Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 6
Um 34 prósentum fleiri innlendar fréttir birtast á fréttasíðunni Vísir.is en hjá helsta samkeppnisaðilanum, Mbl.is. Á Vísi birtust 1.710 innlendar frétt- ir á tímabilinu 15. mars til 15. apríl en á sama tíma birtust 1.274 innlendar á Mbl.is. Samkvæmt könnun Fjölmiðla- vaktarinnar birtast einnig fimmt- án prósentum fleiri erlendar fréttir á Vísi, eða 1.051 á móti 912 á Mbl.is. Alls birtist 2.761 frétt á Vísi á tímabilinu, eða 86,3 fréttir á dag. Þær voru 68,3 á dag á Mbl.is. „Okkur hefur lengi grunað að Vísir.is væri ekki bara iðulega fyrstur með fréttirnar, heldur væri hann líka að birta fleiri frétt- ir en samkeppnisaðilarnir,“ segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri Vísis. „Vísir.is hefur verið að styrkja fréttaþjónustu sína verulega und- anfarna mánuði og við vefinn starfa nú á annan tug frétta- manna,“ segir Þórir og bætir við að á vefnum megi til dæmis sjá beinar útsendingar af mörgum fréttaviðburðum, innanlands sem utan. Þess skal getið að Fréttablaðið er í samstarfi við Vísi.is og birt- ast þar einnig fréttir úr blaðinu. Flestar fréttir birtast á Vísi.is „Bæjarráðið hefur fullan skilning á þessum mála- rekstri íbúanna,“ segir Gísli Ein- arsson, bæjarstjóri á Akranesi, um mótmæli 602 íbúa vegna ólyktar af fiskimjölsvinnslu og hausaþurrkun. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær átti bæjarráðið fund með fulltrúum óánægðu íbúanna í síðustu viku. Á þeim fundi voru einnig fulltrúar heilbrigðisnefnd- ar Vesturlands og Umhverfis- stofnunar og óskaði bæjarráðið eftir umsögnum frá þeim. „Það eru þessi faglegu vinnu- brögð sem þetta gengur eftir. Ég reikna með að þeir sendi okkur svör eftir helgina og við þurfum að taka ákvarðanir í framhaldi af því. Við virðum skoðanir íbúanna og við vitum að það sem þessir 602 undirrituðu var engin vit- leysa. Það var virkileg ástæða til að kvarta,“ segir bæjarstjórinn. Að sögn Gísla var ólyktin hvað verst í bænum fyrr á þessu ári þegar verið var að bræða bein og kolmunna hjá HB Granda. „Mín persónulega skoðun er sú að það var gersamlega óþolandi fnykur þessa daga. Það var ekki einu sinni hægt að aka í gegnum bæinn án þess að vera mengaður af lykt- inni,“ segir bæjarstjórinn. Bræðslu kolmunna og beina hafði verið hætt á Akranesi en var tekin upp aftur á vertíðinni í vetur sem leið. Krafa íbúanna er sú að HB Grandi hætti bræðslu beina og kolmunna í bænum. Þá vilja íbúarnir að hausþurrk- un Laugafisks verði flutt á skipu- lagt iðnaðarsvæði fyrir utan bæinn því ekkert verði ráðið við óþefinn. Bæjarstjórinn segir stöðuna hjá Laugafiski hafa batn- að. „Ástandið hefur lagast hjá Laugafiski eftir að þeir fóru að vera með ferskara hráefni,“ segir Gísli og vísar þar til að áður hafi brunnið við að fyrirtækið væri að vinna úr úldnu hráefni. Gísli játar að umræddur rekst- ur sé mikið hagsmunamál. „En það breytir ekki því að þetta ástand var óþolandi,“ segir hann. Ásgrímur Kárason, verk- smiðjustjóri hjá Laugafiski á Akranesi, sagðist ekkert hafa um málið að segja og vísaði á Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, forstjóra fyrirtækisins. Ekki náðist sam- band við Ingu Jónu sem er erlend- is. Hjá HB Granda var vísað á Vil- hjálm Vilhjálmsson, yfirmann uppsjávardeildar. Ekki náðist í hann heldur. Lyktin var óþolandi segir bæjarstjórinn Gísli Einarsson bæjarstjóri Akraness segir íbúa hafa ærna ástæðu til að kvarta undan ólykt í bænum. Hún hafi verið gersamlega óþolandi. Bæjaryfirvöld fái faglegar umsagnir um málið í næstu viku og taki ákvarðanir í framhaldi af því. „Það var ekki einu sinni hægt að aka í gegnum bæinn án þess að vera mengaður af lyktinni.“ Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að óstöðugleiki sé í pöddulífinu. Farið sé að vora mun fyrr en fyrir tíu árum og gróður rjúki upp sem aldrei fyrr en skordýrin séu ekkert að flýta sér. „Það er dálítið erfitt að átta sig á þessu. Hver tegund hefur sína lífshætti, hunangsflugan er til dæmis óvenjusein, merkilegt nokk, þrátt fyrir þokkalegt ástand. Ég átta mig ekki á geitungunum, þeir eru farnir að sýna sig en í mjög litlum mæli. Ég bíð enn eftir deginum eina sem margir vakna. Mér sýnist hann ekki kominn ennþá,“ segir hann. Erling hefur á tilfinningunni að einhver óróleiki sé yfir skordýralífinu. „Það er eins og lífríkið geri sér ekki alveg grein fyrir því hvernig það eigi að bregðast við vorinu. Maður áttar sig ekki alveg á því hvað er að gerast í þessu veðurfari,“ segir hann. Dagurinn sem geitungar hafa farið á stjá hefur oftast verið kringum 20. maí en Erling segir að búast hafi mátt við að hann færðist fram og fyrir þremur árum hafi hann verið 10. maí. Ómögulegt sé að segja hvenær þetta verði í ár. „Það er ekki okkar mannanna að ákveða það. Lífverurnar ákveða það sjálfar. Það er eitthvað að gerast og erfitt að spá í það. Það er einhver óróleiki í kerfinu.“ Erling segir að grenitré komi brún undan vetri vegna sitkalúsar. Fulltrúar Evrópuþings- ins og ríkisstjórna aðildarríkja Evrópusambandsins komust í gær að samkomulagi um að setja þak á reikigjöld í farsímaþjónustu, í því skyni að takmarka kostnað Evrópu- búa sem nota síma sína á ferðalögum utan heimalandsins. Ákveðið var að þakið yrði 0,49 evrur á mínútu fyrir að hringja símtal erlendis og 0,24 evrur fyrir að taka við símtali. Farsímafélögin hafa barist hatrammlega gegn reglugerð- inni, sem nú bíður endanlegrar samþykktar Evrópuþings og ráðherraráðs, en hún getur leitt til allt að sjötíu prósenta lækkunar á reikigjöldum. Samkomulag um þak á gjöld Lórítín® – Kröftugt ofnæmislyf Notkun: Skömmtun: Frábendingar: Varúðarreglur: Aukaverkanir: H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 4 0 0 3 Ætlar þú að heimsækja Kára- hnjúkavirkjun í sumar? Sækir þú viðburði Listahátíðar?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.