Tíminn - 17.05.1980, Síða 5

Tíminn - 17.05.1980, Síða 5
Laugardagur 17. mal 1980 5 líiíllli' Ný verkefni og aukiö öryggi Frumvarp til laga um Húsnæöismólastofnun rlkisins kom til annarar umræöu I efri deild Alþingis á miövikudag, en frumvarpiö var lagt fram á siöast liönu hausti, af Magnúsi H. Magnússyni þá- verandi félagsmálaráöherra, og hefur veriö til meöferöar hjá nefnd slöan I janúar. Fjölmargar breytingatillögur hafa komiö fram viö frumvarpiö, bæöi frá stjórn og stjórnarandstööu. Guömundur Bjarnason mælti viö aöra umræöuna fyrir þeim breytingatillögum sem stjórnarsinnar flytja en þær voru allar samþykktar viö atkvæöagreiöslu I efri deild I gær, og geröi i upp- hafi ræöu sinnar grein fyrir mikilvægustu breytingunum sem I til- lögunum felast og sagöi m.a.: Eg mun þá gera grein fyrir b reytingatillögum viö Hús- næöismálafrumvarpiö sem ég hef leyft mér aö flytja ásamt þeim Ólafi Ragnari Grlmssyni og Stefáni Guömundssyni. Eg vil gera lauslega grein fyrir þessum tillögum, en mikilvægustu efnis- þættir þeirra, sem hér liggja fyrir, eru eftirtalin fimm atriöi: Bygging verkamannabústaða 1 fyrsta lagi er aö hlutur verka- mannabústaöa er stóraukinn frá þvl sem frumvarpiö gerir ráö fyrir meö þvi aö ætla Byggingar- sjóöi verkamanna fastan tekju- stofn. 1% launaskattur, sem lagt er til aö frá næstu áramótum renni I sjóöinn, gerir á þessu ári nærri 5 milljaröa. Slfkar tekjur gera sjóönum mögulegt aö taka lán hjá lifeyrissjóöunum og öör- um lánastofnunum án þess aö fjárhagsstööu sjóösins sé stefnt i nokkra hættu. Meö þessari bættu stööu getur sjóöurinn strax á næsta ári tekiö aö sér aö fjár- magna allar félagslegar Ibúöar- byggingar I landinu þó aö byggingar verkamannabústaöa stóraukist eins og aö er stefnt meö þeim breytingatillögum sem hér eru lagöar fram. Eins og fram kom I yfirlýsingu rlkisstj. 29. apr. s.l. er aö þvi stefnt aö hafin veröi bygging á 400 ibúöum I verkamannabústööum á næsta ári, 500 ibúöum á árinu 1982 og siöan 600 ibúöum árlega á næstu árum. Meö þvi væru stór skref stigin til lausnar húsnæöis- vanda láglaunafólks og jafnframt komiö til móts viö óskir verka- lýöshreyfingarinnar um Ibúöa- byggingar á félagslegum grund- velli. Útrýming heilsu* spillandi húsnæðis Annaö atriöiö eru ákvæöi frum- varpsins um nýbyggingar til þess aö útrýma heilsuspillandi Ibúöum sem viö teljum ófullnægjandi. Þar er aöeins gert ráö fyrir venjulegum nýbyggingarlánum til þeirra sem viö sllkar aöstæöur búa en I flestum tilfellum ó- fullnægjandi og afturför frá þvl sem gert hefur veriö á undanförn- um árum. t gildandi lögum er gert ráö fyrir mjög hagstæöum lánum til sveitarfélaga sem vinna aö ibúöarbyggingum til út- rýmingar á heilsuspillandi Ibúö- um gegn mótframlagi hlutaöeig- andi sveitarfélags. Lán þessi, sem nefnd eru C-lán hjá Hús- næöismálastjórn, eru mjög eftir- sótt og blöa nú á annaö hundraö umsóknir þessarar afgreiöslu hjá stofnuninni vegna þess aö ekki er séö fyrir nægilegu fjármagni I þennan þátt. Þaö er þvi mjög brýnt aö taka af nokkrum myndarskap á þessu máli eins og gert er meö þeim breytingatillög- um sem hér liggja fyrir. Vextir lækki i 2% Þriöji punkturinn I þessu er aö frumvarp fyrrverandi félags- málaráöherra gerir ráö fyrir þvi aö vextir af almennum húsnæöis- lánum veröi 3.5%. Þegar ákveöiö er aö full verötrygging sé á öllum lánum til Ibúöabygginga, eru þetta of háir vextir miöaö viö nú- verandi aöstæöur. Vextir af öllum lánum frá Byggingasjóöi rlkisins eru nú 2%. Allir lífeyrissjóöir verkalýösfélaganna hafa einnig ákveöiö 2% vexti á öllum verö- tryggöum lánum. Þvl er sú til- laga gerö hér aö vextir veröi lækkaöir frá þvi sem frv. gerir ráö fyrir úr 3.5% I 2%. Lánstími í 26 ár Fjóröi liöurinn er sá aö lán til nýrra Ibúöa hafa nú I heilan ára- tug veriö veitt til 26 ára. Sá láns- timi hefur þótt viöunandi, miöaö viö ástand fjármála hjá okkur á liönum árum, þó aö hann sé miklu skemmri en tiökast I flestum ná- lægum löndum. Frumvarpiö ger- ir hins vegar ráö fyrir þvl aö þessi lánstlmi sé styttur I 21 ár. Breytingatillaga okkar gera ráö fyrir þvl aö lánstlminn veröi ó- breyttur frá þvl sem hann hefur veriö, þ.e. 26 ár i almennum lán- um til nýbygginga og 41 ár til verkamannabústaöa, þó aö full þörf væri á þvl aö lengja þennan lánstlma. Framlög sveitarfélaga lækkuð 1 fimmta lagi: 1 fyrrnefndum gildandi lögum um Húsnæöis- málastofnun rlkisins var ákveöiö aö fjármagna verkamannabú- staöabyggingar þannig aö kaup- endur þeirra greiddu 20% af byggingarkostnaöi, Bygginga- sjóöur rlkisins lánaöi almennt I- búöalán til hverrar Ibúöar, sem aö jafnaöi hefur veriö um 30% af byggingarkostnaöi. Eftir- stöövarnar u.þ.b. 50% af kostnaöi hefur rlkissjóöur og hlutaöeig- andi sveitarfélag greitt aö jöfnu. Þetta óafturkræfa framlag sveitarfélaganna, sem á þessu ári má áætla aö veröi nálægt 7 milljónir kr. á hverja Ibúö, hefur veriö sveitarfélögum algjörlega ofviöa, miöaö viö þeirra f járhags- stööu. Af þeim ástæöum hafa byggingar verkamannabústaöa nú nærri lagst niöur. Aöeins mjög fá sveitarfélög eru nú meö sllkar byggingar i gangi. Slöasta ára- tug, siöan fyrrnefnd lög voru sett, hefur aöeins veriö hafin bygging á 918 ibúöum I verkamannabú- stööum á öllu landinu. Fv. þaö sem hér liggur fyrir gerir ráö fyrir verulegri breytingu, á fram- lagi sveitarfélaganna. Meö þeim breyt.til.semhér erulagöar fram er lagt til aö lækka hlut sveitar- félaganna I 10% af þeim lánum sem veitt veröa á hverju ári til verkamannabústaöa I hlutaöeig- andi sveitarfélagi. Jafnframt er ábyrgö sveitarfélaganna aukin á framkvæmdum viö byggingarn- ar, og er þess vænst aö þaö leiöi til aukins aöhalds og meiri fram- kvæmdahraöa viö byggingarnar. Þessi fimm atriöi eru aö okkar mati mikilvægust I þeim breyt- ingatillögum sem viö leggjum hér fram, en auk þess er I okkar till. fjölmargt varöandi framkvæmd þessarar mikilvægu löggjafar. Ávöxtun skyldusparnaðar Eg vil sérstaklega gera grein fyrir tillögu okkar um ávöxtun skyldusparnaöar ungs fólks. Upp- runalega frumvarpiö gerir ráö fyrir verulegri lagfæringu á meö- ferö skyldusparnaöarins, en þar segir aö fé þetta beri sömu vexti og eru á almennum húsnæöis- málalánum og sé verötryggt samkvæmt lánskjaravisitölu Seölabanka íslands. 1 breytinga- tillögu okkar eru þessi ákvæöi óbreytt, en skilgreind nokkuö nánar en I frumvarpinu hvernig verötrygging skal reiknast og hvemig fariö skal meö vextina. Er þar gert ráö fyrir aö hægt sé aö taka spariféö út á þeim tima sem hentast er hverjum einstak- lingi, miöaö viö lánskjaravlsitölu þess mánaöar er úttekt fer fram. Ætti meö þessu formi ekki aö skapast þaö ástand sem nú rikir, aö beöiö sé eftir einhverjum ákveönum tlma, t.d. áramótum, til þess aö fá bestukjör á sitt fé. Guömundur Bjarnason. Þá er i breytingatillögunni gert ráö fyrir aö vextir leggist viö höf- uðstól um áramót og verðtryggist siöan á sama hátt og höfuöstóll- inn. Varöandi þetta mál vil ég taka fram, aö ljóst er aö meö þessu er ráöstöfunarfé Byggingasjóðs skert og á þvl máli veröa stjórn- völd aö taka. Þessari ávöxtun skyldusparnaöarins varö aö breyta og láta þar sitja I fyrir- rúmi sjónarmiö unga fólksins. Tilgangurinn meö þess- um skyldusparnaöi er sá aö tryggja stööu ungs fólks þegar kemur aö Ibúöarkaupum eöa byggingu, og mega ekki sjónar- miö Byggingasjóösins eins sitja þar I fyrirrúmi. Aö teknu tilliti til skattfrelsis skyldusparnaöarins er ljóst aö þetta fé er þjóöfélagslega dýrt. En þaö verður aö skoöast sem skerfur okkar, sem eldri erum til aö aöstoöa unga fólkiö þegar kjörin hafa veriö leiörátt svo sem hér er gert ráö fyrir, og þá veröa þetta einhver bestu kjör á sparn- aöi sem hægt er aö fá. Veröur þvl aö telja liklegt aö sparnaöurinn Framhald á bls. 19 Jóhann Hafstein látinn Jóhann Hafstein fyrrverandi alþingismaöur og forsætisráö- herra andaöist aöfaranótt sl. fimmtudags 65 ára aö aldri. Jóhann Hafstein var fæddur á Akureyri 19. september 1915. Foreldrar hans voru hjónin Július Havsteen sýslumaöur og Þórunn Jónsdóttir. 1 upphafi fundar sameinaös Alþingis I gær minntist Jón Helgason þingforseti Jóhanns Hafstein og sagöi þá m.a. „Jóhann Hafstein var kennari I þjóöarrétti og almennri lögfræöi viö Viöskiptaháskóla Islands 1939—1942. Ariö 1946 var hann kosinn alþingismaöur Reykvlk- inga og átti sæti á Alþingi til vors 1978, er hann dró sig I hlé sökum vanheilsu. Alls sat hann á 35 þingum. Hann var forseti neöri deildar Alþingis 1959—1961 og 1962—1963. Ariö 1946 var hann einnig kosinn I bæjarstjórn Reykjavlkur og átti sæti I henni til 1958 og var jafnframt I bæjar- ráöi 1946—1954. Bankastjóri útvegsbanka tslands var hann 1952-1963. Hann átti sæti I bankaráöi Framkvæmdabanka Islands 1953—1966, allan starfs- tlma bankans, og var tvlvegis formaöur bankaráösins. Haust- iö 1961 varö hann dóms- og kirkjumálaráöherra, heilbrigö- ismála- og iönaöarráöherra I forföllum og gengdi þeim störf- um til loka þess árs. Slöla árs 1963 tók hann fast sæti I rfkis- stjórn Bjarna Benediktssonar og tók þá viö sömu ráö- herrastörfum og 1961. 1 júli- mánuöi 1970 varö hann forsætis- ráöherra, en lét af ráöherra- störfum I júlí 1971. Auk alls þessa gengdi Jóhann Hafstein ýmsum nefndarstörfum, var I lýöveldishátiðarnefnd 1944 og slöar I stjórnarskrárnefnd, var fulltrúi á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóöanna, á þingi Evrópuráösins og á fundum þingmannasamtaka Atlants- hafsbandalagsins. Jóhann Hafstein helgaöi flokki slnum starfskrafta sína vel og lengi. Hann baröist oft hart fyrir málstaö slnum og samherja sinna 1 þjóömálum, en honum var jafnframt lagib ab miöla málum og leita sátta þegar þess þurfti viö. Jafnan kvaö mikiö aö honum I þjóö- málaumræðum meöan heilsa hans leyföi. Honum voru hug- leikin landhelgismál Islendinga, öryggismál og þátttaka I vest- rænni samvinnu. 1 ráðherra- dómihans bereinna hæst marg- víslegar umbætur I iönaöarmál- um, og hann beitti sér einarö- lega fyrir stóriöju á lslandi. Snögglega varö þaö hlutskipti hans aö taka viö forystu I rikis- stjórn og flokksformennsku. Aö þremur árum liönum varö hann aö láta af formennsku flokks sins vegna bilaörar heilsu. Hann hélt þó áfram eftir megni aö vinna flokknum þaö gagn sem hann mátti. Eg vil biöja háttvirta alþing- ismenn ab minnast Jóhanns Hafsteins meö þvi aö risa úr sætum.” Arlegir tónleikar blásarakennaradeildar Tónlistarskólans I Reykjavik veröa haldnir I Bústaöakirkju sunpudaginn 18. mai kl. 5 siödegis. A efnisskránni eru tónsmiöar og útsetningar nemenda deildarinnar ýmist skrifaöar fyrir lúörasveit eöa blásara kammer- sveit og stjórna nemendur sjálfir öllum flutningi. Aö þessu sinni út- skrifast fimm nemendur. Aögangur er ókeypis og öllum heimill. WELGER Ui heybindi vélar WELGER w Lögreglukórinn á Norðurlandamót Lögreglukór Reykjavlkur fer til Stokkhólms 29. mai n.k., þar sem hann mun taka þátt I Noröur- landamóti lögreglukóra. Sllk mót eru haldin á 5 ára fresti, til skiptis I höfuöborgum Noröurlanda og er þetta sjötta mótiö frá upphafi. Lögreglukórinn hefur tekib þátt i öllum mótunum og jafnan staöiö sig mjög vel. Til fjáröflunar fyrir Svlþjóöar- förina efnir Lögreglukórinn til Stór bingós I Sigtúni kl. 15 á sunnudag. Húsiö verbur opnaö kl. 14. Fjöldi glæsilegra vinninga er I boöi, m.a. tvær flugferöir til Luxemborgar. Lögreglukórinn mun koma fram I hléi og taka nokkur lög. Fyrirliggjandi verð aðeins kr. 3.205.000. ármCjlati

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.