Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 1

Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 1
Tæp 35 prósent vilja að Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking myndi ríkisstjórn. Frá því að Fréttablaðið hóf að spyrja þess- arar spurningar í ágúst á síðasta ári, hefur ekki verið meiri stuðning- ur við ríkisstjórn þessara tveggja flokka. Mestur varð stuðningurinn við slíka stjórn viku fyrir kosning- ar, 14,5 prósent. Þetta er einnig í fyrsta sinn frá því í ágúst sem fleiri vilja aðra stjórn en áframhaldandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf hefur aðeins dalað síðan 5. maí, úr 36,7 prósent- um í 32,4 prósent. Tæp 19 prósent vilja að Fram- sóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn myndi ríkisstjórn, en fyrir kosningar var stuðningur við slíka þriggja flokka stjórn óveru- legur. 14,3 prósent segjast vilja rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem er sama hlutfall og mældist 5. maí. Nokkur munur er eftir búsetu á því hvaða ríkisstjórn fólk vill. Þannig er meiri stuðningur við stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis- flokks á höfuðborgarsvæðinu, 40,1 prósent, en á landsbyggðinni, 26,6 prósent. Flestir á landsbyggðinni vilja hins vegar áframhaldandi ríkis- stjórnarsamstarf, eða 36,3 prósent, en stuðningur við slíka stjórn á höf- uðborgarsvæðinu er 29,8 prósent. Ef svörin eru greind eftir því hvaða flokk svarendur sögðust hafa kosið á laugardag, vilja 80,3 prósent framsóknarfólks áframhaldandi ríkisstjórn. Rúmlega helmingur sjálfstæðismanna vill halda ríkis- stjórninni en þriðjungur vill stjórn með Samfylkingu. Tæplega 70 prósent samfylking- arfólks vilja að flokkurinn fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki, en tæp 30 prósent vilja ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Rúmlega helm- ingur kjósenda Vinstri grænna vill hins vegar stjórn með Samfylkingu og Framsóknarflokki, en rúmlega þriðjungur vill stjórn með Sjálf- stæðisflokki. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri þriðjudag- inn 15. maí og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn? 74,5 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. 67% 36% 31% Fr é tt a b la ð ið Fr é tt a b la ð ið M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið Miðvikudagur B la ð ið B la ð ið 30 10 20 40 0 50 60 80 70 Hjónin Þorgrímur Kristjánssonog Þuríður Þórðardóttir rekahótel í Ölpunum. „Hótelið kallast Skihotel Speier-eck og er í litlu fjallaþorpi, SanktMichael, 100 km suður af Salzburg.Við erum á Alpahryggnum í sól-ríkasta hluta Austurríkis,“ útskýr-ir annar eigendanna, ÞorgrímurKristjánsson, hress í síbæti og hægt að leigja sér fjallahjól.Fólk getur alltaf haft viðkomu í veitingaskálum, sem eru allt umkring, og fengið sér hressingu.Hér fást heimagerðar gúllassúp-ur, ostar, pylsur og speck, sem er vindþurkkað svína- og nautakjöt.Þá er hægt að fara í útreiðatúrariver-rafting fjall kl DREKINNWUSHU FÉLAG REYKJAVÍKSkeifunni 3j · Sími 553 8282www.heilsudrekinn.is Kennari: Meistari Zhangeinkatímar og hópatímar Tau lo Tai jí Skráninger hafin Upp hefur komist um unga konu sem hefur stund- að árum saman að svíkja út ávanabindandi lyf, parkódín og SEM-mixtúru sem hvort tveggja inniheldur kódein, á stolna kenni- tölu. Lögreglan handtók konuna í Árbæjarapóteki á föstudag, þegar hún var að sækja skammt af verkjalyfinu parkódín. Bannað er að hringja inn í apó- tek ávísun á kódeinlyf, svefnlyf og róandi lyf, til að draga úr hættunni á að fólk misnoti þau. Lyfseðlana má hins vegar senda í símbréfi, sem var gert í þess- um tilvikum. Gunnar Ingi Gunnarsson, yfir- læknir heilsugæslunnar í Árbæ, sagði að mistök í skráningu hefðu orðið þess valdandi að konan komst upp með að fá kód- einlyfjum ávísað af og til frá árinu 2004 þar til í síðustu viku. Í eitt skiptið hafi samskipti læknis og hennar verið skráð ranglega sem stofukoma. Læknar hafi kannað fyrri skráningar og séð að viðkomandi hafi komið á stofu. „Grunur um misferli vaknar svo hjá ritara stöðvarinnar þegar konan hringir í síma þar sem lyfjaendurnýjanir fara fram,“ útskýrir Gunnar Ingi. „Ritarar taka þá við beiðni sjúklinga og skrifa niður endur- nýjunarbeiðni þeirra sem eru í reglubundinni lyfjameðferð. Rit- arinn sem fékk þessa upp- hringingu fór að kanna hvort viðkomandi hefði fengið þessi lyf áður, sá að hún var ekki skráð, gerði athugasemd og hringdi í hana. Þá kom í ljós að konan sem á kennitöluna hafði aldrei hringt. Við brugðumst við og skipulögðum það þannig að sú sem að svindlinu stóð var hand- tekin þegar hún kom að sækja lyfin í apótekið.“ Gunnar Ingi segir þetta vera í annað sinn sem uppgötvist í Heilsugæslunni í Árbæ að með kerfisbundnum hætti hafi verið notuð stolin kennitala til þess að endurnýja lyf. Sveik út lyf á ranga kennitölu Markaðsvirði Actavis hefur sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Þegar Balkanpharma var keypt árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Eftir yfirtökutilboð Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í síðustu viku rauk virði félagsins yfir 290 milljarða íslenskra króna. Frá árinu 1999 hefur Actavis ráðist í yfirtökur fyrir sem nemur um 164 milljörðum króna. Hluthafar geta verið ánægðir með ávöxtun bréfa sinna fram að þessu, þótt framhald verði ekki þar á nái Novator takmarki sínu. Bréf þeirra hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent árlega frá 1999. Markaðsvirðið sjötíuogfimmfalt 26 79 / IG 01 Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun hjól Reka hótel í Ölpunum Ár svínsins til óhappaBrauð gleður geiturnar landbúnaðurMIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 35% vilja stjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks Flestir vilja ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í nýrri könnun Fréttablaðsins. Stuðningur við slíka stjórn eykst úr 14,5 prósentum í 34,7 prósent. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks dalar aðeins frá því fyrir kosningar, var 36,7 prósent en er nú 32,4 prósent.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.