Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 32
Óskarinn afhentur í fyrsta sinn „Brighton er alveg æðis- leg borg. Þetta er svona lít- ill hippabær. Þar er hægt að labba um allt eins og heima, sem ég elska.“ Vestmannaeyingar minnast þess nú að 380 ár eru liðin frá Tyrkjaráninu, of- beldisfyllstu árásinni sem Íslendingar hafa nokkru sinni orðið fyrir. Af því til- efni verða margir viðburðir skiplagðir í Eyjum en í vikunni var opnuð þar sýn- ingin „Sjóræningjar og kristnir þrælar – ferðir og örlög fórnarlamba Tyrkja- ránsins“. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur er meðal þeirra sem mest hafa stúderað þennan atburð en hann segir að Tyrkja- ránið skipi sérstakan sess í hugum Ís- lendinga. „Ég hef kannað þetta til dæmis með hliðsjón af leitarvélum á netinu, sumir segja að það sé lítið að marka þær því niðurstöðurnar geta rokkað milli þúsunda, en þær benda þó til þess að þetta sé þekktasti eða mest notaði atburðurinn í Íslandssögunni,“ segir Þorsteinn sem ennfremur hefur skoðað hlut Tyrkjaránsins í kennslu- efni allt frá árinu 1880. „Tyrkjaránið er alls staðar með. Það er misjafnt hversu mikið menn vita en allir vita eitthvað – það kviknar á einhverri peru.“ Flokkur sjóræningja frá Norður-Afr- íku gerði strandhögg við Íslandsstrend- ur að sumarlagi 1627. Sjóræningjarnir réðust á íbúa í Grindavík, á Austfjörð- um og í Vestmannaeyjum, drápu um fimmtíu manns og tóku hátt í fjögur hundruð til fanga. Hluti Íslendinganna dó á leiðinni en þeir sem lifðu af sigling- una til Afríku voru seldir í ánauð. Um fimmtíu voru síðar keyptir aftur heim með lausnargjaldi. Þorsteinn útskýrir að heitið Tyrkja- rán sé óheppilegt því í nútímaskilningi hafi það alls ekki verið Tyrkir sem hér rændu og rupluðu. „Á þessum tíma köll- uðu Evrópumenn alla múslima Tyrki en Tyrkjaveldi náði að hluta til yfir land- svæði við sunnanvert Miðjarðarhafið.“ Þorsteinn segir aðallega tvær skýr- ingar á því hversu veigamikinn sess Tyrkjaránið skipar í söguvitund lands- manna. „Annars vegar var þessi atburð- ur svo einstakur, við höfðum lifað mjög friðsælu lífi,“ segir hann og tekur dæmi af sambærilegri árás sem gerð var á Ír- landi árið 1631. „Sú árás hverfur alveg í fjölda frásagna af innrásum og árásum og öðrum hörmungum á Írlandi en þar er einnig til mjög lítið af rituðum heim- ildum um Tyrkjarán. Hér ríkti aftur á móti mjög mikil ritgleði. Tyrkirnir voru vart horfnir úr aug- sýn þegar menn byrjuðu að skrifa.“ Meðal helstu heimilda um Tyrkjarán- ið eru til dæmis Reisubók Ólafs Egils- sonar, prests í Vestmannaeyjum, sem var einn fanganna sem fluttur var til Al- geirsborgar. Þorsteinn útskýrir að hér hafi innrás- in líka verið stórpólitískt mál sem allir Íslendingar tóku nærri sér en lands- stjórnin, biskuparnir og danska stjórnin létu til sín taka og höfðu milligöngu um að leysa fólkið úr haldi. „Það var einnig rætt um vígbúnað, að Íslendingar ættu að bregðast við og auka varnir sínar en þær raddir voru kveðnar í kútinn,“ segir Þorsteinn og áréttar að landsmenn hafi gert sér grein fyrir óraunhæfi þess að tryggja öryggi allra landsmanna í þessu strjálbýla friðsemdarlandi. Sagan lifir góðu lífi, ekki aðeins í bókum heldur einnig í landslaginu en á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum má finna fjöldamörg örnefni sem tengjast Tyrkjaráninu hvort heldur þjóðsögum eða sannferðugri frásögnum af þessum einstaka atburði. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Jóakim Snæbjörnsson Meistaravöllum 7, er lést að morgni 11. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. maí kl. 11 árdegis. Þeim sem vilja minnast Jóakims er bent á Minningarsjóð KR, s. 510 5300. Tómasína Sólveig Magnúsdóttir Sigríður Jóakimsdóttir Kjartan Viðar Sigurjónsson Jenný Jóakimsdóttir Árni Þór, Arnar Ingi og Ellert Andri. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur Hjálmtýsson Arahólum 4, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. maí, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. maí kl. 14.00. Bragi Már Baldursson Kristina Bergqvist Jóna Kristín Baldursdóttir Sigþór Ágústsson Hjálmtýr Rúnar Baldursson Friðrik Baldursson Njála Laufdal börn, barnabörn og barnabarnabörn. Fallegir legsteinar á góðu verði Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dótt- ir, tengdadóttir, tengdamóðir og amma, Guðrún Ásbjörnsdóttir tónlistarkennari, Holtsbúð 4, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstu- daginn 18. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líkn- ardeild Krabbameinsfélagsins. Páll Hannesson Björn Rúnar Lúðvíksson Rósa Karlsdóttir Jóhann Rúnar Pálsson Huld Aðalbjarnardóttir Ásbjörn Pálsson Ingibjörg S. Ármannsdóttir Margrét Valgerður Pálsdóttir Þórarinn Hauksson Guðrún Sigurðardóttir Ásbjörn Guðmundsson Steinþóra Margrét Níelsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Benediktsson frá Hólmavaði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. maí. Jarðarförin fer fram í Neskirkju í Aðaldal laugar- daginn 19. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning 0192-05-63302 kt. 280970-3529, það fé sem safnast mun renna til Öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Helga Baldursdóttir Baldur Kristjánsson Gígja Þórarinsdóttir Jónasína Kristjánsdóttir Guðlaugur Jóakimsson Laufey Kristjánsdóttir Benedikt Kristjánsson Elín Ívarsdóttir b bö b b bö Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arndís Pálsdóttir Barkarstöðum, Miðfirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 10. maí 2007, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Ragnar Benediktsson Karl Georg Ragnarsson María Rós Jónsdóttir Ásta Pálína Ragnarsdóttir Magnús Sverrisson Jenný Karólína Ragnarsdóttir Hilmar Sverrisson Margrét Halla Ragnarsdóttir Jón Gunnarsson Benedikt Ragnarsson Jóhanna Helga Þorsteinsdóttir Álfheiður H. Árdal Helga Berglind Ragnarsdóttir Sigmar Benediktsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Jóhanna Ólafsdóttir Kaplaskjólsvegi 35, Reykjavík, lést að kvöldi mánudags 14. maí. Sigríður Hjördís Indriðadóttir Bogi Indriðason Ólafur Indriðason Magnús Indriðason.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.