innan leiklistardeildar-
innar, þetta nám, dansinn og leik-
listin, og verða nemendur teknir
inn annað hvert ár. Inntaka verð-
ur næst vorið 2008.“
Anna Kristín bætir við að á
stefnuskránni sé að bjóða upp
á meistaranám fyrir kennara í
menntunarfræðum lista, þverfag-
legt meistaranám og kvikmynda-
nám til BA-prófs auk meistara-
náms í öðrum deildum skólans.
Skáldabraut, ljósmyndanám, leik-
húshönnun, kirkjutónlistarnám,
fjölmiðlanám, skartgripahönn-
un og sumarskóli séu líka á meðal
þess sem er í skoðun.
roald@frettabladid.id
Fleiri greinar í boði en áður
Anna Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands, sést
hér í Jarðhúsunum, Ártúnsbrekku, þar sem útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
verður opnuð laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Sýningin stendur til 26. maí og er opin
alla daga frá 12.00 til 18.00. Aðgangur er ókeypis. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHELM
Við Háskólann á Bifröst hefur
verið boðið upp á frumgreina-
nám undanfarin ár fyrir þá sem
hafa verið lengi utan skóla eða
ekki lokið við stúdentspróf.
„Næsta vetur munum við í
fyrsta sinn bjóða upp á nám við
frumgreinadeild í fjarnámi,“
segir Rebekka Rán Samper,
markaðsstjóri skólans. „Við
erum með mjög öfluga frum-
greinadeild í staðnámi en
þetta er í fyrsta skipti sem
við bjóðum upp á það í fjar-
námi svo nú eiga allir að geta
átt annað tækifæri í lífinu. Það
er sama hvar fólk er á landinu
eða í heiminum því það þarf
ekki að vera fyrir framan tölv-
una á ákveðnum tímum. Það er
hægt að hlusta á fyrirlestrana
eins oft og maður vill, aftur
og aftur,“ bætir Rebekka við
en hún segir þá hafa forgang í
deildir skólans sem hafa lokið
frumgreinadeildinni. „Fólk
kemur þaðan mjög vel undir-
búið og hefur staðið sig mjög
vel þótt námið taki aðeins einn
vetur.“
Rebekka segir skólann bjóða
upp á mjög spennandi nám í
grunnnáminu sem heitir HHS.
„Það er hannað að enskri fyr-
irmynd og stendur fyrir heim-
speki, hagfræði og stjórnmála-
fræði. Námið veitir skarpa
innsýn í þjóðfélags- og stjórn-
mál enda sameinum við kosti
þriggja greina,“ segir Rebekka
og bætir því við að námið hafi
gefið mjög góða raun og sé eft-
irsótt. „Þetta er mjög spenn-
andi kostur fyrir ungt fólk sem
vill opna margvíslega mögu-
leika.“ - sig
Frumgreinar í fjarnámi
Rebekka Rán Samper segir grunnnámið HHS vera að sækja mjög í sig veðrið
við Háskólann á Bifröst en það er samsett nám í heimspeki, hagfræði og
stjórnmálafræði.
„Fjöltækniskólinn er í raun og
veru framhaldsskóli en er með
nám sem nær upp á háskóla-
stigið og við kennum á því stigi
líka,“ segir Jón B. Stefáns-
son, skólameistari Fjöltækni-
skólans. „Við höfum verið að
bjóða upp á diplomanám fyrir
fólk sem útskrifast úr starfs-
tengdu námi en það er tveggja
ára nám á háskólastigi. Það má
því segja að við séum nokkurs
konar millistig á milli fram-
haldsskóla og háskóla,“ bætir
hann við.
Jón segir að í raun sé Fjöl-
tækniskólinn að byrja með
fagháskóla en slíka skóla vanti
hér á landi. „Diplomanámið
hentar mjög vel fyrir einyrkja
sem hafa stofnað fyrirtæki í
kringum sína starfsgrein en
hafa ekki nám eða reynslu
að baki í rekstri. Það þarf að
þekkja dálítið af lögfræði, við-
skiptafræði, bókhaldi, hag-
fræði og svo framvegis.“
Diplomanámið er nú kennt
í sjávarútvegsfræðum en
kjósi fólk að ljúka BS-gráðu er
hægt að halda náminu áfram,
til dæmis frá Háskólanum á
Akureyri sem er í samstarfi
við Fjöltækniskólann.
„Fyrir utan diplomanámið í
sjávarútvegsfræðum sem er á
háskólastigi erum við líka með
flugskólann á háskólastigi en
til að verða atvinnuflugmaður
þarf að vera með stúdentspróf
og því flokkast námið undir há-
skólastig,“ segir Jón. - sig
Fagháskóli í
farvatninu
Jón B. Stefánsson skólameistari segir Fjöltækniskólann vera framhalds-
skóla sem teygi sig upp á háskólastigið. Stefnt er að því að gera skólann að
fagháskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA