Tíminn - 04.03.1980, Qupperneq 7

Tíminn - 04.03.1980, Qupperneq 7
Þriöjudagur 4. mars 1980 7 Tollkrít og lækkun vöruverðs Hvernig má lækka verð inn- fluttrarvöru? Hvaöa atriöihafa áhrif á verö innfluttrar vöru? Skoöum eftirfarandi atriöi: 1. kaupverð vöru, f.o.b., I er- lendri höfn (flugelli), 2. flutningskostnaður vörunnar frá iltskipunarhöfn til hér- lendrar uppskipunarhafnar, 3. trygging vöru I flutningum, 4. uppskipun og vörugjöld I upp- skipunarhöfn, 5. geymsla vöru hjá flutningsaö- ila og tryggingar á vöru i þeirri geymslu, 6. meöferö innflutningsskjala I banka og tolli, 7. tollar og önnur innflutnings- gjöld, 8. flutningur vöru frá farmflytj- anda til innflytjanda, 9. verzlunarkostnaöur og sölu- skattur. Þetta eru llklegast allir helstu liöir málsins. Viö fjöllum um þann sföasta i ööru tilefni, en skoöum hina átta. Hvaö þarf til aö ná hagstæö- um samningum um kaupverö vöru hjá seljanda eöa framleiö- anda erlendis? Þetta þarf aö vera fyrir hendi m.a.: a) Aö samkeppni sé á markaöi seljanda og/eöa kaupanda. b) Aö kaupandi geti keypt i magni, sem er seljanda svo hagstætt, aö hann vilji greiöa nokkuö fyrir kaupunum, t.d. veita (magn-) afslátt. c) Aö greiösluskilmálar séu inn- an þeirra marka, sem al- mennt þekkjast I landi selj- anda og valda kaupanda ekki kostnaöi, sem væri umfram viöskiptavenjur I hans landi. Auövitaö reiknum viö þá meö aö kaupandi, eöa innflytj- andinn, geti t.d. álagningar- reglna vegna, aö ógleymdum fjármögnunarþættinum, haldiö uppi eölilegum lager. Allt á kostnað neytandans Nú einföldum viö máliö svolit- iö og gerum ráö fyrir aö samn- ingur viö skipafélög (flugfélög) um „stærri” sendingar, sem féllu e.t.v. betur en aörar aö þeirra flutningaeiningum, gæfu lægri gjöld (hlutfallslega) og svipað gæti oröiö uppi á ten- ingnum meö tryggingar. Viö ræöum ekki hér um lækkun tolla og annarra aöflutningsgjalda: litum bara á þau sem sam- félagseign I þessu spjalli, en úti- lokum hins vegar ekki umræöu um greiösluformiö á þessum gjöldum. Stærsta innflutningshöfn landsins, fyrir almennar vörur, er Reykjavik. Þar má oft sjá á vorkvöldum og sumarkvöldum fólk á gangi eöa akandi viö hafnarsvæöin. Kannski bara til aö njóta kvöldfeguröarinnar „úti viö sundin blá”, kannski llka til aö skoöa og dást aö (eöa undrast) allar þessar stóru og miklu byggingar á hafnarsvæö- unum. „Þaö er nú aldeilis, hvaö mik- iö er flutt inn af vörum og geymt I þessum stóru skemmum”, segir fólk. Og þó vita ekki allir um geymslusvæöin, sem ekki eru á sjálfum hafnarsvæöunum. „Mikiö er nú gott hvaö skipa- félögin eru stöndug, aö geta átt og rekiö þessi mannvirki”, segja menn svo. Hér er þó ekki allt sem sýnist. Skipafélögin eru kannski rlk, — vonandi —, en þau borga ekki rekstur þessara stóru bygginga Þann kostnaö borgar neytand- inn, þú og ég, I hærra vöruveröi en þyrfti aö vera, ef viö kæmust hjá þvl aö „lagera” innfluttar vörur I þessum stóru húsum. Og til viöbótar gætu skipafélögin liklegast oröiö rikari, ef þeir fengju fjármagn laust úr þess- um stóru byggingum, og myndu þá vafalaust auka hagkvæmni annars staöar I rekstri slnum, okkur neytendum til hagsbóta. Þetta var liöur númer fimm, og um hann var sagt I nefndar- áliti 1978: „Geymslutlmi vöru I vörugeymslum á hafnarsvæö- um hérlendis, er 5-6 sinnum lengri en annars staöar (I nágrannalöndum)”. Og viö itrekum: Allt er þetta á kostnaö neytandans meö hærra vöru- veröi. Allt að milljarði 1977 Stóra spurningin er nú: Er hægt aö spara neytendum eitt- hvaö af þessum útgjöldum, eöa þau öll? og hvaö þá meö liöi 4, 6, 7 og 8? Má spara þér og mér eitthvaö þar I vöruveröinu? Svariö er: — Já, vissulega. Þaö má spara okkur stórfé, og þaö sem betra er: Þaö er búiö aö sanna málið. Lítum aftur á. Víst er höfuö- nauösyn aö kaupa hagkvæmt inn, kaupa á góöu veröi, en þaö er ekki siöur nauösynlegt aö hlaöa ekki kostnaöi, — aö ekki sé nú talaö um óþarfa kostnað, I meöferö vörunnar á leiö til inn- flytjandans. Og þar er til eitt Einar Birnir: mikiö töfraorö, enginn hókus pókus: bara — tollkrlt —. 1 nefndarálitinu frá 1978, sem ég minntist á fyrr var sýnt fram á aö miöaö viö verölag Í977, var hægt aö spara meö tollkrit sem hér segir: —á liö 5 300 millj. kr. —á liö 6 300 millj. kr. —I vaxtakostnaöi 200millj. kr. (ath. ekki veröbólguvextir) —vegna minni tjóna 50 millj. kr. (tryggingagjöld) Og viö þetta má bæta 100-150 millj. kr. fyrir ýmislegt annaö sjá t.d. liöi 4 og 8., o.fl., eöa alls 950-1000 milljónir kr. á verölagi 1977. Ég minni á aö hér er aö- eins tekinn hinn beini og reikn- anlegi sparnaöur en ekki margskonar annaö hagræöi. Liggur beint við Meö tollkrit fer vara gjarnan beint frá skipi til móttakanda eöa svo til, og sá hinn sami fær greiöslufrest á aöflutnings- gjöldum, og allur skjalafrá- gangur einfaldast. En þá má auövitaö spyrja: Er þorandi aö lána þessum „innflytjenda- skálkum” tolUnn? og þá I hvaö langan tlma, eöa er hægt aö skilja „sauöi frá höfrum” I inn- flytjendahóp I þessu tilliti? og er ekki óhagstætt fyrir rlkiö aö blöa lengi eftir greiöslu toll- anna? Svör: a) Þaö þarf ekki aö blöa neitt verulega lengur en nú er 1 reynd. Meöalgeymslutlmi vöru I höfn er nú 5-6 vikur. Aætlaöur lánstimi tolls er 60 dagar, þ.e. 8 vikur, eöa auka- biötlmi 2-3 vikur og auövitaö bara I byrjun, þvl aö svo jafn- ar þetta sig út. b) Innflytjendur eru upp til hópa grandvart og skilvlst fólk, og alvanir aö láta ábyrgöir fyrir slnum skuldbindingum, t.d bankaábyrgöir, og bankarnir þekkja þetta fólk. A hinn bóg- inn: Hverjir sjá um greiöslu tollanna I dag? Ætli tollurinn þekki þá ekki pinulltiö? Og hverjir eru I dag stærstir inn- heimtuaöilar söluskatts fyrir rlkiö? Þaö er einmitt verzlun- in —: ætli tollyfirvöld t.d. I Reykjavlk þekki ekki þaö fólk? Eöa meö öörum oröum: Þetta er bæöi vandalaust og hættu- laust. Eitt þúsund milljónir 1977 I hærra innflutningsverði þýöa fimm þúsund krónur á hvert mannsbarn I landinu og á þenn- an kostnaö kemur verzlunar- álagningog söluskattur, segjum 15% I heildsölu, 50% I smásölu og 22% söluskattur. Þaö gera tlu þúsund og fimm hundruö krón- ur. Viö gátum 1977 meö tollkrit sparaö 3ja manna fjölskyldu 30 þús. og 5 manna fjölskyldu, sem er vísitölufjölskyldan, 50 þús., og ekki yröi ég hissa þó aö þess- ar tölur frá 1977 væru núna, þrem árum seinna, nær 75 þús. og 125 þúsund. Ert þú sáttur eöa sátt viö aö henda 75 til 125 þúsundum á ári I þinni fjölskyldu? Ekki ég. HINT veggsamstæður m Húsgögn ^ mnrettmgar simi 86-?oo; - ^ Sjúkraþjá/farí Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra óskar eftir að ráða sjúkra- og iðju- þálfara. Sömuleiðis 2 sjúkraþjálfara til starfa við barnaheimili félagsins i Reykjadal, mánuðina júni/ágúst. Upplýsingar hjá forstöðukonu. Stjórn Styrktarfé/ags /amaðra og fat/aðra EFLVM TIMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- ^tofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að gíró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík É3g undirritaður vil styrkja Timann með því að greiða i aukaáskrift [ j heila [ J hálfa á Hlánuðl Nafn____________________________________________ Heimilisf.--------------------------------------- _____________________________________ Sími

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.