Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 14
fréttablaðið háskólar 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 INNRITUN www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 75 56 0 5/ 07 Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is „Við verðum með spennandi nýjungar hjá hugvísindadeild næsta ár, meðal annars nám í kínversku, en japanska er þegar kennd við deildina,“ segir Guðrún Birgis- dóttir, alþjóða- og kynningafulltrúi hugvísindadeildar Háskóla Íslands. „Kínverskan heyrir undir Austur- Asíufræði, þar sem fjallað verður um sögu, samfélag og menningu Kína, Japans og Kóreu-ríkjanna tveggja. Þetta er búbót fyrir þá sem vilja komast inn í tungumál og menningu heimshluta sem er ráð- andi í viðskiptaheiminum í dag.“ Að sögn Guðrúnar stendur til að fjölga tungumálum við deildina enn frekar, með því að bjóða aftur upp á rússnesku eftir hlé. „Margir halda að lítið gagn sé af því að kunna rúss- nesku þar sem fáir tali hana,“ út- skýrir hún. „Þetta er hins vegar al- gjör misskilningur þar sem hvorki meira né minna en 145 milljónir manna hafa hana að móðurmáli. Hún hefur því ótvírætt notagildi.“ Fyrir utan þessar nýjungar segir Guðrún fullt af spennandi námi við hugvísindadeild. „Hagnýt menningarmiðlun á framhaldsstigi er gott dæmi, en hún var kennd á síðasta ári og naut þá mikilla vin- sælda. Þetta er 45 eininga meistaranám sem er kennt innan sagn- fræði- og fornleifafræðiskorar. Saga og menning eru tengd saman í náminu og nýjar leiðir í rannsóknum og miðlun þekkingar opnað- ar fyrir nemendum. Áhersla er lögð á að nemendur ljúki miðlunar- verkefnum og kunni skil á fjölþættri framsetningu á efninu. Mögu- leikar hugvísindafólks í miðlum og fræðum eru því margir. Nám við deildina er tvímælalaust gagnlegt. Það elur á vönduðum vinnu- brögðum og skilar fólki út á allar brautir atvinnulífsins.“ roald@rettabladid.is Skilar fólki út á allar brautir atvinnulífsins Guðrún Birgisdóttir segir ýmsar spennandi nýjungar á boð- stólum í hugvísindadeild við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Látrabjarg verður vettvangur sumarnámskeiðs í fuglafræði sem Háskólasetur Vestfjarða heldur dagana 25. til 29. maí. Martha Lilja Marthensdóttir Olsen er þjónustu- og kennslustjóri. „Á námskeiðinu verður fjallað um atferlisrannsóknir og atferlis- gerðir fugla, samskipti einstakl- inga, fuglamerkingar og söfnun lífsýna, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að dvelja við eitt mesta fuglabjarg Evrópu að læra af helstu fugla- sérfræðingum landsins,“ segir Martha Lilja Marthensdóttir, þjónustu- og kennslustjóri við Há- skólasetur Vestfjarða. Hún telur upp sem kennara tvo doktora í dýrafræði, þá Tómas Gunnarsson, forstöðumann Háskólaseturs Snæ- fellsness, og Þorleif Eiríksson, forstöðumann Náttúrustofu Vest- fjarða, og líffræðingana Böðvar Þórisson og Hildi Halldórsdóttur. Martha segir námskeiðið opið bæði lærðum og leikum og tekur fram að það gefi einingar við líf- fræðiskor Háskóla Íslands. Hópurinn mun hafa aðsetur í ferðaþjónustunni í Breiðuvík og þar verða kennslustundir eftir úti- veru dagsins. Nánari upplýsingar eru á www. hsvest.is Fuglafræði við bjargið „Frábært tækifæri fyrir fuglaáhuga- menn,“ segir Martha um námskeiðið sem fram undan er. Dr. Tómas Gunnarsson við jaðrakanmerkingar á Holtsengi í Önundarfirði. MYND/BÖÐVAR ÞÓRISSON Fiskeldisdeildin við Hólaskóla hefur fært út kvíarnar á síðustu árum bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Sjávar- fræðasetrið Verið á Sauðár- króki er til vitnis um það. „Nemendur okkar fá að kynnast nýjungum í fiskeldi og líffræði því þeir taka virkan þátt í rannsókna- og þróunarstarfi. Þannig búum við þá undir fjölbreytt störf á þessu sviði sem er mjög vaxandi í okkar þjóðfélagi,“ segir Bjarni Kristóf- er Kristjánsson, sérfræðingur við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina á Hólum. Sjálfur er hann í doktors- námi í fræðunum. Hann bætir því við að boðið sé upp á sameiginlegt BS-nám í sjávar- og vatnalíffræði á Hólum með líffræðiskor Há- skóla Íslands, auk þess sem unnt sé að bæta við bæði meistara- og doktorsnámi á Hólum. Fiskeldisdeildin við Hólaskóla hefur verið við lýði í áratugi en þróast ört nú á síðustu árum og er sú eina sinnar tegundar á land- inu. Í Sjávarfræðasetrinu Verinu á Sauðárkróki er prýðis aðstaða til rannsókna og kennslu í uppgerðu frystihúsi við höfnina því eftir að deildin tók yfir fiskeldisbraut Há- skólans á Akureyri hefur hún stór- aukið rannsóknarstarf og sérhæf- ingu. En hvað er helst verið að rannsaka? Bjarni Kristófer svar- ar því. „Við höfum til dæmis verið að þróa fóður til notkunar í fisk- eldisstöðvum. Upphaflega var einungis notað fiskimjöl en verð- ið á því er hátt og hér hafa farið fram tilraunir með að blanda það jurtamjöli, til dæmis úr repju. Það hefur komið vel út og lækkað verulega kostnaðinn við fiskeldi.“ Fjölmargir bleikjueldisbændur á landinu hafa fengið sína fiska upphaflega frá Hólum enda hefur bleikjan þar verið kynbætt og þróuð gegnum árin. Bjarni er því spurður hvort aðaláherslan sé enn á bleikjuna. „Það er rétt, við ein- beittum okkur lengi vel að bleikju en nú höfum við bætt þorski og lúðu við. Svo erum við alltaf með hornsíli og líka skrautfiska. Þeir síðastnefndu hafa svo stuttan líf- tíma að við getum gert á þeim rannsóknir á mánuði sem annars tækju ár ef þær væru gerðar á þorski.“ gun@frettabladid.is Skammur líftími skraut- fiska nýttur til rannsókna Bjarni er í fiskifræðunum af lífi og sál eins og sjá má.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.