Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R – Vel lesið Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni *Gallup maí 2006 Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Landsbankinn opnar skrifstofu í Cannes í Frakklandi í sumar. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að 2-3 starfsmenn muni halda utan um útibúið í byrjun. Hlut- verk þeirra verður að bjóða auðmönnum lán út á dýrar fasteignir á frönsku rivíer- unni og á Spáni. Landsbankinn rekur einnig svipaða starfsemi á Marbella á Suður-Spáni. - eþa Landsbankinn í Cannes Íslenskir fjárfestar hafa verið at- kvæðamiklir á sænskum hluta- bréfamarkaði á árinu og fjár- fest grimmt í sænskum stór- fyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hluta- bréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainment. Straumur-Burðarás hefur aukið fjárfestingar sínar á sænska markaðnum um rúma níu millj- arða króna á árinu, í 21 milljarð króna. Meðal þeirra félaga sem Straumur er hluthafi í má nefna Saab, Swedbank, heimilistækja- framleiðandanum Husqvarna og Electrolux auk Net Entertainment. Þá er finnska fjármálafyrirtækið Sampo orðið þriðji stærsti hlut- hafinn í Nordea með 2,3 prósenta hlut. Exista er sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Sampo. Sænski markaðurinn hefur verið á ágætisflugi á árinu, þannig nemur gengishækkun í Electro- lux einu og sér tæpum fimmtíu prósentum. - eþa Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð Íslendingar hafa keypt í Saab, Husqvarna, Electrolux og fleirum. Straumur hefur keypt fyrir 21 milljarð. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur starfs- manni svissneska fjárfestinga- bankans Credit Suisse í Banda- ríkjunum vegna innherjasvika í tengslum við yfirtöku fjárfest- ingafélagsins Kohlberg Kra- vis Roberts á bandaríska orku- fyrirtækinu TXU fyrr á þessu ári. Kaupvirði nam 45 milljörð- um bandaríkjadala, tæpum 2.900 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuld- setta yfirtaka í heimi. Credit Suisse veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mun maðurinn hafa nýtt sér innherja- upplýsingar í hlutabréfaviðskipti með bréf í félaginu. Maðurinn, sem er 37 ára og af pakistönskum uppruna, hafði samband við annan aðila í heimalandinu og festu þeir sér 6.700 framvirka hluti í TXU í febrúar. Gengið hækkaði um 13 prósent við yfirtökuna og nam hagnaðurinn 7,5 milljónum dala, um 480 milljónum króna. Sami maður liggur nú undir grun um að hafa nýtt sér inn- herjaupplýsingar í níu öðrum yfirtökum á fyrirtækjum sem Credit Suisse veitti ráðgjöf um. Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér sekt upp á fimm milljónir dala hið minnsta, um 320 milljónir íslenskra króna, og 20 ára fangelsi. - jab Svik í stærstu yfirtökunni Vaxtaákvörðunardagar eru hjá bæði Englandsbanka og evr- ópska seðlabankanum á morg- un. Greinendur eru sammála um að Englandsbanki hækki vexti til að koma verðbólgu, sem hefur ekki verið hærri í áratug, niður að tveggja prósenta verðbólgu- markmiðum bankans. Reyndar búast flestir við hækkunum á evrusvæðinu á næstunni en hvort 3,75 prósenta stýrivextir fari upp á morgun eður ei er óvíst. Evrópusambandið sendi frá sér uppfærða hagspá fyrir evru- svæðið á mánudag. Spáð er 2,6 prósenta hagvexti á evrusvæðinu á árinu, sem er 0,2 prósentustiga hækkun. Þar af var hagvaxtar- spáin fyrir Þýskaland hækkuð um 0,7 prósentustig í 2,5 pró- sent. Fram kemur í spánni að aukinn hagvöxtur verði knúinn áfram að auknum fjárfestingum fyrirtækja, sem skilar sér í auk- inni eftirspurn. Greiningardeild Kaupþings bendir á að einmitt þetta auki líkurnar á stýrivaxta- hækkun á næstunni hvort sem það verði í sumar eða síðar Talsverðar líkur eru á hækk- un stýrivaxta í Bretlandi. Stýrivextir þar standa í 5,25 pró- sentum en í ljósi 3,1 prósents verðbólgu í mars sem var um- fram væntingar var þrýst á Eng- landsbanka að hann hækkaði vextina hratt, jafnvel í stærri stökkum en hann kýs. - jab Vaxtaákvarðanir í Evrópu á morgunH U G T A K V I K U N N A R INNHERJAR eru þeir kallaðir sem í fyrirtækjum hafa aðgang að trúnaðar- upplýsingum vegna eignaraðildar, stjórnarsetu, aðkomu að rekstri eða annarra tengsla. Þetta fólk hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum sem aðrir á markaðnum hafa ekki. Félög sem skráð eru á markað verða að til- greina hverjir innherjarnir eru. Ef inn- herji í hlutafélagi á viðskipti með bréf sín er þau nefnd innherjaviðskipti og eru ólögleg ef þau byggja á trúnaðar- upplýsingum sem ekki hafa verið tilkynntar með opinberum og viðurkennd- um hætti. Óli Kristján Ármannsson skrifar Glitnir er annar stærsti miðlarinn á norrænum verð- bréfamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins eftir kaupin á finnska fyrirtækinu FIM Group, samkvæmt tölum sem OMX-kauphöllin og Oslóarkauphöllin (Oslo Børs) hafa birt. Þegar horft er til veltu hlutabréfa hefur markaðs- hlutdeild Glitnis aukist úr 0,8 prósentum á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í 6,05 prósent á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, sem er hátt í áttföldun. Mikinn vöxt Glitnis á norrænum verðbréfamark- aði má bæði rekja til innri vaxtar og kaupa á fyrirtækjunum Norse Securities, Fischer Partners og FIM Group, en yfirtökutilboði í FIM Group lýkur núna 16. maí. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni nemur samanlögð markaðshlutdeild Glitnis og FIM á fyrsta fjórðungi ársins 26 prósentum hér á landi, 6,66 prósentum í Finnlandi, 6,28 prósentum í Sví- þjóð, 5,63 prósentum í Noregi og 3,24 prósentum í Danmörku. Frank Ove Reite, framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta Glitnis, segir sterka stöðu á verðbréfa- markaði efla bankann sem leiðandi fjármálafyrir- tæki og leggja grunn að frekari vexti og arðsemi. „Fyrirtækjakaupin hafa aukið við vöruframboð og auðveldað aðgang viðskiptavina Glitnis inn á nor- ræna markaðinn auk þess að opna leið inn á nýja og ört vaxandi markaði. Eftir kaupin á FIM mun Glitnir vaxa og eflast enn frekar á sviði verðbréfa- viðskipta og fyrirtækjaráðgjafar,“ segir hann og bendir á að nú séu 55 fyrirtækjaráðgjafar á vegum Glitnis í fimm löndum, sem efli mjög stöðu bankans á þeim vettvangi innan Norðurlandanna. „Sérfræði- þekking FIM á nýmörkuðum og sterk staða Glitnis á norrænum fjármálamarkaði mun skapa fjölda nýrra tækifæra fyrir bankann,“ segir hann og bætir við að stefna bankans sé að vera áfram í forystusveit veltu- mestu fjármálafyrirtækja á norræna markaðnum. Töluverður gangur hefur verið í norrænum kaup- höllum að undanförnu. Þannig voru í síðasta mánuði slegin nokkur veltumet í OMX-kauphöllunum. Veltu- mesti dagurinn í sögu kauphallanna var 26. apríl. Þá nam veltan 795,5 milljörðum íslenskra króna, en fyrra met var af fyrsta fjórðungi þessa árs, síðan 28. febrúar þegar veltan nam 758,6 milljörðum. Fjöldi viðskipta hefur að sama skapi aukist en á meðaldegi í síðasta mánuði fóru fram um 172 þúsund viðskipti, miðað við 143 þúsund síðustu tólf mánuðina á undan. Frank Reite segir horfur á því að viðskipti haldi áfram að vera lífleg á markaðnum. „Og það kemur sér vel fyrir okkur,“ segir hann glaðbeittur. Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamark- aði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. M A R K A Ð S H L U T D E I L D Í M I Ð L U N H L U T A B R É F A Á N O R Ð U R L Ö N D U M – F I M M S T Æ R S T U Fjármálastofnun Hundraðshlutdeild Skandinaviska Enskilda Banken AB 7,53% Glitnir/FIM 6,05% Morgan Stanley & Co. International 5,99% Carnegie Investment Bank AB 5,83% Svenska Handelsbanken AB 4,44%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.