Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 4

Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 4
 Tveir karlmenn, sem ákærðir hafa verið fyrir að standa að stórfelldu smygli á kókaíni hingað til lands, voru í gær dæmd- ir til að sæta áfram gæsluvarð- haldi til 11. júní. Annar mannanna, sem er um fer- tugt, gerði tilraun til að smygla inn mesta magni af kókaíni sem reynt hefur verið að smygla til landsins á einu bretti. Um var að ræða tæp fjögur kíló af kókaíni og lítilræði af amfetamíni falið í Mercedes Benz Sprinter bíl sem fluttur var inn frá Cuxhaven í Þýskalandi með flutningaskipinu Helgafelli. Tollgæslan í Reykjavík fann efnin 11. nóvember, vandlega falin í bílnum. Lögregla fjarlægði þau og setti gerviefni í staðinn. Bíllinn var ekki sóttur fyrr en 7. febrúar og maðurinn handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var skráður sem viðtak- andi bílsins. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins hefur mað- urinn áður setið í fangelsi erlendis fyrir fíkniefnabrot. Hinn maðurinn sem gæsluvarð- hald var framlengt yfir í gær aðstoðaði félaga sinn við að fjar- lægja fíkniefnin, sem þeir töldu vera, úr bifreiðinni. Síðan tók hann þau í sína vörslu í því skyni að afhenda þau til söludreifingar. Kókaínsmyglarar áfram í haldi Nálægt fimm prósent unglinga í framhaldsskólum á Íslandi viðurkenna að hafa beitt einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri samstarfsrannsókn Háskólans í Reykjavík og Landspítalans sem unnin var í samstarfi Barna- verndarstofu og fleiri aðila. Meg- intilgangur hennar var að kanna bakgrunn þeirra unglinga sem beita kynferðisofbeldi. Þátttakendur voru rúmlega níu þúsund og af þeim fjölda játuðu rúmlega tvöhundruð drengir mis- notkunina en um 130 stúlkur. „Niðurstöðurnar eru sláandi, en þó í samræmi við þær tölur sem við höfum séð í rannsóknum annarra landa,“ segir Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur, sem mikið hefur unnið með ungling- um sem gerst hafa sekir um kyn- ferðislegt ofbeldi og er einn þeirra sem stóðu að rannsókn- inni. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessum upplýsing- um með einhverju móti hið fyrsta. Í ljós kom að drengir sem sögðust hafa misnotað aðra kyn- ferðislega voru rúmlega tíu sinn- um líklegri en aðrir til að hafa sjálfir orðið fyrir kynferðislegri misnotkun en stúlkur átta sinn- um líklegri. Niðurstöðurnar gefa því sterklega til kynna að alvar- leg áhrif kynferðislegrar mis- notkunar geti þróast út í afbrigði- lega kynhegðun hjá unglingum og gætu niðurstöðurnar nýst mjög í endurhæfingu kynferðis- brotamanna. „Það er einnig mjög mikilvægt að fræða unglinga betur um hversu alvarlegar afleiðingar brotin geta haft á þolendur. Þetta á sérstaklega við um drengi sem læra það af klámi að með konur megi fara hvernig sem er,“ segir Jón Friðrik. Skýringar á því hve hátt hlutfall stúlkna játar að hafa misnotað aðra segir hann ekki kunnar. Mun færri rannsóknir hafi verið gerðar í tengslum við brot kvenna en Jón Friðrik segist ekki muna eftir tilfelli þar sem kona hafi verið dæmd fyrir slíkt brot hér á landi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stí- gamóta, segir hátt hlutfall stúlkna sem segist hafa beitt kynferðis- legu ofbeldi koma sér á óvart. „Án þess að ég vilji draga úr alvarleika þessara niðurstaðna þá held ég að þetta kalli á þá spurn- ingu hvort kynin skilgreini þessi atriði á sama hátt,“ segir Guðrún en tekur fram að enn hafi hún ekki séð þessa rannsókn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Vestmannaeyjar í gær. Með honum í för voru Helgi Tómasson, stjórnandi San Fransisco-ballettsins, og eigin- kona hans, Marlene. Hópurinn kom víða við í heimsókn sinni en dagskráin endaði með því að forsetinn opnaði nýja sýningu þar sem þess er minnst að 380 ár eru liðin frá Tyrkjaráninu 1627. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, leysti forset- ann og Helga út með góðum gjöfum, fengu þeir geisladiska með lögum Oddgeirs Kristjáns- sonar. Var leystur út með diskum „Það liggur ljóst fyrir að bæjarstjórn mun ekki á þessu kjör- tímabili hafa forgöngu um að taka til afgreiðslu nýja deiliskipulags- tillögu vegna stækkunará- forma Alcan í Straumsvík,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, um fyrir- spurn bæjarfulltrúa Vinstri grænna. Hún vitnaði til orða Lúðvíks í Viðskiptablaðinu um að ekkert útilokaði að Alcan legði málið aftur fram. Guðrún vildi fá úr því skorið hvort Lúðvík væri að ganga á bak þeirra orða sinna að niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar um stækkunina væri bind- andi. Alcan má gera nýja tillögu Norski fjármálaráð- herrann Kristin Halvorsen greindi frá því í gær að auknar tekjur ríkissjóðs gerðu ríkis- stjórninni kleift að auka ríkisútgjöld í ár en minnka um leið notkun olíugróðans í ríkisfjármálunum. Endurskoðuð fjárlög Noregs hækka ríkisútgjöldin í 716,7 milljarða norskra króna, andvirði 7.525 milljarða íslenskra, sem er hálfs pró- sentustigs hækkun frá því fjárlögin voru samþykkt í fyrra. Gert er ráð fyrir sem svarar 3.549 milljarða króna afgangi af fjárlögum ársins. Góðæri hækk- ar ríkisútgjöld Þeir fjórir umsækj- endur um embætti ríkissaksókn- ara, sem eftir eru, vænta nú símtals frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að dómsmálaráðherra muni hringja persónulega í umsækj- endurna Brynjar Níelsson, Egil Stephensen, Jón H.B. Snorrason og Sigríði Friðjónsdóttur og tilkynna hverju fyrir sig hver muni hreppa hnossið. Áður hafði Jóhannes Rúnar Jóhannesson dregið umsókn sína til baka þar sem hann taldi að embættinu væri þegar ráðstafað. Bíða þess að Björn svari Fórnarlömb líklegri til að verða gerendur Nálægt fimm prósent unglinga hafa beitt kynferðisofbeldi. Jón Friðrik Sigurðs- son sálfræðingur segir að fræða þurfi unglinga um afleiðingar misnotkunar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.