Tíminn - 17.05.1980, Síða 13

Tíminn - 17.05.1980, Síða 13
Laugardagur 17. mal 1980 13 90 ára Maxta Jónsdóttir á Brekkum Gott ætterni er arfur sem eyöist seint. Næstum allar góðar konur rekja ættir til einhverra ágætra formæðra sinna. En sjálfar eru þær stílargeislar bænda sinna, bama og nágrennis. — Og hvað getur gæfan gefið þjóðum betra en góðar konur? Þaö vill svo jUl, að mér er kunn- ugt um einn átján ættliða kven- legg — næstum óslitinn — og þekki fjórar ; yngstu langmæðg- urnar. Allar gæðakonur! Ein af þeim er nlræö um þessar mundir. Mig langar um leið og ég lofa hana, að minnast fáeinna ágætra formæðra hennar. 1. Helga Sigurðardóttir hiisfrú á Hólum I Hjaltadal. Enginn kann frá þvi að segja hvaða ár hiin fæddist eða dó. Og enginn kann að nefna móður hennar. En faðir hennar var sagður Sigurður Sveinbjarnar- son, prests að Miila I Aðaldal, Þórðarson, hefðarklerks og mik- ils ástar-töframanns sinnar tiöar. Hann vildu flestar konur kjósa sér. Börn hans voru „fimmtiu og hálfrefir að auki”, segir sagan. Enda var hann kallaöur Barna- Sveinbjörn. Helga hefur veriö fædd nokkru fyrir 1500. Hiin lifði fram yfir miðja 16. öld. Hiin var ung og um- komulitil, er hiin varð ástmær Jóns Arasonar höfuðskálds og siðar Hólabiskups. Helga hefur vafalaust verið ástrik afbragös- kona. Enda er sagt að Jón biskup hafi unnað henni mjög. Miklar ættir eru komnar frá fimm af sex bömum þeirra. Auk þeirra sex átti Helga dóttur, elsta barna sinna. Þaö var Þóra ólafsdóttir prestsfrií á Mælifelli. Móðir Þóru Tómasdóttur húsfrilr á ökrum I Blönduhlíö. Dóttir hennar Guöný Jónsdóttir átti Sigurð sýslumann á Reynistað. Þeirra barn: Elln Sigurðardóttir prestsfrii á Staða- stað. Hennar barn: Sólveig Guö- mundsdóttir hdsfreyja á Knerri I Breiðuvlk. Hiin var móðir Hall- dóru Jónsdóttur prestskonu á Staöarhrauni. En dóttir hennar var Valgerður Jónsdóttir kona Steins Jónssonar Hólabiskups, skálds og göfugmennis. 2. Þórunn Hannesdóttir húsfrii að Prestbakka á Siðu. Nokkrar skaftfellskar gæða- konur eiga ágæt eftirmæli skráð á bækur Skaftfellskra rithöfunda. Elst þeirra, sem hér veröur getið, var Þórunn Hannesdóttir (1718- 84) fyrri kona Jóns eldprests Steingrlmssonar. Foreldrar hennarvoru: Jórunn Steinsdóttlr biskups á Hólum og Hannes Skevlng sýslumaður I Eyjafjarð- arsýslu. Báðum þeim hjónum ber Jón Steingrlmsson hina bestu sögu. Hannes var frábært ljtlf- menni, segir hann og hinn mesti f y rir hy g g j um a ður. Þórunn prestskona Hannes- dóttir var, að sögn manns slns, mikil ágætiskona. Astrik, gáfuð, hreinlynd, siðprilö, dugleg, verk- hög, góðgjöm, ljilflynd, gestrisin, vinsæl og gjafmild. Þórunn flutti austur I Mýrdal llfsreynd norðan Ur Skagafirði, I öðru mesta illæri 18. aldar — 1756 — og varð þar mjög kynsæl kona. 1 niðjatali þeirra Jóns eldprests, sem dt kom fyrir 20 árum, eru taldir 5.300 afkomendur fjögurra dætra þeirra. Þar af voru niðjar Sigrlðar 1777. En kynsælust allra Þórunnarbarna var líklega Karltas Jónsdóttir Vigfdssonar, fyrri bónda hennar. Karltas hdsfrd I Vatnsskaröshólum átti 15 börn, 64 barnabörn og 240 barna- barnabörn. 3. Ingveldur Jónsdóttir í Eyjar- hólum. ónnur skaftfellsk gæðakona, Ingveldur hdsfrd I Eyjarhólum (1793-1883) á sin góðu eftirmæli I bókinni „Afi og amma”, sem Eyjólfur sonarsonur hennar reit. Hdn var dóttir Jóns rlka bónda I Drangshlið, Björnssonar. En Þurlður Guðmundsdóttir hét móðir hennar. Samkvæmt frá- sögn Eyjólfs má lýsa Ingveldi á þessa leiö: Hdn var lág og gild á velli, blá- eyg, þykkleit, breiðnefjuð — og eigi sérlega frlð — en góðmannleg og aðlaðandi og oft eins konar ljómi á andlitinu. Góðgjörn, hjálpfds, heilráð, hlý og átti hvers manns trdnaö. Allar skepnur og lltilmagnar áttu skjól hjá henni. Slík blessun var hdn bónda sln- um, að hann mátti varla daglangt af henni sjá. 4. Guðrdn Þorsteinsdóttir I Eyj- arhólum. Þriðja góðkvendi þessa ætt- bálkslýsir Eyjólfur sonur hennar I bók sinni „Pabbi og mamma”, Hdn hét Guðrdn Þorsteinsdóttir (1832-98), hdsfrú I Eyjarhólum, systurdóttir Ingveldar og dóttur- dóttur — sonardóttir Þórunnar Hannesdóttur og aö mörgu leyti henni lik. Fáðir hennar: Þor- steinn I tJthlIð, var Þorsteinsson bónda á Hvoli I Mýrdal, Þor- steinssonar bróður séra Jóns eld- prests. En kona Þorsteins á Hvoli var Þórunn dóttir Karltasar I Vatnsskarðshóham og Þorsteins bónda hennar Eyjólfssonar. Guö- rdn var gjörvileg, greind og svip- hrein, djarfleg, aölaðandi og höfðingleg. Hdn bjó yfir flestum sömu kostum og lýst er hér fram- ar I fari þeirra langömmu hennar og móðursystur. Guðrdn giftist systrungi slnum: Guðmundi ólafssyni bónda og sæ- garpi I Eyjarhólum (1832-1915). Hann var mikil hetja á sjó og landi. Aðeins einu kveiö hann: Að hann kynni að lifa konu sína. „Astdð hennar og kraft mátti hann ekki missa”. Enda var harmurhans eftir — eftir hana — sár svo furöu gegndi, um mann, sem annars lét sér aldrei bregða, við válega hluti”, segir Eyjólfur sonur þeirra hjóna. Eiröi hann þá fyrst hvergi né undi sér. Llkt fór annarri skaftfellskri hetju, hundrað árum fyrr: Séra Jóni Steingrlmssyni, þegar hann missti Þórunni konu slna. Það hljóta að vera afbragðskonur, sem hreystimenn harma svo á- kaflega sárt. 5. Steinunn húsfreyja á Hvoli I Mýrdal. Eitt af tólf börnum Eyjarhóla- hjóna var Steinunn Guðmunds- dóttir (1859-1952). Henni lýsir bróðir hennar þannig: „Hún var frlö sýnum, góðlynd og hvers manns hugljúfi. Svo gjafmild, aö,. sjálfri lýst að miklu leyti. Svo* kynfastar eru kvendyggðirnar i ættleggnum frá Þórunni Hannes- dóttur. Hdn gifti'st hálfþrltug Jóni Þor- steinssyni (1851-1904). Hann var I beinan karllegg kominn frá Magndsi presti og kraftaskáidi á Hörgslandi, Péturssyni. Dugnað- armaöur, sem sleit sér út snemma ævi. Þau bjuggu tuttugu ár i Mýrdal, en eftirlétu þá bd sitt og býli Eyjólfi slðar bónda á Hvoli rdmlega hálfa öld. Llklega að miklu leyti fyrir góöhug Stein- unnar I garð þessa bróður slns. Þegar Steinunn var orðin ekkja, flutti hdn til Reykjavlkur og var þar fjögur ár. Þá fór hdn fimmtug aö Brekkum I Holtum og giftist Siguröi Sigurðssyni rosknum ekkjumanni og bónda þar. A Brekkum átti hún heimili, um það bil 40 ár. Tvær voru dætur Jóns á Hvoli og Steinunnar einar barna: Marta, sem hér verður sagt frá slðar, og Guðrún Sigrlöur (1885- 1978) hdsmóðir I Reykjavlk I rúmlega 60 ár. Orðlögö dugnaðar- og gæðakona. Ég umgekkst Stein- unniá Brekkum mörg hennar efri ár. Mér fannst hún mjög geðþekk gömul kona. 6. Marta Jónsdóttir húsmóðir á Brekkum. Hér læt ég lokið ættmæðratali og sný mér aö afmælishetju þessa glaöa dags. Vera kann að sumum sýnist og seint vikiö að henni I skrifi þessu. En þeim er ljóst þekkja hana, að þar sem sagt er frá formæðrum hennar, er henni sjálfri lýst að miklu leyti. Svo kyn- fastar eru kvendyggðirnar I ætt- Systurnar Marta (til vinstri) og sinni Steinunni Guðmundsdóttur. leggnum frá Þórunni Hannesdótt- ur. Marta fæddist á Miö-Hvoli I Mýrdal, 17. mal 1890 og ólst þar upp hjá foreldrum slnum, en missti föður sinn f jórtán ára göm- ul. Sextán vetra fór hdn til Reykjavikur með móöur sinni. Næstu tólf ár átti hún heima þar. Vann heimilisstörf að vetrarlagi, en var oftast i kaupavinnu um sláttinn. Þótti hamhleypa við orf og hrifu. Eitt eöa fleiri sumur var hdn aöstoðarrjómabdstýra við Rauðalæk I Holtum. Hdn giftist hálfþritug frænda sinum: Siguröi ökumanni Guð- mundssyni (1891-1978). Þau voru barnabörn Eyjarhólahjóna. Þrjú ár bjuggu þau I Reykjavik. En grasleysissumarið 1918 fluttu þau austur að Brekkum I Holtum og hófu sveitabdskap. Þar voru þau I 37 ár talin fyrir búi og bjuggu jafnan vel og myndarlega. Fvrir réttum fjórðungi aldar fengu þau Jónasi syni sinum I hendur jörð og bd, en sátu kyrr I sambýli við hann og tengdadóttur. Marta missti mann sinn voriö 1979. Sambdð þeirra hafði þá var- 'að 64 vetur og aldrei brugðiö skugga á samlyndiö, svo kunnugt væri. Guðrún Jónsdætur með móður Frá Sigurði var nokkuð sagt i eftirmælagrein á fyrra vori — (i Timanum og Islendingaþáttum). Marta var á yngri árum mikil friðleikskona, glaðvær, kvik og körsk og elskuleg. Ennþá ber hdn þessa merki, þótt eðlilega sé föln- aður æskublóminn. Ennþá þykir mörgum vænt um hana. Brekkur standa þétt. við þjóð- braut. Þar þótti mörgum gott aö koma á bdskaparárum Sigurðar og Mörtu. Þar var öllum tekið vel og flestir fóru þaðan aftur kátari en þeir komu. Þaö eru 62 ár siðan Marta kom að Brekkum. Þar er hún ennþá umkringd niöjum slnum. Segja má aö þeim hafi hingað til fjölgað hófsamlega. Hún hefur eignast 30 afkomendur: 5 börn, 12 barna- böm og 13 barnabarnabörn. Oll eru þau á llfi nema elsta dóttir hennar, sem dótá þrltugsaldri. I þessum hópi eru 19 konur og ung- ar meyjar. Sú elsta 63 vetra. Hin yngsta 17 vikna. Þæar hafa flest- ar, eöa allar þegið að arfi drjúgan skerf af kvengæðum Þórunnar- ættar. Ég tíska Mörtu alira stunda góðra hér frá! Helgi Hannesson. Minmng Sigurjón G. Guðmundsson frá Hólakoti F. 29. janúar 1919 D. 7. mal 1980 Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frl. H.P. Ég var staddur I Reykjavlk mánudaginn 5. mai þegar mér bárust til eyrna þau hörmulegu tlðindi að kunningi minn og sveitungi, Sigurjón frá Hólakoti, hefði fallið af hestbaki og hlotið svo alvarleg meiðsli að honum væri eigi hugað lif. Gat þetta verið satt? Ég hafði daginn áður hitt hann glaðan og hressan að vanda, þá nýkominn af vertlö. Tal okkar snerist um hesta eins og venjulega og hann bað mig fyrir skilaboð til sonar mins að taka af sér I tamningu gæöingsefniö fallega, sem vinir hans og sveitungar gáfu honum á sextugsafmælinu I fyrra og hann og aðrir bundu svo miklar vonir við. Gat það skeð aö fullfrískur, allsgáður maður meiddist svo illa við að hrökkva af baki kvikum fola? Ég vildi ekki trúa þvl, en enginn má sköpum renna og þremur dógum siðar var Sigurjón allur. Sigurjón var Eyfellingur að ætt og undir Eyjafjöllum átti hann alla tíð sitt heimili. Ungur fór hann að heiman til vinnu og vinnudagur erfiðismannsins varö hlutskipti hans. Hann fór löngum á vertlð eins og þaö er kallað eða vann byggingarvinnu og hváð annað sem að höndum bar. Sigurjón var meö afbrigöum mannglöggur og kynntist mörgum á llfsleiðinni, enda átti hann auðvelt með að blanda geði við háa sem lága. Hann var félagslyndur og var m.a. for- maður Ungmennafélagsins Eyfellings. Þá átti hann um skeið sæti á ársþingum Lands- sambands hestamannafélaga sem fulltrdi fyrir hestamanna- félagiðSindra. Hann var mælsku- maður af guös náð og átti flestum mönnum auðveldara með að bda hugsunum slnum bdning. Hagorður var hann en gerði þó litiö af að bera þá iöju á torg. Hann var söngmaöur og gleði- maöur. Sigurjón var ávallt aufúsu- gestur á heimili mlnu. Honum fylgdi glens og gaman og börn hændust að honum. Stundum voru spil tekin af hillunni og slegiö I slag. Nd er það horfiö og kemur aldrei aftur. A slöari árum eignaðist Sigurjón heimili hjá þeim sæmdarhjónum Sigurbergi og Ellnu I Steinum. Þar undi hann öllum stundum þegar leiðin lá til heimahaganna. Þar hitti hann marga, þar voru hestarnir hans og þar voru hestar eitt og allt. Þar naut hann umhyggju og hlýju. Þar leiö honum vel og þau gæði kunni hann aö meta. Það vissi ég. Sigurjón var alla slna ævi mikill áhugamaður um hesta- mennsku og átti góða hesta. Til samvistanna við þá sótti hann ótal ánægjustundir og þá gjarnan I hópi glaðra félaga, hvort heldur var á heimaslóðum eða á ferða- lögum til fjarlægra héraða. Þær stundir koma heldur aldrei aftur. Nd er hann horfinn dr hópnum og þar er skarð fyrir skildi. Ættingjum hans og vanda- mönnum flyt ég samdöarkveðju mlna og fjölskyldu minnar. Við sveitungarnir minnumst hans meö viröingu og þökk. Yfir moldum hans i dag mun hljóma hinsta kveðja hans til Eyjafjallanna:: Fjalladrottning, móðir mln mér svo kær og hjartabundin. Sæll ég bý við brjóstin þln, blessuð aldna fóstra mln. Hér á andinn óðul sln öll sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning móðir mln, mér svo kær og hjartabundin. Albert Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.