Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 39
„Það hvílir mikil leynd yfir þessu
öllu saman. Við tökum Kate Moss-
línuna upp úr kössunum í öðru
herbergi en allar hinar vörurn-
ar. Það má enginn sjá þetta fyrr
en á föstudaginn.“ segir Eyrún
Eggertsdóttir, markaðsstjóri Top
Shop á Íslandi. „Við opnum klukk-
an átta á föstudagsmorgun í búð-
inni okkar í Smáralind. Það fær
enginn að kaupa neitt fyrr en þá,
ekki starfsfólkið okkar eða neinn
annar.“
Eyrún segir að það verði mikið
tilstand í kringum þetta. Í búð-
ina eru komnir sérstakir standar,
höfuðlausar gínur, sem hafa sama
vaxtarlag og Kate og merktar
vatnsflöskur verða gefnar í búð-
inni á föstudag.
„Við erum að opna fyrir söl-
una á sama tíma og verður gert í
Skandinavíu. Það er byrj-
að að selja fötin í London
og það mynduðust því-
líkar biðraðir og allt
tæmdist á örskotsstundu. Við
höfum bara takmarkað magn.“
Kate Moss hefur samið við Top
Shop um að gera fjórar fatalín-
ur á tveimur árum. Þessi fyrsta
framleiðsla endurspeglar hvað
er í hennar eigin fataskáp í dag.
Kate hefur verið efst á listum síð-
ustu árin þegar valdar hafa verið
best klæddu konur heims og því
ekki slæmt að fá að skyggnast inn
í fataskáp hennar.
„Það verður svo hægt að semja
um að Pete Doherty fylgi með
í kaupunum ef keypt er mikið
magn af fötum úr nýju línunni,“
segir Eyrún og hlær. Jafnframt
lofar hún því í gríni að allir eigi
eftir að líta alveg eins út og Kate
Moss í fötunum. Fólk eigi eftir að
minnka um margar stærðir og
verða bara alveg eins og hún.
Föt Kate Moss á
leið til Íslands