Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 8
 Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið dæmdur í árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðs- bundna, fyrir að hafa stefnt lífi sjálfs sín og annarra í augljósa hættu með ofsaakstri um götur Reykjavíkur undir áhrifum fíkni- efna í febrúar síðastliðnum. Maðurinn ók undan lögreglu í náttmyrkri og rigningu á allt upp undir fjórföldum hámarkshraða þegar verst lét, yfir umferðareyjur, á öfugum vegarhelmingi og utan í kyrrstæðan bíl. Fjórir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni undir það síðasta og stöðvaði maðurinn ekki fyrr en lögregla ók á bíl hans. Maðurinn stofnaði lífi sínu, lög- reglumanna, tveggja farþega sem í bílnum voru og annarra ökumanna í augljósa hættu með aksturslagi sínu. Hann var undir áhrifum am- fetamíns og kannabisefna við akst- urinn, auk þess sem hann hafði drukkið áfengi fyrr um kvöldið og hafði ekki gild ökuréttindi. Ökuníðingurinn hefur fimmtán sinnum áður verið fundinn sekur um hegningar-, umferðar- og fíkni- efnalagabrot, á tímabilinu frá febrúar 2004 fram í september síð- astliðinn, þar af samtals sextán mánaða fangelsi fyrir þrjá dóma frá september 2005. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar með broti sínu og voru eftirstöðvar þess dóms gerðar upp í málinu. Maðurinn var því dæmdur í árs fangelsi, níu mán- uði skilorðsbundna, og til greiðslu 300 þúsund króna sektar. Þá var hann sviptur ökuleyfi í tvö ár. Dómurinn er með þeim þyngri sem fallið hafa fyrir brot af þessu tagi, þótt horfa verði til skilorðsrofs og sakaferils mannsins. Daði Kristj- ánsson, sem sótti málið fyrir hönd lögreglu, segir dóminn þó ekki hafa verið óvenjuþungan, sérstaklega með tilliti til skilorðsrofsins. Dóm- urinn hafi verið innan refsiramm- ans en sektin og löng ökuleyfis- sviptingin gefi alvarleika málsins skýrt til kynna. „Það er stefna okkar að taka mjög alvarlega brot þar sem menn hafa sýnt af sér hegðun sem þessa,“ segir Egill Bjarnason, yfirlögreglu- þjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stofnaði fjölmörgum mannslífum í hættu Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðs- bundna, fyrir að stofna lífi sínu, farþega sinna, annarra ökumanna og lögreglu- manna sem eltu hann í augljósa hættu með ofsaakstri undir áhrifum lyfja. Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa, í starfi sínu sem fanga- vörður í ágúst í fyrra, gerst sekur um fíkniefnabrot í opinberu starfi, þegar hann smyglaði 240 grömmum af hassi og um 30 grömmum af amfetamíni inn á Litla-Hraun. Refsifanginn Mikael Már Pálsson hlaut fjögurra mán- aða fangelsisdóm, þar af tvo mán- uði skilorðsbundna, fyrir að skipuleggja innflutninginn og taka á móti efnunum. Fangavörðurinn fyrrverandi hugðist skilja efnin eftir í fanga- klefa Mikaels Más. Áður en kom til þess varð fíkniefnahundur var við eitthvað misjafnt og framvís- aði vörðurinn þá efnunum við yfirmann sinn. Maðurinn er einn- ig dæmdur fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið á móti hundrað þúsund krónum í reiðufé frá Mikael Má kvöldið áður, smyglað þeim út úr fangelsinu og afhent þau öðrum. Mun honum hafa verið ljóst að féð var söluágóði fíkniefna. Maðurinn bar því við að hann hefði verið undir miklum þrýstingi frá föngum í fangelsinu og óttast um hag sinn. Sá vitnis- burður fékkst staðfestur. Mikael Már var dæmdur fyrir að skipuleggja smyglið til að geta notað og dreift efnunum í fang- elsinu. Hann var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi síðasta sumar fyrir að hafa sent þrjá tvítuga pilta utan til að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins, og að hafa sjálfur smyglað hingað tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Ráðamenn í Moskvu og Washington hafa sammælst um að gæta orða sinna í því skyni að bæta samskiptin milli landanna. Þetta sagði rússneski utanríkisráð- herrann Sergei Lavrov eftir að hin bandaríska starfssystir hans Cond- oleezza Rice átti fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. „Forsetinn tók undir þann skiln- ing Bandaríkjamanna að þörf væri á að gæta orða sinna í opinberum yfirlýsingum og einbeita sér að þeim verkefnum sem fyrir liggja,“ sagði Lavrov, sem einnig tók þátt í fundinum. „Ég slæ ekki um mig með frösum eins og „nýtt kalt stríð“,“ sagði Rice fyrir fundinn, og var þar að vísa til nýlegra orða Pútíns um meint dramb Bandaríkjamanna. Þýski utanríkisráðherrann Frank-Walter Steinmeier átti líka fund með Pútín í gær í von um að geta hindrað að deilumál Rúss- lands og Evrópusambandsins ver- snuðu enn og spilltu fyrir horfum á að samkomulag næðist í viðræð- um um endurnýjun samstarfs- samnings Rússlands og ESB, sem reyna á nýja atlögu að á föstudag. „Báðir aðilar eru áhugasamir um að útkljá það sem okkur grein- ir á um og að leyfa ágreiningsefn- unum ekki að verða að meiriháttar pólitískum árekstrum,“ sagði Steinmeier, en Þjóðverjar gegna nú formennskunni í ESB. Sýni gætni í yfirlýsingumTollskýrslugerð Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna. Kynntar eru helstu reglur er varða innflutning, innflutnings- takmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunar- samningar og notkun tollskrárinnar. Lengd: 21 std. og er boðið uppá morgun- og kvöldnámskeið. Verð: 28.000.- Sérútbúin kennslubók og ítarefni innifalið. Morgunhópur. Kennsla hefst 18. maí og lýkur 25. maí. Kennt er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8.30 - 12. Kvöld og helgarhópur: Kennsla hefst 19. maí og lýkur 26. maí. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18 - 19.30 og laugardaga kl. 9 - 12.30. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.