Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 16
Hugmynd Ögmundar Jón-
assonar og annarra um að
Framsóknarflokkurinn
verji minnihlutastjórn VG
og Samfylkingarinnar falli
er nýlunda í íslenskum
stjórnmálum. Áþekk stjórn
hefur aldrei starfað í land-
inu.
Þó að hugmyndin hafi svo gott
sem verið slegin út af borðinu er
athyglisvert að hún hafi komið
fram. Ekki er hefð fyrir minni-
hlutastjórnum á Íslandi en slíkt
stjórnarmynstur er algengt í
stjórnmálasögu hinna Norðurland-
anna. Fjórar minnihlutastjórnir
hafa starfað á Íslandi en á allt
öðrum forsendum en hefðbundnar
minnihlutastjórnir sem ætlað er
að fara með landsstjórn.
Fyrsta íslenska minnihluta-
stjórnin starfaði undir forsæti
Ólafs Thors, formanns Sjálfstæð-
isflokksins, frá miðjum maí fram
í desember 1942. Verkefni hennar
var eitt og afmarkað; að leiðrétta
kjördæmaskipunina með breyt-
ingu stjórnarskrár.
Aftur sat Ólafur í forsæti
minnihlutastjórnar frá desem-
berbyrjun 1949 fram í miðjan
mars 1950 eftir að tilraunir til
myndun samsteypustjórnar höfðu
mistekist. Sú stjórn naut hvorki
stuðnings né hlutleysis annarra
flokka.
Þriðja minnihlutastjórnin var við
völd frá Þorláksmessu 1958 til
nóvember 1959. Emil Jónsson,
formaður Alþýðuflokksins, var
forsætisráðherra og líkt og með
fyrri minnihlutastjórn Ólafs
Thors var verkefnið að leiðrétta
kjördæmaskipan með breytingu
á stjórnarskránni.
Síðast starfaði minnihluta-
stjórn á Íslandi frá október 1979
fram í febrúar 1980 undir forsæti
Benedikts Gröndal, formanns
Alþýðuflokksins. Hún varð til
eftir að slitnað hafði upp úr sam-
starfi Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks
og hafði í raun þann eina starfa að
rjúfa þing og boða til kosninga.
Minnihlutastjórnir eru jafnan
skipaðar flokkum sem teygja sig
út frá miðju stjórnmálalitrófsins
og njóta stuðnings flokka á jöðr-
um þess. Jaðarflokkarnir veita þá
stuðning í viðleitni til að halda
flokkum á hinum jaðri litrófsins
frá völdum. Hugmyndafræði
slíks stuðnings byggir á að við-
komandi flokkar öðlist með
honum rík áhrif á stefnu og gjörð-
ir ríkisstjórnar og varni því um
leið að pólitískt öndverð sjónar-
mið séu leidd til öndvegis.
Að baki hugmyndum um minni-
hlutastjórn Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs og Samfylk-
ingarinnar með stuðningi
Framsóknarflokksins liggur því
allt önnur hugsun. Við slíkar
aðstæður myndi miðjuflokkur
verja stjórn jaðarflokks.
Í ljósi sérkennilegra aðstæðna
myndi Framsóknarflokkurinn
öðlast mikil völd með stuðningi
við minnihlutastjórn VG og Sam-
fylkingarinnar. Jafnvel má leiða
að því rök að völd flokksins yrðu
meiri en í stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn þar sem
Framsókn færi með mun færri
ráðuneyti. Framsóknarmenn
gætu stillt ríkisstjórninni upp við
vegg og hún þyrfti að lúta vilja
þeirra í einu og öllu þar sem
stjórnarslit blöstu ella við og
Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til
valda.
fréttir og fróðleikur
Hirðmenn hafsins á leið til Íslandsstranda
Aðallega æðstu
embættismenn
Venja að jaðarflokkar verji
minnihlutastjórnir falli