Tíminn - 14.03.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. mars 1980
7
Mimm
Trausti Valsson arkitekt:
Flotbrú yfir
H valfj örðinn
er raunhæfur valkostur
þegar hvalveiðistarfsemi
hefur lagst þar niður
Hvalfjörðurinn hefur lengi
verið til óhagræðis fyrir þá sem
fara út á land norðurleiðina.
Krókurinn er um 40 km og tekur
um 40 minútur að aka hann.
Þetta hefur leitt til þess að
tenging yfir fjörðinn hefur oft
komið upp i umræðum. Er
reyndar varla vafi á, að hvergi
mundi á Islandi i dag brú gegna
eins miklu hlutverki.
En hér komum við að vanda-
málinu, sem er það, að þó að
fjörðurinn sé ekki breiöur, er
hann mjög djúpur, sem gerir
það útilokað að byggja brú á
stöplum, sem stæðu á botni.
Þess vegna er aðeins hægt að
brúa hann meö hengibrú, sem
yrði mjög dýr.
Möguleikar á tengingum
Arið 1967 skipaði Alþingi
nefnd, sem skyldi kanna þá
möguleika, sem væru á tenging-
um yfir fjörðinn, bæöi út frá
tæknilegu og kostnaðarlegu
sjónarmiði. Skilaði nefndin áliti
árið 1972.
Möguleikarnir voru eftirfar-
andi:
a) Ferja til Akraness eða yfir
fjörðinn.
b) Brú innarlega eða utarlega i
firöinum.
c) Göng i botni fjarðarins.
d) Malbikaður vegur inn allan
fjörðinn og fram aftur.
Er skemmst frá þvi að segja,
að allir reyndust þessir valkost-
ir vera mjög dýrir, en malbik-
aður vegur fyrir fjörðinn þó
ódýrastur. Mælti nefndin með
þeim valkosti og taldi að 14-15%
afkastavextir yrðu af þeirri
framkvæmd.
Siðan þetta var reiknað út eru
liðin 8 ár og með þeim miklu
hækkunum á bensini, sem hafa
orðið á þeim tima hlýtur hag-
kvæmni þessa valkosts miðað
við hina að hafa minnkað mjög
og heldur væntanlega áfram að
minnka með enn hækkandi
bensinverði. Samt sem áður er
nú verið að undirbúa fram-
kvæmd þessa valkosts.
Rétt er að minna á að ferju-
samgöngur við Akranes voru
bættar nokkuð með nýju skipi.
Þessi úrlausn er þó einnig stöð-
ugt að verða óhagkvæmari
með hækkandi oliuveröi og
borgaði rikið 45 milljónir með
þessari þjónustu siðastliðiö ár.
Eitt af þvi sem geröi brúaval-
kostina mjög dýra var, að
reiknað var með þvi að hafskip
þyrftu að komast inn fjöröinn. A
teikningum, sem nefndin lét
gera af hengibrú, lyftist hún um
40 metra yfir sjó, sem er álika
og háu ibúðablokkirnar á
Laugarásnum.
Þessi forsenda um skipaum-
ferð i firöinum hefur sjálfsagt
einnig valdið þvi, að sá valkost-
ur að byggja flotbrú — sem án
efa yrði mun ódýrari en hengi-
brú — var ekki kannaður.
Valkosturinn flotbrú
Það má ljóst vera, að for-
senda að halda yrði firðinum
opnum fyrir umferð hafskipa,
hefur átt verulegan þátt i þvi, að
tengingarhugmyndir hafa verið
utan skynsamlegra kostnaðar-
marka.
Undirritaður er þeirrar skoð-
unar, að hugsanlega mætti
breyta þessari mikilvægu for-
sendu.
Umferð um fjörðinn er tvenns
konar: hvalveiðiskip á sumrum
og ferðir oliuflutningaskipa til
oliubirgðastöðvarinnar.
Hvað hvalveiðiútgerðina
varðar hefur maður, sem kunn-
ur er málum, látið það álit i ljós,
að hvalveiðiútgerðin muni
leggjast niöur eftir nokkur ár,
enda hafi margar þjóðir gert
áætlanir þar að lútandi.
Þegar athugað er hvers vegna
oliubirgðastöðin er i Hvalfiröi,
kemur i ljós, að það er annars
vegar vegna hvalveiðistarfsem-
innar og hins vegar vegna þarfa
varnarliðsins fyrir oliubirgða-
stöð.
Eftir að hvalveiðiútgerö hefur
lagst niður er það aðeins vegna
hernaðarlegra öryggisþátta, að
oliustöðin yrði að vera þarna
áfram.
Ef að svo telst vera kemur
tvennt til greina, i fyrsta lagi að
leggja oliuleiðslu neðanjarðar
fram i Grundartangahöfn þar
sem oliuskipin yrðu afgreidd,
eða i öðru lagi,- að Bandarikja-
menn borguðu þann aukakostn-
að, sem hljótast mundi af þvi að
gera þannig brúartengingu, að
fjörðurinn héldist skipgengur
vegna sérþarfa þeirra. Ef þessi
valkostur yrði ofan á yrði kostn-
aðarþátttaka þeirra væntanlega
byggingarkostnaður hengibrúar
minus kostnaðarverð flotbrúar.
Tekið skal fram, að hér er
ekki um aronsku aö ræða, þar
sem ekki er verið að tala um að
Bandarikjamenn taki á sig
kostnað vegna okkar íslendinga
heldur það, að við verðum ekki
að sleppa af hagkvæmum brú-
unarmöguleikum vegna sér-
þarfa þeirra og þurfa jafnvel
þeirra vegna að aka um ókomna
áratugi krókinn fyrir Hvalfjarð-
arbotn.
Tölur og tæknileg atriði
Til eru tvær aðalgerðir af flot-
brúm, þ.e. annars vegar brú eöa
stokkur sem flýtur nokkuð undir
yfirborði sjávar og hins vegar
brú, eins og sýnd er á teikning-
unni og flýtur á sjónum.
Ekki eru tök á þvi hér, að
meta hvor gerðin er ódýrari, en
á jarðskjálftasvæðum virðist
seinni kosturinn bjóða upp á
meira öryggi.
Einhver mundi sjálfsagt telja
þaö benda til óhagkvæmni flot-
brúa hversu útbreiðsla þeirra er
litil. En á þessu er sú einfalda
skýring, að þær koma vart til
greina við firði, þar sem þétt-
býli er, þvi að þar eru þá oftast
hafnir. Aftur á móti eru til flot-
brýr i strjálbýlum löndum eins
og Noregi og við þannig lönd
þurfum við að miða vegna likra
aðstæðna. Væri rétt að kanna,
hvort flotbrýr gætu átt við á
fleiri fábyggðum fjörðum hér á
landi.
Rétt er að geta hér eins mikils
hagkvæmniskosts flotbrúa, en
hann er sá, að hægt er að leggja
aðeins aðra akreinina i einu og
fullnýta hana með umferðar-
ljósastýringu.
Við þvi má búast að leysa
verði úr tækniatriðum, sem
verkfræðingar eru óvanir. Má
þar nefna átök á brúna vegna
strauma og vinda. Hugsanlega
má finna leiöir til að gera þenn-
an tæknilega vanda viðráðan-
legri, eins og t.d. með að hafa
flothylkin straumlínulaga og
láta brúargólfið standa á súlum,
sem lyftu þvi nokkuð yfir yfir-
borð sjávar, en með þvi mundu
loftstraumar klofna auðveldar á
yfirbyggingunni.
Til gamans má varpa fram
þeirri spurningu, hvort hægt
væri að nota gamla skips-
skrokka, — t.d. hvalbáta — sem
flothylki.
Hér skulu að lokum nefndar
nokkrar tölur til að gefa vis-
bendingu um sparnað af fram-
kvæmdinni:
Um Hvalfjörðinn fara nú um
7200 bílar á ári. Ef reiknað er
með styttingu i akstursvega-
lengd hvers bils um 40 km og
kostnað á hvern ekinn km 100
krónur yrði sparnaður á ári um
35 milljónir. Viö þetta bætist
siðan kostnaður rikisins vegna
reksturs Akraborgar 45 mill-
jónir, sem gera þá 80 milljónir á
ári. Beinn þjóðhagslegur
sparnaður yrði þvi um 800
milljónir á 10 árum.
1 þessari tölu er ekki reiknað
með sparnaði þeirra, sem nú
fara með ferjunni, afskriftum af
kaupverði ferjunnar, hugsan-
legri hækkun á eldsneyti bila og
ferju, aukningu i umferð svo og
vöxtum og vaxtavöxtum af
þeim upphæðum sem sparast á
timabilinu.
Reykjavik 28. febr. 1980
Sjálfboðaliðar hringi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
ReykjavEk, á venjulegum skrif-
tofutima.
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öllum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.