Tíminn - 17.05.1980, Qupperneq 15

Tíminn - 17.05.1980, Qupperneq 15
ÍÞROTTIR Laugardagur 17. mal 1980 1. DEILDAR fréttir Lloyd fær landsleik eftir 8 ára hvfld Greenwood velur enska liðið gegn Wales Ron Greenwood, landsliðsein- valdur Englands, hefur valifi enska landsliðifi, sem leikur gegn Wales i Bretlandseyja- keppninni I Wrexham. Hann hefur gert miklar breytingar frá leiknum gegn Argentinu, en iið hans verður skipað þessum leik- mönnum: Clemence (Liver- pool), Neal (Liverpool), Larry Lloyd(Forest)en hannlék siðast með liðinu 1972, Thompsoii (Liverpool), Trevor Cht.-ry (Leeds), Glen Hoddle (Totten- ham), Trevor Brooking (West Ham), Ray Kennedy (Liver- pool), Peter Barnes (W.B.A.) —Paul Mariner (Ipswich) og Steve Coppell (Man. Utd.). Tveir nýliðar leika með Wales — þeir Paul Price (Luton) og David Giles (Swansea) og þá leikur gamla kempan Leighton James, sem leikur nú með Swansea. — SOS • Argentínumenn lögöu Ira... Argentína vann sigur 1:0 yfir ir- um i vináttuiandsieik I knatt- spyrnu, sem fór fram I Dublin I gærkvöldi. Jose Valencia skor- aði markið á 27- min. • Heimsmet I sleggjukastl Rússinn Yuri Sedyhk setti nýtt heimsmet i sleggjukasti á móti I Moskvu i gærkvöldi — hann kastaði sleggjunni 80.64. kVOLKER HOFFERBERT.. sést hér stjórna æfingu að Hllðar- enda i gærkvöldi. (Timamyndir Róbert) — KR-ingar eru alltaf erfiðir viö að glima — miklir baráttu- jaxlar, sagði Guðmundur Þor- björnsson, fyrirliði Valsmanna, sem mæta KR-ingum á Laugar- dalsvellinum I dag. Guðmundur lék einmitt sinn fyrsta leik með Valsliðinu gegn KR — fyrir 6 ár- um. Það var létt yfir leikmönnum Valsliðsins, þegar Timinn heim- sótti þá að Hliðarenda, þar sem þeir voru á siðustu æfingunni fyrir átökin gegn KR-ingum. — Nú náðuð þið mjög góðum leik gegn FH-ingum. — Já, við náðum aö sýna betri leik, en ég átti von á — kannski aö óskabyrjunin hjá okkur gegn FH, hafi gert það að verkum. — Heldurðu að þið náið eins góðum leik gegn KR-ingum? — Það er ómögulegt aö segja — KR-ingarnir leika allt öðru visi en FH-ingar, sem leika netta knattspyrnu. Aftur á móti eru KR-ingarnir haröir I horn að ‘ 'ka og miklir baráttumenn. — Nú böröust þið vel gegn FH- ingum —- gáfust aldrei upp. — Já, það var góö barátta hjá okkur — nokkuð sem hefur vantað undanfarin ár. Það hefur vantað að allir berðust sem einn maður — ég hef trú á að barátt- an komi hjá okkur nú. — Leikurinn gegn KR-ingum verður þá baráttuleikur? — Já, eins og KR-ingar leika, þá má búast viö þvi — við mun- um beita krók á móti bragði, ef þvi er að skipta. — Ertu bjartsýnn á sumarið? — Já, ekki get ég neitað þvi — þaö er mikill hugur I strákunum og viö munum gera allt okkar besta, til að vera með i barátt- unni um íslandsmeistaratitil- inn, eins og undanfarin ár. Viö erum meö sterka vörn og marksækna sóknarleikmenn — þeir geta skapað sér marktæki- færi og þá þarf ekki aö spyrja að eftirleiknum, sagði Guðmundur. —SOS (Knattspyrnu- nunktar..... * Hestur setti otrík i reikninginn Billy Hamilton fra Burnley skoraði sigurmark (1:0) N-lra gegn Skotum I Belfast i gær- kvöldi I Bretlandseyjakeppn- inni. Alan Rough gat ekki leikið I marki Skota, þar sem hestur konunnar hans, steig ofan á hægri fótinn á honum rétt áöur en að Skotarnir héldu til N-írlands. • Keegan skorar Kevin Keegan og Horst Hrubesch (Toshack V-Þýska- lands) skoruðu fyrir Hamburger SV.þegarfélagiövannsigur (2:0) yfir Eintracht Braunschweig I „Bundesligunni” i gærkvöldi. • ALAN ROUGH • Sigur hjá Arsenal Leikmenn Arsenal voru enn einu sinni i sviösljósinu I gær- kvöldi —þá unnu þeir góðan sig- ur 2:1 yfir Olfunum á Molineux i ensku 1. deildarkeppninni. Steve Walford og Frank Stafleton skoruöu fyrir Arsenal, John Richard fyrir — og það er erfitt að glíma við þá”, segir Guðmundur Þorbjörnsson, fyririiði Vals —- Leikir helgarinnar: Framarar anda léttar Sigurlás leikur ekki með Eyjamönnum gegn þeim Sigurlás Þorleifsson leikur ekki með Vestmannaeyingum gegn Fram á Laugardalsvellin- um annaö kvöld, þar sem hann er i tveggja leikja banni. Framarar anda örugglega létt- ar, þvi að Sigurlás skoraði 4 mörk gegn þeim sl. sumar, þegar hann lék með Vlkingum, sem lögðu Framara að velli 5:1. Þaö má búast við fjörugum leik, þegar Islands- og bikar- meistararnir mætast kl. 8. Vikingar heimsækja Skaga- menn I dag og fer leikur þeirra fram kl. 3. KR-ingar og Valsmenn mæt- ast á Laugardalsvellinum kl. 2 og á sama tima leika FH-ingar gegn Keflvikingum á Kapla- krikavellinum. Breiöablik og Þróttur leika siðan á morgun á Kópavogsvell- inum og hefst leikurinn kl. 4. „Þessi á eftir að skora mikiö af mörkum”... Guömundur Þor- björnsson og Hermann Gunnarsson, sem hefur tekiö fram skot- skóna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.