Tíminn - 14.03.1980, Side 3

Tíminn - 14.03.1980, Side 3
Föstudagur 14. mars 1980 Riðuveikin úr Olfusi? HEI — „Ég tel þetta ártíöurs- kennd skrif og mótmæli þvi harB- lega að slegið skuli fram að kind, sem finnst efst uppi i Biskups- tungum, sé e.t.v. úr Fjárborg, án þess að unnt hafi verið að færa nokkrar sönnur á það”, sagði Sigurleifur Guðjónsson einn að- standenda Fjárborgar i Reykja- vik. En Sigurleifur hafði sam- band við blaðið vegna fréttar er höfð var eftir Sigurði Sigurðssyni, dýralækni á Keldum, vegna riðu- veikitilfellis í Úthlið 1 Biskups- tungum. Sigurleifur taldi varla meira en 1% likur á að kindur úr Fjárborg gætu fundist á þessum slóðum og miklu liklegra að ætla að þangað slæddist fé norðan af landi. Varðandi mark umræddrar kindar, sagði hann að verið væri að búa til mark, sem hefði veriö til hér i Reykjavik fyrir mörgum árum, en ekki lengur. Hann væri lika búinn að kynna sér það, að engin skilagrein hefði borist nein- um eiganda fjár f Fjárborg, vegna afurða umræddrar kindar, sem hlyti þó að hafa verið gert ef vitað væri hver átti kindina. Sigurleifur benti hins vegar á, að riðuveiki hafi komið upp i ölfusi árið 1978 og sennilegra væri að þaðan hefði veikin borist austur í Tungur en Ur Fjárborg. I það sinn hefðiReykvikingum lfka verið kennt um, sem aldrei hefði þó tekist að færa sönnur á. Gott verð fyr- ir páskalömb í Danmörku HEI — Austur I Gunnarsholti er veri'ð að gera tilraun á vegum Markaðsnefndar landbúnaðarins, með eldi á lömbum til slátrunar fyrir páska. Ætlunin er að bjóða Dönum þessilömb i páskaveislur. Tilraun þessi er sögð hafa gengið vel til þessa. Samtals ganga 23 ær með 38 lömb, sem þær báru um áramótin. Lömbin fá fóðurblöndu með möðurmjólk- inni og einnig geta þau étiö með ánum töðu og grasköggla. Er vaxtarhraði þeirra sagður svip- aður og vorlamba. Reiknað er með að þau verði milli 8 og 10 kiló er þeim er slátrað. Ekki er búið að semja um endanlegt verö, gert ráð fyrir að þaö verði svipað og aðrir fá á þessum markaði, sem er um 550 kr. danskar eða um 40 þús. kr. Is- lenskar fyrir stykkiö. Það er meira en heildsöluverð á meðal dilkhér heima á núgildandi verði, og mikið hærra en útflutnings- verðþað er fæst fyrir frosið dilka- kjöt erlendis. Að sögn Jóns R. Björnssonar hjá Framleiðsluráði er þarna ekki um stóran markað að ræða. En fáist þetta umrædda verð, telur hann að það gæti verið at- hugandi fyrir bændur að huga að þessu I dálitlum mæli, enda einnig talinn nokkur markaður I Þýskaiandi og kannski viðar. Þá er það að athuga, að þessi mark- aöur er alveg utan við dilkakjöts- sölu á haustin, en að sjáifsögðu minnkaði þaö haustslátrunina, ef hluti ánna væri látinn bera og lömbunum þvl slátrað á öðrum tima. Lömbunum I Gunnarsholti verður slatrað 28. mars og kjötið flutt út ófrosið 31. mars n.k. þar sem þaö verður boðið til sölu hjá Irma i Kaupmannahöfn. Vilhjálmur Lúðvlksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs (fyrir enda borðsins) kynnti fréttamönnum starfsemina og boðaðan ársfund. Aörir á myndinni eru, frá vinstri: Sigurjón Björnsson, frá Raunvis- indastofnun Háskóians, Björn Sigurbjörnsson, Rannsóknastofun landbúnaðarins, Haraldur Asgeirsson, Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins og Sigurjón Arason, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ársfundur Rannsókn- astofnunar ríkisins HEI— Ársfundur Rannsóknaráðs rikisins hefst I dag kl. 14.00 I Háskólabiói. Fundurinn er opinn almenningi, en þar verður fjallað um málefni rannsóknarstarfsem- innar I landinu. En mikilvægt er talið að auka skilning á þvl, að þessi starfsemi geti orðið til gagns fyrir þjóðarheildina. A fundinum verða flutt 5 erindi: Vilhjálmur Lúðviksson, fram- kvæmdastj. Rannsóknaráðs ræð- ir um rannsóknastarfsemina og þjóðarbúskapinn. Björn Sigur- björnsson, forstjóri Rannsóknar- Ársþing F.Í.I. HEI — Ársþing Félags Islenskra iðnrekenda verður haldið aö Hótel Loftleiðum 20. mars nk. Formaður FII Davið Sch. Thor- steinsson og iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson munu flytja ræöur. Auk þess verða flutt tvö erindi. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri flytur erindi er hann kallar „Iðnaður og friversl- un”, og Ingjaldur Hannibalsson, deildarstjóri Tæknideildar FII flytur erindið „Framleiðni og iðn- þróun”, en það efni er nú mjög i brennidepli. Svavar Gestsson fiytur ræðu sina á fulltrúaráðsfundinum I gær. Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga: Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga JSG —- Fundur fulltrúaráðs Sambands islenskra sveitar- félaga hófst I Reykjavik I gær. Aðalmál fundarins er áfanga- skýrsla nefndar á vegum sambandsins sem fjaliar um verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga. Skýrslan fjailar um breyt- ingar á stjórnsýslukerfinu. Við upphaf fundarins i gær fluttu ávörp þeir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra ,og Jón G. Tómasson, formaður Sambands islenskra sveitarfélaga, og fjöll- uðu meðal annars um þá endur- skoðun á verkaskiptingu sem á dagskrá er. Svavar Gestsson sagði i ræðu sinni að hann hygðist beita sér fyrir þvi aö samið yrði frumvarp aö lögum um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga strax og sú nefnd sem nú vinnur aö endurskoðun þessara mála hefði lokið störfum. Stefnt er að þvi að nefndin skili áliti fyrir næstu áramót. Svavar fjallaði ekki um einstakar tillögur sem verka- skiptinganefnd hefur þegar gert, en sagði aðeins að meginniður- staða endurskoðunarinnar þyrfti að veröa sú að „sveitarfélögin verði betri, virkari og umfram allt lýðræðislegri einingar sem veita i senn góða félagslega þjónustu, skapa forsendur fyrir traustu atvinnulifi og laða fram lýðræöislega vitund og virkari þátttöku ibúanna.” Jón G. Tómasson sagði I sinni ræöu að sveitarstjórnarmenn vildu fá aukið svigrúm til sjálf- stæörar fjárhagslegrar ákvörð- unartöku. Hann sagði þá telja „að þeim, sem best þekkja til stað- bundinna verkefna og vanda- mála, megi treysta til að meta aðstæður með hliðsjón af hags- munum heildarinnar á hverjum stað”. stomunar iandbúnaöarins skýrir frá rannsóknum vegna land- græðsluáætlunar 1975-79. Þá verða flutt erindi um 3 einstök athyglisverö rannsóknaverkefni, þ.e. erindi Hákonar Ólafssonar um rannsóknir á áhrifum nátt- úrufars og veðurfars og veðurfars á mannvirkjagerð erindi Sigur- jóns Arasonar um kolmunnatil- raunir 1979 og erindi Sveinbjörns Björnssonar um rannsókn og undirbúning að virkjunum háhitasvæöa. Dr. Chris Davey: Varalitur og smjörlíki — réttlæta ekki grimmilegar drápsaö- feröir á hvölum HEI — „Mörg ykkar kunna að draga i efa tilboö það, sem ég hef gert I þvi skyni aö bæta Islending- um tjón það, sem hlytist af því aö hvalveiðum yrði hætt ér við land með öllu”, segir i opnu bréfi til is- lensku þjóöarinnar frá Dr. Chris Davey, sem nýlega bauð tslend- ingum 400 miilj. kr. I þvi skyni aö þeir hættu hvaiveiöum meö öllu. Féð segist Chris ekki leggja fram sjálfur, heldur myndi þvi safnað frá ýmsum stuöningsaðil- um i Bandarikjunum. Astæðuna segir hann þá helsta, að aö- ferðirnar viö hvaladrápið séu vægast sagt grimmdarlegar, þar sem dauðastrið hvalanna taki oft- ast langan tima. 1 öllum öðrum tilvikum, þar sem dýr séu deydd I hagnaðarskyni, sé þess krafist að það sé gert á hraðvirkan, sárs- aukalausan og mannúðlegan hátt. Annað sé heldur ekki réttlætan- legt, iiema að líf manna liggi við. Þá bendir hann á, að afurðir unnar úr hvölum, svo sem smjör- liki, varalitur, smuroliu og lltiö magn af kjöti, geti ekki réttlætt grimmilegar drápsaðferðir með skutlum. Hafi einhver Islendingur áhuga á frekari vitneskju um þessi mál biður dr. Chris Davey menn að senda sér linu. Utanáskrift hans er Mt. Sinai Hospital, 4300 Alton Road, Florida 33140 USA. Ný stjórn í SVS JSS—Aðalfundur Samtaka um vestræna samvinnu var haldinn fyrir skömmu. A fundinum var m.a. kosin ný stjórn og er hún þannig skipuð: formaðúr: Guðmundur H. Garðarsson, varaformaöur: Björgvin Vilmundarson, ritari: Björn Bjarnason,gjaldker,i: Jón Abraham Olafsson. Meðstjóm- endur eru Asgeir Jóhannesson, Hrólfur Halldórsson, Hörður Einarsson, Jón Hákon Magnús- son, Kristján G. Gíslason og Páll Heiöar Jónasson. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.